Alþýðublaðið - 05.12.1995, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n i r
Af umræðu um mannréttindi
og atkvæðisrétt
Persónur og leikendur:
Heimspekingur: Atli Harðarson
Lagaprófessor: Sigurður Líndal
Bóndi: Ólafur P. Þórðarson
Stjórnmálamaður: Jón Baldvin
Hannibalsson
Hagfræðingur og formaður SUJ:
Jón Þór Sturluson
Sálfræðinemi, varaformaður FUJ
Kópavogi og höfundur: Baldvin
Björgvinsson
Leikborðið |
S. " 'J í ■ ^ , t Baldvin Björgvinsson skrifar
Sálfræðineminn var staddur á
fundi sem fjallaði um það hvort
misvægi atkvæða væri mannrétt-
indabrot. Fyrstur til að tjá sig um
málið (sem betur fer), var heim-
spekingurinn. Hann lagði fram frá-
bært svar sem hefði fengið góða
einkunn á prófi í háskólanum.
Skilgreindi mannréttindi og önnur
réttindi, fór um víðan völl, en samt
aldrei út fyrir efnið sem spurt var
um, og endaði á niðurstöðu
byggðri á þeim rökum sem hann
setti fram. I stuttu máli komst sál-
fræðineminn að því að heimspek-
ingurinn hafi sagt að í okkar sam-
félagi er kosningarétturinn mann-
réttindi, þótt hann sé ekki allsstað-
ar í heiminum. Hins vegar væri
það ekki mannréttindabrot að við-
hafa misjafnt atkvæðavægi. Næst
var hlustað á umfjöllun lagapró-
fessorsins. Hann fór víða í mál-
flutningi sínum og sálfræðineman-
um fannst hann öðru hverju vera
að horfa á L.A: Law í sjónvarpinu.
Hann vitnaði í nokkra mannrétt-
indasáttmála og komst að lokum
að þeirri niðurstöðu að það tæki
sennilega önnur 150 ár að koma
kosningalöggjöfinni í viðunandi
horf. Næstur tók bóndinn til máls.
Hann byrjaði á smá skítkasti í
lagaprófessorinn, sagði að hann
hefði minnst talað um það sem
spurt var um, atkvæði og mann-
réttindi. Síðan fór hann að segja
sögur af verkum sínum og annarra
á Alþingi, sögur úr sveitinni og
sögur af vangaveltum sínum um
spurninguna. Niðurstaðan varð sú í
augum sálfræðinemans, að bónd-
anum finnst núverandi kosninga-
löggjöf hreinasta bull. Hann gat
hins vegar ekki samþykkt það í
hjarta sínu að um mannréttindabrot
væri að ræða, því hann og fleiri
höfðu nefnilega tekið kosningarétt
af landsmönnum. Sá réttur var sá
sjálfsagði réttur landsmanna að
mega kjósa sér prest. Bóndinn
vildi sem sagt ekki vera sekur um
mannréttindabrot, það skildi sál-
fræðineminn vel að mundi valda
andlegu misvægi, þess vegna getur
hann aldrei samþykkt að misvægi
atkvæða sé mannréttindabrot. Að
lokum hafði bóndinn talað um flest
annað en það sem um var spurt,
hann hafði því lítil efni á að upp-
hefja sig á kostnað lagaprófessors-
ins, sem hafði í sínu faglega áliti
haldið sig við efnið. Næst tók til
máls stjórnmálamaður nokkur.
Hann kom lítið nálægt mannrétt-
inda- og atkvæðavægis spurning-
unni, enda svara stjórnmálamenn
aldrei því sem spurt er um. Við-
horf hans til misvægis atkvæðanna
voru hins vegar með þeim
skemmtilegustu sem ég hef heyrt.
Hann var sá eini sem sagði eins og
er að núverandi kosningakerfi er
afrakstur hrossakaupa kjördæma-
pólitíkusa. Rökin fyrir kerfinu hafa
alltaf verið sú að greyin úti á landi
verði að hafa fleiri þingmenn á
haus, því að annars verði þeir und-
ir í lífinu. Af hverju sumir hafa
50% vægi, aðrir 100%, enn aðrir
60% og svo framvegis hlýtur að
skýrast af því hversu mikil grey
fólk er eftir kjördæmum, hugsaði
sálfræðineminn. Kannski nokkur
félagi er mannréttindi; þá er jafn
kosningaréttur mannréttindi. Sem
leiddi hugann aftur að málflutningi
stjórnmálamannsins sem sagði ak-
kúrat þetta. Sem minnti aftur á orð
okkar ástsælu þjóðhetju Jóns for-
seta Sigurðssonar, að allir ættu að
hafa jafnan kosningarétt. Sálfræði-
neminn hefur reyndar lengi verið á
þeirri skoðun og tekur undir orð
stjórnmálamannsins að allir eigi að
hafa jafnan kosningarétt, það séu
Síðan fjallaði stjórnmálamaðurinn um það að
ef aðstöðumunur (kjördæmagreyjamunur)
réttlætir atkvæðamisvægi, þá ættu til dæmis
einstæðir foreldrar, námsfólk, konur, sjómenn
og alþingismenn rétt á mismunandi atkvæða-
vægi eftir þjóðfélagsstöðu sinni.
