Alþýðublaðið - 01.11.1995, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
ó r n m á I
mann
var
kkurinn
3ka fólk?
um fara hljótt sem betur fer af því að
þau afhjúpa valdapólitíkina svo vel
að fólk myndi óðara snúast gegn
stjómmálunum í helkd ef þessi hug-
tök heyrðust. Eitt lágkúrulegasta
hugtakið er fylgisleg nauðsyn: Það
þýðir að flokkur eða einstaklingur
gerir hvað sem er til að fá atkvæði
burt séð frá stefnu og hugsjónum.
Oft hef ég heyrt því haldið fram að
Reknir: Einar Olgeirsson, Héðinn Valdimarsson, Finnbogi Rútur Valdimarsson, Hannibal Valdimarsson.
brögðum Sósíalistaflokksins og síðar
Alþýðubandalagsins. Það er athygl-
isvert að Jón Baldvin skuli ekki
fjalla um þann veruleika að róttækir
íslenskir jafnaðarmenn voru í fyrsta
lagi trúverðugri en krataflokkurinn í
verkalýðshreyfmgunni á kreppuárun-
um. Alþýðuflokkurinn breytti sjálf-
um sér mjög snemma í þröngt eigin-
hagsmunafélag; í þessu eiginhags-
munafélagi var stefnan sú að halda
utan um hagsmuni Alþýðuflokksins
sem flokks í þrengsta skilningi en
láta það lönd og leið að taka fyrst af
öllu tillit til hagsmuna alþýðufólks
sem átti ekki að borða á kreppuárun-
um. Alþýðuflokkurinn varð snemma
stofnun sem lifði sníkjulífi utan í
Framsóknarflokknum á þessum tíma
og gat því ekki um frjálst höfuð
strokið og missti trúnað alþýðufólks
í þessu landi - bæði í dreifbýli og í
þéttbýli. Á mínum uppvaxtarárum í
Reykjavík var Alþýðuflokkurinn
ekld til; það var aftur á móti Sósíal-
istaflokkurinn og eftir að ég fluttist
svo barn í dreifbýlið þá kom í ljós að
Alþýðuflokkurinn var enn síður til í
sveitinni en hann hafði verið í
braggahverfunum í Reykjavík. Al-
þýðuflokkurinn var með öðrum orð-
um ekki til sem von eða úrræði fyrir
venjulegt hversdagsfólk á íslandi.
Þetta verður Jón Baldvin að gera sér
Ijóst.
Hvað er að manninum?
I samræmi við þessa kerfisstöðu
sína ákvað forysta Alþýðuflokksins
að reka fólk úr flokknum. Hún byrj-
aði á því að reka Einar Olgeirsson,
en Einar Olgeirsson vildi þó aðeins
fyrst og fremst breyta Alþýðuflokkn-
um í vinstrisósíalískan flokk sem
hefði tiltrú meðal almennings í land-
inu frernur en hinnar nýju valdayfir-
stéttar í Framsóknarflokknum sem
Alþýðuflokkurinn lagði allt kapp á
að koma sér í mjúkinn hjá. Alþýðu-
flokkurinn lét ekki hér við sitja. Eftir
fimnm ára sambýli við Kommúnista-
flokkinn og fylgisstöðnun og fylgis-
tap kaus Alþýðuflokkurinn enn að
svara vandamálum augnabliksins
með brottrekstri. í þetta skipti með
þvf að neita að verða samferða
Héðni Valdimarssyni og Sigfúsi Sig-
urhjartarsyni í félagsskap við
Kommúnistaflokkinn. I staðinn var
Héðni og Sigfúsi í raun vísað á dyr.
Og tíú árum seinna í upphafi kalda
stríðsins þá ákvað forysta Alþýðu-
flokksins að vísa Finnboga Rúti
Valdimarssyni, sem er eins konar
gúrú Jóns Baldvins, út í hafsauga.
