Alþýðublaðið - 24.11.1995, Page 5
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
ó r n m á I
^asti hluti
menn hvað þá Þjóðvaki. Raunar er
nauðsynlegt að benda á að Alþýðu-
flokkurinn á engan mann á þingi frá
Hrútafirði austur um og að kjördæm-
ismörkum Suðurlands, Þjóðvaki á
einn þingmann úti á landi og Kvenna-
listinn engan. Af 14 þingmönnum
Kvennalista, Alþýðuflokks og Þjóð-
vaka koma aðeins fjórir af lands-
byggðinni. Þingflokkur okkar á hins
vegar fulltrúa í öllum kjördæmum
nema einu. Þetta skapar grundvallar-
mun á öllum efnistökum í okkar þing-
flokki annars vegar og í hinum þing-
flokkunum hins vegar.
Framsóknarflokkurinn er aðili að
Reykjavíkurlistanum og það væri
sannarlega sérkennilegt ef staða Fram-
sóknar kæmi ekki til umræðu í þessu
sambandi. Það sem hins vegar nánast
útilokar Framsóknarflokkinn í þeim
viðræðum sem hér er verið að teikna
upp er sú staðreynd að flokksforystan
hefur alltaf hafnað slíkum viðræðum.
Þar með punktur. í bili. Þess vegna
höldum við okkur við stjórnarand-
stöðuna.
Alþýðuflokkurinn er yfirleitt langt
hægra megin við Alþýðubandalagið.
Jafnvel Sjálfstæðisflokkinn í sumum
málum. Hann vill hins vegar jafnaðar-
stefnu í orði kveðnu. Jón Baldvin vill
leggja niður þjóðríkið. Það samþykkj-
um við ekki. En það eru jafnaðar-
stefnutaugar eftir í Alþýðuflokknum.
Þær taugar má rækta betur til dæmis
með markvissara samstarfi í verka-
lýðshreyfingunni og í sveitarstjómun-
um. Byijum þar með skipulegri hætti
en til þessa. Ég tel hins vegar engar
líkur á því að Alþýðuflokksforystan
vilji/geti gengið mjög langt til sam-
vinnu við Alþýðubandalagið.
Ef farið er yfir afrek Alþýðuflokks-
ins í síðustu ríkisstjóm og þau borin
saman við stefnu Alþýðubandalagsins
sést strax að langt er á milli flokk-
anna. En engu að síður er það fyrsta
forsenda víðtækara samstarfs stjómar-
andstöðuflokkanna að þessir flokkar
læri að tala saman. Sem þeir hafa
aldrei gert.
Kosturinn við forystu Jóns Baldvins
á Alþýðuflokknum er sá að hann er
skýr og ekki rugludallur. Þó ég sé
ósammála Jóni um margt þá met ég
hans mikils fyrir það að hann reynir
að standa uppréttur. Mér segir hins
vegar svo hugur að fátt sé erfiðara fyr-
ir fjölmarga Alþýðuflokksmenn en að
hugsa sér samvinnu.við Alþýðu-
bandalagið - hvað þá heldur að standa
að slíku samstarfi í verki.
í sameiningarviðræður við Halldór
Ásgrímsson en við okkur?
skref
Allt er orðið breytt
Þegar umræður hófust um samfylk-
ingu vinstriflokkanna fyrir sextíu ár-
um var öðm vísi umhorfs en nú er.
Pólitík flokkanna var öðm vísi. Stétta-
andstæðurnar voru afdráttarlausari.
Síðan tók við stríðið, stéttabaráttan og
sjálfstæðisbaráttan. Kalda stríðið náði
hámarki. Þá vom flokkamir öðm vísi
en nú. Flokkamir hafa breyst. Ekki að-
eins svokallaðir vinstri flokkar heldur
lfka Sjálfstæðisflokkurinn. Það sem
hefur aðallega breyst er utanríkismála-
stefna Sjálfstæðisflokksins sem er að
sumu leyti allt önnur en áður.
