Alþýðublaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 | s k o d a n DD ÍIMDUMIDID 21011. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavik Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Lýðræðið á Balkanskaga Þingkosningar í Króatíu hafa beint sjónum manna að því, hversu skammt á veg lýðræði er komið í þessu unga Evrópuríki. Sænskur eftir- litsmaður með kosningunum sagði að framkvæmd þeirra minnti á það sem verst gerðist í Suður-Ameríku. Reyndar mætti teygja þessa samlík- ingu lengra: Franjo Tudjman forseta Króatíu svipar um margt til gam- alla einræðisherra í þeim heimshluta. En niðurstöður kosninganna eru talsvert áfall fyrir Tudjman. Hann hafði gert sér vonir um að flokkur hans fengi tvo þriðju hluta atkvæða en síðustu tölur benda til þess að hann verði að láta sér nægja 44%. Stjómmál í Króatíu einkennist af upplausn, rétt einsog í mörgum ný- frjálsum ríkjum Austur-Evrópu. Ekki færri en fimmtíu flokkar buðu fram, en aðeins örfáir höfðu erindi sem erfiði. Næst Lýðræðisflokki Tu- djmans kom bandalag fimm flokka, undir forystu Bændaflokksins, sem hlaut 18% fylgi og sósíaldemókratar fengu um 12%. Tudjman mun því áfram hafa tögl og hagldir í ríkisstjóm landsins, en verður að reiða sig á stuðning utan eigin flokks. Fylgi hins þjóðemissinnaða Tudjmans var langmest á stríðssvæðum Króatíu. í höfuðborginni Zagreb, sem aðeins hefur orðið fyrir minni- háttar árásum, njóta frjálslyndari stjómmálaöfl hinsvegar meira fylgis en forsetinn. A fjórða hundrað þúsund Króata sem búa í öðmm löndum höfðu kosningarétt og þeir kusu undantekningalítið flokk Tudjmans. Það kemur ekki á óvart: Króatar erlendis hafa verið drifkraftur í stríðs- rekstrinum og lagt til ómælt fjármagn. Einhverra hluta vegna verða menn gjaman því meiri þjóðemisofstækismenn sem fjær dregur ættjörð- inni. Franjo Tudjman barðist á sínum tíma í sveitum Títós gegn Þjóðveij- um og varð komungur hershöfðingi í Alþýðuher Júgóslavíu. Hann er auk þess sagnfræðingur að mennt, og framlag hans á sviði fræðanna em vægast sagt umdeild. Á sínum tíma hélt hann því fram að það væri upp- spuni að króatískir fasistar hefðu á stríðsámnum efnt til útrýmingarher- ferðar á hendur Serbum og Gyðingum. Staðreyndimar em hinsvegar nöturlegar: Hvergi í Evrópu vom drýgðir jafn hroðalegir stríðsglæpir og í fasistaríkinu Króatíu sem var undir vemdarvæng nasista. I Króatíu hefúr hinsvegar aldrei farið fram opinbert uppgjör við fortíðina einsog í Þýskalandi. Ekkert af lýðræðisríkjum Evrópu hefði kjörið sögufalsara á borð við Tudjman til æðstu metorða. Á sínum tíma var Franjo Tudjman fangelsaður af Tító fyrir að krefjast sjálfstæðrar Króatíu. Honum veittist því létt að vinna stuðning þjóðar- innar á ögurstundu fyrir ftmm ámm þegar Júgóslavía var að líða undir lok. Tudjman er að upplagi ofstækismaður í þjóðemismálum, öndvert við tækifærissinnann Milosevic Serbíuforseta sem á einni nóttu breyttist úr kommúnista í þjóðemissinna. Þegar Tudjman lýsir ást sinni á lýðræð- inu má hinsvegar greina spunahljóð tómleikans, auk þess sem stað- reyndimar tala sínu máli: Fjölmiðlar í landinu lúta stjóm ríkisins, langt umfram það sem gerist til dæmis í Serbíu. Þá er Króatía að mörgu leyti