Alþýðublaðið - 05.12.1995, Side 5

Alþýðublaðið - 05.12.1995, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 5 I a b í c Hinir fornu íslensku atvinnuhættir voru fluttir inn í nútímann með þeim tækninýjungum sem í boði eru, án þess að kerfið hafi fengið aö laga sig að breyttum þjóðfé- lagsháttum. íslenskri menningu stafaði hætta af þessu sjónvarpi, böm yrðu uppfull af stríðsáróðri sem væri ætlaður hermönn- um og fengju ameríska sýn á veröldina. Andstaðan við herstöðina nærðist á kalda stríðinu og menn tóku afstöðu eftir því hvort þeir héldu með Sovét- ríkjunum eða Bandaríkjunum í kjam- orkukapphlaupinu. Þjóðemishyggjan rann farsællega saman við hugmynda- fræði íslenskra sósíalista. Ekki dró það úr þjóðemishyggjunni að lenda alltaf reglulega í þorskastríð- um við Breta, þjóðverja og fleiri Nató- ríki þegar hin nýfijálsa þjóð var að færa út fiskveiðilögsöguna úr 4 mflum 1952 í 200 mflur 1975. Hingað komu full- vopnuð herskip bresku krúnunnar sem áttí að heita sérlegur vinur okkar í vam- arbandalagi vestrænna ríkja. Tilraunir vinstri manna til að láta þær ríkisstjóm- ir sem þeir tóku þátt í semja um brott- för hersins mnnu allar út í sandinn. í staðinn komust menn uppá lag með að gefa ýmislegt í skyn um framtíð her- stöðvarinnar ef hinir vestrænu banda- menn okkar voru tregir í milliríkja- samningum af ýmsu tagi, einkum í þorskastríðinu við Breta 1972-73. A síðari ámm hefur andstaðan við herinn og Nató nánast gufað upp í kjöl- far þess að Berlínarmúrinn hmndi ofan á kommúnistaríki Austur-Evrópu. Þessi andstaða sameinaði vinstrimenn og þjappaði þeim saman í heilögu vemd- arstríði íyrir hönd íslenskrar menning- ar. En nú er ekki lengur hægt að tengja þetta tvennt með sama hætti og áður vinstri pólitík og þjóðernishyggju. I staðinn em menn famir að skiptast í hópa eftir afstöðu sinni til inngöngu í Evrópusambandið og annarra sjálf- stæðismála. Þar er erfitt að finna jafn- greinilegar vinstri-hægri fylkingar og áður. Enginn er lengur á móti velferð- arkerfmu og enginn vill að ríkið standi í fyrirtækjarekstri í samkeppni við einkaaðila. íhaldssamir þjóðemissinnar allra flokka sameinast og tengjast frem- ur sveit og dreifbýli en borg og þéttbýli þar sem alþjóðasinnar horfa til ESB með vonarglampa í augum. Menn eiga nú samleið með fyrrum fjandmönnum, þvert á þær hefðbundnu flokkalínur sem hafa skorið stjómmálalífið í land- inu í sundur síðan það var endurskipu- lagt eftir lausn sjálfstæðismálsins: með menntamenn vinstramegin, tilbúna að hafa vit fyrir verkalýðnum sem hefur alltaf talið hag sínum best borgið undir stjóm hægrimanna í Sjálfstæðisflokkn- um. Og flokkamir halda áffarn og dett- ur í mesta lagi í hug að þeir geti sam- einast. En það þarf miklu meira en það. Til þess að flokkakerfið geti endur- speglað þann pólitíska ágréining sem nú skiptir þjóðinni verður að stokka það allt uppá nýtt í stað þess að ein- blína á sameiningu einhverra vinstri- manna sem em hvort sem er ekki til lengur. ■ Kvikmyndaáhugamaðurinn Arnór Benónýsson er byrjaður að kynna sér jóla- myndir kvikmyndahúsanna. Hann komst að því að Háskólabíó mun sýna margar athyglisverðar myndir James Bond fimmti, Emma Thompson og fleira gottfólk Þegar jólin nálgast magnast eftir- væntingin og það em ekki bara bömin sem verða óróleg. Fullorðnir finna sér ekki síður margt að hlakka til. Eitt af þvf sem eftirvæntingu vekur em jóla- myndir kvikmyndahúsanna. Því höfð- um við samband við kvikmyndahúsin í Reykjavík og forvitnuðumst um hvaða krásir þau hefðu á boðstólum yfir jólin. Að vísu er það svo að varla er hægt að tala um jólamyndir því frumsýningar kvikmynda húsanna teygjast yfir allan desembermánuð. í þessu blaði segjum við frá þeim myndum sem Háskólabíó frumsýnir í jólamánuðinum. Gullauga Nýjasta James Bond myndin Gull- auga verður frumsýnd 15. desember í Háskólabíói og Sambíóunum. Að þessu sinni er það leikarinn Pierce Brosnan, sem fer með hlutverk ofúr- njósnarans. Með önnur hlutverk í myndinni fara Sean Bean, Robbie Coltrane, Joe Don Baker, Samant- ha Bond leikur Miss Moneypenny, Judi Dench er M, Desmond Lle- wellyn er Q sem fyrr og nýju Bond stúlkumar heita Izabella Scorupco og Famke Janssen. Þótt kalda stríðinu sé lokið og kommúnistar hafi hrökklast frá völdum