Alþýðublaðið - 24.11.1995, Qupperneq 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995
s k o ð a n
MÞYDUBLiDIÐ
21025. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Vopnin kvödd?
f fyrsta skipti í rúmlega fjögur ár er raunveruleg von um að hægt sé
að binda endi á blóðbaðið í Júgóslavíu sálugu. Enn eru samt mörg ljón á
vegi friðarins: sáttagjörðir eru einatt léttvægar metnar á Balkanskaga,
ósamið er um ýmis deilumál, sár styijaldarinnar munu gróa seint og illa.
Samningamir sem forsetar Króatíu, Serbíu og Bosníu- Herzegóvinu
undirrituðu í Bandaríkjunum fela í sér að Bosma verður, í orði kveðnu,
sjálfstætt og fullvalda ríki. Landinu verður skipt milli Serba annarsvegar
og Króata og múslíma hinsvegar. Flestir gera ráð fyrir að serbneski
hlutinn muni renna saman við Serbíu að meira eða minna leyti. Þarmeð
rætist að hluta draumur þjóðemissinnaðra Serba um Stór-Serbíu. Skipt-
ing landsins er þeim hinsvegar ekki að skapi: Þeir vilja meira í sinn hlut.
Þá er alls óvíst hvemig bandalagi Króata og múslíma reiðir af; menn
skyldu muna að innbyrðis stríð þeirra kostaði tugi þúsunda lífið. Króat-
ar í Herzegóvinu hafa orð á sér fyrir að vera ekki minni þjóðemisöfga-
menn en serbneskir liðsmenn Karadzic. Margir Króatar í Bosrnu- Herz-
egóvinu - fráleitt allir þó - vilja knýta sem föstust bönd við Króatíu.
Bosma-Herzegóvina var eitt af sex lýðveldum Júgóslavíu, og hið eina
þarsem meirihlutinn tilheyrði ekki ákveðinni þjóð. íbúar vom hálf
fimmta milljón. Múslímar vom um 45%, Serbar 33% og Króatar 17%.
Þegar Júgóslavía var að liðast í sundur vegna sjálfstæðisbaráttu Króata
og Slóvena vildu flestir Bosmumenn halda einingu ríkisins. Eftir að lýð-
veldin tvö í vestri höfðu sagt skilið við ríkjasambandið álitu múslímar
og Króatar í Bosníu að þeim væri nauðugur einn kostur að lýsa yfír
sjálfstæði. Það var gert, að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu í
febrúar 1992. Serbar sniðgengu atkvæðagreiðsluna og undirbjuggu
hemað. Alþjóðasamfélagið brást algerlega í mati á stöðunni í Bosníu
vorið 1992. Eftir að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir - yfir-
gnæfandi meirihluti kjósenda lýsti sig íýlgjandi sjálfstæði - mku vold-
ugustu ríki heims til, og viðurkenndu Bosníu-Herzegóvinu. Það vom
hrapalleg mistök, og til marks um sorglega fávísi og skammsýni. Full-
trúar Serba - þriðjungs íbúanna - höfðu lýst yfir því, að þeir myndu
grípa til vopna til að koma í veg fyrir að Bosm'a segði skihð við , Júgó-
slavíu“. I stað þess að viðurkenna Bosm'u strax um vorið 1992 hefðu
ríki heims átt að knýja fulltrúa þjóðanna þriggja til samninga. En úr því
að umheimurinn viðurkenndi umsvifalaust sjálfstæði landsins hefði vit-
anlega átt að tryggja frið með því að setja hersveitum Serba einarða úr-
slitakosti. Það var ekki gert - og þessvegna fóstrar hin fijóa mold Bo-
sm'u óteljandi fómarlömb.
Enginn veit með vissu hversu margir féllu í hildarleiknum í Bosníu,
en ætla má að þeir séu ekki færri en tvöhundmð þúsund. Meira en tvær
milljónir hröktust frá heimkynnum sínum, og hundmðum þúsunda hef-
ur verið haldið í herkví í umsetnum borgum. Eyðileggingin er ægileg.
Alþjóðabankinn áætlar að nauðsynlegt uppbyggingarstarf næstu þriggja
ára kosti 325 milljarða króna.
