Alþýðublaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTOBER 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ m e n n Glórulaus samsetningur Kormákur Bragason: Auga fyrir tönn Hekluútgáfan 1995 Á bókarkápu segir að höfundur þessa verks sé doktor og prófessor í uppeldisfræði, sem hafi um iangt skeið unnið að bamaverndannálum, meðal annars sem formaður barna- vemdamefndar. Eg ætla rétt að vona að þetta séu ekki staðreyndir heldur uppspuni höfundar sem kosið hefur að skrifa þetta verk undir dulnefninu Kormákur Bragason. Ekki veit ég hver maðurinn á bak við dulnefnið er, en hitt veit ég að í verki hans vottar hvorki fyrir mannskilningi eða sálfræðilegu innsæi. Þar fá getuleysi, miður þekkilegir hugarórar og subbuskapur að dandalast að vild. í bókinni segir frá hjónunum Jón- steini og Víólettu, fjölskyldum þeirra og vfnum. Áherslan er bundin kynlífi þessa fólks, en þar ríkja margskonar flækjur. Meginhluti sögunnar fjallar um kynferðislega misnotkun föður á tveimur dætra sinna og vangefinni stúlku. Þegar uppvíst verður um þessa misnotkun, mörgum ámm eftir að hún hefur átt sér' stað, er kallaður til fjölskyldudómstóll sem tekur að sér að dæma í málinu og framfylgir síðan dómnum. Þeir karlmenn sem við sögu koma eru yfirleitt reknir til starfa og um- svifa af frumkenndinni einni, það er að segja kynhvötinni. Fyrir vikið brölta þeir á konum meginhluta sög- unnar. Konurnar eru mestan part fórnarlömb kynferðislegra hvata karlmanna, og þáttur þeirra í sögunni lítill umfram það. I sögunni er reyndar ekki hægt að merkja verulegar tilraunir í átt til persónusköpunar. Skil milli persóna eru einföld og byggjast á því að karl- menn hugsa með kynfærunum og konur láta dæluna ganga. Enginn mælir hins vegar af umtalsverðu viti. Allra síst huglæknirinn Brandur Brandsson, sem á langar og ámátleg- ar ræður á borð við þessa: „Allir menn eru spendýr, þú líka, frú Víóletta, þú ert spendýr; ég er spendýr; Jónsteinn, eiginmaður þinn, er spendýr; móðir þín, Víóletta, hún er spendýr; við erum það öll... Kyn- orkan sem býr í líkama þínum, frú Víóletta, ersterkasta lífsaflið sem þú býrð yfir. Þetta sama lífsafl, kynork- an, býr í mínum líkama, í líkama Jónsteins, eiginmanns þíns, í líkama móður þinnar og föður, í líkömum allra manna, allra spendýra." Þessi spendýraspeki tröllríður bók- inni, í sterkustu hugsanlegu merk- ingu þess orðs, og gerir hana að glórulausum samsetningi. Ef glóra finnst í sögunni þá er hana að finna í byrjun, í upphafskafla bókarinnar, þar sem lýst er umhverfi tjamarinn- ar. En það er líka áður en spendýrin koma við sögu. Stuttu eftir innkomu Skil milli persóna eru einföld og byggjast á því að karlmenn hugsa með kynfærunum og konur láta dæluna ganga. Enginn mælir hins vegar af skyn- samlegu viti. þeirra leiðist sagna út í ömurlega þvælu. Það er efnið sem afveigaleið- ir höfundinn. Hann eigrar um, stefnulaust, með söguefnið í fartesk- inu og gónir á kynferðisþáttinn, sem hann bisast við að gera sem subbu- legastan. Þar lukkast honum erindið svo vel að á endasprettinum fyllist bókin af kynferðislegu óráðshjali, svo umfangsmiklu, að það hlýtur að slá út af laginu jafnvel ötulustu hug- arsmiði í þeim efnum. Heimildaskáldsaga án persóna Björn Th. Björnsson: Hraunfólkid Mál og menning 1995 Árið 1993 sendi Mál og menning frá sér heimildaskáldsögu Bjöms Th. Bjömssonar Falsarann og í ár kemur önnur heimildaskáldsaga, Hraunfólk- ið, eftir sama höfund. Hraunfólkið gerist á fyrri hluta 19. aldar og segir frá íbúum Þingvallasveitar, einkum Páli Þorlákssyni sóknarpresti í Þing- vallasókn, fjölskyldumeðlimum hans og afkomendum. Stór þáttur sögunnar segir frá afskiptum Þingvallaklerka af heldur skrautlegu ástarlífi kotbónda nokkurs. Falsarinn var prýðilega vel heppn- uð bók þar sem saman fór fróðleikur og skemmtun. Þessi er nokkuð dauf- ari. Höfuðgallinn virðist mér sá að höfundur gefur sér ekki nægan tíma til að sinna persónum sínum. Hann leiðir þær á svið hveija á fætur ann- arri, en snýr of fljótt frá þeim til að kanna önnur svið og koma öðrum einstaklingum að. Ekki er nostrað nægilega við persónusköpun. Um leið renna persónur of mikið saman í eitt og verða aldrei eftirminnilegar. Þetta er óneitanlega stór galli, því líf þeirra persóna sem getið er í bókinni virðist hafa verið af því efni sem nægja ætti skáldi til að leggja út af á minnisstæð- an hátt. Mér virðist sem höfundur hafi ætl- að sér um of. Sagan sem hann skráir er einfaldlega of umfangsmikil og fer í of margar áttir. Því er persónum öll- um lítillega sinnt, án þess að þeim gefist mikið svigrúm til athafna á síð- um