Alþýðublaðið - 24.11.1995, Side 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995
s k o ð a n i r
ÉLPYMBUBIfl
Fimmtudagur 16. nóvember 1995
Stofnaö 1919
ISamtökstofnuð um nýtingu sjávarspendýra
Hrefnan ein rýrir
þorskstofn um 10°/
- segir Bjami Grfmsson fiskimálastjóri sem situr í stjóm samtakanna. Formaður Alliance for America vaentanlegur á fund Sjávd
,J>að kemur í ljós ef hrefhustofhinn
einn og sér er settur inn í fiskveiði-
stjómunarlfkan Hafrannsóknarstofnun-
ar að langtfmaafrakstur þorskstofhsins
minnkar um 10%. Þetta þýðir auðvitað
rýrari veiðikvóta og enn rýmar þorsk-
kvótinn þegar stærri hvalir em teknir
inn í dæmið,“ sagði Bjarnl Grímsson
fiskimálastjóri í samtali við Alþýðu-
blaðið. í fyiradag var haldinn.formleg-
ur stofnfundur Sjávamytja, samtaka
áhugamanna um skynsamlega nýtingu
sjávarspendýra. Megin markmið Sjáv-
arnytja er að stuðla að almennum
skilningi á nauðsyn þess fyrir þjóðar-
búið að nýta stofna sjávarspendýra við
ísland með skynsamlegum hætti. í
stjóm samtakanna voru kjömir Jón
Gunnarsson í Hafnarfirði, Bjarni
Grímsson, Magnús Kristinsson í
Vestmannaeyjum, Valdimar Braga-
snni Dalvfk Þórflnr Hinrtarsnn
ins skynsamlega. Það er ekki nóg að
friða og friða eins og nú stefnir allt í.
Samkvæmt niðurstöðum vísindalegra
rannsókna að því er varðar stofnstærð
helstu nytjastofna hvala í Norðurhöf-
um er ekkert því til fyrirstöðu að ís-
lendingar heQi hvalveiðar á ný. Það er
ljós'að eðlilegt jafnvægi í lífríkinu f
Norðurhöfum raskast með fjölgun
hvala. Þetta hefur miklar afleiðingar í
för með sér fyrir íslendinga vegna
minnkandi afraksturs þorkstofnsins,“
sagði Bjarni Grfmsson. Samtökin
Sjávamytjar ætluðu að halda kynning-
arfund á föstudaginn og ræða hval-
veiðar íslendinga, en af óviðráðanleg-
um orsökum verður að fresta þeim
fundi. Gestur fimdarins átti að vera
Bandaríkjamaðurinn Bruce Vincent
en hann er formaður samtakanna Alli-
ance for America. Þetta er félagsskap-
nr handarfskra náthinive.mdarmanna
Bjarni : Þaö er Ijós aÖ eölilegt jafnvægi í lífríkinu í I
meö fjdlgun hvala.
AFA er regnhlífarsamtök samtaka eða hreyfinga yst á háegri væng bandarískra stjórnmála og/eða þeirra sem
hafa að markmiði að berjast gegn strangari löggjörf um umhverfisvernd.
jr
■ Athugasemd frá Arna Finnssyni starfsmanni Greenpeace
Hvalveiðisinnar á undanhaldi
- leita skjóls meðal bandarískra hægri-öfgamanna.
Tilvistarvandi íslenskra hags-
munaaðila, sem berjast fyrir því að
hvalveiðar hefjist á ný, fer vax-
andi. Nýlega kom fram á Alþingi
að Þorsteinn Pálsson, sjávarút-
vegsráðherra, hefur ekki á reiðum
höndum svör við því hvenær hval-
veiðar geti hafist að nýju. Væntan-
leg stofnun samtaka um skynsam-
lega nýtingu á sjávarspendýrum,
samanber viðtal Bjarna Grímsson-
ar, fiskimálastjóra, í Alþýðublað-
inu föstudaginn 17. nóvember,
staðfestir enn frekar þennan vanda.
Ef þessir talsmenn hvalveiðhags-
muna vissu með sér að Þorsteinn
Pálsson hygði á hvalveiðar á vori
komanda, þyrftu þeir ekki að gera
sér það ómak að stofna með sér
hagsmunasamtök.
