Alþýðublaðið - 01.12.1995, Síða 8

Alþýðublaðið - 01.12.1995, Síða 8
FOSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 Margrét Elísabet Ólafsdóttir, París TVúaruppreisn í trúlausum Hún sprakk aldrei sprengjan sem komið hafði verið fyrir á hraðlestartein- um milli frönsku borganna Lyon og Parísar síðla í ágúst. Lögreglan á því hægt um vik með að finna fingraför á límbandi sem festi hana utan í járn- brautarteinana. Eigandi fingrafaranna reynist vera á sakaskrá lögreglunnar í Lyon. Hann heitir Khaled Kelkal, 24 ára Alsírbúi áður búsettur í Vaux-en- Velin, úthverfi Lyon. Það er kominn september og þetta er eina áþreifanlega vísbending sem franska iögreglan hefur komistyfir frá því fyrsta sprengjutilræð- ið var framið í París 25. júlí í sumar. Það áttunda í röðinni var ffarnið þriðjudag- inn 17. október. I millitíðinni hafði staðið yfir löng leit að Khaled Kelkal er endaði þegar lögreglan skaut hann nið- ur á Malval hæð í lyonsku fjöllunum 29. september. Nokkrum dögum síðar birt- ist viðtal við Kelkal í dagblaðinu Le Monde, viðtal sem þýskur félagsfræð- ingur, Dietmar Loch að nafni hafði tek- ið við hann þremur árum áður. I viðtal- inu segir Kelkal frá því hvemig trúin hjálpaði honum að finna tilgang með lífi sem var honum mótdrægt. Khaled Kelkal segir Loch frá því hvemig hann flosnaði upp úr skóla þrátt fyrir góðan námsárangur, vegna þess hve illa honum gekk að falla inn í hóp ffanskra bekkjarfélaga sinna. Hann iýsir tilfinningum sínum gagnvart frönsku þjóðfélagi sem honum finnst hafa verið sér andsnúið meðal annars vegna þess að það hafi viljað þvinga hann til að hafna eigin menningu, upprana sínum sem honum virtist ógerlegt að aðlaga ffönskum venjum. Hann segir ffá þörf- inni fyrir að vera hluti af hóp, finna til samkenndar með féiögum sínum, sem hann finnur ekki þegar hann er eini arabinn innan um ffanska bekkjarfélaga sína í menntaskóla. Svo hann hættir að mæta. Og leiðist út í þjófnað og aðra smáglæpi. Sem á endanum koma hon- um í steininn. Þar kemst hann í náin kynni við íslam, lærir arabísku; „allt varð svo augljóst“. Laus úr fangelsinu heldur hann áffam trúariðkun sinni og einu sinni í viku leigir hann myndbönd með félögum sínum þar sem „þekktir vísindamenn“ koma fram og segjast hafa „sannanir fyrir því að Kóranin sé orð Guðs.“ „Svo það hlýtur að vera satt“, áréttar hann. Hvemig stóð á því að Kelkal leiddst út í hryðjuverkastarfsemi er ósvarað. Það virðist enginn vita hvað hann hafði fyrir stafhi síðastliðin þrjú ár. Eða hvernig hann komst í lcynni við alsírska ofsatrúarmenn, sem taldir era bera á- byrgð á sprengjutilræðum síðusm vikna í Frakklandi. Hins vegar þykir frásögn hans vera lýsandi dæmi um þá vanlíðan sem börn innflytjenda af annarri og þriðju kynslóð upplifa í frönsku þjóðfé- lagi þegar þau mæta andúð, útskúfun og þurfa að kljást við samræmingu tveggja ólíkra menningarheima; upprana sinn og ffanska menningu. Það þekkja auð- vitað ekid allir þetta vandamál, en það virðist verða óviðráðanlegra með vax- andi kynþáttahatri, auknu