Alþýðublaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ekki um neitt annað að velja? Er engin önnur leið? „Guð miskunnar leikskólabömun- um,“ orti skáldið Jehúda Amikhæ, sem er hér með okkur í kvöld. f marga áratugi hefur Guð ekki sýnt leikskólabömunum í Miðausturlöndum neina miskunn, né heldur skólakrökk- unum eða hinum fullorðnu. Það hefur alls engin miskunn ríkt í Miðaustur- löndum í marga mannsaldra. Herra mínir og frúr. Ég var ungur maður sem er nú hnig- inn að árum. Og af öllum þeim minn- ingum sem ég hef viðað að mér á sjötíu og tveimur árum, þá vil ég nú minnast vonarinnar. Þjóðir okkar hafa nú kosið að leyfa voninni að lifa. Þótt skelfilegt sé, þá er líf þjóða okkar nú í okkar höndum. í kvöld beinast augu þeirra að okkur og hjörtu þeirra spyrja: Hvernig munu þessir menn og konur nota það vald sem þeim hefur verið trúað fyrir? Hvaða ákvarðanir munu þáu taka? Hvemig verður sá dagur sem við vökn- um til í fyrramálið? Verður það dagur friðar, eða dagur stríðs? Dagur hiáturs eða dagur tára? Dagur vonar eða dagur dauða? Hvert bam er fætt á algjörlega ólýð- ræðislegan hátt. Barnið fær ekki að velja sér föður eða móður. Það fær ekki að velja sér kyn eða hörundslit, ekki trú, ekki þjóðerni, ekki heimaland. Hvort sem barnið fæðist í höll eða hreysi, hvort sem það fæðist í lýðræðis- ríki eða undir harðstjóm, þá hefur bam- ið ekkert um það að segja. Frá því barnið kemur í þennan heim með kreppta hnefana, þá munu örlög þess ráðast að mjög stómm hluta af leiðtog- um þjóðar þess. Það er á þeim sem það veltur hvorf bamið mun lifa við alls- nægtir eða örbrigð, við öryggi eða við ótta. Örlög þess eru. fjöregg í okkar höndum - ríkisstjórnanna í löndum heimsins, hvort heldur þau em lýðræð- isríki eða ekki. Herrar mínir og frúr. Rétt eins og engin tvö fmgraför em eins, þannig em engar tvær manneskjur alveg eins, og hvert land hefur sín eigin lög og menningu, siði, venjur og leið- toga. En þó em til þau orð sem allur heim- urinn getur tekið undir, ein hugsun sem lifir hvert sem stjómarfarið í landinu kann að vera, sem lifir meðal þjóð- flokka sem annars eiga ekkert sameig- inlegt, sem lifir á menningarsvæðum sem em að öðm leyti gjöróllk. Þetta em orð sem þjóð gyðinga hefur þekkt um þúsundir ára, orð sem finna má í Bók bókanna og hljóða svo: „Jenisj- martem meód lenaf-sjo-teik- hem.“ Þessi orð merkja: „Gefið því góðan gaum að yður sjálfum." Eða eins og það mundi vera orðað á vor- um dögum, þetta er hugsunin um heilagleika Kfsins. Leiðtogar þjóð- anna verða að sjá fólki sínu fyrir þeim aðstæðum - því þjóðskipulagi, ef menn vilja orða það svo - sem gera þjóðunum kleift að njóta lífsins - að njóta þess að tjá hug sinn og ferðast að vild sinni; að hafa nóg að bíta og brenna og þak yfir höfuðið; og njóta þess sem mikilvæg- ast er af öllu - að lifa. Hreinlega að lifa. Engin manneskja getur notið réttinda sinna ef hún er ekki lengur á lífi. Og því verður hvert ríki að vemda og varð- veita fyrir alla muni sinn helgasta grundvallarþátt sjálft lrf þegna sinna. Aðeins til þess að verja líf okkar megum við kalla þegna okkar í herinn. Og til þess að vemda h'f þeirra þegna okkar sem við köllum herinn, þá eyð- um við gífurlegum fjármunum í orr- ustuþotur og skriðdreka og önnur her- gögn. Og þrátt fyrir allt þetta stál, þá megnum við ekki að verja líf þegna okkar og hermanna. Hermannagrafreit- ir um allan heim eru þögul vitni um það að leiðtogunum tókst ekki að hafa í heiðri helgi mannlegs lífs. Því þegar