Það varð til þess að Finnbogi Rútur
var kosinn á þing - fyrir hvem: Fyrir
þann flokk sem Jón Baldvin kallar í
dag sovéttrúboðið. Og loks ákvað
Alþýðuflokkurinn að reka Hannibal
Valdimarsson formann Alþýðu-
flokksins úr Alþýðuflokknum. Og
hvað gerði Hannibal? Hann efndi til
bandalags við Sósíalistaflokkinn sem
Jón Baldvin kallar í dag óheiðarlega
hérvillinga. Og það er vissulega at-
hyglisvert að í sjö metra löngum
greinum sínum um bók mína rorrar
hann mestan part í fortíðinni en
minnist þó aldrei á Hannibal, eða
Finnboga Rút. Hvað er að?
Það er alveg nauðsynlegt til að
skilja stöðu Alþýðuflokksins að for-
maður hans þori að horfast í augu
við fortíðina. Vill hann vinna sér það
fyrir vinskap einhvers manns að
víkja af vegi sannleikans? Vill hann.
ganga í augun á einhverjum gamalk-
rötum í dag sem tortryggja Jón Bald-
vin enn þá og líta á hann sem boð-
flennu af því að hann lagði Kjartan
og er í þokkabót sonúr hans pabba
síns? Hvað er að?
Hefur alltaf tekið
íhaldið fram yfir
Enn verra varð þó sníkjulíf Al-
þýðuflokksins á Sjálfstæðisflokknum
sem stóð öll viðreisnarárin en líka
lengi eftir þau:
Alþýðuflokkurinn hafnaði fram-
lengingu vinstri stjórnarinnar sem
hann gat þó tryggt 1974.
Alþýðuflokkurinn rauf vinstri
stjórnina 1979. Alþýðuflokkurinn
neitaði þátttöku í vinstristjóm 1983.
Enn neitaði hann að taka þátt í
vinstristjóm 1987 en kaus heldur að
leggja af stað í vonlausa stjóm með
íhaldinu og Framsókn eins og
fimmta hjól undir vagni - enda
hrundi sú stjóm eftir rétt eitt ár. Þá
neitaði Alþýðuflokkurinn að halda
áfram vinstra samstarfi vorið 1991
þó að þáverandi stjórnarflokkar
hefðu hreinan meirihluta. Með öðr-
um orðum: Alþýðuflokkurinn hefur
alltaf á undanförnum áratugum kosið
samfylgd með íhaldinu fremur en
samfylgd í vinstristjórn. Það má líka
reyndar orða þetta svo að Alþýðu-
flokkurinn hafi alltaf kosið þá sam-
fylgd þar sem Alþýðubandalagið var
ekki með. Mörg hugtök í stjórnmál-
íhaldsdekrið sé Alþýðuflokknum
fylgisleg nauðsyn!
Það kann vel að vera að Alþýðu-
flokkurinn hafi nú loksins fengið sig
fullsaddan af sambýlinu við íhaldið,
eftir að Davíð henti Alþýðuflokkn-
um út úr stjórnaráðinu síðastliðið
vor. Skoðum aðeins betur úrslit
kosningana síðastliðið vor.
Það lá strax fyrir þegar talið var
upp úr kjörkössunum að þar var
hægt að mynda vinstri stjórn. Al-
þýðuflokkurinn kaus hins vegar
heldur að halda í vonina um Davíð
áfram. Hefði Alþýðuflokkurinn strax
daginn eftir kjördag lýst stuðningi
við að Halldór Ásgrímsson fengi
stjómarmyndunarumboð þá var ljóst
að Halldór varð nauðugur viljugur að
reyna vinstristjórn. Og hún hefði
verið mynduð. Með öðrum orðum:
Ef Alþýðuflokkurinn - þó ekki væri
nema einn þingmaður Alþýðuflokks-
ins - hefði þorað að taka af skarið þá
væri hér vinstristjóim í dag. En eng-
inn þingmaður Alþýðuflokksins
þorði af því að þeir vissu að ein-
hverjir þeirra, kannski þrír hefðu
misst ráðherrastóla. Aumingjarnir
litlu.