I friðarsamningi forsetanna þriggja er ákvæði sem bannar meintum
stríðsglæpamönnum að taka þátt í stjómmálum. Örlög Radovans Kar-
adzic em því næsta óljós. Hann hefur verið fámáll um friðarsamningana
til þessa, en engum blöðum er um að fletta að hann lítur á framgöngu
Milosevic Serbíuforseta sem stórkostleg svik við hinn „helga“ málstað
þjóðar þeirra. Karadzic á alltjent enga framtíð fyrir sér í stjómmálum,
en ólíklegt er að hann snúi sér aftur að geðlækningum og skáldskap.
Hann á einungis heima á sakamannabekk frammi fyrir stríðsglæpadóm-
stóll Sameinuðu þjóðanna, rétt einsog Ratko Mladic og aðrir böðlar
Balkanskagans.
Viðskiptabanni hefur nú verið aflétt á Serbíu og Svartfjallaland. Það
felur líklega - og vonandi - í sér upphafið að endalokunum fyrir Slo-
bodan Milosevic. Hann ber, öllum öðmm fremur, ábyrgð á helför Júgó-
slavíu. Milosevic var möppudýr sem kleif metorðastiga kommúnista-
flokks Júgóslavíu en gerðist þjóðemissinni þegar dagar kommúnismans
vom taldir. Hann ól á tortryggni, hatri og úlfúð milli þjóða í Júgóslavfu,
og skipulagði hemað og fjöldamorð bæði í Króatíu og Bosníu. Milosev-
ic hefur náð að bæla niður andstöðu í Serbíu, og notar til þess öll tiltæk
meðul lögregluríkisins. En viðskiptabann og fyrirlitning umheimsins
efldi líka samstöðu Serba - enda virðast margir Serbar hafa inngróna
þörf til að h'ta á sig sem píslarvotta - og því veiktist staða Milosevic
ekki þótt efnahagur Serbíu hryndi til gmnna. Þegar Serbar fikra sig í átt
að eðlilegu lífi em allar líkur á því að Milosevic missi fótfestuna. Hann
er hinsvegar best geymdur bakvið lás og slá sem einn mesti múgmorð-
ingi aldarinnar. ■
Að reka undanhaldið...
Það mun vera um það bil áratug-
ur frá því að Alþýðuflokkurinn,
fyrstur stjórnmálaflokka á íslandi,
gerði það að stefnuskráratriði sínu
að taka bæri upp veiðileyfagjald í
sjávarútvegi. Síðan hefur mikil um-
ræða farið fram innan flokksins um
það mál, bæði út frá réttlætissjón-
armiðum og út frá hagfræðilegum
röksemdum.
Háborðið I
Jón Baldvin
Það er ánægjulegt út ffá okkar bæj-
ardyrum séð, að smám saman hefur
þokast í þá átt að aðrir hafa komið til
stuðnings við þessi sjónarmið. Því
hefur verið lýst yfir að þrír stjórn-
málaflokkar á Alþingi íslendinga eru
nú fylgjandi þessari gmndvallarstefnu.
Það er vitað að talsmenn þessara sjón-
armiða eru smám saman að verða
áhrifameiri í öðrum flokkum lfka. Það
hefur komið fram til dæmis á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins að þessar
hugmyndir og þessi grundvallarsjón-
armið eiga þar öfluga talsmenn og
fylgi við slíkar tillögur hefur farið
vaxandi.
Ekki er nokkur vafi á því að veiði-
leyfagjaldtakan er það sem koma skal.
Það er einungis spurning um tíma,
hvenær tregðulögmálið brestur og
hvenær þessir seinustu móhíkanar
skömmtunarkerfis og miðstýringar á
vegum rrkisins verða að láta í minni
pokann. Ég hygg að sú stund sé nær
en margir ætla.
EF VIÐ LÍTUM Á MÁL eins og til
dæmis landbúnaðarmál, þar sem Al-
þýðuflokkurinn hefur gengið á undan
öðrum í gagnrýni á miðstýrt og ónýtt
ríkisforsjárkerfi, hafa menn löngum
örvænt um að það takist að vinna bug
á samtryggingarkerfi sérhagsmunanna
og forsjárhyggjunnar í því kerfi. En
engu að síður er alveg ljóst að þeir
landbúnaðarkerfismenn hafa tapað
sínu stríði. Það er einungis tímaspurs-
mál hvenær uppgjöf þeirra verður
endanlega innsigluð.
