Alþýðublaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Húsnæði óskast
Ríkissjóður leitar eftir kaupum á húsnæði fyrir fræðslu-
starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða u.þ.b.
1000 m2 iðnaðar- og/eða skrifstofuhús í góðu ásig-
komulagi er liggi vel við almenningssamgöngum.
Æskilegt er að húsnæðið sé á einni hæð en ailt aðgengi
innan dyra sem utan þarf að vera í góðu lagi með tilliti
til fatlaðra. Bílastæði þurfa að vera góð og nálægt inn-
gangi.
Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -
efni, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og
söluvferð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arn-
arhváli, 150 Reykjavík, fyrir 15. nóvember 1995.
Fjármálaráðuneytið, 3. nóvember 1995.
H Utboð
F.h. gatnamálastjórans í Reykjavík, er óskað eftir tilboð-
um vegna innkaupa á salti til hálkueyðingar.
Verkið nefnist:
Götusalt efniskaup.
Áætlað magn er um 6.000 tonn.
Afhendingu skal að fullu lokið fyrir 20. mars 1996.
Útboðsgögn verða afhent á skristofu vorri, að Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 1.000,- skilatryggingu,
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 15.
nóvember 1995, kl. 11.00f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
LANDSPÍTALINN
.../'þágu mannúðar vísinda...
RÍKISSPÍTALAR
Starfsmannastjóri
Starfsmannastjóri óskast til starfa á Ríkisspítölum frá 1.
janúar 1996, eða eftir samkomulagi.
Starfsmannastjóri hefur með höndum stjórn starfs-
mannahalds og launadeildar Ríkisspítala.
Umsækjandi þarf að hafa reynslu af stjórnunarstörfum,
þekkingu á kjarasamningum, launamálum og starfs-
mannahaldi auk háskólaprófs sem nýtist í starfinu.
Umsóknir ber að senda fyrir 20. nóvember nk. til fram-
kvæmdastjóra stjórnunarsviðs, skrifstofu Ríkisspítala,
Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík.
Vinningstölur á—■- 1 laugardaginn: 4-nóv-1995
| VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
n 5 af 5 1 13.366.240
m +4af5 8 123.130
a 4 af 5 172 9.870
□ 3 af 5 6.557 600
Aðaltölur:
Heildarupphæð þessa viku:
kr. 19.983.120
WlÝSÍNGARrSlMSVART 588 151T EDA GRÆNT
NR. 800 6511 - TEXTAVARf 453 BIRT MEO FYRIR
VARA UM PRENTVILLUR
■ Itzhak Rabin forsætisráðherra ísraels var borinn til grafar í
gær. Ásíðasta ári voru honum veittfriðarverðlaun Nóbels
ásamt Yasser Arafat og Shimon Peres, og þá flutti Rabin
gríðarlega áhrifamikla ræðu sem hér fer á eftir
Við munu
reisa h
m
ús
Á þeim aldri þegar flestir ungir
menn eru að beijast við að leysa gátur
stærðfræðinnar eða leyndardóma biblí-
unnar; á þeim aldri þegar fyrsta ástin
tekur að blómstra; á þeim viðkvæma
aldri þegar ég var sextán ára gamall; þá
var mér réttur rifftll til þess að vetja
mig með.
Það var ekki minn draumur. Mig
langaði til þess að verða vatnsaflsverk-
ífæðingur. Ég var við nám í landbúnað-
arskóla og ég taldi að það að vera
vatnsaflsverkfræðingur væri mikilvægt
hlutskipti í hinum skraufþurru Mið-
austurlöndum. Ég tel svo vera enn í
dag. En þess í stað var ég neyddur til
þess að taka mér byssu í hönd.
Ég þjónaði í hemum í marga áratugi.
Undir minni stjóm gekk ungt fólk -
ungir menn og konur sem langaði að
lifa, langaði að elska - undir minni
stjóm gekk þetta unga fólk þess í stað í
dauðann. Þau létu líf sitt okkur til vam-
ar.
Herrar mínir og frúr.
f þeirri stöðu sem ég gegni nú hef ég
oftsinnis tækifæri til þess að fljúga yftr
ríki ísraels og nú hin seinni misseri
einnig yfir aðra hluta Miðausturland-
anna líka. Utsýnið úr flugvélinni er
stórfenglegt - dimmblár sjórinn og
himinblá stöðuvötn; dökkgrænir akrar,
fölbleikar eyðimerkur, steingrá fjöll og
um landið allt stinga hér og hvar upp
kollinum hvítkölkuð hús með eldrauð
þök sín.
Og kirkjugarðar. Grafreitir svo langt
sem augað eygir.
