Alþýðublaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NöVEMBER 1995 MM9UBIMD 21014. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk I: Haukurinn sem varð friðardúfa Itzhak Rabin forsætisráðherra ísraels var mótsagnakenndur maður: Hann komst til æðstu metorða í hemum og þótti ósveigjanlegur og grimmur, en varð áðuren yfir lauk helstur talsmaður friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Það er kaldhæðni örlaganna að þessi fyrrum herskái yfirmaður herafla fsraels skyldi falla í valinn eftir að hafa ávarpað gríð- arlega íjölmennan friðarfund. Rabin fæddist í Jerúsalem fyrir 73 ámm og var þessvegna það sem Gyðingar kalla sabra, og þykir mikið virðingarheiti. Morðingi hans er hinsvegar ungur ofstækismaður sem kveðst hafa rekið erindi guðs, enda hafi Rabin brotið ákvæði gamla testamentisins með því að láta af hendi land sem tilheyrði Gyðingum. Allt bendir til þess að morðinginn hafi starfað uppá eigin spýtur, þótt að minnsta kosti tvenn öfgasamtök lýsi verknaðinum á hendur sér: Annarsvegar svokölluð Hefndarsamtök Gyðinga, hinsvegar lítt kunn hreyfing heittrúaðra múslima. Morðið á Rabin vekur vitanlega ugg um friðarþróun fyrir botni Mið- jarðarhafs. Eindregnar yfirlýsingar forystumanna fsraels og Palestínuar- aba gefa til kynna að áfram verði haldið eftir hinni mörkuðu braut. Stefna Rabins naut mikils fylgis meðal fsraela enda eru þeir langþreyttir á því óöryggi og spennu sem land þeirra hlaut í vöggugjöf. Morðið á forsætisráðherranum er hinsvegar mikið sálrænt áfall fyrir íbúa ísrael og mun efalaust kynda undir óróleika. Viðbrögð nágrannaríkja eru um margt athyglisverð. Leiðtogar Egypta hafa lýst harmi sínum og Mubarak forseti var viðstaddur útför Rabins í gær, en ekkert bendir til að þjóð hans sé verulega brugðið. Hussein Jórdaníukonungur hefur uppá síðkastið átt náið samstarf við Rabin, jafnvel svo mjög að hann var ásakaður um undirlægjuhátt gagnvart ísra- elska forsætisráðherranum. Jórdanir eru ákaflega blendnir í afstöðu sinni til friðarsamninga við ísrael, og því hefur Hussein konungur fulla ástæðu til að hyggja að eigin stöðu í kjölfar morðsins. Lítið hefur heyrst frá Sýrlendingum sem eru í lykilstöðu þegar kemur að því að tryggja frið til framtíðar. Þeir sögðu fyrir skemmsm að Rabin tefði fyrir því að friðarsamningar kæmust á skrið, og víst er um að Rabin er ekki grátinn af Sýrlendingum. Þingkosningar verða í ísrael á næsta ári en þangað til mun Shimon Peres væntanlega gegna embætti forsætisráðherra. Peres átti ekki minni hlut en Rabin í ferðinni á vit friðar, og því þarf tæpast að kvíða stefnu- breytingu. Likud-bandalagið, sem er í stjómarandstöðu, hefur á hinn bóginn gagnrýnt friðarsamninga við Palestínuaraba og Jórdani í veiga- miklum atriðum. Einsog áður sagði virðist hinsvegar þorri Israela vilja að áfram verði haldið á þeirri braut sem þegar er mörkuð. Itzhak Rabin deildi friðarverðlaunum Nóbels í fyrra með Shimon Per- es og Yasser Arafat. Gömlu stríðsmennimir áttu allir sinn hlut óskiptan í því að glæða friðarvonir, en fyrir botni Miðjarðarhafs er almennt litið svo á, að einum manni hafi íyrst og fremst verið að þakka: Johan Jörgen Holst. Sem utanríkisráðherra Noregs var hann óþreytandi að þoka því hugsjónamáli sínu áleiðis að fá hina fomu íjendur að samningaborðinu. Með frumkvæði sínu sýndi Holst heitinn á áhrifamikinn hátt þau áhrif sem smáríki