Alþýðublaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 25. október 1995 162. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
■ Geðheilbrigðisþjónusta við börn og unglinga hér á landi
Fyrir neðan öll velsæmismörk
-segir í skýrslu Barnaheilla, sem nú kynna Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Hér á landi er geöheilbrigðisþjón-
usta við börn og unglinga fyrir neð-
an öll velsæmismörk. Staða barna-
og unglingageðdeiidar í dag er sú að
einungis er hægt að sinna neyðartil-
vikum. Stórum hluta alvarlegra
vandamáia getur deildin ekki sinnt
og ef vel ætti að vera þyrfti hún að
geta sinnt tífalt fleiri en hún gerir í
dag.
Þetta kemur meðal annars fram í
skýrslu Samtakanna Barnaheilla
um stöðu barna og unglinga á ís-
landi í dag í Ijósi Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna.
f skýrslunni segir að búast megi
við að 20% íslenskra barna þurfi
■ Háskólatónleikar
Bach í Norræna
húsinu
Á Háskólatónleikum í Norræna
húsinu miðvikudaginn 25. október
flytur Helga Þórarinsdóttir víólu-
leikari 1. og 5. sellósvítu Bachs. Tón-
leikamir em um hálftími að lengd og
hefjast klukkan 12. 30.
Helga Þórarinsdóttir stundaði
nám í víóluleik við Royal Northern
College of Music f Manchester og hjá
George Neikrug í Boston. Hún hóf
störf við Sinfóníuhljómsveit Islands
árið 19S0 og gegnir nú starfi 1. víólu-
leikara þar. Hún kennir við Tónlistar-
skólann og víðar og hefur gegnum ár-
in tekið virkan þátt í tónlistarlífi borg-
arinnar.
Handhöfum stúdentaskírteina er
boðinn ókeypis aðgangur, en að-
gangur fyrir aðra er 300 krónur.
■ Fyrirlestur Helgu
Sigurjónsdóttur
aðstoð vegna tilfinningalegra erfið-
lcika. Búast megi við að erflðleikar
fjögur þúsund barna séu verulegir á
þessu sviði. Erfiðleikar þeirra hafi
víðtæk áhrif á foreldra, systkini,
skólafélaga og nágranna. Þá segir
ennfremur að ýmsir hópar ís-
lenskra barna njóti ekki sama rétt-
ar og aðrir í heilbrigðisþjónustunni.
Þar megi nefna misþroska börn,
börn með hegðunar- og aðlögunar-
erfiðleika, nýbúabörn, börn með
sjaldgæfa sjúkdóma og langveik
börn. Stóraukin kostnaðarhiutdeild
sjúklinga varðandi lyf og læknis-
hjálp valdi mismunun sem bitni
ekki síst á börnum.
íslendingar hafa gerst aðilar að
Barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna en ekki löggilt hann ennþá.
Sáttmálinn hefur því ekki lagastöðu
hér á landi, þótt stjórnvöld hafi
skuldbundið sig til að framfylgja
honum. Barnaheill skora á stjórn-
völd að löggilda sáttmálann. Stjórn-
völd eru gagnrýnd fyrir slælega
kynningu á sáttmálanum og bent á
að almenn þekking á ákvæðum
hans sé forsenda þess að hann hafi
þau jákvæðu áhrif sem til er ætlast.
Barnaheill eru nú að hefja kynn-
ingarátak um barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna. Ætlunin er að
heimsækja fjölda vinnustaða í Iand-
inu á næstu vikum undir kjörorð-
inu „Tökum höndum saman“ þar
sem sáttmálinn verður kynntur og
fólki boðið að gerast Barnaheilla-
vinir.
IMýr prestur
í Hruna
Séra Eiríkur Jóhannsson hefur
verið kjörinn lögmætri kosningu
sem sóknarprestur í Hrunapresta-
kalli í Árnesprófastsdæmi. Séra
Eiríkur er 35 ára gamall og hefur
undanfarin ár verið sóknarprest-
ur á Skinnastað í Þingeyjarpró-
fastdæmi.
■ Lennart Meri forseti Eistlands boðartil smáþjóðaráðstefnu
Stefán Júlíusson. Fimmtánda
skáldsaga hans fjallar um korn-
unga stúlku sem verður ástfangin
af bandarískum hermanni.
