Alþýðublaðið - 10.11.1995, Page 2

Alþýðublaðið - 10.11.1995, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 s k o d a n i r MMMHDID 21017. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vská mánuöi. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Bragi Sigurjónsson kvaddur Árið 1978 gerðust þau fáheyrðu tíðindi að forseti efri deildar Alþingis, Bragi Sigurjónsson, sagði af sér embættinu vegna óánægju með ágreining stjómarflokkanna. Það er sjaldgæft að ís- lenskir stjómmálamenn sýni þá festu að afsala sér völdum eða vegtyllum vegna gmndvallaratriða. Yfirleitt er því öfugt farið: Stjómmálamenn hafa tilhneigingu til að hanga einsog hundar á roði á embættum sínum. En Bragi Siguijónsson átti lítið sameig- inlegt með þeim atvinnustjómmálamönnum sem nú em svo fyrir- ferðarmiklir í þingsal og hugsa fyrst og fremst um eigið skinn. Hann var hugsjónamaður í eðli sínu og öll störf hans bám vitni um trúnað við þær hugsjónir sem hann tileinkaði sér ungur. I dag er Bragi Sigurjónsson kvaddur hinstu kveðju. Hann var um árabil helstur forystumaður jafnaðarmanna á Norðurlandi og gegndi ótal trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn. Bragi var ein- arður baráttumaður og lengstaf í fremstu víglínu fyrir flokkinn: Hann sat alls á 14 þingum, ýmist serh kjörinn þingmaður eða varamaður. Veturinn 1978-79 gegndi hann embætti iðnaðar- og landbúnaðarráðherra í minnihlutastjórn Benedikts Gröndals. Vissulega er ástæða til að taka undir þau orð Jóns Baldvins Hannibalssonar í minningargrein um Braga í Alþýðublaðinu í dag, að það var skaði fyrir íslenskan landbúnað að bóndasonurinn úr Þingeyjarsýslu skyldi ekki fá að véla lengur um þau mál. Þegar litið er yfir þau fjölmörgu störf Braga Sigurjónssonar sem tengjast stjómmálum, ýmist á landsvísu eða heima í héraði, sætir það mikilli furðu að hann var jafnframt afkastamikill og virtur höfundur. Eftir hann liggja fræðirit, frásagnir, ferðaþættir og ljóð. Hann var af hinni miklu skáldaætt frá Sandi í Aðaldal, sonur Sigurjóns Friðjónssonar, og því bróðursonur Guðmundar. Bragi var skáld gott. Hann gaf út 12 ljóðabækur, þar af tvær sem höfðu að geyma ljóðaþýðingar hans. Bragi sagði aldrei skilið við skáldgyðjuna: þegar hann andaðist hinn 29. október hafði hann nýlega lokið við að ganga frá tveimur bókum, með nýjum og þýddum ljóðum. Alþýðublaðið birtir í dag þijú ljóð úr bókinni Misvæg orð, og em þau glöggur vltnisburður um að við sjáum nú á bak góðskáldi. Bragi Sigurjónsson var ein af þeim kempúm sem miklu voguðu í baráttunni fyrir betri heimi. Jafnaðarmenn munu ætíð minnast hans með virðingu. ✓ I neti Gróu íslendingar hafa löngum gumað af því að vera sagnaþjóð. Nú er það svo, að jafnvel ágætustu kostir geta snúist upp úrkynjaða andstæðu sína og því njóta íslendingar líka þess vafasama heið- urs að vera einhver harðsvíraðasta kjaftasagnaþjóð sem um getur. Eitt af því sem gerir íslenskar kjaftasögur næstum yfimáttúruleg- ar, er að allir heyra þær en enginn kannast við að bera þær áfram. En eigi að síður rennur rætið slúður greiðlega um ósýnilegar æð- ar mannfélagsins: vitandi eða óafvitandi eru ótrúlega margir reiðubúnir að gerast sjálfboðaliðar við að útbreiða óhróður, æm- meiðingar og oft og tíðum hreinan uppspuna. Síðustu daga hafa nokkrir fjölmiðlar skýrt frá því hvemig ein- hveijir siðleysingjar hafa notað Intemetið til að dreifa ljósmynd í því skyni að tæta æmna af Heiðari Jónssyni. Kjaftaskúmar og Gróur landsins hafa þannig eignast nýjan vettvang: þarsem hægt er í einni svipan að koma af stað ófrægingarherferð sem engin vopn duga gegn. Umfang