Alþýðublaðið - 01.12.1995, Page 14

Alþýðublaðið - 01.12.1995, Page 14
FOSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 Hann er íslenskum jafnaðar- mönnum að góðu kunnur. Árið 1989 kom hann hingað til lands og var þá ein helsta vonar- stjama þýskra jafhaðarmanna, tákn nýrra tíma. Svo gerðist margt. Lafontaine varð fýrir hnífstungu og lá milli heims og helju, Berlínarmúr- inn féll og hinn pólitíski keppinaut- ur, Helmut Kohl, sameinaði Þýska- land. Lafontaine tapaði komandi kosningum illa og glataði um leið megninu af sínum pólitíska kyn- þokka. Hann fann til í stormum tím- ans meira en flestir aðrir stjómmála- menn á hinum seinni ámm og hvarf nánast af sjónarsviðinu. En svo kom hann allt í einu aftur. Oskar Lafontaine hafði legið í leyni, en loksins, loksins kom hann aftur. Og hvemig... jafnaðarmenn voru í gífurlegri lægð þegar þeir héldu flokksþing í Mann- heim um miðjan nóvember. Þeir höfðu tapað kosningum í Berlín fyrir skemmstu og margir töldu að jafhvægið í þýskum stjórmálum væri að hverfa: hægrimenn og fyrrLim kommúnistar væru í sókn - en jafnaðarmenn hættir nokkuð að vera burðarafl í flokkakerf- inu. Þetta gerði Oskar Lafontaine sér manna best ljóst. Það var ljóst af fyrstu orðunum í ræðu hans í Mannheim um daginn að hann var aftur mættur til leiks í þýskri landspólitík. Honum var mikið niðri fyrir, ræða hans hafði áhrif á alla þá sem til heyrðu: hin tilfinninga- þrungna ffamseming, mælskusnilldin, baráttukrafturinn sem undirstrikaði skapleysi og lideysi formannsins Rud- olfs Scharpings, sem sat eins og illa gerður hlumr uppi á heiðurspallinum og klappaði þegar allir hinir klöppuðu, þótt Ijóst væri að þessi ræða væri í raun- inni smám saman að gera út af við hann sjálfan sem formann. Daginn eftir var Oskar Lafontaine orðinn formaður. Hann hafði hlotið tvö af hverjum þremur atkvæðum. Oskar Lafontaine er íslenskum jafn- aðarmönnum vel kunnur. Llann kom hingað til lands í ágúsdok 1989 og í við- tali við tímaritið Þjóðlíf lýstí hann þá á- huga sínum á því að íslenskir jafnaðar- menn nálguðust hver annan með sam- einingu í huga. Lafontaine var á þeim tíma vonarstjarna margra, hann þótti hugmyndaríkur stjórnmálamaður með tilhöfðun til hægri og vinstri, annars vegar hinnar borgaralegu miðju og hins vegar náttúruverndarmanna. Stórsigur Lafontaines í fylkiskosningum í Saar- landi í ársbyrjun 1990 varð enn tíl að auka vonir ýmissa jafiiaðarmanna um að hann væri maðurinn sem gætí snúið við blaðinu í þýskum stjórnmálum; hann hefði þann slagkraft sem þyrftí til að breyta jafnaðarmannaflokknum úr stjórnarandstöðuflokki í burðarafl í landstjórninni. En árið 1990 varð afar örlagaríkt fyr- ir þýska jafhaðarmenn og þá sérstaklega kanslaraefhið Oskar Lafontaine. Berl- ínarmúrinn var fallinn og þess var beð- ið hvernig þær tæplega tuttugu milljón- Kanslaraefiiið Lafontaine árið 1990 með forverum sínum í forystu SPD, þýska sósíaldemókrataflokksins, Willy Brandt og Vogel. ir manna sem nú fengu kosningarétt í Austur-Þýskalandi myndu verja atkvæði sínu. Skoðanakannanir bentu til þess að jafnaðarmenn yrðu sterkir fyrir austan, en kosningarnar fóru á annan veg. Helmut Kohl beitti klókindum valds- ins, einmitt á augnabliki þegar hið póli- tíska vald gat skilað sér beint í atkvæð- um. Hann keypti beinlínis atkvæði Austur-Þjóverja, tryggði þeim skjótan fjárhagslegan ávinning af sameiningu með rausnarlegri skiptingu á sparifé, austur-þýskum mörkum í vestur-þýsk. Kristilega bandalagið varð um leið að flokki sameiningarinnar, því pólitíska afli sem kjósendur í Austur-Þýskalandi treystu til að koma samruna ríkjanna best og hraðast í kring. Helmut Kohl vann yfirburðasigur fyrir austan. Og skömmu síðar varð kanslaraefhið Lafontaine fyrir morðáras, hann var stunginn með hnífi á kosningafundi og lá milli heims og helju um hríð. Ekki