Skömmu fyrir kosningar í vor
samþykkti Alþingi þingsályktunar-
tillögu um hvalveiðar, sem kynnt
var sem stefnumarkandi fyrir ís-
lensk stjórnvöld. f tillögunni segir
að áður en sjávarútvegsráðhyerra
geti veitt íslenskum skipum leyfi
til hvalveiða „skal trygg að skil-
virkt, alþjóðlega viðurkennt eftirlit
með veiðunum sé fyrir hendi. Rík-
isstjórninni er enn fremur falið að
kynna stefnu íslands í hvalveiði-
málum á alþjóðavettvangi og að
hafa samráð við aðrar þjóðir á
vettvangi þeirra alþjóðastofnana
sem um þau mál fjalla."
Alþingi hefur með þessari sam-
þykkt sett stjórnvöldum ströng
skilyrði fyrir útgáfu veiðileyfa á
hval, enda er Alþjóðahvalveiðráðið
ein af þeim alþjóðastofnunum sem
við er átt. Verður ekki annað séð
en hagsmunasamtök íslenskra
hvalfangara eigi brýnt erindi við
Þorstein Pálsson, til að sannfæra
hann umnauðsyn þess að ísland
gangi aftur í Hvalveiðiráðið. Að
öðrum kosti verður aldrei tryggt að
eftirlit með íslenskum hvalveiðum
njóti alþjóðlegrar viðurkenningar,
líkt og Alþingi hefur gert að skil-
yrði.
Tengsl íslenskra hvalfangara við
öfgahreyfingar, yst á hægri væng
bandarískra stjórnmála, lýsa best
málefnalegu gjaldþroti þeirra.
Bjarni Grímsson greindi lesendum
Alþýðublaðsins frá því að væntan-
legur væri til landsins formaður
bandarísku samtakanna Alliance
for America (AFA), Bruce Vin-
cent, til að vera viðstaddur form-
legan stofnfund hagsmunafélags
hvalfangara.
AFA er regnhlífarsamtök sam-
taka eða hreyfinga yst á hægri
væng bandarískra stjórnmála
og/eða þeirra sem hafa að mark-
miði að berjast gegn strangari lög-
gjörf um umhverfisvernd. Aðilar
innan AFA, sem jög hafa hampað
Magnúsi Guðmundssyni, kvik-
myndagerðarmanni, halda því til
dæmis fram að eyðing ósonlagsins
eigi ekki við vísindaleg rök að
styðjast. Frammámönnum þeirra
samtaka þykir því vel við hæfi að
hossa á hné sér talsmönnum ís-
lenskra hvalveiða. Það fellur líkt
og flís við rass við baráttu þeirra
gegn umhverfisverndarsamtökum.
Vonandi er að Bjarni Grímsson og
félagar láti ekki hjá líða að inna
Bruce vincent eftir því hvort sam-
tök hans geti liðsinnt íslendingum
í baráttunni gegn mengun sjávar,
eyðingu ósonlagsins eða gróður-
húsáhrifum af völdum loftslags-
breytinga.
+Ami Finnsson
starfsmaður Greenpeace
International, Gautaborg.
Á heljarslóð
Háskólabíó: Fyrir regnið
Aðalleikendur: Katrin Cartlidge,
_________Rade Serbdzija_________
★★★
Kvikmynd þessi er frá Makedóníu.
Hún er í þremur samtíðarþáttum: Orð,
Andlit, Myndir. í hinum fyrsta felur
albönsk stúlka sig í klefa munks í
klaustri, en hún hefur orðið make-
dónskum manni að bana. í hefndahug
veita ættmenn hans henni eftirför. I
hinum öðrum, staðsettum í London,
skoðar stúlka á fréttaljósmyndastofu
myndir frá leikslokum hins fyrsta. Er
hún að búast til að skilja við eigin-
mann sinn og á vingott við make-
dónskan blaðaljósmyndara. Sá afræð-
ur að snúa aftur til ættjarðar sinnar og
rofnar þá samband þeirra. Þriðji þátt-
urinn fjallar um heimkomu blaðaljós-
myndarans, í senn góða endurfundi og
vonbrigði. Þetta er ein fyrsta make-
dónska kvikmyndin, sem tekin hefir
verið til sýningar víða um lönd. Góðar
undirtektir hefiir hún hlotið, og er að
sönnu forvitnileg.
