Alþýðublaðið - 31.10.1995, Side 5

Alþýðublaðið - 31.10.1995, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTOBER 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ I Hrafnkell Ásgeirsson skrifar Guðmundi Arna Stefánssyni sem erfertugur ídag Opið bréf Bréfritari ásamt afmælisbarninu. Sæll frændi, ég óska þér til ham- ingju með afmælið. Ekki eru árin mörg að baki, en þú hefur engu að síð- ur komið mikiu í verk, meiru en marg- ir þeir sem axla fleiri ár en þú. Pólitík hefur verið eins og rauður þráður í h'fi þínu. Þú fetaðir þig upp eftir hinni hefðbundnu leið í flokknum; gekkst ungur að árum í FUJ, áfram upp í SUJ og gerðist einn af forystumönnum ungra jafnaðarmanna um langt árabil. Ungur að árum settist þú í bæjarstjóm, varst bæjarstjóri rétt rúmlega þrítugur, síðan alþingismaður og ráðherra. Þú lentir í miklum sviptivindum á síðasta ári, þá þurftu menn að hafa sterkar taugar og sjálfsstjóm. Það þarf þrek- mikinn líkama og sál til þess að stand- ast atlögur allra fjölmiðla og standa uppréttur á eftir. Pólitískur arfur Það er sagt um suma, að þeir séu fæddir í vissa flokka. Éf til vili má segja það um okkur báða. Faðir minn sat í bæjarstjóm Hafnarfjarðar í 8 ár frá 1942 til 1950. Þar að auki sat hann í ýmsum nefndum fyrir flokkinn, svo sem skólanefnd og byggingamefnd að ógleymdri stjóm hans á Bæjanitgerð Hafnarfjarðar á þriðja áratug. Ég spurði hann eitt sinn áð því, hyer að- dragandi þess var að hann gekk í Al- þýðuflokkinn. Hann sagði mér að Guðmundur heitinn Jónasson, verk- stjóri á Mölunum, hefði fengið hann til þess að gerast Alþýðuflokksmann. Guðmundur var einn af bæjarfulltrú- um flokksins árið 1926 þegar flokkur- inn fékk hreinan meirihluta í fyrra sinnið. Bræðumir héldu allir vel sam- an og öll íjölskyldan gerðist umsvifa- laust flokksbundin. Amma mín og langamma þín, Solveig Gunnlaugs- dóttir, var ekkja í 46 ár. Pabbi þinn benti mér eitt sinn á, að gamla konan hafi oft verið hinn ráðandi aðili í fjöl- skyldunni. Hinir kraftmiklu og freku bræður hefðu ætíð fallist á hennar sjónarmið og tillögur, er skoðanir vom skiptar í upphafi. Eg hef oft velt þessu fyrir mér, eftir að ég heyrði pabba þinn halda þessu fram, og ég er ekki frá því, að hann hafi þar rétt fyrir sér. Faðir þinn var bæjarfulltrúi og bæjar- stjóri í Hafnarfirði svo og þirigrnaður. Bræður þínir, Finnur og Gunnlaugur, þingmenn. Ami Gunnlaugsson, frændi okkar, var bæjarfúlltrúi fyrir flokkinn á tímabili, sagði skilið við hann í 20 ár, stofnaði sinn eigin flokk, Félag óháðra borgara, sem birtist með þrjá bæjarfulltrúa af m'u á vordögum 1966 en félagið hvarf síðan úr bæjarstjóm, eins og hendi væri veifað, vorið 1986. Er eitthvað undarlegt, að þú skyldir gerast krati, Guðmundur? Lávarðadeild flokksins Faðir þinn hefur nú eftir langt starf að flokksmálum sest f lávarðadeild flokksins ásamt Erling Garðari Jónas- syni, Herði Zópham'assyni og fleiri eð- alkrötum. Þaðan fylgjast þeir með flokksstarfinu og leggja því lið eftir mætti. Frá þessari deild geta menn miðlað öðmm af reynslu sinni. Kynslóðaskipti í bæjarstjórn Það léku frískir vindar um Hafnar- fjörð eftir bæjarstjómarkosningamar 1986. Undir þinni forystu jók flokkur- inn fulltrúa sína í bæjarstjórn úr tveimur og í fimm. Það var ekki það eina, að flokkurinn yki styrk sinn í