Ég rifja upp annað mál. Barátta
okkar alþýðuflokksmanna í ríkis-
stjómum síðastliðin 8 ár fyrir að af-
nema miðstýrða einokun í útflutningi,
bæði að því er varðaði útfluming sjáv-
arafurða á Bandarfkjamarkað og hina
frægu einokunaraðstöðu SÍF. Það
tókst með miklu harðfylgi að koma
þessari einokun fyrir kattarnef með
þeim árangri að framkvæmdastjóri al-
menningshlutafélagsins SÍF skrifar nú
hverja greinina á fætur annarri þar
sem hann kemst að þeirri niðurstöðu
að það hafi verið mikill happafengur
fyrir þá útflytjendur að losna við
„einkaleyfið“.
Þannig hefur þokast í rétta átt á
hveiju málasviðinu á fætur öðm. En
það er merkilegt að oftar en ekki er
við að eiga mjög harðsvíraða sérhags-
munavörslu innan Sjálfstæðisflokks-
ins, sem byggir rök sín og gmndvall-
arsjónarmið að öllu leyti á ríkisfor-
ræðissjónarmiðum, á varðstöðu um
skömmtunarkerfi og á tortryggni og
skilningsleysi á eðlilegum markaðs-
sjónarmiðum. Þess vegna er það öfug-
mæli, þegar hæstvirtur sjávarútvegs-
ráðherra hagar orðum sínum á þann
veg að hann sé að gagnrýna veiði-
leyfagjaldið út frá markaðssjónarmið-
um. Það er hin mesta fásinna.
HIN ALMENNU RÖK fyrir veiði-
leyfagjaldi em skýr. Þau em svona:
Ekki er um það deilt á Alþingi að auð-
lindin er eign þjóðarinnar. Það hefur
verið staðfest með löggjöf. Það var
jafnvel rætt í tíð fyrri ríkisstjómar að
taka af öll tvímæli um það með því að
binda það í stjórnarskrá. Enginn
treysti sér til þess að andmæla þeirri
hugmynd. Þetta byggir á bæði sið-
ferðilegum og hagfræðilegum rökum.
Þegar tekið er upp aflamarkskerfi -
skömmtunarkerfi - og ríkið tekur að
sér að úthluta mönnum réttindum,
veiðiheimildunum, þá fá þær verð,
þær verða verðmæti. Þar með er kom-
ið á ríkisskömmtunarkerfi, tilfærsla á
gríðarlegum fjármunum og hætta á
stórkostlegri mismunun.
Það er rétt sem hefur verið rifjað
upp og vitnað í hinn bandaríska hag-
fræðing Becker, að þegar svo háttar
til, þá er ríkið í gegnum skömmtunar-
kerfi að mismuna aðilum. Þeir sem
fengu sínar veiðiheimildir ókeypis og
selja þær, hagnast á þeim. Þeir geta
farið með þann hagnað út úr greininni.
En aðrir sem vilja hasla sér völl í
greininni, þurfa að kaupa sig inn í
þessa atvinnugrein.
Þegar svo háttar til, þá er það bæði
af siðferðilegum og hagfræðilegum
ástæðum rétt og skynsamlegt að ríkið
úthluti ekki þessum verðmætum,
þessu fémæti ókeypis, heldur taki íyrir
það gjald, enda er það bein afleiðing
af eignarrétti þjóðarinnar sem löggjaf-
inn hefúr lýst yfir.
Sú fullyrðing að þetta sé skattlagn-
ing endar oft í orðhengilshætti. Stað-
reyndin er sú að hér er skömmtunar-
kerfi. Staðreyndin er síðan sú að það
fara fram viðskipti með þessi fémætu
réttindi, kvótana. Menn standa ekki
jafnt að vígi. Menn lúta ekki almenn-
um reglum vegna þess að sumir hafa
fengið þessi fémæti, ókeypis, aðrir
hafa keypt þau. En þessi viðskipti fara
fram. Þau nema gríðarlega háum upp-
hæðum. Það er þess vegna ekki rétt
þegar menn segja að það sé verið að
taka upp skattlagningu með veiði-
leyfagjaldinu. Verðlagningin fer fram
á markaðnum. Menn borga nú þegar
háar fjárhæðir fyrir veiðileyfi - en
ekki tÖ löglegs eiganda auðlindarinn-
ar, íslensku þjóðarinnar. Hvaða áhrif
mundi veiðileyfagjaldtaka hafa á þá
markaðsverðmyndun? Hún mundi
auðvitað hafa áhrif á þá markaðsverð-
myndun. Hvort hún mundi auka hana
í heild sinni fyrir greinina, það er eng-
inn kominn til með að fullyrða.