Margir Alþýðubandalagsmenn á
vinstri kanti telja sig til dæmis fremur
eiga samleið með Sjálfstæðisflokkn-
um en Alþýðuflokknum í Evrópumál-
um. Þessi vemleiki gjörbreytir stöð-
unni í íslenskum stjómmálum. Og það
þýðir ekkert annað fyrir flokkana til
vinstri en að horfast í augu við þennan
veruleika. Formaður Framsóknar-
flokksins er líka nær Alþýðuflokknum
en fyrrverandi formaður Framsóknar-
flokksins og sammni þessara tveggja
flokka sem var óhugsandi síðustu árin
var allt í einu komin á dagskrá á nýjan
leik fyrir kosningamar síðastliðið vor.
Vill Jón Baldvin kannski frekar fara í
sameiningarviðræður við Halldór Ás-
grímsson en við okkur?
Hvað gerist í forseta-
kosningunum?
Og þessi mynd getur enn átt eftir að
breytast á næstu mánuðum. Hvernig
blasir þessi mynd við með tilliti til
næstu forsetakosninga? Verða þær
fyrstu flokkspólitísku forsetakosning-
amar? Verður Davíð Oddsson í ffam-
boði til forseta? Mun það sundra Sjálf-
stæðisflokknum eins og áður við for-
setakjör? Eða mun það sameina Sjálf-
stæðisflokkinn í forsetakosningum í
fyrsta sinn? Verða aðrir stjómmála-
leiðtogar í framboði til forseta? Munu
forsetakosningamar kannski skýra þær
pólitísku línur sem fólk hefur beðið
um? Svörin við þessum spumingum
liggja að sjálfsögðu ekki fyrir, en það
er rétt að muna að forsetakosningar
hafa haft pólitísk áhrif. Það höfðu þær
1968. Ég spái því að forsetakosning-
amar 1996 muni hafa djúptækari pól-
itísk áhrif en nokkrar aðrar forseta-
kosningar til þessa.
Margir tæknilegir
möguleikar
í bréfi sem ég sendi félögum í Al-
þýðubandalaginu í Reykjavík fyrir
nokkrum dögum komst ég svo að
þjóðríki á Islandi. Við emm ekki að
berjast fyrir völdum til að hafa völd
heldur til þess að breyta þjóðfélaginu í
þágu þess fólks sem við emm hluti af
og viljum beijast með og fyrir.“
Hér er bent á nokkrar leiðir sem
tæknilega er unnt að fara. Ég tel ein-
boðið að Alþýðubandalagið leggi af
stað með því að beita sér fyrir sam-
starfi á Alþingi. Það höfum við reynd-
ar þegar gert. Ég tel raunsætt að setja
það næst niður á blað að flokkamir
muni beita sér fyrir tilteknum málefn-
um sem þeir vilja taka á ef þeir fá til
þess stöðu í ríkisstjóm.
Þetta gerðu flokkamir aðeins óbeint
1978. Nú þyrfti þetta að gerast með
skýrari hætti. Og verða að vera betur
undirbúnir en þá. Það hefur auðvitað
komið fram ágreiningur að undan-
fömu um ýmis mál - ekki síst utanrík-
ismál, veiðileyfaskatt, kostnað við
heilsugæslu, skólagjöld, niðurskurð
málum? Því ekki að halda áfram að
tala saman?.Það gemm við ekki með
því að nudda hvert öðm upp úr fortíð
heldur með því að takast á við verk-
efnin hér og nú, á grundvelli jafnaðar-
stefnu hvort sem hún er raunsæ, evr-
ópsk, klassísk eða bara sú stefna að
nota jafnaðarstefnuna til að tryggja
öllum sæmilegt atlæti í samfélagi okk-
ar. Við eigum að hætta að búa til girð-
ingar með málum eins og þeim sem
formaður Alþýðuflokksins notar sem
merkimiða.