lögregluríki þarsem leikreglur lýðræðisins em léttvægar fundnar. Því harmrænni sem þjáningu persóna er ætlad að vera því hfægiiegri verður hún. Því ákafari sem losti og gredda persóna er því afkáralegri verða lýsingar höfundar. Afleiðingarnar eru þær að verkið minnir hvað eftir annað á skopstælingu. Þess vegna skellir lesandinn upp úr, ein- mitt þegar höfundi er hvað mest mál. Klámhögg Súsanna Svavarsdóttir: Skuggar vögguvísunnar Forlagið 1995 í þessari bók er að finna níu sam- farasögur. Ohætt er að segja að allir þeir drættir sem þar koma fyrir séu bókmenntum landans lítt til framdrátt- Bækur____________| aKolbrún Bergþórsdóttir skrifar ar. Þar er að.vísu brölt og ólmast, stunið og másað meir en títt er í ís- lenskum bókmenntum, eða nær sam- fellt á hundrað sextíu og átta síðum. En um leið hafa kynin líklega aldrei hossast hvort á öðru í jafn miklum mæli með jafn tilþrifalitlum árangri. Persónur eru reyndar allar af vilja gerðar. Kynin þurfa rétt að horfast í augu og hvötin brýst fram. Konumar hugsa samstundis um reist typpi og fá vatn í munninn og löngun karlmanna til geirvörtunarts, og annars narts, er engu minni. Þessum löngunum er samstundis svalað. Svo er sagan búin. Þegar svo hefur gengið nokkrum sinnum og þrúgandi leiðindin sem fylgja einhæfum kynlífslýsingum eru um það bil að draga allan mátt úr les- anda þá tekur höfundur til sinna ráða. Hann virðist um miðja bók hafa tekið þá stefnu að setja flugeldasýningu í verkið. Ráð hans er að leiða fram á svið persónur sem haldnar eru masók- isma eða sadisma, og veita þeim úr- lausn mála sinna á síðum bókarinnar. Um leið verður bókin, alls óvænt, verulega fyndin. Nær öruggt er að það hefur höfundur síst af öllu ætlað sér. í þeim hluta er hann trúlega, að eigin mati, að kanna innviði sálarlífsins og þá hugar- og kynlífsóra sem þar bær- ast og geta hæglega leitt einstaklinga á vafasamar brautir. Meginvandi höfundar er sá að hann gerir sér enga grein fyrir eigin vang- etu, en hún blasir þó við lesendum á hverri síðu. Því harmrænni sem þján- ingu persóna er ætlað að vera því hlægilegri verður hún. Því ákafari sem losti og gredda persóna er því afkára- legri verða lýsingar höfundar. Afleið- ingarnar eru þær að verkið minnir hvað eftir annað á skopstælingu. Þess vegna skellir lesandinn upp úr, einmitt þegar höfundi er hvað mest mál. Höfundur kann enga aðferð til að gera persónur mannlegar. Þær eru yfirborðskennd andlit. án eiginleika. Og þegar lýsa á tilfinningum þeirra finnur höfundur engin önnur ráð en að gangast fjálgleikanum á vald. Lýsing- ar verða ýktar, og því áhrifameira hlutverk sem höfundur ætlar þeim, þeim mun ákafar veður hann út í for- arpoll tilgerðar. I þann poll fellur hann kylliflatur, hvað eftir annað. Þessi bók er höfundi sínum til lítils sóma. Eins og kunnugt er hefur Sús- anna Svavarsdóttir verið einn mest áberandi leikhúsgagnrýnandi landsins, en kýs nú, líkt og einstaka gagnrýn- andi á undan henni, að bregða sér í hlutverk rithöfundar. Hinn virti og skeleggi leikhúsgagnrýnandi, Kenneth Tynan, sagði eitt sinn að gagnrýnandi væri maður sem þekkti veginn en hefði aldrei lært að aka. Ég veit ekki af hveijú íslenskir gagnrýnendur halda ekki kyrru fyrir