Phoenix námskeið í verst settu
kjördæmunum gætu lagað málið!!?
Síðan fjallaði stjórnmálamaðurinn
um það að ef aðstöðumunur (kjör-
dæmagreyjamunur) réttlætir at-
kvæðamisvægi, þá ættu til dæmis
einstæðir foreldrar, námsfólk, kon-
ur, sjómenn og alþingismenn rétt á
mismunandi atkvæðavægi eftir
þjóðfélagsstöðu sinni. Þá er hægt
að setja upp: einstæðaforeldra-
greyjamunur, námsmannagreyja-
munur, og svo framvegis, hugsaði
sálfræðineminn. Bull! sagði kona í
salnum. Já, þetta er algjört bull,
sagði stjórnmálamaðurinn, sem
hafði með þessari absúrd eða með
öðrum orðum fáránlegu uppsetn-
ingu sinni sýnt öllum í salnum
fram á fáránleika þess að reyna að
segja að aðstöðumunur réttlæti at-
kvæðamun. Hófust síðan spurning-
ar úr sal, flestar efninu lítt við-
komandi en nokkrar sæmilegar
ábendingar þó. Á meðan hugsaði
sálfræðineminn: Allir menn eru
jafnir, kosningaréttur í okkar sam-
grundvallarmannréttindi í okkar
samfélagi, karlar, konur og börn.
Og hvert atkvæði á að vega jafn
þungt. Nú finnst sumum of langt
gengið, atkvæðaréttur fyrir börn?
En, Jón þjóðhetja Sigurðsson þótti
líka meira en lítið ruglaður að vilja
kosningarétt fyrir konur, hann
sagði líka fyrir alla og undanskildi
ekki aldurshópa. Þegar hér var
komið sögu hafði bóndinn talað
um sjálfan sig í óratíma, og sál-
fræðineminn ekki með manninn í
meðferð, hann kastaði því kveðju á
hagfræðinginn, sem sat við hlið
hans og fór. Allt hafði verið sagt
sem segja þurfti. í lokin má geta
þess að varaformaður FUJ í Kópa-
vogi, sem var staddur mjög nærri,
formanni SUJ, pískraði þeirri frá-
bæru hugmynd að formanninum að
allir SUJ- arar ættu bara að flytja
lögheimili sitt í Vestfjarðarkjör-
dæmi svona rétt fyrir kosningarnar
og hreinlega setja þannig menn inn
á þing. Vitlaus kosningalöggjöf er
ekki endilega ónothæf! ■
Nú vekur það helst
spennu í leikhúsheimin-
um hver verði ráðinn leik-
hússtjóri hjá Leikfélagi Ak-
ureyrar. Heyrst hefur að
þau laeti sem urðu út af
ráðningu Viðars Eggerts-
sonar sem leikhússtjóra
Leikfélags Reykjavíkur dragi
mjög úr möguleikum karl-
anna sem sækja um á Akur-
eyri. Þannig verður að telj-
ast ólíklegt að til dæmis
Valgeir Skagfjörð, Hall-
dór Laxness eða Skúli
Gautason eigi nokkurn
möguleika gegn hinni
reynslumiklu Sunnu Borg.
Kunnugir telja því að bar-
áttan muni standa á milli
stallsystranna Sögu Jóns-
dóttur og Sunnu. Af þeim
tveimur er talið líklegra að
Sunna Borg hljóti hnossið
og verði því næsti leikhús-
stjóri Leikfélags Akureyr-
ar...
Innan verkalýðshreyfingar-
innar hefur vakið athygli í
átökunum undanfarið
hversu nánir þeir hafa verið
Benedikt Davíðsson og
Magnús L. Sveinsson. Er
þetta haft til marks um að
Benedikt ætli sér að sitja
áfram sem forseti og með
þessu vilji hann tryggja sér
stuðning verslunarmanna
innan ASÍ. Það stefnir því í
að alþýðubandalagsmenn
verði að bíða með að skipta
nýjum manni inn á fyrir
Benedikt...
