Alþýðublaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 4
14ÖRKIN /SÍA RR-156 ALÞYÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 Stemmning í Kaffileikhúsinu Verkefni: Sápa þrjú og hálft Höfundur: Edda Björgvinsdóttir Leikstjóri: Sigríður M. Guð- mundsdóttir Sýningarstaður: Kaffileikhúsið - Hlaðvarpanum Kaffileikhúsið er skemmtilega sér- stæð jurt í íslensku leikhúsflórunni. I þessu gamla og skemmtilega umhverfi hefur það komið sér fyrir og ifamleið- ir grimmt ýmisskonar leiksýningar og uppákomur, að ljúfengum veitingum ógleymdum. Rýmið er lítið, þannig að listamönnum sem fram koma er nokk- uð þröngt skorinn stakkur. Og þá reynir auðvitað ú hugkvæmni og út- sjónarsemi þeirra ef sæmilega á til að takast. Það er því vel til fundið hjá for- ráðamönnum leikhússins að fá höf- unda til að frumsemja verk með þess- ar aðstæður í huga. Svo hefur verið með Sápur leikhússins og þessi er engin undantekning. Eins og nafnið ber með sér eru þessi verk heldur í léttari kantinum og markmiðið með þeim fyrst og fremst að skemmta fólki eina örskotsstund. Leikhús Arnór 1 Benjamínsson "'JfÍ'Jpk skrifar um Wí leiklist Sápa þrjú og hálft ber sterk ein- kenni höfundar síns, gert er grín að ýmsum nýlegum atburðum úr þjóðlíf- inu og orðaleikir nýttir til að auka á grínið. Þannig er blaðakona „Helgar- pestarinnar" kölluð Vespre þvf hún er „þunn, þægileg og örugg.“ Sem sagt grín að hætti Eddu. Leikstjórinn velur þá leið í þessu þrönga umhverfi að láta sýninguna flæða um allan sal, þannig verða áhorfendur meiri þátttakendur í sýn- ingunni og tækifærið er notað til að virkja þá með beinum hætti - innan hófsamra marka þó. Sigríður hefur gott vald á leikstílnum sem vissulega er ýkjukendur, en fer þó aldrei út í fíflalæti, þótt einstaka sinnum lendi Helga Braga á mörkunum. Hraði og hraðabreytingar voru í góðu lagi og þar sem bláþræðir voru í handriti tókst að mestu leyti að komast hjá þeim með góðri vinnu leikara. Sýning sem sett er upp í slíku ná- vígi við áhorfendur stendur eða fellur með frammistöðu leikaranna, ég tala nú ekki um þegar handritið er kannski fyrst og fremst hugsað sem grunnur týrir vinnu þeirra. Og styrkur sýning- Sýning sem sett er upp í slíku návígi við áhorfend- ur stendur eða fellur með frammistöðu leikaranna, ég tala nú ekki um þegar handritið er kannski fyrst og fremst hugsað sem grunnur fyrir vinnu þeirra. Og styrkur sýningarinnar er einmitt fólginn í því hversu vel þeir standa sig. Mikilvægt er að tilkynna flutning tímanlega og fá flutningsálestur. Flutningsálestur á réttum tíma tryggir að hver notandi greiðir aðeins sinn hlut. Ef þú ert að flytja hafðu þá samband við flutn- ingsálestur í síma 560 4630 og tryggðu að þú borgir ekki rafmagnið fyrir þann sem flytur inn! Það er ekki aðeins þægilegt að greiða rafmagnsreikninga með sjálfvirkum, mánaðarlegum millifærslum. Með boðgreiðslum Visa og Eurocard og beingreiðslum af banka- og sparisjóðsreikningum sparar þú þér einnig peninga. Hver boðgreiðsla veitir þér 19 kr. * greiðsluafslátt og hver beingreiðsla 37 kr. greiðsluafslátt. Auk þess færð þú 623 kr. aukaafslátt í byrjun. Vilt þú vita meira? Hringdu í afgreiðslusíma okkar 560 4610, 560 4620 eða 560 4630. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 108 REYKJAVÍK SIMI 560 4600 FAX 581 4485 flutninginn valda þér óþarfa kostnaði og óþœgindum. Láttu ekki Auðveld leið til að greiða reikninginn. arinnar er einmitt fólginn í því hversu vel þeir standa sig. Ég minnist til dæmis ekki að hafa séð Helgu Brögu Jónsdóttur standa sig jafnvel. Þýska veitingakonan hennar var geysivel unnin, jafnt bjagaður hreimurinn sem líkamsburður. Einbeiting hennar og eftirfylgja voru lika til fyrirmyndar, þó eins og fyrr segir væri krafturinn á stöku stað í það mesta. Ólafía Hrönn stóð sig ekki síður, reyndar er hún sífellt að koma á óvart og virðist eiga jafnlétt með að túlka Soffíu frænku og gallharðan pönkara. Sterk nærvera hennar og tilfinning fyrir tfmasetningum nýtist henni vel í þessari sýningu. Það eru raunar þær stöllur sem halda sýningunni á floti og leikur þeirra einn gerir það fullkom- lega þess virði að sjá þessa sýningu Kaffileikhússins. Þau Kjartan Bjargmundsson, Þröst- ur Leó, Sigurður Harðarson og Edda Björgvins standa líka fullkomlega fyr- ir sínu. Þröstur gerir vel þegar hann bregður sér í hlutverk Elvis Presley og Kjartan skapar kostulega týpu sem jafnt í leik og gervi er skopstæling á Marlon Brando í Guðföðumum. Edda fer síðan létt með að vera, þunn þægi- leg og örugg. Niðurstaða: Bráðfyndin kvöld- skemmtun sem borin er uppi af góðri frammistöðu leikaranna. Gunnar Dal Tímamót Skynsemi þín er öngull sem aðeins þekkir sína eigin fiska. Fengurinn ekki alltaf stór. Skilningur þinn er slitin peysa sem ekki endist lengi. Vit þitt gamlar buxur með marglitum bótum yfir götunum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.