í Rússlandi er enn þörf fyrir einstæða hæfileika Bonds. Rúss- nesk glæpasamtök hafa tekið upp þráðinn þar sem KGB sleppti og glæpsamlegar fyrirætlanir þeirra ógna öryggi vesturlandabúa. Og auðvitað er James Bond eini maðurinn sem M treystir til að bjarga málunum. Leik- stjóri myndarinnar er Martin Camp- bell og hún er framleidd af Michael G. Wilson og Barbara Broccoli. Það er síðan gamla brýnið Tina Turner sem flytur titillag myndarinnar Gold- eneye. Presturinn Presturinn eftir leikstjórann An- toniu Bird með Linus Roche í aðal- hlutverki er ein af jólamyndum Há- skólabíós. Myndin segir frá ungum kaþólskum presti sem lendir í mikilli Saklausar lygar Síðastliðinn föstudag frumsýndi Háskólabíó Saklausar lygar. Myndin gerist á umbrotatímum í Evrópu. Lög- reglumaðurinn Alan Cross yfirgefur konu sína og fer til Frakklands til að vera viðstaddur jarðarför besta vinar síns. Þar kynnist hann fjölskyldu sem býr yfir ískyggilegum leyndannálum. A yfrrborðinu lýtur allt vel út en spill- ingin teygir sig affur um margar kyn- slóðir þar sem morð, eiturlyfjavanda- mál og fasismi leynast. Þegar týndi sonurinn í fjölskyldunni kemur heim á 500 g Áður 168 kr. NÚ126 kr. Notaðu tækifærid off njóttu smjörbragðssns! Ólgandi ástríður í myndinni Carr- ington sem skartar sjálfri Emmu Thompson. verður andrúmsloftið spennuþrungið. Brúðkaup systur hans stendur fyrir dyrum, en heimkoma bróðurins virðist geta truflað þá fyrirætlun hennar og í ljós kemur að systkinin er tengd sterk- ari böndum en gengur og gerist. Alan Cross sogast smám saman inn í heim sem hann getur ekki skilið og hefur enga stjóm á. Með aðalhlutverk fara Stepen DorfF, Gabriella Anwar og Adrian Dunbar. Leikstjóri er Patr- ick Dewolf. Nýr James Bond er hefðinni trúr þegar kemur að viðskiptum við konur. siðferðisklemmu þegar eitt sóknar- barna hans trúir honum við skriftir fyrir því að faðir hennar misnoti hana kynferðislega. Ungi presturinn á erfitt með að þurfa að hlíta trúnaðareið sín- um sem prestur og þegja yfir þessum hryllilegu upplýsingum. Myndin olli miklum úlfaþyt þegar Miramax fyrir- tækið frumsýndi hana í Bandaríkjun- um þar sem íhaldssöm trúfélög for- dæmdu hana. Hún hefur hinsvegar notið gríðarlegra vinsælda víða um heim er til dæmis vinsælasta mynd ársins í heimalandi páfans, hinu rammkaþólska Póllandi. Carrington A annan í jólum frumsýnir kvik- myndahúsið myndina Carrington með Emmu Thompson í aðalhlutverki. f kringum fyrri heimsstyrjöldina fóru listamenn og bóhemar í London að láta æ meira bera á andúð sinni á því Viktoríanska siðferði sem ríkt hafði áratugum saman í Englandi. Myndlist- arkonan Dóra Carrington var ein af þeim og ástarsamband hennar við skáldið Lytton Strachey er ein af sér- kennilegustu og ljúfsámstu ástarsög- um sem brugðið hefur verið upp á hvíta tjaldið. Strachey var samkyn- hneigður en Carrington var svo ást- fangin af honum að hún bjó með hon- um alla ævi og hristí af sér ótal elsk- huga sem vildu hana alla en fengu í besta falli afnot af líkama hennar tímabundið. Leikskáldið Christoper Hampton skrifaði handritið og þreytir auk þess ftumraun sína sem leikstjóri. Handrit hans var verðlaunað á Cannes hátíðinni síðastliðið vor auk þess sem Jonathan Pryce var valinn besti leik- arinn á hátíðinni fyrir ógleymanlega túlkun sína á hinum einstæða Strac- hey. Vinningstölur 2. des. 1995 I VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆO Á HVERN VINNING Ci 5 af 5 1 13.396.220 ']0| +4af 5 2 468.610 Kl 4 af 5 177 9.130 m 3 af 5 l“5 5.794 650 —— —- Aðaltölur: BÓNUSTALA: Helldarupphað þessa vlku: kr. 19.715.550 W.ýsikot slMr.viti- 5 1511ÉDA IR. 800 6511 - TEXTAVARP 453 BIRT MEO FYRIR-1 IVARA UM PRENTVILLUR imtjm mmMM. Vinningstölur miðvíkudaginn :| 29. nóv. 1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ A HVERN VINNING n6a<6 3 15.420.000 5 af 6 LS+bónus 0 948.996 R1 53,6 3 68.720 EJ 4af6 243 1.340 r| 3 af 6 f .n+bónus 760 180 Aðaitölur: 28 32 38 BÓNUSTÖLUR Helldarupphæft þessa vlku 47.877.576 á Isl.: 1.617.576 UPPLÝSiNGÁR, SiMSVARl 568 1511 EOA GRÆNT |NR. 800 6511 - TEXTAVARP 453 BIRT MEO FYRIR^ |VARA UM PRENTVILLUR Þú sparar 84 lcr. á lcíló Seinni hluti greinar Gísla birtist í blaðinu á morgun.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.