Intemetsins hefur vaxið gríðarlega á skömmum tíma, en um það virðast ekki gilda nein lög eða reglur. Þá mun vera mjög erfítt að hafa hendur hári í þeirra sem kjósa að nota Intemetið til að þjóna auðvirðilegum hvötum. Með einhverj- um ráðum verður samt að flæma ófögnuðinn í burtu, og koma kjaftatífum og skúmum landsins aftur fyrir í eldhúskrókunum. Ef það kostar að setja verður ströng lög um Intemetið er ekkert við því að gera. Einhverjir munu sjálfsagt geipa um að slík lagasetn- ing feli í sér frelsissviptingu. Gott og vel. Frelsi manna eiga að vera þau takmörk sett að þeir skaði ekki aðra. ■ Björn Bjarnason heiðrar Rushdie Bjöm Bjamason er sá fyrsti í langri röð menntamálaráðherra Sjálfstæðis- flokksins sem kemur manni þannig íyrir sjónir að hann kunni hugsanlega að vera starfi sínu vaxinn. Hann lítur út eins og hann hafi einhvem tímann lesið bók, farið á konsert, sótt fyrir- lestur; hann er alveg laus við þetta tor- tryggna hræðslufas gagnvart menn- Vikupiltar ingu sem einkennir rnarga löglærða flokksmenn hans og virðist ekki þurfa að tileinka sér menningarbrag eins og fyrirrennarar hans í starfi. Hann notar kommur á undan nafnháttarmerkjum og mun ekki falla gífuryrtur á stafsetn- ingarprófi eins og Sverrir Hermanns- son eða skipa sjálfkrafa Hannes Hólmstein og Jóhann Hjálmarsson í allar menningamefhdir eins og Birgir Isleifur, Ragnhildur Helgadóttir og vesalings Ólafur G. Einarsson gerðu af því þau þekktu enga aðra. Hann flytur eftirtektarverðar ræður sem hljóma eins og hann hafi samið þær sjálfur og þær hafa gjaman að geyrna einhveija persónulega - jafnvel ftum- lega - hugsun, sem er fáheyrt, hann er að sögn hrókur alls fagnaðar á inter- netinu, hann hlustar á kennara og aðr- ar harmkvælastéttir mennta og ntenn- ingar og virðist geta lagt eitthvað til málanna sjálfúr; hann kemur vel und- an vetri kalda stríðsins og hefur alla burði til að verða farsæll ráðherra. Þeim mun einkennilegra og rauna- legra þykir manni að sjá hans eigin frásögn á téðu neti af ummælum hans um mál Salmans Rushdie á Bóka- messunni í Gautaborg. Þar var Rushdie raunar óvæntur heiðursgestur sem var vel við hæfi því Norðurlanda- ráð hafði gefið út sérstaka bók honum til stuðnings og var sú bók kynnt á sérstakri samkomuþar sem meðal annars kom fram Asa Kleveland, norski menntamálaráðherrann sem stutt hefur Rushdie með ráðum og dáð. Seinna þann sama dag voru pali- borðsumræður menningarráðherra Norðurlanda og þar mættu aftur á sviðið danski, sænski og norski ráð- herrann, sem fyrr um daginn höfðu heiðrað hinn dauðadæmda höfund - og í hópinn bættust ráðherrarnir frá Finnlandi og litla Islandi. Kannski hefur Bimi fundist hann þá þegar út á þekju og ekki annað að gera en að reyna að undirstrika sérstöðu sína, ekki er gott að vita hvað honum hefur gengið til, en að minnsta kosti skar hann sig úr hópnum þegar talið barst að máli Rushdies. I netgreininni segist honum svo frá umræðunum: „Ég lét þess getið, að á fundi, sem ég sat með Salman Rushdie fyrr á þessu ári í London, hefði hann sagt, að aðeins með því að koma einræðisherrunum frá völdum í íran væri unnt að aflétta dauðadómin- um yfir sér. Hvemig gætum við gert það? Hvað gætum við í raun gert ann- að en minnt á algildi mannréttinda og hvatt allar þjóðir og ráðmenn [svo - g.a.t.] þeirra til að viðurkenna það? Værom við tilbúnir [svo - g.a.t.] til þess að beita valdi til að tryggja mönnum tjáningarfrelsi?" Hvað er maðurinn að segja? Þetta: úr því að fsland hefur ekki bolmagn til þess að ráðast inn í fran erum við þar með laus allra mála. Nema auðvitað með almennu hjali