Hvað með verkalýðs-
hreyfinguna?
Og við eigum að leita til fleiri aðila.
Það er ekki bara verið að tala við
stofnanir eins og flokka heldur líka
fólk. Hvað með verkalýðshreyfing-
una? Er það ekki eina leiðin til að
reisa við lífskjör fólks á íslandi að
stjómarandstaðan og verkalýðshreyf-
Margir Alþýðubandalagsmenn á vinstri kanti telja sig til dæmis fremur eiga samleið með Sjálfstæðisflokknum
en Alþýðuflokknum í Evrópumálum. Þessi veruleiki gjörbreytir stöðunni í íslenskum stjórnmálum.
orði:
„En það er líka ljóst að vinstra
samstarf hefur verið og getur verið
með ýmsum hætti.
(1) Ein aðferðin er stjómarsamstarf
eins og 1988 til 1991 sem Alþýðu-
flokkunnn því miður eyðilagði.
(2) Önnur leið er nánara samstarf til
dæmis um kosningastefnuskrá þó
framboðin séu hvert í sínu lagi.
(3) Ein leiðin er sameiginlegt fram-
boð þar sem flokkamir þó halda sinni t
starfsemi áffam eins og varð í Reykj-
avíkurlistanum.
(4) Ein leið er samfylking með
óháðum einstaklingum eins og við
unnum að síðastliðið vor og tókst vel
ekki síst í Reykjavík og í Norður-
landskjördæmi eystra þar sem áber-
andi óháðir vinstrimenn skipuðu efstu
sæti G-listanna.
(5) Enn ein leiðin er sameiginleg
yfirlýsing fyrir kosningar um tiltekin
málefni sem flokkamir skuldbinda sig
til að vinna að eftir kosningar.
(6) Og ein leiðin er svo sú að flokk-
ur eins og okkar flokkur lagi sig að
vemleikanum og að fólkið í flokknum
breyti honum í samfylkingarafl.
Áðalatriðið er að samstarfið verði
til gagns fyrir þær hugsjónir sem við
Alþýðubandalagsmenn berum fyrir
bijósti um jafnari lífskjör og sjálfstætt
Verður Davíð Oddsson í framboði
til forseta? Mun það sundra Sjálf-
stæðisflokknum eins og áður við
forsetakjör? Eða mun það sameina
Sjálfstæðisflokkinn í forsetakosn-
ingum í fyrsta sinn?
Því ekki að halda áfram að tala
saman? Það gerum við ekki með
því að nudda hvert öðru upp úr for-
tíð heldur með því að takast á við
verkefnin hér og nú.
Lánasjóðs íslenskra námsmanna og
búvörusamning svo dæmi séu nefnd.
Ég mun engu að síður sem formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins beita
mér fyrir því að samstarf flokkanna
verði eins gott og frekast er kostur.
Það verður ekki gert með því að okkar
þingflokkur stilli hinum upp við vegg
til að sanna að við séum betri en hinir.
Það verður gert með samstarfi um ein-
stök mál allt frá upphafi þar sem hver
aðili fær að njóta sín á málefnalegum
grundvelli.
Getur orðið samstaða um
græna jafnaðarstefnu?
Það skiptir mestu máli í samstarfi
flokkanna er svo hvort þeim tekst að
vinna sig upp úr skotgröfunum og
hvort þeir vilja vinna á grundvelli rót-
tækrar jafnaðarstefnu þar sem eftir-
taldir merkimiðar mættu gjaman vera
skýrir:
1. Jöfnuður - þar sem maðurinn er
alltaf tekinn ífam yfir þarfir markaðar-
ins.
2. Full atvinna og gott þjónustu
kerfi við þá sem samt em atvinnulaus-
ir.
3. Betra velferðarkerfi og niðurfell-
ing skattanna sem lagðir vom á sjúk-
linga á síðasta kjörtímabili og nú em í
undirbúningi.