öllu er á botninn hvolft, þá er aðeins ein raunvemleg leið til þess að varðveita helgi lrfsins. Sú leið er sannur friður. Herra mínir og frúr. Starf ‘hermannsins felur í sér ákveðna þversögn. Við köllum hin bestu og hugdjörfustu ungmenni okkar í herinn. Við látum þau hafa hergögn sem kosta morð fjár. Við búum þau af festu og ákveðni undir þann dag þegar þau verða að gera skyldu sína - og við ætlumst til þess að þau geri skyldu sína. En um leið grátbiðjum við til Guðs að sá dagur muni aldrei upp renna - að flugvélamar muni aldrei hefja sig til lofts, að skriðdrekamir þurfi aldrei að mjakast af stað, að hermennimir þurfi aldrei að framkvæma þá árás sem þeir hafa verið svo vel þjálfaðir til að gera. Við biðjum þess af því við vitum að lífið er heilagt. S'aga mannkynsins, og þá ekki síst saga mannkynsins á okkar tímum, hef- ur kynnst skelfilegum dæmum um það þegar þjóðarleiðtogar gerðu úr þegnum sínum fallbyssufóður í nafni djöfullegr- ar hugmyndafræði - hins illskeytta fas- isma, hins hræðilega nasisma. Myndir af bömum sem er smalað til slátrunar, myndir af ofsahræddum konum sem ýtt er inn í gin gasofnanna; þær myndir vaka fyrir augum hvers leiðtoga af okkar kynslóð, og leiðtoga komandi kynslóða. Þær eru vamaðamierki öll- um þeim sem fara með völd: Næstum hvert einasta stjórnkerfi sem ekki hefur gert helgi lífsins að innsta kjama sínum, næstum hvert ein- asta slíkt stjómkerfi hefur að endingu hrunið og orðið að engu. Næg dæmi um það eru fyrir augum okkar um þessar mundir. Samt segir það ekki alla söguna. Til þess að varðveita heilagleika mannlífs- ins, þá neyðumst við stundum til þess að hætta lífinu. Stundum er engin önn- ur leið til þess að veija þegna okkar en berjast fyrir lífi þeirra, fyrir öryggi þeirra og frelsi. Þessi þversögn býr í eðli hvers lýðræðisríkis. Herrar rnínir og frúr. I Ísraelsríki, þaðan sem ég kem, í ísraelska hemum sem ég hef haft þann heiður að þjóna, þar höfum við ætíð lit- ið á helgi lífsins sem hina æðstu dyggð. Við höfum aldrei farið í stríð nema til- neyddir, nema við höfum í raun og sannleika ekki komið auga á neina aðra leið. í sögu Ísraelsríkis, og í annálum ísra- elska hersins, er að finna þúsundir sagna um hermenn sem fómuðu sér, sem gáfu líf sitt, sem dóu er þeir reyndu að bjarga særðum félögum sín- um, sem gáfu líf sitt til þess að komast hjá því að gera mein saklausum borg- uram í liði óvinanna. A næstu dögum mun sérstök nefnd á vegum ísraelska hersins reka smiðs- höggið á siðareglur fyrir hermenn okk- ar. Reglumar sem lúta að vemd manns- h'fa em svohljóðandi, og ég les orðrétt: „Sérhver hermaður verður að gera sér grein fyrir því að vemd mannslífa er æðsta takmark hans, og mun hann leitast við að gera það á allan hugsan- legan hátt, og því aðeins leggja sjálfan sig eða aðra í lífshættu að ákveðnar fyr- irskipanir hans krefjist þess. Heilagleiki mannlegs lífs skal ætíð vera sérhveijum hermanni í her fsraels- ríkis efst í huga og birtast í öllum að- gerðum þeirra, í nákvæmum og yfir- veguðum áætlunum þeirra, í vitrænni þjálfun þar sem öryggishagsmunir skulu ætíð vera í fyrirrúmi, og í fram- kvæmd skipana sem ætíð skulu gjörðar af fullri dómgreind og í samræmi við yfirlýst markmið; þar sem haldast í hendur nauðsynleg áhætta og æskileg aðgát; og ætíð skal leitast af öllum mætti við að ná fyrirfram gefnum markmiðum með sem allra minnstu mannfalli.” Tilvitnun lýkur. Þau ár sem nú fara í hönd - jafnvel þótt styijöldum kunni að ljúka, eftir að friður