varð sú árás til að bæta fyrir Lafontaine. Þýskaland er ekki Banda- ríkin þar sem slík tílræði hafa haft í för með sér vinsældir fyrir stjórnmála- menn. Þýskir kjósendur efuðust um að stjórnmálamaður, sem hefði orðið fyrir tilræði, væri nógu sterkur andlega til að verða kanslari. Oskar Lafontaine vildi auk þess aðra úfærsluleið í sameiningarmálinu en kanslarinn. Og hann tapaði illa þing- kosningunum í desember 1990. Efrir á má spyrja sig: Hefði nokkur jafnaðar- maður getað unnið þær kosningar? Var Helmut Kohl, kanslari sameiningarinn- ar, ekki ósigrandi árið 1990? Arið 1993 datt fáum eða engum Lafontaine í hug sem formaður Jafhað- armannaflokksins. Hann afþakkaði for- inennsku í kjölfar ósigursins 1990.1 of- análag átti Lafontaine í spillingarmáli í Saarlandi fyrir nokkrum misserum sem hann stóð þó af sér, ólíkt forystumanni sósíaldemókrata, Björn Engholin, sem varð að segja af sér sem formaður Jafii- aðarmanna árið 1993 eftir að hafa sagt ósatt frammi fyrir rannsóknarnefnd, sem var að kanna njósnir um hann, Engholm sjálfan. Eftír að kosning Lafontaines hafði verið kunngerð, þá fannst ýmsum sem hann nánast óttaðist þær kvaðir sem hann hafði sjálfur kallað yfir síg; hann væri ekki lengur eins bardagaglaður og í ræðunni miklu daginn áður. Þessi munur á tílfinningalegu ástandi formannsins þótti segja sitt um stjórnmálamanninn Lafontaine sem hefur gengið í gegnum súrt og sætt á ferli sínum. Ljóst er að ósigurinn 1990 situr enn í honum - en einmitt hann, þessi ósigur, sú staðreynd að Lafontaine tapaði illa fyrir Kohl þá, hún þykir ýmsum einmitt líklegust til að verða sálrænn drifkraftur hans núna, aflvakinn sem getí gert gæfumun í póli- tískri baráttu komandi missera. Því Lafontaine veit sem er: viðlíka bónus og sameiningu Þýskalands mun Helmut Kohl aldrei fá aftur í baráttu við mig! Og líklega var hin skýra andstaða við kanslarann einmitt helsti styrkur Lafontaines núna, í nóvember 1995, í andrúmslofti þar sem almennir flokks- menn óttuðust það mest að flokkurinn þeirra væri orðinn of líkur flokki Kohls. Og það sem meira var: Oskar Lafontaine hefur sýnt það að hann er ekki bara hugmyndaríkur. Hann er líka valdapólitíkus, hann er þéttur fyrir, enda ekki að ósekju kallaður „Napoleon frá Saar“, hann gemr hangið á völdun- um rétt eins og hann kann að sækja í stjórnarandstöðu. Allt þetta höfðu menn í huga - en auk þess að fá formann sem markaði flokkn- um sérstöðu hvað varðar umhverfisvit- und, efnahagsstjórn og beitingu her- valds, formann sem væri orðinn að tákni fyrir klassísk grundvallarviðhorf þýskrar jafnaðarstefnu. Oskar La- fontaine hefur sannarlega gerst vörslu- maður ýmissa gamalla gilda flokksins og núna minnir hann enn og aftur á uppruna flokks síns í alþjóðahyggjunni og þarafleiðandi smðning hans við Evr- ópuhyggju í sinni víðusm mynd. Oskar Lafontaine er þegar farinn að drífa sinn flokk upp á við um 7% í skoð- anakönnunum. Sú fyrsta eftir kosningu hans sýnir tæplega 35 prósent fylgi og B j argvætturinn: Oskar Lafontaine er aftur mættur til leiks í þýskri landsmála- pólitík. margir stjórnmálaskýrendur hafa á tíl- finningunni að það fylgi getí aukist enn. Jafnaðarmenn varpa öndinni léttar - þeir eru aftur á leiðinni út úr eyðimörk- inni. Menn bíða núna með eftirvæntingu pólitískra bragða „Napoleons frá Saar“. Því hvað sem mönnum finnst um hinn nýja formann þá er eitt ljóst: hann hefur gengið í gegnum margt, hann er veðr- aður í stormum tímans og hann er frjór stjórnmálamaður, honum detmr ýmis- legt í hug og hugmyndir eru einmitt það eina sem geta lífgað við þýska jafn- aðarmannaflokkinn, þennan móður- flokk sem hefur svo mikið fordæmis- gildi fyrir jafnaðarmenn vit um allan heim... Byggt á Siiddeutsche Zeitung, Deutsche Welle, Spiegel, Die Welt o.fl.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.