bæjarstjóm heldur einnig hitt, að nýtt ungt fólk tók við stjómartaumunum. Fyrri stjóm var orðin þreytt og fólkið í bænum var orðið þreytt á henni. Ég held jafnvel, að hún hafi vrið orðin þreytt á sjálfri sér. Það var því eðli- íegt, að þar yrði breyting á. Tekið til hendinni I samstjóm krata og komrna gerðist þú bæjarstjóri. Það var strax byijað að framkvæma í hinum ýmsu málaflokk- um, skólar og dagheimili byggð, byggður og stofnaður fyrsti fiskmark- aður á landinu, ný smábátahöfn, Flensborgarhöfn, byggð og svo mætti halda áfram. Það var tekið því, að nýju h'fi hafði verið blásið í bæinn. Sú deyfð og þreyta, sem hafi einkennt fyrri stjóm bæjarins, var horfm. Cuxhaven Á sjávarútvegssýningu í Laugar- dalshöllinni haustið 1987 hitti ég Guð- rúnu Lárusdóttur, útgerðarkonu, ásamt fulltrúum frá Cuxhaven. Hún stakk upp á því, að stofnað yrði samband á milli hafnanna í Hafnarfirði og Cux- haven. Ég kynnti þessa hugmynd í hafnarstjóm og það leiddi til þess að við ásamt Jóhanni Guðmundssyni í Eimskip og gengum frá stofnun þessa Sambands. - Það samband hefur síðan þróast á ýmsa lund og er ekki síst hinn menningarlegi þáttur á milli bæjanna mikilvægur. Hreinn meirihluti enn á ný í bæjarstjórnarkosningunum 1990 leiddir þú flokkinn til sigurs í annað sinn og nú til hreins meirihluta. Sagan frá 1926 hafði endurtekið sig. Innan flokksins voru skiptar skoðanir um það, hvort rétt væri að halda áfram samstarfi við kommana í bæjarmálum, hvort rétt væri að styðja þá til ákveð- inna nefndarstarfa. Niðurstaðan var sú að flokkurinn þyrfti ekki á stuðningi þeirra að halda og væri því ástæðu- laust að láta þeim eftir setu í nefndum, þar sem fólkið í bænum hefði valið flokkinn til þess að fara einan með völdin. Hins vegar má velta því fýrir sér, hvort þróun mála síðar hefði orðið á annan veg, hefði samvinnu verið haldið áfram að einhverju leyti með kommunum eftir kosningamar 1990. Kommar biðla til íhaldsins Þegar tók að líða á þetta kjörtímabil urðu menn þess varir, að fóstbræðra- lag virtist hafa tekist með Lúðvík Geirssyni og Magnúsi Gunnarssyni í Knattspymufélaginu Haukum og hús- næðisnefnd bæjarins. Þeir vom byrj- aðir að tala af virðingu hvor um ann- an. Þetta segja menn að hafi verið upphafið að samstarfi Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðubandalagsins eftir kosningamar 1994. Þá hafði Alþýðu- flokkurinn tapað einum manni en kommamir náðu tveimur fulltrúum í bæjarstjórn. Sumir segja að hinir gömlu skólabræður, Geir Gunnarsson og Matthías Á. Mathiesen, hafi inn- siglað samstarf þessara tveggja flokka. Mönnum er það óskiljanlegt, hvemig það gat gerst, að hinn stóri flokkur í Hafnarfirði, Sjálfstæðiflokkurinn, gat afhent kommunum, litla flokknum, bæjarstjórastöðuna í bænum ásamt öllum öðrum framkvæmdastöðum í sveitarfélaginu. Stóri flokkurinn lét sér nægja formennsku í nefndum svo sem bæjarstjóm og bæjarráði. Kommamir fitnuðu, belgdu sig út og töluðu eins og þeir sem völdin höfðu. Auðvitað gat þetta ekki gengið til lengdar. Flokksmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu verið aldir upp í því, að höfúð- andstæðingur þeirra væru kommúnist- ar, en allt í einu vom þetta orðnir vinir þeirra og samheijar og þeim vom af- hent öll völd í bænum. Þetta gekk svo hratt, að flokksmenn höfðu ekki tíma til þess að