atvinnuleysi og fátækt. Eiturlyf og glæpir verða þá fyrir valinu og eina leiðin til að losna úr slíkum vítahring er oft að leita tii trúfé- laga, sem reyndar gera sitt til að beina ungu kynslóðinni út af slíkum villigöt- um. Reyndar hófst uppgangur íslams í Frakklandi fyrir um tveimur áratugum, þegar alsírskum innflytjendum, sem vora í mikium meirihiuta, varð Ijóst að þeim myndi aldrei gefast kostur á að snúa aftur “heim“, einfaldlega vegna þess að þeir vora ekki lengur velkomnir vegna þeirra vandamáia sem skapast höfðu í heimalandinu í kjölfar gífur- legrar fólksfjölgunar. Gilles Kepel* rek- ur það í bók sinni Uthverfi íslams hvemig trúin náði smám saman að festa rætur meðal lítt trúrækinna innflytjenda í Frakklandi, sem eina festan er ennþá gat tengt þá við gamla landið og menn- ingu þess. Kepel telur það reyndar alls ekki einu ástæðuna fyrir uppgangi íslams í Frakk- landi eða öðram Evrópulöndum, því hann ritaði aðra bók sem heitir Hefrid guðs, þar sem hann rekur uppgang trú- arinnar í hinum vestræna og miðaustur- lenska heimi síðustu tuttugu árin. Það era því ekki aðeins íslam sem fengið hefur byr undir báða vængi á þessum síðasta fjórðungi tuttugustu aldarinnar, heldur hefur einnig orðið trúarvakning meðal kristinna og gyðinga, en þessir trúflokkar eiga það sameiginlegt að trúa á Bókina. í fótspor spámannsins Þó til séu ofbeldishneigðir hópar múslima sem vilja velta ríkjandi vald- höfum úr stóli með byltingu eða borg- arastríði eins og því sem nú er háð í Al- sír, era þau fleiri trúfélögin sem leggja aðaláhersluna á að ástunda trúna í dag- legu lífi og fylgja þá oft út í ystu æsar orðum hinnar heilögu ritningar. Þetta á ekki aðeins við um múslima heidur einnig kristna og gyðinga (hassedim). Við þekkjum öfgafuil dæmi þar sem á- kveðnir hópar hafa lokað sig algerlega frá umheiminum og gefið sig á vald ein- um leiðtoga, oft með hörmulegum af- leiðingum, samanber atburðina í Waco í Texas. Aðrir lifa „eðilegu lífi“ úti í þjóðfélaginu, þótt þeir reyni að tileinka sér breytni Krists eða Múhameðs og til- heyri sértrúarfélögum sem boða „virð- ingu við orðið“ og lög guðs. Við þurf- um ekki að horfa' út fyrir landsteinana eftir dæmum, þau er að finna í söfnuð- um eins og Krossinum og Veginum. Spumingin er: hvað er það sem fær oft vel menntað fólk á ofanverðri tuttug- ustu öld - því bókstafstrú höfðar ekki aðeins til þeirra fáffóðu - til að gangast guði á vald. Gilles Kepel telur að ástæður þessar- ar trúvakningar sem hófst fyrir alvöra um miðjan áttunda áratuginn í arabalöndunum, Evrópu og Bandaríkj- trnum samtímis, megi rekja til pólitísks og efnahagslegs ástands á hverjum stað, en einnig til vonbrigða og vaxandi van- trausts á ríkjandi stefnur og gildandi lífsviðhorf áratuganna á undan. Það virðist vera sama á hvað menn trúa, hvort það er Kóraninn, guðspjöllin eða Gamla testamentið, talsmenn trúar- hópanna styðjast allir við svipuð rök þegar þeir era að laða til sín lömbin. Sumir þeirra, eins og Félag múslímskra bræðra og Jama'at al tabligh (eða Tabligh) í hinum