Alþýðublaðið - 31.10.1995, Page 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995
Menntamálaráðuneytið
Styrkur til handrita-
rannsókna í Kaup-
mannahöfn
í framhaldi af lyktum handritamálsins ákváðu dönsk
stjórnvöld að veita íslenskum fræðimanni styrk til hand-
ritarannsókna við Stofnun Árna Magnússonar (Det
Arnamagnæanske Institut) í Kaupmannahöfn. Styrkur-
inn veitist til allt að tólf mánaða dvalar en miðast þó að
jafnaði við styttri dvöl. Hann nemur nú um 16.900
dönskum krónum á mánuði, auk ferðakostnaðar.
Styrkur
Árna Magnússonar
(Det Arnamagnæanske Legat)
Sjóðurinn Det Arnamagnæanske Legat hefur það verk-
efni að veita íslenskum ríkisborgurum styrki til rann-
sókna í Árnasafni eða öðrum söfnum í Kaupmannahöfn.
Styrkir eru veittir námsmönnum og kandídötum, sem
hafa sýnt svo mikla þekkingu á norrænni tungu, sögu
eða bókmenntum, að vænta megi að þeir muni inna af
hendi verk í þessum greinurm sem þyki skara fram úr.
Til úthlutunar á næsta ári eru 30.000 danskar krónur.
Umsóknarfrestur um ofangreinda styrki á árinu 1996 er
til 4. desember nk., en umsóknir ber að stíla til Árna-
nefndar (Den Arnamagnæanske Kommision) í Kaup-
mannahöfn. Nánari upplýsingar um styrkina og tilhög-
un umsókna fást í menntamálaráðuneytinu, Stofnun
Árna Magnússonar á íslandi og skrifstofu heimspeki-
deildar Háskóla íslands.
Menntamálaráðuneytið, 27. október 1995
Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík
Aðalfundur
Þriðjudaginn 31. október 1995, kl. 20.00 verður aðal-
fundur Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík haldinn
að Hverfisgötu 8-10 í húsi Alþýðuflokksins - Jafnaðar-
mannaflokks íslands.
Nánari staðsetning er Ingólfskaffi 1. hæð. Aðaifundurinn
verður með hefðbundnu sniði. Dagskrá fundarins er á
þessa leið:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Kosningar.
3. Önnur mál.
Það er mælst til þess að þú, félagi góður, látir sjá þig á
aðalfundinum. Allir félagsmenn hafa atkvæðarétt, til-
lögu og málfrelsi. (Sem er nú ekki lítið).
Kristinn Ásgeirsson formaður.
Alþýðublaðið
þótt þú þutfir að stela því
Vinningstölur
28. okt. 1995
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
H 5af5 0 7.702.015
g+4af5 4 152.110
R1 4 af 5 129 8.130
H 3af5 4.162 580
Aðaltölur:
BÓNUSTALA:
38
HeildarupphæO þessa viku:
kr. 11.773.185
TJPPLÝSINGAR, SIMSVAR1568"!51TTÐA GRÆN
NR. 800 6511 • TEXTAVARP 453 BIRT MEO FYRIR
VARA UM PRENTVILLUR
t Minning
Bárður D. Jensson
Bárður D. Jensson fyrrverandi
formaður verkalýðsfélagsins Jök-
uls í Ólafsvík fæddist í Ólafsvík
16. október 1916. Hann lést á
Borgarspítaianum í Reykjavík
20. október síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Metta Kristjáns-
dóttir og Jens Guðmundsson.
Bárður var yngstur fjögurra
systkina, hin voru Sigríður, Guð-
mundur og Kristján, sem öll eru
látin. Auk þess er eftirlifandi
uppeldisbróðir þeirra Eggert
Kristjánsson, sem dvaldi um ára-
bil á heimili foreldra Bárðar og
er nú búsettur í Ólafsvík. Eftirlif-
andi kona Báðar er Áslaug Ara-
dóttir, sem fædd er 7. ágúst 1924,
en þau giftu sig árið 1944. Börn
þeirra hjóna eru: Auður, Friðrik,
en hann lést af slysförum árið
1981, Garðar, Jennetta, Sigurður
Skúli og Jóhanna. Auk þess eign-
uðust þau hjónin dóttur árið 1947
en hún lést, óskírð, fljótlega það
sama ár. Bárður tók minna mót-
orvélstjórapróf í Reykjavík 1940.
Hann var vélstjóri af og til hjá
Guðmundi Jenssyni 1940-70,
meðal annars á vélbátunum
Hrönn, Agli, Snæfelli og Pétri Jó-
hannssvni, en vann þess á milli
ýmis önnur störf, var vagnstjóri
hjá SVR 1942-43 og aftur 1966-
72, vélstjóri hjá Örnólfi Valdi-
marssyni í Ólafsvík á Sindra 1947
og aftur 1954- 56, hjá Víglundi
Jónssyni í Ólafsvík á Snæfelli
1951 og á Fróða 1958, hjá G.Guð-
mundssyni 1953, á Lyngey á Höfn
í Hornafirði 1977 og Ioks hjá Þor-
varði Lárussyni 1978. Hann var
formaður og framkvæmdastjóri
Verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafs-
vík 1978-90, sat í stjórn Verka-
mannabústaða Ólafsvíkur 1978-
91, þar af formaður stjórnar í
átta ár. Hann hefur setið í stjórn
VMSÍ, ASÍ, SSÍ og hann var for-
maður Umferðarráðs Ólafsvíkur
í 10 ár. Hann hefur hlotið heið-
ursmerki og viðurkenningu frá
Sjómannadagsráði Ólafsvíkur.
Útför Bárðar fór fram frá ÓI-
afsvíkurkirkju á laugardaginn.