geta haft á alþjóðavettvangi. Þeirra Holst og Rabins verður áreiðanlega lengi minnst. Rabin var haukur sem skynsemin knúði að lokum til að gerast friðardúfa, hermað- ur sem um síðir féll fyrir málstað friðarins. Þegar Rabin tók við friðar- verðlaununum í Osló flutti hann mjög áhrifaríka ræðu þarsem hann sagði meðal annars: „Leiðtogar þjóðanna verða að sjá fólki sínu fyrir þeim aðstæðum - því þjóðskipulagi ef menn vilja orða það svo - sem gera þjóðunum kleift að njóta lífsins; að njóta þess að tjá hug sinn og ferðast að vild sinni; að hafa nóg að bíta og brenna og þak yfir höfuðið; og njóta þess sem mikilvægast er af öllu - að lifa. Hreinlega að lifa. Engin manneskja getur notið réttinda sinna ef hún er ekki lengur á lífi. Og því verður hvert ríki að vemda og varðveita fyrir alla muni sinn helgasta gmndvallarþátt - sjálft líf þegna sinna.“ Hugsjón gamla hermannsins mun lifa áfram, en hún á hættulega óvini: Öfgamenn munu láta einskis ófreistað að kveikja nýja ófriðar- clda. ■ Stóru loforðin og litlu efndirnar Umræðan um fjárlagafrumvarp rík- isstjómarinnar á dögunum var athygl- isverð. Það er ekki að sjá að nokkurt samhengi sé á milli annarsvegar þeirra stóru orða sem Framsóknarflokkurinn hafði uppi á Alþingi í fyrravetur og loforðanna fyrir kosningamar í vor og hinsvegar þeirra áforma sem birtast okkur í þessu fyrsta ijárlagaifumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Háborðið Rannveig Guðmundsdóttir skrifar Framsóknarflokks. Ég held að það væri ekkert úr vegi að rifja upp stóm slagorðin framsóknarmanna frá því fyrir kosningar um að enginn vilji verða atvinnulaus og um endurreisn heimilanna. Auglýsingarnar með börnum og ungmennum á skjánum sem eitt og eitt tilkynntu „Ég vil verða hjúkrunarkona“, „ég vil verða flug- maður“, „kennari" og svo framvegi, gekk beint í hjartastað allra þeirra sem vilja stuðla að þjóðfélagsgerð sem byggir á framlagi allra þegna sinna. Og Framsóknarflokkurinn hét því að búa til tólf þúsund ný störf til alda- móta' Hann var ekki að tala um störfrn 2500 sem urðu til á síðasta ári með auknum hagvexti og hann var ekki að tala um störfin sem þáverandi ríkis- stjóm boðaði í ár vegna sama árang- urs, það er 3% hagvaxtar annað árið í röð, nei, þetta vom störf sem yrðu til fyrir sérstaka tilstuðlan Framsóknar- flokksins. Sömu sögu er að segja um „endurreisn heimilanna", öllum í skuldabasli var lofað úrlausn sinna mála og lofað var þríhliða samningi um lífskjarajöfnun sem lagðir yðru þrír milljarðar til. En skoðum nú efnd- imar. Allsstaðar dregið saman í velferðarmálum Staðfest er að 3% hagvöxtur er ann- að árið í röð. Tekjur hækka um 4,8% sem þýðir 5,5 milljarða króna hækkun tekna ríkisins en áður hækkuðu tekjur mest 2,5% milli ára. Hvernig birtist okkur þessi bætta afkoma? Því miður ekki í velferðarmálunum. • Framkvæmdasjóður fatlaðra er skertur og í fyrsta sinn á erfðafjár- skattur ekki að renna óskiptur í sjóð- inn eins og lög kveða á um. Áætlað er að erfðafjárskattur nemi 390 milljón- um en framlag í Framkvæmdasjóð fatlaðra nemur aðeins 237 milljónum króna. • Afnema á að bætur almannatrygg- inga og Atvinnuleysistryggingasjóðs séu tengdar kjarasamningum og telur ASI að það muni spara ríkinu 700 milljónir króna. • Persónuafsláttur verður óbreyttur að krónutölu og skattleysismörk fær- ast niður eins og verið hefði ef afnám tvísköttunar lífeyris hefði