melta alla þessa hluti. Þetta hlaut að springa. - Þá var gripið til þess ráðs að kæra þáverandi stjómar- andstöðu og hluta af Sjálfstæðis- flokknum til Rannsóknarlögreglu rík- isins. Furðulegt, að menn skyldu svo ímynda sér, að þessir aðilar myndu síðar taka upp samstarf við kærendur. Þeir vom einfladlega að reka Jóhann Gunnar Bergþórsson og Ellert Borgar Þorvaldsson í fang kratanna. íhaldsmenn spurðir Ég hefi spurt Sigga Þórðar, rikis- endurskoðanda, íhaldsmann til margra ára, síðasta formann Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, að því hvemig það hafi getað gerst, að hans flokkur hafi sett öll þessi völd til kommanna, án þess að hiksta. Hann var fljótur að afgreiða málið, sagðist vera hættur allri póhtík, ekki fylgst með og gæti því ekki svar- að þessari spumingu. - Magnús Þórð- arson, verkstjóri, fýrst hjá Jóni Gísla- syni síðan hjá Lofti Bjamasyni nú síð- ast starfsmaður hjá Isal er mikill ágæt- ismaður, mikill íhaldsmaður og hefur haft gaman af því að skrifa greinar- kom í blöð. Hann vildi ekkert ræða þessi mál við mig. Hann sagðist vera hættur að vinna, hefði það ágætt, og vildi ekkert blanda sér í þessi mál. - í svona blaðagreinupi getur maður þot- ið frá einu atriði og yfir í annað, þessi stfll leyfir það. Magnús sagði mér einu sinni eftirfarandi sögu: Hann var þá verkstjóri hjá Jóni Gíslasyni. Jón hafði í sinni þjónustu ýmsa ágæta formenn á bátum sínum, mikla aflamenn, sem síðar urðu forystumenn á sviði útgerð- ar og fiskvinnslu, má þar til dæmis nefna Zofanías Cesilsson í Grundar- firði. Einhverju sinni hitti Magnús pabba minn á götu, sem stöðvaði hann og ræddi við hann um veiðar og vinnslu. Magnús hafði þá sagt, að það fiskaðist vel hjá Jóni, hann hefði góða skipstjóra. Þá hafði gamli maðurinn svarað að bragði. „Það er ekki síður nauðsynlegt að hafa góða verkstjóra, góði.“ Áður en Magnús vissi af, hafði Asgeir kvatt og stefnt vestur í Bæjar- útgerð. Miðbær Nú hafa Miðbæjarmál verið af- greidd af bæjaryfirvöldum eftir miklar deilur. Það eru aðeins liðin tvö og hálft ár frá því þú tókst fyrstu skóflu- stungu að byggingunni. Ég held, að þegar líða tekur á næsta ár og öll byggingin hefur verið tekin í notkun, muni allur þorri bæjarbúa verða mjög sáttur við afgreiðslu málsins. - Eitt af stærstu útflutningfyrirtækjum lands- ins, Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda, mun flytja starfsemi sína í bæinn. Það hefði einhvem tíma verið saga til næsta bæjar. Miðbærinn hefur lifnað við, verslun og viðskipti í bæn- um hafa aukist og styrkst, ásýnd bæj- arins hefúr batnað og fólk getur keypt ýmsar nauðsynjavörur í sínum bæ. - Það var merkilegt, hversu miklu moldviðri var hægt að þyrla upp í sambandi við þetta mál, hvemig hægt var að halla röngu máli með því að byggja á röngum forsendum. Er ég þar með í huga kvöð, sem þinglýst var á bílakjallara byggingarinnar. Bæði efni kvaðarinnar svo og þinglýsing hennar vom gjörsamlega andstæð ís- lenskum lögum. Síðan byggðu núver- andi minnihluti málfutning sinn á kvöðinni, eins og hún væri „stjómar- skrárákvæði“ Hafnarfjarðarkaupstað- ar. Það hefði farið betur, ef fyrri meiri- hluti hefði gripið strax á þessu máli, í stað þess að vera með stöðug loforð um lausn málsihns; en þeir vom svo sem önnum kafnir þá við að kæra hvor annan til RLR í