Á ferð um Snæfellsnes síðastlið-
inn þriðjudag var mér sagt að
ágætur vinur, Bárður D. Jensson,
hefði látist skömmu eftir aðgerð
sem hann gekkst undir á sjúkrahúsi
í Reykjavík. Hann hafði verið orð-
inn hress og kátur eftir aðgerðina
þegar hann skyndilega varð alvar-
lega veikur, sem leiddi til andláts.
Okkar kynni urðu fyrst þegar ég
heimsótti þau hjón Bárð og Ás-
laugu þegar Eiður Guðnason nú-
verandi sendiherra íslands í Osló
og Sveinn Elinhergsson kynntu
mig fyrir þeim í fyrstu ferð minni
til Ólafsvíkur í aðdraganda Al-
þingiskosninga 1991. Mér eru hug-
stæðar hþýjar móttökur þeirra
hjóna. Þó Áslaugu væri þá ekki létt
um tjáningu var gleðin og glettnin
augljós. Bárður var þá hreystin og
gleðin uppmáluð en hann var þá
orðinn 72 ára.
Samræður snerust um útgerð,
sjómennsku, fiskverndun og tog-
veiðar á grunnslóð. Skoðanir og
rök Bárðar á þessum málum voru
skýrar og settar fram með rökum
sem óhrekjandi voru og eru, til
dæmis um hver áhrif það hefur
haft að togveiðiskip hafa hreinlega
brotið niður skjóltinda og standa á
slóðum sem alltaf var unnt að fá
fisk á færi, með þeim afleiðingum
að botninn er nær sléttur þar sem
áður voru 20 metra standar og
fiskurinn er horfinn. Svona voru
rökin sett fram með sönnun á dýpt-
armælispappír frá sömu slóðum en
mismunandi tíma. Það bar einnig
við að hann hringdi og segði mér
að nú væri málum svo komið í
málefnum trillukarla að ekki mætti
við svo búið standa.
Gleði og kátína einkenndu sam-
töl okkar Bárðar, umræða um leik-
list, gamanvfsur, harmonikkuspil
og ýmislegt sem gefur ekki hvað
síst lífinu svo mikið gildi.
Málefni þeirra sem lakar eru
settir voru honum alveg ljós og bar
hann sérstaka umhyggju fyrir þeim
og ýmsum sem hafa orðið fyrir
áföllum í lífinu. Þó það sé ekki í
stíl Bárðar að ræða slíka hluti þá
segi ég hér frá því að mér er kunn-
ugt um ungan mann sem átti í erf-
iðleikum fyrir nokkrum árum
vegna skuldaf Hann leitaði til
Bárðar sem gekkst í ábyrgð og út-
vegaði peninga, með þessum orð-
um: „Peningar eru ekki allt í lífinu
vinur minn, en að standa við það
sem maður segir - það er manns-
bragur að því.“ Þessum fjármunum
hefur öllum verið komið í skil og
umræddur ungur maður eignaðist
trúnaðarmann og félaga sem hann
leit á sem föður. Þessi ungi maður
sagði við mig: „Eg mun aldrei
framar koma mér f slíka fjárhags-
stöðu sem ég var í. Nú skulda ég
engum og mun ekki gera.“ Ég get
líka sagt frá ferðamanni sem fyrir
nokkrum áruin átti leið um Ólafs-
vík og tjaldið hans bilaði og engin
leið var að fá það viðgert. Bárður
sagði honum að koma með sér
heim þar sem hann fór inn í bíl-
skúr, náði í tjaldið sitt og afhenti
ferðamanninum með þessurn orð-
um: „Þú sendir það svo vinur þeg-
ar þú ert búinn að nota það.“ Þessi
eru kynni mín af þessum ágæta fé-
laga sem í dag er kvaddur héðan í
Ólafsvíkurkirkju.
Okkar sameiginlega áhugamál,
harmonikkan, var á sínum stað í
íbúð þeirra Bárðar og Áslaugar og
fékk ég að grípa í hana öðru
hverju. Síðastliðið haust var haldið
kjördæmisþing Alþýðuílokksins á
Vesturlandi í Ólafsvík. f lok fund-
arins var borðað saman og tekið
upp léttara hjal. Jón Baldvin sagði
gamansögur, en hann var í sér-
stöku uppáhaldi hjá Bárði, menn
sungu saman og hápunkturinn var
þegar Bárður reis upp frá borðum
og söng undir laginu Domínó gam-
anvísur sem hófust með orðunum
Ólafsvík, Ólafsvík, með Ijúfri og
tónvissri rödd. Það var mikil
ánægja okkar félaganna að kynnast
þessari hlið Bárðar og hefur nær
alltaf verið nefnt þegar minnst er
þessa fundar þegar félög jafnaðar-
manna í Snæfellsbæ sameinuðust.
Okkar síðasti fundur var nú í ág-
úst. Þá leit ég til þeirra hjóna og
meiningin var að hittast nú í þess-
ari viku, en engin veit hvenær kall-
ið kemur, af þeim fundi varð ekki.
Ég vil að lokum þakka góð
kynni við þennan sómamann sem
nú er látinn og votta öllum börn-
um, ættingjum og vinum innilega
samúð og sérstaklega Áslaugu sem
hefur misst þennan elskulega föru-
naut sem Bárður D. Jensson var.
Fyrir hönd félaga á Vesturlandi,
Gísli S. Einarsson.
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00
1983- 2.fl. 1984- 3.il. 01.11.95 - 01.05.§6 12.11.95 - 12.05.96 kr. 68.603,20 kr. 85.833,10
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1,
og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 27. október 1995
SEÐLABANKIÍSLANDS