ekki komið til í síðustu kjarasamningum. Afnám tvísköttunar lífeyris kostar ríkið um 600 milljónir en hinsvegar heldur rik- ið einum milljarði eftir í tekjum vegna þessarar skerðingar persónuafsláttar- ins. • Bíialán, sem veítt voru öryrkjum hjá Tryggingastofnun ríkisins á sér- kjörum og skiptu oft sköpum fyrir þennan fáglaunahóp. eru afnumin. (Reyndar heyrist nú að þessari ákvörðun verði ef til vill breytt.) • Fresta á upptöku bótagreiðslna til þolenda ofbeldisverka sem taka áttu til áranna 1993 til 1995 og framvegis, en lög varðandi ríkisábyrgð á þessum greiðslum voru eitt af umbótamálum síðustu ríkisstjómar. Ríkið sparar sér 60 milljónir króna sem renna þar með ekki til þessa skaddaða hóps. • Fjármagnstekjuskattur verður lagð- ur á aldraða og bótaþega, því ákveðið er að ijármagnstekjur skerði bætur al- mannatrygginga, án þess að slíkur En skoðum nánar efndir á loforðum Framsóknar: • I fyrra var samanlagt fjármagn til húsnæðislána í húsbréfum og hjá byggingasjóðunum Iiðlega 17,9 milíj- arðar en í ár tæpir 17,4 milljarðar króna. Minna fjármagn til húsnæðis- mála sem nemur hátt á sjötta hundrað milljónum. • Lánshlutfall í húsbréfakerfi til fyrstu kaupenda hefur hækkað í 70%. Þá ákvörðun styðjum við Alþýðu- flokksmenn enda með þá aðgerð í undirbúningi í vor. Sú staðreynd ligg- ur fyrir að þurfa tnuni 6-700 milljónir aukalega vegna þessarar hækkunar á lánshlutfalli. • Ibúðum í félagslega húsnæðiskerí- inu er fækkað úr 420 í 230 á næsta ári. • Staðhæft er að láglaunafólk, sem að óbreyttu hefði leitað eftir félagslegri íbúð, muni nú kaupa íbúð í húsbréfa- Finnur Ingólfsson á Alþingi 1994: „Þúsundir heimila í landinu eru að verða gjaldþrota... neyðar- ástand [blasir við] á mörgum heimilum í landinu og það neyðarástand mun skapa margvísleg félagsleg vandamál. Það mun leggja auknar byrðar á félags- málastofnanir, það mun auka örvæntingu einstak- lingana og það mun skapa sár í þjóðfélaginu sem seint munu gróa." Framlag ríkisstjórnarinnar 1995 í Endurreisnar- og leiðbeiningastöð heimilanna: 12,5 milljónir. skattur sé kominn til framkvæmda á aðra þjóðfélagshópa. • Innrituargjöld við innlögn á sjúkra- hús verða tekin upp „til að samræma starfsaðstöðu lækna innan og utan skjúkrahúsa". Endurreisn heimilanna? Miðað við yfirlýsingar framsóknar- manna varðandi fjármál heimilanna mætti ætla að sérstakt fjármagn væri eymamerkt til að rétta við stöðu fólks í skuldabasli. Sérstaklega þegar litið er til yfirlýsinga á Alþingi í umræðum um húsnæðismál fyrir ári, en þar féllu mörg stór orð. Þá sagði Finnur Ing- ólfsson: „...þær staðreyndir sem blasa við mörgum heimila í landinu, þar sem þúsundir heimila í landinu em að verða gjaldþrota, þá er það bara því miður svo að það blasir við neyðar- ástand á mörgum heimilum í landinu og það neyðarástand mun skapa marg- vísleg félagsleg vandamál. Það mun leggja auknar byrðar á félagsmála- stofnanir, það mun auka örvæntingu einstaklingana og það mun skapa sár í þjóðfélaginu sem seint munu gróa.“ Páll Pétursson sagði: „Ástandið í þess- um málum er gjörsamlega óviðun- andi, það er útilokað að ljúka þingi nú í vetur öðmvísi en að ganga frá þessu máli með einhverjum viðunandi hætti.“ Og Páll sagði líka: „Ég held að kominn sé tími til að við hugleiðum í alvöru hvort nokkurt undanfæri sé að bjarga litlum fyrirtækjum, það er fjöl- skyldunum í landinu, með sértækum aðgerðum eitthvað í stíl við það sem stóm fyrirtækin hafa notið.