Alþýðublaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n
Frumkvæði ungs fólks
Umræðan um samfylkingu vinstri
manna hefur fengið byr í kjölfar
breytinga á forystu Afþýðubandalags-
ins. Samfylkingarsinnar telja þessa
breytingu geta leitt af sér enn meiri
breytingu, jafnvel sameiningu vinstri
flokkanna. Hér er á ferð mikil bjart-
sýni og um leið oftrú og miklun á
hlutverki formanns stjómmálaflokks.
Sameining vinstri manna er ekki
einkamál þingmanna eða annars for-
ystufólks flokkanna. Það eru fleiri
raddir sem taka þarf tillit til. Sjónar-
mið ungs fólks verða að heyrast í
þessu tilliti.
Ég gekk til liðs við Alþýðubanda-
Gestaboð |
Róbert
\ Marshall
skrifar
lagið 1990. Ekki vegna þess að for-
eldrar mrnir voru þar og ekki vegna
þess að ég hafi gengist upp í að verða
frelsaður kommúnisti og andófsmaður
auðvaldsins. Enn síður voru það
áherslur Alþýðubandalagsins í ein-
stökum málum sem svo gersamlega
heilluðu mig. En ég vissi hvað frjáls-
hyggja var og ég vissi hvað félags-
hyggja var, eða taldi mig vita það, og
gekk þess vegna í Alþýðubandalagið.
Eg vildi styrkja og vinna fyrir stjóm-
málaafl sem vemdaði hagsmuni allra
og meira þeirra sem lítið máttu sín.
Mér fannst sem sé, og finnst enn,
dáldið gott mál að vemda hagsmuni
lítilmagnans. Ari síðar var Alþýðu-
bandalagið komið út úr rfkisstjóm og
síðan þá hefur satt best að segja ákaf-
lega lrtið verið um raunvemlega hags-
munavernd gagnvart lrtilmagnanum
hjá mínum flokki. Og síðan þá hefur
okkur langað alveg óskaplega til að
gera eitthvað fyrir lítilmagnann en
eiginlega bara getað rætt um það hvað
við ætlum að gera án þess að geta gert
neitt annað. Það er nú einu sinni svo
með þessi völd að þeir sem ekki hafa
þau geta bara rausað um hvað þeir ætli
að gera þegar þeir fá þau. Og hin síð-
ari ár má segja að mig hafi gripið nán-
ast ólæknandi valdasýki fyrir hönd Al-
þýðubandalagsins og lítilmagnans.
Það er óþolandi hlutskipti vinstri
flokkanna að komast aðeins til valda á
10-20 ára fresti og þá fyrir einhveija
heppni. Og eina leiðin til þess að
breyta þessu er að búa til öfluga hreyf-
ingu jafnaðarmanna. Það er hin óvé-
fengjanlega staðreynd.
Ungt fólk vill breytingu. Ungt fólk
er ekki tilbúið að venjast stöðugu 15%
fylgi þegar best lætur. Við emm ekki
tilbúin til þess að selja okkar hugsjónir
um jafnrétti og bræðralag hinu ódýra
verði sérvisku og einstrengingsháttar.
Þetta ættu þingmenn og annað for-
ystufólk á vinstri væng að hugsa um.
Það verður hlutverk sagnfræðinga
minnar kynslóðar að skrá verk þeirrar
kynslóðar sem nú stjómar. Það er mín
sannfæring að hér á landi mun yerða
til þessi breiðfylking, fyrr eða síðar.
Og ég veit að sögubækur munu ekki
lasta þá sem í dag standa gegn sam-
einingu. Þær munu ekki minnast
þeirra.
Ungt fólk í vinstri flokkunum verð-
ur að sýna fmmkvæði í þessurn mál-
um sem öðmm. Ungliðar okkar megin
hafa aldrei gengið meðfram veggjum.