4. Nútímaleg atvinnustefiia þar sem
menntun og rannsóknir, og útflutning-
ur, em undirstaða þróunarinnar.
5. Utanríkismálastefna sem byggist
á heimssýn en ekki hólfasýn; þar sem
sjálfstæði þjóðríkisins er hagnýtt sem
viðspyrna andspænis umhverfinu.
Með öðrum orðum: Þar sem því er
hafnað að leggja þjóðríkið niður.
6. Umhverfisverndarstefna sem
gengur inn í alla stefnumótun í efna-
hags- og atvinnumálum, og inn í af-
stöðu okkar á alþjóðavettvangi.
Það þarf með öðrum orðum að
verða samstaða um stjómmálastefnu
sem skapar aðstæður fyrir þróun at-
vinnulífs sem leggur grunninn að
traustu velferðarkerfi innan ramma
opinberrar fjármálastefnu sem er í
senn ábyrg gagnvart nútíð og framtíð
og gagnvart umheiminum. Er græn
jafnaðarstefna.
Getur orðið samstaða um að fikra
sig eftir þessum þráðum í umhverfis-
málum, efnahagsmálum og atvinnu-
málum, velferðarmálum og mennta-
ingin veiti hvort öðru skjól um þessar —C
mundir? Það er engin tilviljun að Ög-
mundur Jónasson er á þirigi fyrir Al-
þýðubandalagið og óháða. Það er ekki
bara vegna þess að hann er hæfur og
óvenju öflugur stjómmálamaður. Það
er lfka vegna verkalýðshreyfingarinn-
ar og þau tengsl eigum við að efla.
Þegar greinarhöfundur segist leggja
áherslu á að menn tali eins skýrt og
unnt er það ekki gert til þess að hindra
samskipti; þvert á móti. Þeir sem
kunna á samskiptakerfi alnetsins vita
að nákvæmnin getur ráðið úrslitum.
Ég vil líka vita hvert ég er að fara. Ég
tel Alþýðubandalagið langbesta
stjómmálaflokkinn; það segi ég ekki
hér til þess að storka öðmm heldur til
þess að aðrir viti að við emm stolt af
hreyfingu okkar og því fólki sem ber
hana uppi.
Ég er ekki skotinn í
Alþýðuflokknum
Ég tek eftir því í grein hér í blaðinu
að einn greinarhöfundur líkir Alþýðu-
flokknum við konuna sína. Hann hafi
ekki spurt hana um stefnu í barna-
gæslu áður en þau hófu hjúskap. Þetta
finnst mér sniðug samlíking. Ég verð
hins vegar að játa það á mig að ég er
ekki skotinn í Alþýðuflokknum og
mér finnst vissara að fenginni reynslu
að spyrja um stefnu hans áður en
lengra er haldið. Það hefur ekkert með
tilfinningalíf að gera. Það snertir stað-
reyndir lífsins - lífs þess fólks sem
okkur er skylt að vinna með svo lengi
sem við emm vinstra megin við meg-
inlínuna í stjómmálum. Það er hins
vegar rétt að til þess að eitthvað verði
úr samstarfi vinstri manna þurfa Al-
þýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn
að leggja sig fram; úrslitin velta á
þessum Jveimur stjómmálaflokkum.
Frekar en öllurn öðmm.
Framundan er það þjóðfélag réttlæt-
is og jafnari lífskjara sem við beijumst
fyrir. Fullvalda íslenskt þjóðfélag.
Framundan er mikið sterkari stjóm-
málahreyfing en við höfum átt áður.
Þangað liggur hvorki beinn né breiður
vegur; en þangað liggur vegur. Spum-
ingin er sú hverjir vilja verða sam-
ferða. Við þurfum að finna út úr því
fljótlega. Því við erum að leggja af
stað og það má ekki mikinn tíma
missa. Við erum að leggja af stað.
Skref fyrir skref. ■