arabíska heimi, evangelískir söfhuðir í Banda- ríkjunum, Sameining og ffelsun á Italíu eða Louliovitcharnir í Bandaríkjunum og Israel, vora stofnaðir á fyrri hluta aldarinnar. Þeir áttu hins vegar ekki ýkja marga áhangendur (að Tabligh á Ind- landi undanskildum) og ekki átti þeim eftir að fjölga á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina þegar almenn bjartsýn og trú á tækni og framfarir var ríkjandi, þegar heimurinn skiptist í tvo póla og aðeins var spurt hvort menn vildu kommúnisma eða ffjálslyndi. Jafnvel í arabalöndunum, sem nýlega höfðu öðl- ast sjálfstæði, þar sem yfirleitt vora ein- hverjir trúmenn í stjórnarflokknum, áttu trúarbrögðin fáa ákafa áhangendur og það allra síst meðal menntamanna og ráðamanna undir vestrænum áhrif- um. Nasser Egyptalandsforseti sá til að mynda ástæðu til að hefja ofsóknir á hendur Múslímskum bræðram, sem þó höfðu stutt hann til valda og skrif helsta hugmyndafræðings félagsins, Sayyids Qutbs, vöktu litla athygli þó annað ætti eftir að verða upp á teningnum síðar. Trúarbrögð, hvaða nafni sem þau nefndust, þóttu úreld og afturhaldssöm, ekki síst á Vesturlöndum. Og engu arabaríki datt í hug að byggja lög sín og reglur á heilagri rimingu, að ffátaldri Saudi-Arabíu. Annarsstaðar réði ríkjum veraldlegt vald sem byggði lög sín á skynsemi og ffæðslustefnu upplýsingar- innar. Trúnni áttu menn að halda fyrir sig, eða trúa alls ekki í samræmi við stefnu kommúnismans. Hvað gerðist? Var ekki heimurinn stöðugur fram að falli Berlínannúrsins og hruns Sovétríkjamia? Nei, annar at- burður átti sér stað allnokkra áður, stríðið milli ísraels og Egyptalands. Eg- yptaland hafði beðið niðurlægjandi ó- sigur fyrir ísrael í sex daga stríðinu árið 1967 og átti því harma að hefna þegar það ákvað að ráðast á ísrael í október 1973. Og þó Israelsher hafi tekist að hrekja árás Egypta þá stóðu arabarnir á endanum uppi sem sigurvegarar, sál- rænir sigurvegarar. Arabaríkin upp- götvuðu að þau áttu annað vopn, sem þeim nú tókst að beita. Það var olían. Þau ákváðu að draga olíuframleiðslu sína saman og Saudi-Arabía setti Bandaríkin og Evrópu í olíuviðskipta- bann. Þar með var olíukreppan hafin á Vesturlöndum með öllum sínum efna- hagslegu og sálrænu afleiðingum. At- vinnuleysi og verðbólga hófu innreið sína, en í kjölfarið kom brestur í félags- lega samstöðu svo útkoman varð kvíði gagnvart ótryggri ffamtíð. Gallar sam- félagsins höfðu nú verið afhjúpaðir, skyndilega virtist ffamtíðin ótrygg, ekki aðeins persónuleg framtíð hvers og eins heldur ffamtíð jarðarinnar, með meng- un sinni og vopnabúrum. Geðklofin markaðshyggja munda áratugarins náði aldrei að kæfa þessa nýju óöryggis- og vonleysistilfi ningu sem nú hefur aftur látdð á sér kræla í kreppunni með tvö- földum krafti. í leit að tilgangi Þegar veikleiki Vesturlanda varð aröbum augljós fengu þeir fyrst al- mennilega trúna á sjálfan sig og þeir sem höfðu stutt Nasser og vestrænar hugmyndir hans, snera við þeim baki, þeir höfðu fundið aðra fyrirmynd, Saudi-Arabíu. Fordæmi saudi-araba