kemst á í landi okkar - munu þessi orð verða sá kyndill sem ætíð logar yfir herbúðum okkar, sá viti sem þjóð okkar mun fara eftir. Og við erum stolt af því. Herrar mínir og frúr. Við emm nú í miðju kafi við að reisa friðinn frá grunni. Arkitektar og verk- fræðingar þessa verkefnis eru nú að störfum, jafnvel nú er við stöndum hér í kvöld, þeir reisa ffiðinn hægt og bít- andi, leggja hvem múrsteininn af öðr- um í hús friðarins. Þetta verkefni er erf- itt, flókið og þreytandi. Minnstu mistök gætu orðið til þess að húsið hryndi til gmnna og ógn og skelfing yrðu hlut- skipti okkar allra. Því em við staðráðnir í að vinna verk okkar af kostgæfni - þrátt fyrir þann toll sem morðóðir hryðjuverkamenn kunna að taka, þrátt fyrir ofstopafulla og grimmlynda óvini friðarins. Við munum reisa hús friðarins af ákveðni og festu. Við munum ekki láta staðar numið. Við munum aldrei gefast upp. Frið- urinn mun hrósa sigri yfir öllum sínum óvinum, því hinn valkosturinn er verri fyrir okkur öll. Og við munum sigra. Við munum sigra vegna þess að við teljum hús friðarins vera guðs blessun fyrir okkur öll, og tyrir böm okkar. Við lítum á friðinn sem blessun fyrir alla okkar nágranna, og íyrir félaga okkar í þessari viðleitni - Bandaríkjamenn, Rússa, Norðmenn, og mannkynið allt. Nú vöknum við á hverjum morgni sem önnur þjóð. Við höfum séð að friður er mögulegur. Við sjáum vonina í augum bama okkar. Við sjáum ljóm- ann í andlitum hermanna okkar, við sjáum friðinn skjóta rótum á götum úti, í strætisvögnunum, úti á ökmnum. Við megum ekki bregðast trausti fólksins. Við munum ekki bregðast trausti fólksins. Ég stend ekki einsamall hér í dag, við þetta litla púlt í Osló. Ég stend hér til þess að tala í nafni allra kynslóða ísraels, til þess að tala í nafhi fjárhirð- anna - rétt eins og Davíð konungur var fjárhirður - ég tala í nafni hjarðsvein- anna og þeirra sem annast ólífutrén, rétt eins og spámaðurinn Amos; ég tala í nafhi uppreisnarmanna gegn yfirvöld- unuin, rétt eins og spámaðurinn Jerem- ías var; og ég tala í nafni þeirra sem héldu niður að sjó, rétt eins og spámað- urinn Jónas. Ég stend hér til að tala í nafni skáld- anna og þeirra sem létu sig dreyma um þann dag þegar stríðinu lyki, rétt eins og spámaðurinn Jesaja. Ég stend hér líka til þess að tala í nafni allra sona ísraelsku þjóðarinnar, eins og Alberts Einsteins og Bamch Spinoza, eins og Maimonides, Sig- munds Freuds og Franz Kafka. Og ég er sendiboði og málsvari allra þeirra milljóna sem létu lífið í ógnar- eldum helfararinnar, en meðal þeirra voru vissulega margir Einsteinar og Freudar, sem em okkur nú glataðir, og öllu mannkyni glataðir, brenndir til ösku í gasklefunum. Ég er hér sem sendiboði frá Jerúsal- em, þeirri borg sem ég tók þátt í að verja er óvinir sátu um hana, þeirri Jerúsalem sem hefur alltaf verið og er nú hin eilífa höfuðborg Israelsríkis og sjálft hjarta þjóðar gyðinga sem biðja til borgarinnar þrisvar á dag. Og ég er líka sendiboði allra þeirra bama sem hafa teiknað fyrstu myndina sína af draumsýn friðarins, og ég er málsvari innflytjenda jafnt frá Sánkti Pétursborg sem Addis Abeba. Ég stend þó hér umfram allt sem fulltrúi þeirra kynslóða sem á eftir koma og munu dæma um hvort við ■ Morðið á Itzhak Rabin Mun fyrst og fremst verða minnstfyrirað hafa rétt fram sáttahönd að Yasser Arafat segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra. „Morðið á Itzhak Rabin forsætis- ráðherra Israels þýðir að hann er ann- ar þjóðarleiðtoginn