Fínleg hrollvekja
Háskólabíó: Jade
Aðalleikendur: David Caruso,
Linda Fiorentine, Chazz
__________Palminteri_________
★★★
Ein spennumyndin tekur nú við af
annarri. Sem margar undanfarandi er
þessi fagmannlega gerð, vel ljósmynd-
uð og leikin, og meira að segja ífábær-
lega vel sviðsett. Auðugur safnandi
listmuna, mjög upp á kvenhöndina, er
myrtur í svefnherbergi sínu. Við leit
finnast klúrar ljósmyndir af honum og
vinkonum hans, ábending um tilefni
morðsins, þótt < aðra átt, en f fyrstu
Kvikmyndir |
v 9K Haraldur
Jóhannesson
^0 hagfrœðingur
I skrifar
sýnist. Gætinn, en ötull lögreglumað-
ur, leysir málið að lokum. - í annað
sinn á fáeinum mánuðum tekst David
Caruso vel upp í spennumynd. Þar
skal þess getið að Joe Esterhas, höf-
undur handrits Basic Instinct lagði til
handritsdrög að myndinni, og að
William Friedkin, sem tók The
French Connection, leikstýrði henni.
Og var síðasta mynd Lindu Fiorent-
ine ekki The Last Seductionl
Hvorki beinn
né breiður vegur -fjórði o<
Svavar Gestsson skrifar
Þetta er síðasti hluti greinar minnar
sem er eins konar andsvar við við-
brögðum Jóns Baldvins við bók minni
og framhald af fundinum sem við
háðum á Komhlöðuloftinu seinni part
sumars. Jón Baldvin svaraði mér aðal-
lega með sögulegum tilvísunum en
tók ekki afstöðu til jafnaðarstefnu
þeirrar sem ég hafði fram að færa í
bók minni. Eg tel mig hafa sýnt fram
á það að í fortíðarkarpinu bætir hann
sig síst, en þegar ég skrifaði Sjónar-
rönd ákvað ég að láta fortíðina eiga
sig. Eg tel mig í sjálfu sér albúinn í
þann slag en mun ekki taka þátt í hon-
um frekar.
Þessi hluti greinar minnar fjallar um
samstarf vinstri manna eins og það lít-
ur út tfá mínum bæjardyrum um þess-
ar mundir. Og ég byija á því - sam-
hengisins vegna - að rifja upp lokaorð
þriðja greinarhlutans:
Skilyrði eitt er
samstaða okkar
„Þrátt fyrir þetta teljum við sam-
fylkingu og samstarf svo mikilvægt að
atlögumar gegn okkur verða ekki til
þess að fæla okkur frá samstarfi
vinstri manna. Munurinn á Alþýðu-
bandalagsmönnum liggur hins vegar í
því að stærsti hluti
þeirra vill vita hvert
þeir eru að fara;
þeim er ekki sama
hvaða strætó þeir
taka. En það skal
enginn efast um
góðan vilja Al-
þýðubandalags-
manna yfirleitt og
má nefna margt til
sögunnar því til
sönnunar. Stefna
okkar er hins vegar
sú að við munum
ekki taka þátt í
samstarfi við aðra
nema Alþýðu-
bandalagið sé
heilt. Sú aðferð,
sem reynd hefur verið alltof oft, að
kljúfa til að sameina ber dauðann í
sér. Þeirri stefnu fylgjum við ekki.
Það sem skiptir nú mestu máli er að
vera raunsær og því miður verður
að minna á að hátimbraðar yilrlýs-
ingar á undantornum 30 árum hafa
engum skemmt nema skrattanum,
það er íhaldinu, en þær hafa hins
vegar skemmt fyrir íslensku alþýðu-
fólki og lífskjörum þess. Og þær hafa
skapað skjól fyrir veikgeðja miðju-
flokka eins og Alþýðuflokkinn og
Framsóknarflokkinn og Jóhönnu til að
ráða sig til starfa hjá íhaldinu eins og
því þóknast á hveijum tíma.“
Hér er nefnt aðalskilyrði okkar sem
er samstaða í okkar hópi þegar lagt er
af stað. Og um niðurstöður landsfund-
ar í þessu efni tókst samstaða.
Getur orðið innihalds-
laust glamur
A landsfundi Alþýðubandalagsins
komst ég svo að orði: „Sameiningartal
án þess að nefna það sem við viljum
eins nákvæmlega og mögulegt er get-
ur orðið innihaldslaust glamur og snú-
ist gegn því fólki sem við viljum
vinna fyrir.“ Einn landsfundarfulltrúi
sá ástæðu til að andmæla þessum orð-
um en þau eru mín skoðun og hana
mun ég rökstyðja aðeins nánar.