Þegar tilkynnt var í Lista-
safni íslands í gær
hvaða bækur hlutu tilnefn-
ingartil íslensku bók-
menntaverðlaunanna var á
flestum gestum að heyra
að valið hefði lukkast vel
lllil'Jiilf.B
"FarSido" eftir Gary Larson
þetta árið. Menn eru líka
strax byrjaðir að bolla-
leggja um hverjir hneppi
hrossið. í flokki fræðirita og
bóka almenns efnis virðast
flestir hallast að því að
Guðmundur P. Ólafsson
hljóti verðlaunin fyrir
Ströndina í náttúru Islands
enda um að ræða einhverja
glæsilegustu bók sem út
hefur komið hérlendis. í
flokki skáldverka er einkum
veðjað á Steinunni Sig-
urðardóttur og Sigurð
Pálsson. Þorsteinn frá
Hamri hlýtur að vísu að
koma sterklega til álita
enda er Ijóðabók hans, Þad
talar í trjánum, algert snilld-
arverk. Skammt er hinsveg-
ar um liðið síðan Þorsteinn
hlaut verðlaunin og því
beinast augu manna fremur
að Steinunni og Sigurði.
Kristín Ómarsdóttir og
Böðvar Guðmundsson
eru ekki talin eiga mikla
möguleika, en Ingibjörg
Haraldsdóttir er helst geta
talin skáka Sigurði og
Steinunni...
CRUTCHBELD'S
Ófriður í aðsigi.
a
Hvað bakar þú margar tegundir af kökum fyrir jólin?
Þuríður Jónsdóttir vara-
formaður Neytendasam-
takanna: Ég baka venjuleg
þrjár til fimm.
Rósa Sævarsdóttir nemi:
Það er ekki ákveðið. Sennilega
fjórar.
Leifur Gíslason nemi: Ég
geri lítið af því. Mömmu ferst
það betur úr hendi.
Inga Ævarsdóttir verslun-
armaður: Svona tvær til þrjár
tegundir.
Jóhanna Viggósdóttir
sjúkranuddari: Ég er ekki
þessi fyrirmyndarhúsmóðir.
Ætli þær verði ekki tvær.
JÓN ÓSKAR
v i t i m e n n
Nýlega barst bréf frá
Öryggisþjónustunni Vara á nafn
konu minnar þrátt fyrir að ég sé
húsbóndi heimilisins (án karl-
rembu vona ég).
Meiri ósvífnin í þessum öryggisvörðum.
Lesendabréf í DV í gær.
Ég vil nú að dómsmálaráðherra láti
fangelsismálastjóra og þá sem ráða
þessu lesa barnasáttmálann.
Tímabært að Þorsteinn fari að aga Harald.
Lesendabréf í DV í gær.
Segja má að almenningur
í borginni hafl gefið Reykjavíkur-
listanum gula spjaldið strax í
fyrri hálfleik.
Úr leiðara DV í gær
Ég tel að það komi ekki til greina
að kjósa til forseta mann sem er
fylgjandi hersetunni.
Ragnar Stefánsson jaröskjálftafræöingur
í kjallaragrein í DV í gær.
Ég er með hreinan skjöld, ég er
ekki vondi kallinn í þessu máli
heldur góði kallinn að vanda.
Jóhannes í Bónus glaðbeittur að vanda.
Tíminn á laugardag..
Það er mjög stutt á milli
bjartsýni og heimsku þannig að
bjartsýnin hefur alltaf átt mjög
sterk ítök í mér.
Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður
í viötali við Tímann á laugardaginn.
Ef okkur tekst að byggja
upp erlendan markað sem gefur
bændum gott verð fyrir framleiðslu
sína léttir það mjög á þessari eilífu
baráttu á innanlandsmarkaði.
Mönnum leyfist jú aö dreyma.
Egill Jónsson alþingismaður í viðtali viö
sunnudagsblað Moggans.
fréttaskot úr fortíð
Ástralskir
rúningamenn
í verkfall
Ástralía er, sem kunnugt er land auð-
ugt að sauðfé. Þar hefir því heil stétt
manna m.a. atvinnu af því að rýja
sauðkindur. Þeir hafa nú nýlega gert
verkfall og lítur nú svo óeíhilega út
sökum þess, að hætta er á að ekkert
verði rúið af sauðunum í þetta skipti.
(Nú fer að líða að „vori“ í Ástralíu
eins og mönnum mun kunnugt).
Alþýðublaðið
12. ágúst 1920