Alþýðublaðið - 01.11.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 01.11.1995, Síða 1
■ Eggert Haukdal kom óvænt á aðalfund í Sjálfstæðisfélaginu Kára - Barfram vantraust á þingmenn Suðurlands * „Vesalingarnir Þorsteinn og Arni" - réðu því að ekki var malbikað í Landeyjum í haust, segir Eggert Haukdal. „Ég mætti á fund í sjálfstæðisfélag- inu og bar fram tillögu um vantraust á þingmenn kjördæmisins fyrir að koma í veg fyrir lagningu bundins slitlags á vegi í Landeyjum. Þeir sem höfðu for- göngu um þetta voru vesalingarnir Þorsteinn Pálsson og Arni Johnsen en þeir höfðu hina þingmenn kjör- dæmisins í bandi,“ sagði Eggert Haukdal fyrrverandi alþingismaður í samtali við blaðið. Sjálfstæðisfélagið Kári í Rangár- vallasýslu hélt aðalfund sinn fyrir skömmu. Fáir voru mættir til fundar- ins og ekki búist við neinum stórtíð- indum. Öllum að óvörum birtist Egg- ert Haukdal á fundinum í fylgd nokk- urra manna og greip þá um sig nokk- uð fát meðal þeirra sem þar sátu á fleti fyrir. Sumir félagar töldu Eggert hafa horfið úr félaginu þegar hann bauð fram sérlista við síðustu þingkosning- ar. „Ég hef aldrei hætt störfum í Sjálf- stæðisflokknum. Hvorki ég né þeir sem með mér komu tókum þátt í stjómar- eða fulltrúakjöri á fundinum. Fregnir um að ég hafi verið borinn upp á fundinum og samþykktur í fé- lagið eru rangar. Ég er í félaginu, hef ekki fengið neina tilkynningu að ég hafi verið rekinn úr því og ég ekki sagt mig úr því. Fundarstjóri sagði fyrst að það væri skoðun sín að það væri skoðun sín að það ætti að bera mig upp. Við frammíkall sagði hann að þetta væri ákvörðun sín en síðan bar hann mig aldrei upp svo það varð ekki meira mál úr því,“ sagði Eggert. En þú barst fram vantraust á þing- menn kjördœmisins? „Það er alveg rétt enda fyllsta ástæða til. Það var leitað eftir því við þingmenn Suðurlands að þeir kæmu til móts við sveitarfélögin hér í Land- eyjum um að leggja slitlag á ákveðna vegarkafla sem búið var að byggja upp. Þetta eru einu kaflarnir í kjör- dæminu sem vom tilbúnir undir slitlag nú á haustnóttum. Fjárveiting var til þessa verks á næstu vegaáætlun. Verktakar og sveitarfélögin vom tilbú- in til að lána peninga svo hægt væri að gera þetta núna. En vinum mínum í flokknum var ekki nóg að koma mér útaf borðinu heldur ákváðu þeir líka að beita sér gegn þessu. Því er hins vegar ekki að leyna að þeir höfðu hina blessaða fjóra þingmennina í bandi. Þar á meðal þingmann Alþýðuflokks- ins og er slæmt þegar ungir og frískir menn láta teyma sig í villur, hvar sem þeir em í flokki. En forystuna í þessari vegferð veittu Þorsteinn og Árni. Það hefur trúlega verið Landeyingum til yndis og ánægju. Þessi tillaga mín var felld á jöfnu. En ég sný ekki til baka með að það voru þessir vesalingar Sjálfstæðis- flokksins sem stjómuðu ferðinni gegn malbikun vegarkaflanna," sagði Egg- ert Haukdal. ■ Ríkisendurskoðun um Ríkisútvarpið Sameina á fréttastofurnar Ríkisendurskoðun telur að sameina eigi fréttastofur Hljóðvarps, Sjónvarps og íþróttadeild Ríkisútvarpsins. Með þvf megi auka gæði fréttanna og styrkja þar með stöðu Rfkisútvarpsins í samkeppni við aðra íjölmiðla. Enn- fremur telur Ríkisendurskoðun að flytja beri alla starfsemi Sjónvarpsins frá Laugavegi að Efstaleiti. Þetta kemur fram í niðurstöðum stjómsýsluendurskoðunar sem Ríkis- endurskoðun gerði hjá Ríkisútvarpinu að beiðni fjárlaganefndar Alþingis. Þar er talið æskilegt að gera breytingar á stjórnskipulagi Ríkisútvarpsins á þann veg að það skiptist í tvær megin- deildir, hljóðvarp og sjónvarp. Fjár- máladeild og tæknideild starfi áfram en verði skilgreindar sem stoðdeildir. Framleiðsla á dagskrárefni Hljóðvarps verði óháð rásunum tveimur. Sam- vinna milli Rásar 1 og 2 sé alltof lítil. Dagskrá rásanna skarist að nokkru leyti og því keppi þær oft um sama hlustendahópinn f stað þess að leita eftir öflugri hlustun á hvora rás fyrir sig. Að mati Ríkisendurskoðunar er eðlilegt að afnema allar beinar undan- þágur frá greiðslum afnotagjalda, þar á meðal til elli- og örorkulífeyrisþega sem hafi í för með sér tekjumissi upp á 200 milljónir króna á ári. Ef þörf krefji eigi ríkissjóður að greiða afnota- gjöld þessara hópa. Lagt er til að kannað verði gaumgæfilega þann kost að afnotagjöld einstaklinga verði