“ Það þarf ekki að orðlengja það, að blásið var á allar aðgerðir undirritaðrar í húsnæðismálum sem gagnslausar. kerfí vegna hækkaðs lánshlutfalls, en í engu er gert ráð fyrir aukinni eftir- spum eftir fjármagni vegna þessa. • Lækka á viðmiðunarupphæð vegna endurbóta á húsnæði, sem þýðir að fleiri fá lán og það kallar væntanlega á meira íjármagn. Staðreyndir tala sínu máli, gert er ráð fyrir breytingum sent kalla á aukna ásókn í lán en í engu gert ráð fyrir auknu fjármagni. Miðað við framangreint má ætla að á annan milljarð króna skorti í fjárveitingum til Húsnæðisstofnunar miðað við óbreytt- ar forsendur útlána í húsbréfakerfínu. Það á að setja á laggir „Endurreisn- ar- og leiðbeiningastöð“ heimilanna samkvæmt frumvarpinu en aldeilis ekki með milljarðasjóði til aðstoðar fólki í neyð - nei, það em 12,5 millj- ónir króna skráðar á þann fjárlagalið. Við lögðum allt kapp á að verja þessa þætti I fjárlagaumræðunni spurði ég hvemig framsóknarmenn gætu horft hver ffarnan í annan eftir þessar miklu yfirlýsingar og litlu efndir. Ekkert svar. Nú brýni ég mína flokksfélaga að halda því á loft að við stóðum vörð um þá málaflokka sem nú er verið að rústa. Ég minni á að við vomm ekki með loforðaflaum í kosningabarátt- unni, við bentum á staðreyndir og að sá hagvöxtur sem var að skila ámgri hafði kostað svita og tár. Við vomm stefnu okkar trú í erfiðum aðgerðum á miklum samdráttartímum. ■ Höfundur er formaður þingflokks Alþýðuflokksins. 3. nóvember Atburðir dagsins 1550 Jón Arason biskup og synir hans, Bjöm og Ari, háls- höggnir í Skálholti. 1917 Bolsevikar ná völdum í Rúss- landi. 1921 Benito Mussolini verður leiðtogi ítalskra fastisla. 1961 Konrad Adenauer kjörinn kanslari Þýskalands f fjórða sinn. 1980 Bandanski leikarinn Steve McQueen deyr. 1987 Ól- afur Ragnar Grímsson kjörinn formaður Alþýðubandalagsins í stað Svavars Gestssonar. Afmælisbörn dagsins Marie Curie 1867, pólskætt- aður eðlisfræðingur, Nóbels- verðlaunahafi í tvígang. Jó- hannes S. Kjarval 1885, list- málari. Herman J. Mankiew- icz 1897, bandarískur kvik- myndaleikstjóri. Albert Cam- us 1913, franskur Nóbelshöf- undur. Annálsbrot dagsins Varð maður bráðkvaddur við gröf í kirkjugarðinum á Hvammseyri, en eftir það hann var látinn, barðist hjartað um daginn og kvöldið lengi í bijóstinu, hvar fyrir menn ætl- uðu lífsanda með honum vera og opnuðu honum nokkrar æð- ar, sem þó ekki vildu blæða. Ketilsstaðaannáll 1781. Málsháttur dagsins Mannorð fylgir manni til dyra. Hönd dagsins Ekki bætir það úr skák, að á þýðingu greina þessara hefur Guðmundur Finnbogason lagt stna dauðu hönd. Um hann hef- ur verið sagt, að mál hans virð- ist bera því merki, að hann haft aldrei hlustað á neinn tala ann- an en sjálfan sig. Úr ritdópii Halldórs Laxness um þýöingu Guðmundar á verki Aldous Huxley. Orð dagsins Þó mitt lijarta þryti ú ný og þorna loksins tœki, hvörr veit nema' ég ísland í annað hjarta sœki. Eggert Ólafsson. Skák dagsins í dag skoðum við það sem kall- að er stiga- eða tröppumát. Danimir H. Norman Hansen og Erik Andersen tefldu skák- ina í Kaupmannahöfn 1930. Svartur mátar í tröppugangi í fjómm leikjum. Takið eftir því hvemig svartur tvískákar. Svartur mútar í jjórum leikj- um. 1.... Hg3++ 2. Kh2 Hg2++ 3. Khl Hh2++ 4. Kgl Hhl Mát.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.