Það væri synd að segja að hlýðni og
undirgefni væri okkar aðalsmerki. Við
erum ekki með sömu áherslur og
flokkamir okkar í ýmsum málum. A
sama tíma og umræður hefjast um
aukið samstarf stjómarandstöðuflokk-
anna er nauðsynlegt að ungliðar þess-
ara flokka ræði saman. Við emm ekki
brennd því marki áralangrar innbyrðis
baráttu sem hin eldri em. Ef vilji okk-
ar er sameining, þá verðum við að
sýna að slíkt samstarf er mögulegt. Sá
ágreiningur sem á milli okkar ríkir í
Það verður hlutverk sagnfræðinga minnar
kynslóðar að skrá verk þeirrar kynslóðar sem
nú stjórnar. Það er mín sannfæring að hér á
landi mun verða til þessi breiðfylking, fyrr eða
síðar. Og ég veit að sögubækur munu ekki
lasta þá sem nú standa gegn sameiningu.
Þær munu ekki minnast þeirra.
einstökum málum rúmast innan stærri
jafnaðarmannaflokka í nágrannalönd-
unum - því skyldi hið sama ekki geta
átt við um okkur. Sé það ótvírætt betra
fyrir hagsmuni launafólks og landslýð
allan að slík samfylking verði til, þá
ber okkur að leita allra leiða til þess.
Valdahlutföllum íslensks samfélags
verður að breyta. Verðum við kyn-
slóðin sem það gerir?
Höfundur er formaöur Verðandi,
samtaka ungs alþýðubandalagsfólks
og óháðra
Þeir sem eru hallir undir
bjórinn kvarta gjarnan
undir háu verði á þessum
miði hérlendis. Andstæðing-
ar bjórs og annars áfengis
vilja hins vegar hafa verðið
hátt og telja það draga úr
drykkju. Þórarinn Tyrfings-
son yfirlæknir og formaður
SÁÁ er vart í hópi bjórvina
en hann telur of hátt verð
áfengis leiða af sér óæski-
lega þróun. í viðtali við SÁÁ
Fréttir segir Þórarinn: „Ég
spyr sjálfan mig stundum að
því hvort ekki sé ástæða til
að lækka verðið á bjór hér á
landi og er þá annars vegar
að hugsa til þeirra skjólstæð-
ingar minna sem eru að
drekka alls konar óþverra og
hins vegar til unga fólksins
sem er mest í brugginu
vegna þess að það er ódýr-
ara..."
Landsmenn hafa tekið
lambakjötsútsölunni fagn-
andi og afurðastöðvar hafa
vart undan að afgreiða út-
sölukjöt í verslanir. Ekki eru
allir þó hrifnir af þessari út-
sölu og í þeirra hópi er Óli
Valdimarsson sláturhússtjóri
hjá KEA. í viðtali við Dag
segir Óli meðal annars:
Þetta er orðinn algjör skrípa-
leikur og varla hægt að kalla
þetta verslunarmáta. Það
verður kannski engin sala í
nýja kjötinu fram að áramót-
um. Það er ekki verið að
leysa neinn vanda, heldur
aðeins fresta honum eða ýta
hon'um á undan sér." Óli
segir að birgðavandinn verði
ekki leystur nema koma
verulegu magni út af mark-
aðnum...
Hótel Ljósbrá í Hveragerði
hefur fengið nýja eigend-
ur sem eru Ólafur B.
Schram og Hrefna Halldórs-
dóttir. Samkvæmt því sem
fram kemur í Sunnlenska
fréttablaðinu ætla hinir nýju
eigendur að gera endurbæt-
ur á hótelinu og opna heils-
ársgistingu fyrir jól. Gisti-
rými verður fyrir 30 manns
og opnuð verður almenn
veitingasala í Ljósbrá í vor...