Flokkur sem skírskotar
til veruleikans
Styrkur róttækra flokka liggur oft í
því að þeir eiga betra með að skír-
skota til tilfinninga fólks en kerfis-
flokkarnir. Það tókst Sósíalista-
flokknum oft og seinna tókst Al-
þýðubandalaginu þetta yfirleitt. f
þeirn efnum voru þeir meistarar
meistaranna Einar Olgeirsson og
Hannibal Valdimarsson. Hitt skipti
þó meira rnáli að þessir flokkar unnu
sér trúverðuga stöðu vegna þess að
þeir lögðu líka sérstaka áherslu á
uppbyggingu atvinnulífsins. Það
gerðist ekki síst f nýsköpunarstjóm-
inni með árangursríku samstarfi
þeirra Ólafs Thors og Einars Olgeirs-
sonar. Og það styrktist síðan enn
frekar undir forystu Lúðvíks Jóseps-
sonar sem varð leiðtogi íslenskrar at-
vinnustefnu með útfærslu landhelg-
innar og með uppbyggingu fiskiðn-
aðarins á íslandi. Þessi undirstaða
sem þannig var sköpuð varð svo líka
undirstaða nútíma velferðarkerfis á
íslandi. Alþýðuflokkurinn notaði
viðreisnaárin ekki til að efla atvinnu-
lífið. Það var allt að hruni komið
þegar viðreisnarstjórnin fór frá.
Landflótti og atvinnuleysi. Togara-
flotinn að hverfa. Bátaflotinn líka.
Og það verður líka að segja þá sögu
eins og hún er: Þrátt fyrir 12 ár í
stjórnarráðinu á viðreisnarámnum á
Alþýðuflokkurinn nær ekkert í nú-
tímavelferðarkerfi Islands ef frá em
talin handaverk Magnúsar H. Magn-
ússonar frá þeim þrettán mánuðum
sem hann í samvinnu við Alþýðu-
bandalagsmenn náði að koma í gegn- .
„Jón Baldvin virðist
ekki hafa skilið enn
að í sjálfstæðinu er
auðlind. Þess vegna
skilur hann ekki
nauðsyn þess að
treysta þjóðríkið á
komandi áratugum.
Andúð hans á
þjóðríkinu í dag
er ein helsta
hindrunin á vegi
þess að um geti
orðið að ræða
samstarf vinstri
manna á íslandi."
um Alþingi félagsmálalöggjöf sem
við búum að enn þann dag í dag. Að
öðm leyti er félagsmálalöggjöf á ís-
landi Alþýðubandalagsins og verka-
lýðshreyfingarinnar. Þá löggjöf var
unnt að setja af því að það var at-
vinnulegur gmndvöllur fyrir henni á
sínum tíma. Þann gmndvöll tókst Al-
þýðubandalaginu að skapa. Atvinnu-
rekendur í þessu landi hafa vissulega
oft vantreyst Alþýðubandalaginu en
þeir hafa hins vegar aldrei treyst Al-
þýðuflokknum. Ástæðan fyrir
stærsta kosningasigrinum í sögu Al-
þýðubandalagsins 1978 var í fysta
lagi langtímauppbygging starfsins í
flokknum. I öðru lagi markviss
stefnumótun sem tengdi saman til-
finningar og veraleika með afdráttar-
lausum hætti.