AÐ ÞETTA SÉ EINHVER
SKATTUR, sérstaklega á lands-
byggðina, er bara frasi. Þetta gjald á
að vera almennt. Það eiga allir í grein-
inni að sæta því og skiptir í því efni
engu máli hvar útgerðarfyrirtækið er
rekið. Því er við að bæta að þetta er
stærra mál í efnahagslegu samhengi.
Ef menn vilja nota jafnframt tækifærið
til þess að koma á almennum og eðli-
legum sambúðar- og samkeppnisskil-
málum milli atvinnugreina, þá er unnt
að gera þetta með því að haga gengis-
skráningunni í samræmi við það, þeg-
ar þetta gjald er innleitt. Það er alveg
sérstakt mál. Það er einfaldlega spum-
ing um það, hvort ísland ætlar að vera
verstöð til eilífðar eða hvort við ætlum
að skapa skilyrði fyrir aðrar atvinnu-
greinar til þess að þrífast við hliðina á
sjávarútveginum.
Það eru öll rök, siðferðileg og hag-
fræðileg sem mæla með því að veiði-
leyfagjaldið verði tekið upp. Sér í lagi
ætti skynsemin að kenna sjávarútvegs-
ráðherra, sem er einn helsti talsmaður
aflamarkskerfisins, að ef hann vill fá
einhverja sátt um aflamarkskerfið, þá
verður hún aldrei fyrr en framsalsrétt-
indum verður fylgt eftir með veiði-
leyfagjaldtöku. ■
Höfundur er alþingismaöur og formaöur
Alþýöuflokksins
„Það er þess vegna ekki rétt þegar menn
segja að það sé verið að taka upp skattlagn-
ingu með veiðileyfagjaldinu. Verðlagningin fer
fram á markaðnum. Menn bórga nú þegar há-
ar fjárhæðir fyrir veiðileyfi - en ekki til löglegs
eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar."
a g a t a 1 2 4 nóvember
Atburðir dagsins
1859 Charles Darwin gefur út
Uppruna legundanna. 1912
Bjöm Jónsson ritstjóri Isafoldar
og annar ráðhcrra íslands deyr.
1951 Þátturinn Óskalög sjúk-
linga hóf göngu sína hjá Ríkis-
útvarpinu. 1963 Lee Harvey
Oswald, morðingi Kennedys,
skotinn til bana af tilræðis-
manni. 1972 Suðurlandsvegur
milli Reykjavíkur og Selfoss
formlega tekinn í notkun. 1991
Rokkstjaman Freddie Mercury
deyr úr alnæmi.
Afmæiisbörn dagsins
Laurence Slerne 1713, írskur
rithöfundur og guðsmaður.
Bolly .Connolly 1942, skoskur
skemmtikraftur.
Annálsbrot dagsins
Kontu ránsmenn útlenzkir á
Veslfjörðu, sem ræntu víða fé
manna og fjárhlutum.
skemmdu margt og höndluðu
illa, bæði við karlmenn og
kvennmenn í þrúgun og þving-
un. ... Þeir komu á Súganda-
fjörð og skutu Jón í Vatnadal,
en kona hans með annari konu
drápu tvo af þeim. Þessir strák-
ar vom síðan hengdir í Hand-
borg. Eyrarannáll 1578.
Stjórnleysi dagsins
Þegar sannleikurinn missir
stjórn á sér, verður hann að
ýkjum. Kahlil Gibran 1883-1931.
Spurning dagsins
Hvað ciga Islendingar að gera
mcð Sinfóníu? Hafa þcir ekki
komist af án svo dýrrar
skemmtunar hingað til?
Pétur Ottesen alþingismaður Sjálf-
stæöisflokksins þegar Sinfónían
tók til starfa árið 1950.
Málsháttur dagsins
Betra er yndi en auður.
Orð dagsins
Ég veil það ekki enitþd,
hvort ást ég bar til þín,
en um þig söng ég alla daga
œskuljóðin mín.
Tómas Guömundsson.
Skák dagsins
Perez hefur byggt upp yfir-
burðastöðu með hvítu mönnun-
um gegn Nogueiras yngri í
skák dagsins. Svörtu mennimir
em illa í sveit settir meðan öll
spjót hvíts beinast að vígi
svarta kóngsins. Perez leiðir
skákina til lykta með lálum.
Hvítur leikur og vinnur.
1. Rh6+! gxh6 2. Bxh6+ Bg7
3. Hxg7+! Rxg7 4. Dg4 Kf8 5.
Dxg7+ Nogueiras litli gafst
upp, samanbar: 5. ... Ke8 6.
Dr8+ Kd7 7. Dxf7+ Kd8 8.
Bg5 mát.