var falið í stjómarháttum landsins, en þeir höfðu í áratugi byggt samfélag sitt á shari’a, lögum Kóransins og hadith (rit með ff ásögnum af Múhameð) eins og vera ber, vilji menn telja sig sanntrúaða múslima samkvæmt skilgreiningu hug- myndafræðinga eins og Sayyid Qutb. Þar sem Saudi-Arabar höfðu sýnt mátt sinn og megin gagnvart Vesturlöndum, drógu margir nágramiar þeirra þá á- lyktun að þeir hlytu að eiga ríkidæmi sitt og velgengni trúrækni sinni að Markaðs- og útflutningsnám Endurmenntunarstofnunar Háskóia Islands - eins árs nám með starfí - hefst í lok febrúar 1995 Þátttaka í náminu: Nám í markaðs- og útflutningsfræðum er fyrir þá, sem ná vilja betri árangri í starfi við sölu og markaðssetningu vöru og þjónustu, hvort sem er á heimamarkaði eða erlendis. Þeir einir geta tekið þátt f náminu, sem uppfylla öll eftirtaiin skilyrði; hafa lokið stúdentsprófi eða sam- bærilegu námi, hafa tveggja ára starfsreynslu í atvinnulífinu, geta skilið og lesið ensku og talað hana þokkalega. Kennarar: Umsjónarmenn og um leið aðalkennarar námskeiða verða þau Gísli S. Arason lektor, Birna Einarsdóttir forstöðumaður markaðs- og þjónustudeildar íslandsbanka, Jón Bjömsson viðskiptafræðingur hjá Hof hf., Þorgeir Pálsson deildarstjóri sjávarútvegssviðs Útflutningsráðs Islands, Agúst Éinarsson alþingismaður og Ingjaldur Hannibalsson dósent. Námsgreinar: Framsetning ritaðs máls, munnleg tjáning og upplýsingaöflun. 6 klst. Rekstarhagfræði 20 klst. Markaðsfræði 50 klst. Markaðsathuganir 30 klst. Sölustjórnun og sölutækni 30 klst. Flutningafræði 20 klst. Fjármál milliríkjaviðskipta 40 klst. Utanríkisverslun, hagræn landafræði og áhrif menningar á viðskiptavenjur 50 klst. Valnámskeið í viðskiptatungumálum: Enska, þýska, franska. 50 - 70 klst. Kynnisferð. Stjórn markaðs- og útflutningsnámsins: Stjórn Endurmenntunarstofnunar hefur skipað eftirtalda ein- staklinga í stjórn námsins: Ingjald Hannibalsson dósent, Jón Asbergsson framkvæmdastjóra Útflut- ningsráðs, Margréti S. Björnsdóttur endurmenntunarstjóra HI, Þórð Sverrisson rekstrarhagfræðing og markaðsráðgjafa úr stjórn ÍMARK og Helga Gestsson deildarstjóra íTækniskóIa íslands. Kennslutími, kennslufyrirkomulag og verð: Kennslustundir verða 246 klst. auk tungumálanámskeiðs fyrir þá sem það velja. Námið hefst í lok febrúar 1996, stendur í eitt ár og er kennslutími kl. 16:00-20:00 einu sinni í viku, auk þess sem kennt er, samtals þrisvar í mánuði ýmist eftir hádegi á föstudögum kl. 14:00-18:00 eða f.h. á laugardögum kl. 9:00-13:00. Kennsluhlé verður í júní, júlí og ágúst. I lok námsins verður skipulögð kynnisferð til Evrópu til að kynnast nýjungum í markaðssetningu og mil- liríkjaverslun. Þá ferð greiða nemendur sérstaklega. Nánari upplýsingar urn námið, ásamt umsóknareyðublöðum (sem sendist inn fyrir 20. desentber 1995), fást hjá: Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands Tæknigarði, Dunhaga 5,107 Reykjavík Sími: 525 4923 Bréfasími: 525 4080 Netfang: endurm@rhi.hi.is

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.