Þeir sem ekki greina frá því hvað
þeir vilja með samstarfi vinstri manna
eru að hjálpa íhaldinu. Þeim mun
sterkara sem íhaldið er þeim mun lak-
ari eru lífskjör þess fólks sem við eig-
um að vinna fyrir. Ég tel til dæmis að
sameiningartal Jóhönnu hafi oft verið
innihaldslaust glamur. Sú framganga
Jóhönnu í kosningabaráttunni á að
vera víti til vamaðar, en þá beitti Þjóð-
vaki kröftum sínum aðallega gegn Al-
þýðubandalaginu en ekki gegn íhald-
inu.
Flokkarnir verða
varla lagðir niður
Samstarfsmál vinstri manna hafa
verið ofarlega á baugi síðan á lands-
fundi Alþýðubandalagsins. Bæði
Margrét og Steingrímur lögðu línur í
aðdraganda formannskosninganna
sem ég er 100% sammála. í svoköll-
uðum sameiningarmálum vinstri-
manna er komið að því að fólk annað
hvort felli talið eða fari að vanda sig
við hin litlu skrefin. „Góð byrjun
gæti verið að efla samvinnu félags-
hyggjuflokkanna hér innan þings.
Við þurfum að finna út hvar leiðir
liggja saman og hvað skilur að og
reyna að nota tímann til að vinna úr
þeim málum. Eg á varla von á sam-
einingu sem leiðir til þess að flokk-
arnir verði lagðir niður, frekar að
um yrði að ræða framboðssam-
vinnu. Við gáfum fordæmi fyrir því
þegar við gengum til samvinnu við
óháða“. Svo kvað Margrét Frí-
mannsdóttir for-
maður Alþýðu-
bandalagsins í við-
tali við DV 17.
október síðastlið-
inn. Þetta er eins
og talað út úr
mínu hjarta. í
þessum anda á að
vinna.
I þessum orðum
kemur fram áhersla
á að byija á því að
laða að flokki okkar
óháða einstaklinga
eins og gert var síð-
astliðið vor. Við
skulum gera okkur
grein fyrir því að
það samstarf færði
hreyfingunni endurnýjun og í þing-
flokki okkar eru nú átta Alþýðubanda-
lagsmenn og einn óháður þingmaður
sem kýs að starfa með Alþýðubanda-
laginu. Alþýðubandalagið þarf að
verða þannig að stöðugt fleiri óháðir
einstaklingar vilji vinna með flokkn-
um. En höldum engu að síður áfram
vangaveltum um það hverjir eiga að
starfa saman og hvemig og göngum út
ffá því að ekki verði um að ræða sam-
einingu flokkanna sem leiði til þess að
þeir verði lagðir niður. Að minnsta
kosti í bili.
En hverjir vilja vinna saman?
En hveijir eiga að vinna saman?
Það liggur ekki í augum uppi. Eru
það núverandi stjómarandstöðuflokk-
ar? Það hefur áður verið reynt að ná
saman svipuðum stjórnarandstöðu-
flokkum og þeim sem nú em til. Öll
tilraun til samstarfs á breiðum gmnd-
velli á síðustu árum hefur yfirleitt
strandað á Kvennalistanum sem vildi
vera sér á báti og þar með fauk vinstra
samstarfið í Reykjavík 1982.
Kvennalistinn tók hins vegar af
skarið í Reykjavíkurlistanum og
breytti þannig um stefnu sem er sér-
stakt fagnaðarefni. Stefnubreyting
Kvennalistans skiptir öllu í þessu sam-
hengi. En hvað með Framsókn? Fram-
sókn á auðvitað ekkert síður samleið í
viðræður en til dæmis Alþýðuflokkur-
inn þó ekki væri nema vegna þess að
Framsóknarflokkurinn er eini mið-
vinstriflokkurinn á stómm landsvæð-
um þar sem Kvennalistinn og Alþýðu-
flokkurinn eiga ekki einu sinni þing-
Ég spái því að for-
setakosningarnar
1996 muni hafa
djúptækari pólitísk
áhrif en nokkrar aðr-
ar forsetakosningar
til þessa.