á hinum lang- dregna friðarferli sem fómar lífi sínu í þágu friðarsamninga. Hinn var að sjálfsögðu Anwar Sadat. forsætisráð- herra Egyptalands, skömmu eftir Camp David samningana,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Al- þýðuflokksins og fyrrverandi utánrík- isráðherra í samtali við Alþýðublaðið. „Jafnframt fordæmingu á morðinu hefur gripið um sig sá ótti að með þessu voðaverki hafi verið bundinn endi á framhald friðarsamninganna. Það er engan veginn ljóst á þessari stundu hvort svo muni fara. Rabin á að baki langan feril. Hann var fýrst og fremst hermaður, þjónaði ísraelska hemum í tuttugu og sjö ár og gat sér frægð sem herforingi, meðal annars í Sex daga stríðinu, en hans verður fyrst og fremst minnst í sögunni fyrir það að hafa rétt fram sáttahönd að Yasser Arafat, helsta óvini sínum í áratugi, þegar að því kom að freista þess að ná samningum til að binda enda á áratugagamlar deilur fsraela og Palestínumanna. Kastljósið beinist nú að þeim öflum sem standa að baki morðingjanum. Það er upplýst að hann er fsraeli, sem tilheyrir hægri öfgasamtökum. Hversu tengdur hann er þar með inn í Likub bandalagið, bandalag stjórnarandstöðuflokka, þekki ég ekki á þessari stundu. Það er einnig upplýst að hann hafði áformað banatilræði fyrr. Það þarf engum út af fyrir sig að koma á óvart, einfaldlega vegna þess að Likub bandalagið hefur snúist harkalega gegn friðarsamning- unum og lýst því yfir að nái það völd- um muni það ónýta þá. Þannig að friðarviðleitnin og vonin um árangur af friðarsamningum byggist á því að Verkamannaflokkurinn { fsrael, vænt- anlega undir forystu Shimon Peresar haldi velli.“ vomm verðugir þeirra heiðurspeninga sem við höfúm hlotið í dag. Ég stend hér sem sendiboði ná- granna okkar sem vom óvinir okkar. Eg stend hér sem sendiboði hinna há- leitustu vona þjóðar sem hefur mátt þola allt það versta sem mannkynssag- an hefur upp á að bjóða en eigi að síður náð að setja sitt mark, ekki aðeins á annála gyðingaþjóðarinnar, heldur mamikynsins alls. Með mér hér í dag em fimm milljón- ir ísraelskra borgara - gyðingar og ar- abar, drúsar og kirkassar - fimm millj- ón hjörtu sem þrá ffið, tíu milljón augu sem h'ta til okkar grátbiðjandi um ffið. Herra mínir og frúr. Mig langar að þakka fýrst og fremst öllum borgumm fsraelsríkis, á öllum aldri og í öllum stjómmálaflokkum, sem hafa lagst á eitt og fómað sér í baráttunni fyrir ffiði og hafa nú fært okkur öllu nær mark- inu. Mig langar að þakka félögum okkar - Egyptum, Jórdönum, Palestínumönn- um, og formanni Frelsissamtaka Palest- ínuaraba, herra Yasser Arafat, sem við deilum þessum Nóbelsverðlaunum með - þessir félagar okkar hafa allir valið leið friðarins og taka nú þátt í að skrifa spánnýjan kafla í annála Mið- austurlanda. Mig langar að þakka fjölskyldu minni fyrir stuðning hennar. Herrar mínir og frúr. Ég var ungur maður sem er nú hniginn að árum. Leyfið mér í lokin að deila með ykkur ævafomi hebreskri bæn sem þjóð mín hefur farið með gegnum súrt og gegn- um sætt, til merkis utn dýpstu þrár hennar: „Drottinn gefi mátt þjóð sinni; Drottinn blessi þjóð sína - og oss öll - meðfriði. “ ■ „Guð miskunnar leikskólabömunum, hann miskunnar skólakrökkunum svolítið minna, og sýnir hinum fullorðnu alls enga miskunn, þeir mega sjá um sig sjálfn. Og þar kemur að þeir verða að krafla sig áfram á fjómm fótum, yfir brennandi sandinn, til að ná í sjúkratjaldið, á eftir þeim blóðslóð.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.