■ Ný skáldsaga eftir
Stefán Júlíusson
Kanabarn
Út er komin hjá bókaútgáfunni
Björk skáldsagan Kanabarn eftir
Stefán Júlíusson, og er þetta fimm-
tánda skáldsaga hans fyrir full-
orðna en hann hefur auk þess skrif-
að fjölmargar barnabækur.
f nýju skáldsögunni segir frá
stúlku á sextánda ári sem kynnist
bandarískum hermanni á Keflavík-
urflugvelli, verður ástfangin og trú-
ir á ást hans, einsog segir á bókar-
kápu. „En snögglega er hann far-
inn, horfinn á braut án þess að
kveðja eða segja stúlkunni hvert
hann fer. Stúlkan missir fótfestu
við umskiptin, segir skilið við nám,
stekkur að heiman, týnist. Tveimur
mánuðum síðar fær stúlkan bréf frá
piltinum, óvænt og óforvarendis.
Stúlkan verður ráðvillt, aðstæður
eru annarlegar, ný viðhorf og
vandamál. Þá byrjar sagan.“
í Kanabarni koma persónur af
ýmsum stigum og stéttum við
sögu: einsetubóndi í sunnlenskri
sveit, hermenn og hrossaræktar-
menn, amman og prestshjónin í
þorpinu - auk stúlkunnar sem er
kanabarn í annan lið og ber ef til
vill kanabarn undir belti.
Erþörffyrir
nýja kvenna-
hreyfingu?
Rödd smáþjóðanna
Ræða Lennart Meri, forseta Eistlands, á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í tilefni 50 ára afmælis samtakanna.
Helga Sigurjónsdóttir flytur opin-
beran fyrirlestur í Norræna húsinu
laugardaginn 28. október. Hann hefst
kl. 14, er ókeypis og öllum opinn. Fyr-
irlesturinn er fluttur í tilefni af því að í
þessum mánuði er aldarljórðungur Iið-
inn síðan Rauðsokkahreyfingin var
stofnuð hér á landi.
I fyrirlestrinum kemur Helga víða
við og leitar meðal annars svara við
eftirfarandi spumingum? Hvers vegna
var ný kvennahreyfing stofnuð í upp-
hafi áttunda áratugarins? Hver varð
þróun hreyfingarinnar og hvers vegna
leið hún undir lok? Var Kvennalistinn
arftaki hreyfingarinnar? Er Kvenna-
listinn sjálfstætt og frumlegt stjórn-
málaafl eða er hann hefðbundinn
vinstri flokkur? Hvers vegna er ekki
samfella í kvenfrelsisbaráttunni? Ber
kvennabarátta árangur? Er þörf fyrir
nýja kvennahreyfmgu á þessari öld?
Helga Sigurjónsdóttir var einn af
stofnendum Rauðsokkahreyfingarinn-
ar árið 1970 og starfaði með henni
nær óslitið þau 12 ár sem hún lifði.
Hún tók líka þátt í stofnun Kvenna-
framboðsins 1982 og var einn aðal-
höfúndur að svokallaðri „kvenlfelsis-
stefnu" Kvennalistans. Undanfarna
tvo áratugi hefur Helga skrifað mikið í
blöð og tímarit um kvenréttindi og
skólamál. Bók hennar, /nafni jafnrétt-
is, kom út árið 1988. Helga er kennari
í Menntaskólanum í Kópavogi og
bæjarfulltrúi í sama bæ.
Feður okkar börðust í fyrri heims-
styijöldinni. Þeir tóku einnig þátt þeim
frelsisstríðum gegn nýlendukúgun
sem fylgdu í kjölfarið og leiddu til 14
liða áætlunar Wilsons Bandaríkjafor-
seta um sjálfsákvörðunarrétt þjóða.
Það voru þessir feður okkar sem
stofnuðu Þjóðabandalagið.
Sú stofnun var reist á gmnni stórra
hugsjóna og lítils raunsæis.
Sú stofnun var þess ekki megnug
að stöðva þá landaskiptingu sem Hitl-
er og Stalín gerðu sér að leik. Hún var
þess ekki megnug að stöðva grimm-
úðlegar deilur steinmnninna nýlendu-
velda eða koma í veg fyrir keðjuverk-
an nýlendustyijalda sem kostuðu milli
60 og 100 milljónir manna lífið.
Roosevelt forseti gerði sér vonir
um að tryggja jafnvægi í heiminum
með að spyrða saman raunsæis- og
hugsjónastefnu.
Þannig urðu Sameinuðu þjóðimar
til.
Hugsjónastefna rikti á því heims-
þingi. Öll ríki, hvort sem íbúar þess
voru ein milljón eða eitt hundrað
milljónir, vom jafn rétthá. Raunsæið
var hins vegar allsráðandi í Öryggis-
ráðinu, þar sem ríki hinna fjóru sigur-
sæla bandamanna seinni heimsstyrj-
aldar, auk Kína, höfðu rétt til neitunar-
valds.
Á þennan hátt, fyrir hálfri öld, var
Sameinuðu þjóðunum ætlað að setja
mark sitt á atburði líðandi stundar.