um algildi mann- réttinda. Ríkisstjóm Islands hefur ekki svo ég muni mótmælt dauðadóminum yfir Salman Rushdie, og kemur skýr- ingin loksins núna: það er vegna þess að hér er enginn her. Eins og kunnugt er hefur Bjöm stungið upp á að bætt verði úr þeim skorti, og ef til vill er þá hægt að fara að gera sig breiðari. Þetta er auðvitað bara yfirklór þess sem lát- ið hefur ógert að gera það sem í hans valdi stendur til að hjálpa meðbróður í nauðum. Jón Baldvin Hannibalsson skrifaði hér á'dögunum grein í þetta blað þar sem hann lýsir því með mörgum orðum hve miklu það hafi skipt fyrir Litháa þegar íslendingar urðu til að viðurkenna sjálfstæði þeirra og hann fór sjálfur sem utanrík- isráðherra í táknræna heimsókn þegar aðrir hvikuðu. Þá gátum við vissulega verið stolt yfir reisn okkar ráðherra, yfir því að rödd litla íslands heyrðist um víða veröld. Af einhverjum ókunnum ástæðum hafa ráðherrar í nkisstjómum landsins frá 1989, þegar morðhvöt Erkiklerksins hljómaði, ekki treyst sér til að hafa uppi mót- mæli. Getur hugsast að það sé vegna þess að Rushdie er ekki ofsóttur af komm- únistastjóm? ■ Hvað er maðurinn að segja? Þetta: úr því að ísiand hefur ekki bolmagn til þess að ráðast inn í íran erum við þar með laus allra mála. Nema auðvitað með almennu hjali um algildi mann- réttinda. Ríkisstjórn íslands hefur ekki svo ég muni mótmælt dauðadóminum yfir Salman Rushdie, og kemur skýringin loks- ins núna: það er vegna þess að hér er enginn her. nóvember Atburðir dagsins 1871 Stanley finnur Living- stone í myrkviðum Afríku og mælir hin fleygu orð: Doctor Uvingstone, I presume? 1944 24 fómst en 19 var bjarg- að þegar þýskur kafbátur sökkti flutningaskipinu Goðafossi út af Garðskaga. 1952 Albert Schweitzer hlýtur friðarverð- laun Nóbels. 1982 Leoníd Bresnév leiðtogi Sovétríkjanna í 18 ár deyr, 75 ára að aldri. Afmælisbörn dagsins Múhameð 570, spámaður múslíma. Martin Lúther 1483, þýskur siðbótarmaður. Richard Burton 1925, breskur leiktui. Málsháttur dagsins Bctri er snjöll tunga en kembt hár. Vinna dagsins Vinnið fyrir þetta líf einsog þér ættuð að lifa eilíflega í þessum heimi og fyrir annað líf einsog þér ættuð að deyja á morgun. Afmælisbarnið Múhameð spá- maður: í dag eru 1425 ár frá fæð- ingu hans. Annálsbrot dagsins Um sumarið á alþingi var dæmd Margrét Guðbrandsdótt- ir að hálshöggvast og hcnnar höfuð á stjaka setjast, þar það meðgengið hafði og gjört bami því hún dult fæddi í heiminn, fyrst skilið milli með knífi, skorið síðan barnið á háls og kastað því svo í einn sjávarós. Hennar heimili var í Vest- mannaeyjum. Húnvetnskur annáll 1773. Sláttur dagsins Magnús bjó á þessu skeiði æv- innar við mjög þröngan kost, eins og ég hygg að hann hafi búið lengst af, þótt nokkuð muni hagur hans hafa batnað sfðustu árin, er hann hlaut fasta stöðu og var bókavörður bæjar- bókasafns Hafnarfjarðar. Mað- urinn var hinsvegar „boheme" og þurfti á miklu fé að halda. Þess var því naumast annars kostur en að slá stundum fyrir flösku, og Magnúsi var það auðveldara en öðrum vegna liinna miklu vinsælda sinna. Magnús Stormur Magnússon um Magnús skáld Ásgeirsson. Orð dagsins Fer eg djúpt ífiskageim fiarri hringasólum; þó eg se' dofinn, dreg eg mig heim til dóttur Narfa Œólum. Þjóðvísa. Skák dagsins Aftur skoðum við perlu úr skríni Rúbensteins. Hann hef- ur svart og á leik gegn Rotlevi: drottningin er í uppnámi en Rúbenstein sáldrar nú í kring- um sig glitrandi snilld. Svartur leikur og vinnur. 1. ... Hxc3!l 2. gxh4 Hd2!! 3. Dxd2 Bxe4+ 4. Dg2 Hh3! Lokahnykkurinn: Rotlevi gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.