í hlutverki umferðar- lögreglu og leitast við að beina um- ferðinni inn á farsælar brautir, í stað þess að senda frá sér skáldverk, sem verða einungis til þess að þeir keyra snarlega út af, velta bílnum og gjör- eyðileggja hann. ■ nóvember Allar götur síðan árið 1991 hefúr því verið haldið fram að þeir Tu- djman og Slobodan Milosevic forseti Serbíu hafi gert leynisamning um skiptingu Júgóslavíu. Þeir ætluðu sannarlega að skipta milli sín Bosm'u- Herzegóvinu og afmá ríkið af landakortum. Þá vakti athygli að Mi- losevic kom Serbum í Krajna-héraði ekki til hjálpar þegar her Tudjmans lét til skarar skríða gegn þeim fyrr á árinu. Tudjman hét því í kosninga- baráttunni að frelsa öll landsvæði sem enn eru hemumin af Serbum. Einkum er um að ræða svæði í austurhluta landsins, við landamæri Serbíu, þarsem heitir Austur-Slavónía. Þar em frjósöm landbúnaðarhér- uð og olíulindir, og miklu varðar að þar er sú borg sem strax í stríðs- byrjun varð tákn frelsisins í hugum Króata: Vukovar. Næsmm óhugs- andi er. að Króatar nái Ausmr-Slavórnu jafn léttilega og Krajna-héraði, og því er alls ekki útilokað að Serbar og Króatar berist enn á banaspjót. Tudjman er nú farinn til Bandaríkjanna þarsem hann mun eiga við- ræður við Milosevic og Izetbegovic forseta Bosníu. Forseti Króatíu er því miður engu minni skálkur en kollega hans í Serbíu og því skyldu menn vera sparir á bjartsýni um varanlegan frið á Balkanskaga. ■ Atburdir dagsins 1197 Jón Loftsson deyr, 73 ára. Hann var goðorðsmaður í Odda á Rangárvöllum og voldugastur höfðingja á Is- landi um sína daga. 1755 Gífurlegur jarðskjálfti leggur Lissabon í rúst. Aællað að 30 til 60 þúsund rnanns hafi far- ist. 1954 Alsírskir þjóðernis- sinnar hefja frelsisstríð gegn Frökkum. 1972 Bandaríska Ijóðskáldið Ezra Pound deyr í Feneyjum, 87 ára. Afmælisbörn dags- ins Benvenuto Ccllini 1500, ítalskur myndhöggvari, gull- smiður og morðingi. Spenc- er Perceval 1762, breskur forsætisráðherra sem var myrtur í þinghúsinu. Steph- en Crane 1871, bandarískur rithöfundur. Hrafn Jökuls- son 1965, blaðamaður. Annálsbrot dagsins Miklir skiptapar á Suður- landi. Fólk deyr af hungri í Vestmannaeyjum. Bærinn brennur allur á Reynistaðar- klaustri. Morðsmál í Húna- vatnssýslu. Hólakirkju bygg- ing byrjast. Ketilsstaðaannáll 1758. Orð dagsins Mér er svo sem sama þó sig hún veröld ygli. Mínum bát á mínum sjó, mína leið ég sigli. Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson. Kona dagsins Bakvið öll mikilmenni er ör- magna kona. Laföi Sam Fairbairn. Málsháttur dagsins Ég læt þar nótt sem nemur og kvöld sem kemur. Skák dagsins 1 tilefni af sigri skákáhuga- mannsins Tudjmans í króa- tísku þingkosningunum birt- um við tafllok úr skák tveggja landa hans. Stór- meistarinn Cebalo hefur hvítt og á leik gegn alþjóða- meistaranum Bukal. Svartur hótar að leika riddara sínum frá d5 og betna þannig spjóti hróksins á d8 að hvítu drottningunni. Cebalo létt sér fátt um finnasl. Hvítur leikur og vinnur. 1. Rxg6! Da7 2. Rxe6 Hd7 3. Hedl hxg6 4. Dxg6+ Kh8 5. Rg5 Bukal gafst upp. Annars er ekki víst að mikil ástæða sé til að halda uppá sigur Tu- djmans. en það er önnur saga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.