Hundruð kirkju-
garða em alls staðar í
okkar heimshluta, í
Miðausturlöndum - í
heimalandi okkar ísra-
el - ein einnig í Eg-
yptalandi, í Sýrlandi, í
Jórdaníu, í Líbanon.
Ur glugga flugvélar-
innar sem sveimar
mörg þúsund fet fyrir
ofan þá eru þessir
óteljandi legsteinar þöglir. En harma-
kvein hafa samt sem áður endurómað
ffá Miðausturlöndum um allan heim í
marga áratugi.
Sem ég stend hér í dag þá leyfi ég
mér að ávarpa þá ástvini okkar sem
þama liggja - og okkar fomu fjendur.
Ég leyfi mér að ávarpa þá alla - og
heiðra þá. Hina föllnu í öllum löndum í
öllum fúnum endalausu styrjöldum. Þá
ástvini þeirra sem bera þær byrðar
sorgarinnar sem aldrei verður af þeim
létt - og örkumlamennina með ör sem
aldrei munu gróa. I kvöld vil ég heiðra
hvem og einn einasta af þeim, því þessi
merkilegu verðlaun eru í rauninni
þeirra eign.
Herrar mínir og frúr.
Ég var ungur maður sem er nú hnig-
inn að ámm. Og af öllum þeim minn-
ingum sem ég hef viðað að mér á sjötíu
og tveimur árum - þá er sú minning
sem er mér efst í huga; sem ég mun
geyma í huga mér fram á dauðasmnd-
ina; það er minningin um þögnina.
Hina þungu þögn stundarinnar á eftir
- og hina skelfilegu þögn stundarinnar
áundan.
Sem hermaður, sem herforingi, sem
vamarmálaráðherra, þá gaf ég skipanir
um ótalmargar hemaðaraðgerðir. Og
ásamt með gleði sigurstundarinnar og
sorg vonbrigðanna, þá mun ég ætíð
minnast stundarinnar eftir að ákvörðun
var tekin - ég man kliðinn þegar her-
foringjamir eða ráðherrarnir stóðu á
fætur - ég man hvemig þeir litu út er
„A þessari stundu hinnar ægilegustu spennu
rétt áður en fingurinn tekur í gikkinn, rétt
áður en eldur er lagður að kveikiþræðinum,
í hryllilegri þögn þeirrar stundar, þá hefur
maður enn tíma til að hugsa, einn með sjálf-
um sér: Er þetta í raun og veru nauðsynlegt?
Er ekki um neitt annað að velja?
Er engin önnur leið?"
þeir fjarlægðust; ég man hljóðið þegar
þeir lögðu hurðina gætilega að stöfum
á eftir sér og ég man þögninga sem síð-
an skall á; þögnina þar setn ég var allt-
af einn.
Það var á þeirri stundu sem maður
áttaði sig á því að vegna þeirra ákvarð-
ana sem maður var að enda við að taka,
þá gæti fólk átt eftir að láta lífið. Fólk
af minni þjóð, fólk af öðmm þjóðum.
Og þetta fólk hefur ennþá ekki hug-
mynd um það.
Á þessari stundu er fólkið enn að
hlæja og gráta; enn að velta fyrir sér
framtíðinni og láta sig dreyma um ást-
ina; enn að hugleiða að stinga niður
plöntum í garðinum sínum, eða reisa
sér heimili - og þetta fólk hefur enn
enga hugmynd um að síðustu stundir
þess á jörðinni em uppmnnar. Hveijir
munu láta lífið? Mynd af hvetjum mun
birtast í blaðinu í fyrramálið í svörtum
sorgarramma? Hvaða móðir mun
klæðast svörtum sorgarklæðum? Hvers
heimur mun hrynja að eilífu undan
þeim þunga sem missir einasta ástvin-
arins hefur í för með sér?
Sem fyrrverandi hermaður mun ég
einnig til dánardægurs muna þögnina
stundina á undan, þann hljóða klið þeg-
ar vísar klukkunnar virtust æða áfram á
ógnarhraða, trminn var að renna út, ein-
hveija ákvörðun varð að taka, og eftir
klukkustund, ef til vill eftir eina einusm
mínútu, þá mun brjótast út helvíti á
jörð.
Á þessari stundu hinnar ægilegustu
' \ spennu rétt áður en
fingurinn tekur í
gikkinn, rétt áður
en eldur er lagður
að kveikiþræðin-
um, í hryllilegri
þögn þeirrar stund-
ar, þá hefur maður
enn tíma til að
hugsa, einn með
sjálfum sér: Er
þetta í raun og veru
nauðsynlegt? Er