Stöldrum við og íhugum fjölda
þátttökuríkja. Þegar Sameinuðu þjóð-
imar voru stofnaðar vom aðildarríkin
fimmtíu. I dag em þau hundrað áttatíu
og fimm.
Lýðveldið Eistland hefur fylgst
með þessari þróun af miklum áhuga.
Ástæðumar em þijár.
I fyrsta lagi hefur hálffar aldar her-
seta Rauða hersins í hinu sjálfstæða
lýðveldi Eistlandi þröngvað okkur í
hóp með nýlenduþjóðum. Við höfum
samúð með þeim þjóðum og sérhags-
munamálum þeirra vegna þess að við
virðum sjálfsákvörðunarrétt þjóða,
sjálfstæði og lýðræði. En um leið er-
um við rótgróið lýðræðisríki, sem
varð til vegna sundmngar heimsveld-
is, á svipaðan hátt og Pólland, Tékk-
land, Ungverjaland og fjölmörg önnur
ríki.
Þetta er sérkennileg staða mála. Á
einum og sama tíma tilheyrum við
bæði Vesturlöndum og ríkjum þriðja
heimsins. Við höfum í heiðri sömu
gildi, sömu grundvallaratriði, sömu
markmið og Vesturlönd en deilum
sömu vonbrigðum og áhyggjum með
ríkjum þriðja heimsins.
í öðm lagi var einn árangurinn af
endalokum nýlenduveldanna fæðing
nýrra ríkja, svonefndra „nýrra lýðræð-
isríkja" sem eru svipuð Eistlandi í
stærð og íbúafjölda. I dag, og í þess-
um sal, er hér frekar um pólitískt ein-
kenni en landfræðilegt að ræða. Sam-
kvæmt skilgreiningu em lítil ríki auð-
særanlegri en þau stærri og þar sem
tómarúm myndast í öryggismálum em
þau viðkvæmari fyrir breytingum en
stærri ríki. Fyrir utan sameiginlegar
hugsjónir höfum við einnig sameigin-
leg vandamál við að glíma.
f þriðja lagi em þessi ríki, sem risið
hafa af rústum nýlendustefna, í meiri-
hluta í samfélagi þjóðanna. Því miður
em þau þögull meirihluti. Rödd þeirra
er veik og áhrifalaus á þessu heims-
þingi. Rödd þeirra á ekki fulltrúa í Ör-
yggisráðinu.
Ég ræði þetta hér og nú því vonin
dofnar aldrei.
Ég legg því fram tvær tillögur. í
fyrsta lagi að við stokkum upp í Ör-
yggisráðinu og gefum þar sæti, til
skiptis, fulltrúum smáríkja heims. í
öðm lagi skora ég á smáríki heims að
senda fulltrúa sína til höfuðborgar
lands míns, Tallinn, til að vinna sam-
eiginlega að gerð yfirlýsingar, Tallinn
yfirlýsingar smáríkja.
Ég set fram þessar tillögur í þeirri
von sem býr í hinum þögla meirihluta
þessara heimssamtaka.
Við emm auðsærð, því emm við í
hópi þeirra viðkvæmari.
Vegna viðkvæmni okkar getum við
bmgðist skjótt við.
Vegna þess að við getum bmgðist
skjótt við emm við rík af hugsjónum.
Smáríki fylgja hugsjónastefnu í
meira mæli en stórveldi, og af því
leiðir að vaxandi von og þrá til að
reynast trú gmndvallarhugsjónum lifir
meðal okkar. Það var þessi von, það
var þessi grundvallarhugsjón sem varð
til þess, þó aðstæður væru aðrar, að
þessi samtök vom stofnuð fyrir fimm-
tíu ámm.
í desembermánuði munið þið, þátt-
tökuríki Sameinuðu þjóðanna, fá í
hendur uppkast að Tallinn yfirlýsingu
smáríkja. Við höfum nægan tíma til að
hugleiða hana, allt þar til við komum
saman í Tallinn í september á næsta
ári til að gera raunhæfa áætlun um það
hreyfiafl sem breyta mun hinum þögla
meirihluta í starfhæfan meirihluta, og
taka ákvarðanir sem gera okkur kleift
að framfylgja á uppbyggilegan hátt
þeim markmiðum og gmndvallaratrið-
um sem samtökin em reist á.
Gerið ykkur grein fyrir þýðingu
þess sögulega fundar. Hér og nú bíð
ég viðbragða ykkar við fundarboði
mínu, og hlakka til að hitta ykkur
næsta septembermánuð í Tallinn.
„Við erum auðsærd, því erum við í
hópi þeirra viðkvæmari. Vegna viðkvæmni
okkar getum við brugðist skjótt við.
Vegna þess að við getum brugðist skjótt
við erum við rík af hugsjónum."