Atvinnustefnan varð þannig
grundvöllur velferðarkerfisins en
hún var líka hluti af sjálfstæðisbar-
áttunni. Þar lenti Alþýðuflokkurinn
líka út í horni. Hann var'tregur til
stofnunar lýðveldisins og hann var
líka á móti útfærslu landhelginnar
fyrst í 12 sjómílur og svo í 50 sjó-
mílur. Hann tók hagsmuni NATO
fram yfir íslenska hagsmuni. Og það
varð Alþýðuflokknum dýrt. Jafn-
framt vanrækti Alþýðuflokkurinn
menningarlega undirstöðu þjóðarinn-
ar og menntunarlega sem sést
kannski best á því að gmnnskólalög
vom ekki sett þegar Alþýðuflokkur-
inn fór með menntamálaráðuneytið -
í 15 ár samfellt engu að síður. Fjand-
skapur Alþýðuflokksins við Sósíal-
istaflokkinn breyttist í hatur á ein-
staklingum og meðal annars þeim
sem höfðu forystu fyrir umsköpun
íslenskrar menningar. Þessi andúð
birtist enn 1995 í greinum Jóns Bald-
vins Hannibalssonar sem talar með
yfirspenntum hroka um kiljanskan
sjálfbirging og þar fram eftir götun-
um. Staðreyndin er sú að Alþýðu-
flokksforystan snerist gegn íslenskri
menningu og burðarásum hennar í
nútíma; Alþýðuflokkurinn varð álíka
þröngur og Jónas frá Hriflu þegar
verst lét.
Voru Hannibal og Gylfi
sovéttrúboðinu?
Það er kannski erfitt fyrir fólk að
gera sér grein fyrir því núna en stað-
reyndin var sú að nýfengið sjálfstæði
þjóðarinnar varð flokkunum og for-
ingjum þeirra flestum hvatning til að
standa gegn erlendri ásælni. Þannig
var það 1945 þegar Bandaríkjamenn
fóm fram á þrjár lokaðar herstöðvar
til 99 ára. Þá urðu allir forystumenn
íslenskra stjómmála á móti þessum
óskum Bandaríkjamanna. Það var
heldur ekki af sovétdýrkun að
Hannibal og Gylfí vom á móti aðild
íslands að NATO né heldur var það
af einhverri sovétrdýrkun að stór
hluti þingmanna var andvígur
NATO-aðildinni. Það var vegna þess
að menn vildu verja nýfengið sjálf-
stæði þjóðarinnar. Það verður Jón
Baldvin að skilja. Forystumenn Sósí-
alistaflokksins og Hannibal og Gylft
og Hermann Jónasson gerðu sér
grein fyrir því að í nýfengnu sjálf-
stæði þjóðarinnar fólst kraftur og afl
sem skipti sköpum um framtíð þ:óð-
arinnar. Jón Baldvin virðist ekki hafa
skilið enn að í sjálfstæðinu er auð-
lind. Þess vegna skilur hann ekki
nauðsyn þess að treysta þjóðríkið á
komandi áratugum. Andúð hans á
þjóðríkinu í dag er ein helsta hindr-
unin á vegi þess að um geti orðið að
ræða samstarf vinstri manna á ís-
landi í dag á jafn breiðum gmndvelli
og ella gæti orðið. En vissulega er
andúð hans á þjóðríkinu í dag í sam-
ræmi við stefnu Alþýðuflokksins á
fyrri áratugum en Alþýðuflokkurinn
hefur alltaf dregið lappirnar þegar
stigin hafa verið skref í sjálfstæðis-
baráttu þjóðarinnar hvort sem þau
hafa verið stigin undri merkjum lýð-
veldisins eða útfærslu landhelginnar.
f sjálfstæðismálunum hefur verið
lengra á milli Alþýðuflokksins og
Alþýðubandalagsins en á milli ann-
arra flokka. Þessir flokkar hafa verið
pólamir.
Það er satt að segja næstum átak-
anlegt þegar Jón Baldvin enn í dag er
að veitast að Halldóri Laxness. Hall-
dór Laxness er vissulega sá risi á
20stu öldinni sem Jón Sigurðsson
var á þeirri nítjándu. Það er rétt sem
Jón Baldvin segir einhvers staðar í
greinum sínum að Halldór Laxness
hafði mikil pólitísk áhrif. Það er rétt
að áhrif hans vom síst minni, pólit-
ískt, en Einars Olgeirssonar. Þó held
ég að það megi halda því fram að
þeir hafi hlið við hlið haft meiri áhrif
en nokkur annar dúett íslenskra
stjómmála á tuttugustu öldinni, nema
ef vera kynni Ólafur og Bjarni á hin-
unt kantinum.