stað þess að sinna stjóm bæjarfélagsins. Prófkjörið í Reykjanesi Urslit prófkjörs flokksins í Reykja- neskjördæmi fyrir síðustu alþingis- kosningar vom stórmerkileg, ekki si'st fyrir þær sakir, hversu mikil þátttakari var í Kópavogi. Ég held, að fáurn blandist hugur um það, að fólk ann- arra flokka réð því, hver skipaði efsta sæti Alþýðuflokksins í því kjördæmi. Ég trúi því, að þetta sé ekki gott fyrir flokkinn og í framtíðinni verði að koma í veg fyrir, að slíkt endurtaki sig. Það er trúa flestra, sem ég hefi rætt við, að stór hluti af þessu nýja prófkjörsfólki í Kópavogi hafi ekki skilað sér í alþingiskosningunum fyrir flokkinn. Ríkisstjórnarmunstrið Fyrir 35 ámm ritstýrðum við Hörð- ur Zóphaníasson Rödd œskunnar, málgagni ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Blaðið var prentað í Prentsmiðjunni Odda í Reykjavík. Umbrot blaðsins annaðist prentarinn Jóhannes Jónsson, nú í Bónus. Stund- um hitti ég þennan duglega mann, þegar ég er að versla í Bónus og tök- um við þá tal saman. Hann hefur við- urkennt fyrir mér, að það séu einu skiptin sem frelsi aukist í þjóðfélag- inu, þegar Alþýðuflokkurinn sitji í rík- isstjóm. Ég hefi þá spurt hann, hvers vegna hann kjósi þá ekki kratana. Honum verður þá fátt um svör. - Ég man eftir því hér á ámm áður að hafa heyrt Emil heitinn Jónsson segja frá því á fundum, að hann teldi samstjóm Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins vera verstu stjóm fyrir fólkið í landinu, því þá næði framsóknaröflin í báðum flokkum saman. Ég held, að reynslan hafi sýnt okkur, að þessi orð Emils séu jafngild í dag og þegar þau vom sögð. Flokksforingi í Hafnarfirði Ég held, að engum blandist hugur um það, að þú sért foringi flo tksins í Hafnarfirði. Það eru lagðar miklar skyldur á þig með því. Þótt gengi flokksins hafi lyfst og dalað í gegnum árin, hefúr hann alltaf getað gengið að því vísu, að í Hafnarfirði sé sterkur kjami, sem hægt sé að reiða sig á. Það er því ekki fjarri lagi að segja, að ræt- ur flokksins liggi í Hafnarfirði. Tvær stuttar sögur í lokin Pétur Pétursson, þulur, hefur sagt mér þessa sögu. Eitt skipti á kreppuár- unum var kalt í íbúðinni hans, hann átti ekki kol til þess að hita hana upp. Hann hitti þá Gunnlaug afa þinn á götu og talið barst að kulda í íbúðinni. Afi þinn á þá að hafa sagt: „Bíddu, ég skal tala við hann Ásgeir, bróður." Það leið ekki langur tfmi, þar til kom- ið var með kolin. Snjólaug annna þín, var sérstaklega gestrisin kona. Ég var í kaffiboði hjá- henni með foreldmm mínum; ég var innan við 10 ára gamall. Ég hafði rað- að nokkrum tertum á disk minn og borðað þær allar. Kemur þá amma þín til mín og býður mér meira á diskinn. Ég sagði henni að ég væri alveg orð- inn saddur. Spyr hún mig þá að því, hvort mér finnist tertumar vondar. Ég fullvissaði hana um það, að ég hefði aldrei smakkað betri kökur. Fór hún þá og sótti disk með stórri ijómatertu, skar af henni stóra sneið og skellti henni á diskinn hjá mér, og sagði að mér veitti ekkert af þessu. Ég varð auðvitað að borða alla tertuna. Að lokum þetta. Ég er hlynntur því, að ntenn haldi upp á afmæli sín að ís- lenskum sið. Nú er gleðidagur hjá þér, Guðmundur. Við Oddný munurn líta inn til þín í dag og tökum í höndiria á þér. ■

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.