bundin við íbúðir og innheimt með opinberum gjöldum í stað þess að miðast við eignarhald á viðtækjum eða gjaldið verði innheimt sem nef- skattur. Skáld á Café Læk Miðvikudagskvöldið 1. nóvember verður ljóðakvöld á Café Læk, Lækjargötu 4. Þar munu fjögur ung- skáld lesa úr verkum sínum. Bragi Ólafsson les úr Ijóðabókinni Klink, Magnúx Gezzon les úr ljóðabók- inni Syngjandi sólkerfi, ísak Harð- arson les úr ljóðabókinni Hvi'tur ís- björn og Hrund Guðmundsdóttir les óbirtar smásögur. ■ Sorgarviðbrögð trúlausra á fundi Siðmenntar Þetta er viðkvæmt efni - segir Sigrfður Kristinsdóttir formaður SFR. „Við þurfúm að viðurkenna þá stað- reynd að það er til fólk sem verður fyrir mikilli sorg en er ekki móttæki- legt fyrir þeirri trúarlegu aðstoð sem prestar veita. Auk þess þarf að taka til- lit til fólks sem er annarrar trúar en þeirrar ríkistrúar sem hér er. Þetta er viðkvæmt efni en ástæða til að vekja athygli á því,“ sagði Sigríður Krist- insdóttir formaður SFR í samtali við blaðið. Sigríður er meðal frummælenda á opnum fundi sem Siðmennt heldur í kvöld undir yfirskriftinni: Sorg og sorgarviðbrögð - hvemig bregðast trú- litlir eða trúlausir við? Fundurinn er öllum opinn en hann hefst klukkan 20.30 í húsnæði Taflfélags Reykjavík- ur að Faxafeni 12. Sigríður, sem starf- ar með samtökunum sorg og sorgar- viðbrögð, var spurð hvort trúleysi væri ákveðið vandamál þegar mikil sorg steðjaði að. „I sjálfu sér er það ekki meira vandamál fyrir þá að lenda í mikilli sorg heldur en aðra. Hins vegar hefur kirkjan yfirumsjón með öllum tfúmál- um hér á landi. Því getur það verið ákveðið vandamál fyrir þá sem eru trúlitlir, trúlausir eða ekki í þjóðkirkj- unni, þegar sorg ber að dyrum. Þá er það spumingin hvert þetta fólk eigi að leita, sem ekki er reiðubúið til að taka Sigríður: Þeir sem eru trúlausir leita ekki í bænina og því þörf á að ræða hvar þetta fólk getur leitað aðstoðar. á móti trúarlegri huggun. Þeir sem em trúlausir leita ekki í bænina og því þörf á að ræða hvar þetta fólk getur leitað aðstoðar," sagði Sigríður Krist- insdóttir. ■ Greinaflokkur Svavars Gestssonar í Alþýdubladinu Hvorki beinn né breiður vegur Svavar Gestsson alþingismaður hefur ritað fjögurra greina flokk undir heitinu Hvorki beinn ne' breiður vegur. Tilefni skrifa Svavars eru greinar Jóns Baldvins Hannibalssonar formanns Alþýðuflokksins um Sjónarrönd, bók Svavars sem kom út í sunrar. I fyrstu grein Svavars, Hvers vegna var Alþýðuflokkurinn alltaf að rekafólk?, ræðir hann um sögu Alþýðuflokksins og ber hann saman við Sósíalistaflokkinn og Alþýðubandalagið. Sjá miðopnu. Bragi Sigurjónsson látinn Síðast liðinn sumiudag lést á Akur- eyri Bragi Sigurjónsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra á 85. ald- ursári. Hann var fæddur á Einarsstöð- um í Reykdælahreppi 9. nóvember 19 10. Bragi lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1935, en hafði áður 1 o k i ð kennara- p r ó f i . Hann varð cand. phil. frá Há- skóla íslands 1936. Bragi lagði stund á kennslu 1936-47 en varð þá trygg- ingafulltrúi við sýslumannsembætti Eyjaljarðarsýslu og bæjarfógetaemb- ættið á Akureyri. Því starfi gengdi hann til 1964 að hann gerðist útibús- stjóri Útvegsbanka fslands á Akur- eyri og veitti útibúinu forstöðu til árs- ins 1979. Bragi Sigurjónsson sat lengi í bæjarstjóm og bæjarráði á Ak- ureyri og var forseti bæjarstjórnar 1967-70. Hann var þingmaður Al- þýðuflokksins 1967-71. Hann var í fjárveitinganefnd og forseti efri deild- ar 1978 en sagði sig ffá því starfi 4. desember það ár vegna ágreinings um stefnu ríkisstjómarinnar í efna- hagsmálum. Bragi var iðnaðar- og landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn Benedikts Gröndal 1979-80. Hann gengdi íjölmörgum öðrum trúnaðar- störfum fyrir Alþýðuflokkinn. Bragi var þjóðþekkt ljóðskáld auk annarra ritstarfa. Hann var ritstjóri tímaritsins Stíganda og málgagns Alþýðuflokks- ins á Akureyri um langt skeið. Árið 1936 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni og eru fimm böm þeirra hjóna á lífi. Auk þeirra átti Bragi tvo syni. Það er ekki að ástæðulausu að Norðdekk eru mest seidu dekk á íslandi, þau eru einfaldlega góður og öruggur kostur við íslenskar aðstæður

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.