Glimrandi gangur er nú í
Þjóðleikhúsinu og upp-
selt fram í tímann á ýmis
leikverk sem þar eru til sýn-
ingar. Á Smíðaverkstæðinu
hefur breska gamanleikritið
Taktu lagið Lóa verið sýnt 80
sinnum og ekkert lát á vin-
sældum verksins. Hefur ekk-
ert leikrit verið sýnt jafn oft á
Smíðaverkstæðinu frá opn-
un þess í janúar 1992. Fyrir-
hugað er að sýna Taktu lag-
ið Lóa til 10. desember...
h i n u m e g
“FarSide" eftir Gary Larson
Nikulás Egilsson vegfar-
andi: Nei, það er það ekki. En
það mætti breytast.
Jóhanna Baldursdóttir
nemi: Já, alveg tvímælalaust.
Atli Hrafnsson verkamað-
ur: Já, það er kominn tími á
það.
Hailgrímur Steinsson
nemi: Já, fyrir löngu.
Ólöf Þorvarðardóttir tján-
ingarþjálfi: Það er alla vega
skárra en í Bandaríkjunum og
til dæmis er Kvennalistinn
bráðnauðsynlegur.
v i t i m e n n
Á annað hundrað ungmenni
voru á menntaskóladansleiknum
þetta kvöld, sem tókst ágætlega að
undanskildum þjófnaði, líkams-
árás, innbroti og rúðubroti.
Frótt DV af skemmtanalífi
á Suðureyri.
Meinið er hvað heili mannsins
hefur stækkað og þá til hvers?
Hann breyttist í lygavél. Ef heilinn
hefði orðið tæki sannleikans
hefði margt orðið með öðrum
hætti á jörðinni.
Helgispjall Matthíasar Johannessens.
Engum orðið meint af
að vakna við hanagal.
Bjarni Grétarsson sem hefur verið kærður fyrir
að halda h'ana í Kópavogi. DV í gær.
Með sömu rökum mætti
reyndar kjósa nýbúa frá Kanada.
Eða þá nýbúa frá Grænlandi til
að minnis um landnám forn-
íslendinga þar. Einnig nýbúa
frá Noregi, til að minna á
upprunatengsl íslands og
Noregs til forna.
Tryggvi V. Líndal hefur ýmsar hugmyndir
um arftaka Vigdísar Finnbogadóttur.
DV í gær.
Sjálfstæðismenn eru þegar
komnir inná baðherbergið hjá
embætti borgarstjóra. Þar stynja
þeir af pólitísku harðlífi yfir því að
keypt hafi verið hárblásari,
sjampó, meik og maskari í bún-
ingsklefann sem hannaður hafði
verið til fataskipta og veislubúnings
fyrir þennan æðsta embættis-
mann borgarinnar.
Birgir Guðmundsson að fjalla um nýjasta
„hneykslismálið" sem sjálfstæðismenn í Reykja-
vík þefuðu upp. Tíminn á laugardag.
Ég missti aila matarlyst eftir
að hafa verið i sólarhring í haldi
Iögreglu og léttist um 10 kíló
á þremur dögum.
Ungur maður sem ranglega var sakaður um
fjárdrátt á bensínsstöð. DV í gær.
Fólksflóttinn núna er bara
upphafið. Fólk er að gefast upp
og eftir 5-6 ár verður sprenging.
Það verður alger landflótti þ\í
menn verða að athuga að núna er
ekki meira mál að fara á milli
landa en var að fara á milli
fjarða fyrir 15-20 árum.
Guömundur Geir Maríasson sem býr
nú í danska bænum Hanstholm ásamt
160 íslendingum.
fréttaskot úr fortíð
Prófessor deyr
úrhungri
Austumskur prófessor að nafni Max
Marcules er nýlátinn. Hann var 65 ára
að aldri, og orsökin til dauða hans var
hungur. Hafði hann 400 austurrískar
krónur á mánuði í eftirlaun (10 kr. í
ísl. pen.), en var of mikillátur til að
beiðast hjálpar. Próf. Max Marcules
var mjög kunnur vísindamaður, og
einhver hinn frægasti vísindamaður í
veðurathugunarfræði (Meteorologi),
er uppi hefir verið.
Alþýðublaðið
1. desember 1920.