bókarinnar. Frásagnarstíll, með alls kyns útúr- dúrum og vangaveltum, einkennir söguna. Með þeirri aðferð nær höf- undur ágætlega að skapa trúverðugan tíðaranda 19. aldar í sveit sem er einkar harðbýl, og um leið laumar hann að lesandanum alls kyns fróð- leik. Ég er þó þeirrar skoðunar að höfundur ofnoti þessa aðferð því hún á sinn þátt í því að mynda fjarlægð milli lesanda og sögupersóna. Les- andinn er oft kominn í nálægð við persónur bókarinnar þegar höfundur treður sér á milli með upplýsingaer- indi eða leiðist út í útúrdúra um um- hverfi og aðstæður. Um leið rofnar samband lesandans við persónur og saga þeirra verður eins og atburður í annálum en ekki örlagasaga sem opn- ar lesanda skilning á tilfinningum, sálarlífi og gjörðum persóna. En ég vil ekki gera lítið úr því sem sagan er. Þvf þó mér þyki sitthvað skorta þá er þetta langt frá því að vera slæm bók. Hún er afar vel stfluð, enda er Bjöm Th. einn okkar bestu stflista. I henni er samankominn mikill sögu- legur fróðleikur og því ættu flestir að vera einhveiju nær eftir lesturinn. En um leið skortir skáldsöguna nokkuð til þess að vera verulega minnisstæð örlagasaga. Og þar veldur einfaldlega að ekki hefur verið nægilega hugað að því að skapa persónur sem lifna á Mér virðist sem höf- undur hafi ætlað sér um of. Sagan sem hann skráir er einfald- lega of umfangsmikil og fer í of margar átt- ir. Því er persónum öll- um lítillega sinnt, án þess að þeim gefist mikið svigrúm til at- hafna á síðum bókar- innar. síðum bókarinnar. Ég held að Bjöm Th. sé fær um að skapa slíkar persón- ur, þó það hafi misfarist að þessu sinni. Þeir sem unna sögulegum ffóð- leik ættu þó ekki að láta verkið fram hjá sér fara. Bókin mun líkast til svala forvitni þeirra og fróðleiksfýns og skilja þá eftir nokkuð sátta. Þeir sem vilja kanna skáldskapargildið munu lfldega ekki verða jafn sáttir. Davíðskvöld Listaklúbbs Leikhúskjallarans f kvöld minnast nemendur ljóða- og aríudeildar Söngskólans í Reykjavík aldarafntælis Davíðs Stefánssonar í samvinnu við Listaklúbb Leikhúskjallarans. Nemendur söngskólans flytja sönglög við Ijóð Davíðs, við und- irleik og undir stjórn Magnúsar Ingiinarssonar og Ólafs Vignis Albertssonar. Þorsteinn Gylfa- son prófessor verður kynnir á tón- leikunum og kynnir skáldið. Dag- skráin hefst kl. 21.00 en húsið verður opið frá 20.00. Söngskráin hefst á dúett eftir Jón Björnsson, en síðan taka við lög úr leikritum eftir Atla Heimi Sveinsson og Pál ísólfsson. Jó- hann Ó. Haraldsson, Eiísabet Jónsdóttir, Sigvaldi Kaldalóns. Karl O. Runólfsson og Jakob Haligrímsson eiga einnig lög á fyrri hluta dagskrá. Sautján söngv- arar ásamt píanóleikaranum Ólafi Vigni Albertssyni koma fram í fyrri hluta dagskrár sem lýkur með dúettum eftir Pétur Sigurðsson og Jón Björnsson. Eftir stutt hlé verður slegið á léttari strengi og flutt sígild dæg- urlög. Þau flytja nítján nemendur, í einsöng og kór, við undirleik og undir stjórn Magnúsar Ingimars- sonar. Siðmennt með opinn fund Félagið Siðmennt heldur á þriðju- dagskvöld opinn fund um kristin- ffæði, trúarbragðafræði og siðfræði í grunnskólum. Spurt er: Ríkir trú- frelsi í skólunum? Njóta þeir jafn- réttis sem ekki eru lúterstrúar? Á að auka, fella niður eða breyta fræðsl- unni? Þarf jafnvel að aðskilja rfld og kirkju til að geta breytt fræðslunni? Framsögumenn verða Birna Þórðardóttir blaðamaður, Gísli Gunnarsson sagnfræðingur og sr. Sigurður Páisson stundakennari við Kennaraháskólann, en hann var áður námstjóri í kristinfræði. Skordýra- þjónusta Málfríðar Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bamabókina Skordýraþjón- usta Mdlfríðar eftir Sigrúnu Eld- járn. Bókin íjallar um gamalkunn- ugar persónur úr fyrri bókum Sig- rúnar, Kugg og hina skrítnu vinkonu hans Málfríði. Segir af því hvað ger- ist þegar Málfríði datt í hug að stofna eigið fyrirtæki, Skordýraþjón- ustuna. Sigrún Eldjám er einn ástsælasti bamabókahöfundur okkar. Hún hef- ur samið á annan tug bamabóka og myndskreytt enn fleiri og hlotið ótal viðurkenningar. Listaverka- dagatal Nýlega kom út á Kjarvalsstöðum listaverkadagatal fyrir árið 1996. Um er að ræða einkar vandað daga- tal, prýtt myndum af verkum eftir nokkra af helstu listamönnum þjóð- arinnar, úr eigu Listasafns Reykja- víkur. Dagatalið er hannað til að geta staðið á borði, en það er í sér- hannaðri öskju úr plexigleri sem svipar til askja utan um geisladiska. Dagatal Listasafns Reykjavíkur kostar 795 krónur og er meðal ann- ars til sölu í safnaverslunum safnsins á Kjarvalsstöðum og í Ásmundar- safni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.