Alþýðublaðið - 05.12.1995, Page 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995
s k i I a b o ð
LANDSPÍTALINN
í þágu mannúðar og vísinda
Barnaspítaii Hringsins
Yfirlæknir
Staða yfirlæknis á vökudeild Barnaspítala Hrings-
ins, Landspítala er laus til umsóknar frá og með 1.
júní 1996.
Umsækjandi skal vera barnalæknir með sérmennt-
un í nýburalækningum (neonatologi). í starfinu
felst að auk stjórnunar og lækninga leggi viðkom-
andi stund á rannsóknir og taki þátt í kennslu
(grunnnám lækna/framhaldsnám) í samráði við
forstöðulækni Barnaspítala Hringsins.
Nákvæm greinargerð um nám og störf (curriculum
vitae) sendist á eyðublöðum lækna ásamt tilheyr-
andi fylgiskjölum til forstöðulæknis Barnaspítala
Hringsins, Asgeirs Haraldssonar prófessors, sem
veitir nánari upplýsingar í síma 560-1050.
Kvennadeild Landspítalans
Adstodarlæknar
Þrjár stöður aðstoðarlækna við kvennadeild Land-
spítalans eru lausar til umsóknar frá 1. janúar
1996. Um er að ræða stöðurtil 6 mánaða eða 1 árs
í senn með möguleika á framlengingu. Einnig
kemur til greina ráðning til skemmri tíma.
Upplýsingar veitir Guðlaug Sverrisdóttir, aðstoðar-
læknir á kvennadeild Landspítalans, sími 560-1000
kalltæki, en umsóknir berist til Jóns Þ. Hailgríms-
sonar, yfirlæknis á kvennadeild.
Röntgendeild Vífilsstaðaspítala
Röntgentæknir
Röntgentæknir óskast sem fyrst að röntgendeild
Vífilsstaðaspítala. Upplýsingar veita Margrét Teits-
dóttir yfirröntgentæknir eða Bjarney Tryggvadóttir
hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 560-2800
Hiúkrunarfræðingar
Skurðdeild
Staða hjúkrunardeildarstjóra (deildarstjóri 3) á
skurðdeild Landspítalans er laus til umsóknar. Um
er að ræða afleysingarstarf er veitist frá 1. janúar
til 1. október 1996. Kröfur um menntun og fyrri
störf: Próf í hjúkrunarfræði og framhaldsnám í
skurðhjúkrun. Starfsreynsla í stjórnun áskilin.
Starfið felur m.a. í sér þróun og stjórnun hjúkrunar
á skurðdeild, ábyrgð á fræðslu og símenntun
starfsmanna.
Umsóknir berist til skrifstofu hjúkrunarforstjóra
fyrir 11. desember n.k.
Nánari upplýsingar veitir Ásta B. Þorsteinsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri sími 560-1300/560-
1320.
Svæfingadeild
Staða deildarstjóra við svæfingadeild Landspítal-
ans er laus til umsóknar frá 1. janúar 1996.
Ábyrgðarsvið er svæfingahjúkrun á kvenlækninga-
sviði. Umsækjandi þarf að hafa unnið við svæfing-
ar í a.m.k. 5 ár og hafa reynslu af stjórnun.
Umsóknir berist fyrir 15. desember n.k. til skrif-
stofu hjúkrunarforstjóra.
Nánari upplýsingar veita Margrét Jóhannsdóttir
deildarstjóri eða Anna Stefánsdóttir hjúkrunar-
framkvæmdastjóri sími 560-1300/560-1366
Geðdeild
Landspítalans
Deildarstjóri óskast til frambúðar í 100% starf á
deild 32C, sem er móttökudeild á geðdeild Land-
spítalans við Eiríksgötu. Umsóknarfrestur er til 15.
desember n.k.
Upplýsingar veitir Margrét Sæmundsdóttir hjúkr-
unarframkvæmdastjóri, s.560-1000 - kalltæki.
Félagsmálaráðuneytið
Húsaleigubætur
1996
Eftirtalin sveitarfélög hafa ákveðið að
greiða húsaleigubætur á árinu 1996:
Aðaldælahreppur Raufarhafnarhreppur
Bárðdælahreppur Reyðarfjarðarhreppur
Borgarfjarðarhreppur Reykholtsdalshreppur
Dalvíkurbær Reykjavík
Egilsstaðabær Sauðárkrókskaupstaður
Eyrarbakki Selfoss
Fellahreppur Seltjarnarnes
Garðabær Skaftárhreppur
Gnúpverjahreppur Stokkseyrarhreppur
Grindavíkurbær Súðavík
Hafnarfjarðarbær Sveinsstaðahreppur
Hálsahreppur Tálknafjarðarhreppur
ísafjörður Torfulækjarhreppur
Kaldrananeshreppur Vopnafjarðarhreppur
Lýtingsstaðahreppur Mosfellsbær Öxaarfjarðarhreppur
Neskaupstaður Félagsmálaráðuneytið
) Forval
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Sjálf-
eignarstofnunar Skógarbæjar óskar eftir um-
sóknum verktaka um að fá að taka þátt í lokuðu út-
boði vegna byggingar hjúkrunarheimilis að Ár-
skógum 2 í Reykjavík.
Væntanlegt útboð nær til uppsteypu og utanhúss-
frágangs.
Helstu magntölur eru:
Veggjamót: 8.500 m2
Plötumót: 4.500 m2
Steypa: 2.100m3
Utanhússklæðning: 1.600 m2
Skógarbær er sjálfseignarstofnun um byggingu og
rekstur hjúkrunarheimilis. Stofnaðilar eru m.a.
Reykjavíkurborg og Reykjavíkurdeild Rauða Kross
íslands.
Forvalsgögn verða seld á kr. 1.000,-á skrifstofu
vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með
þriðjudeginum 5. desember 1995.
Forvalsgögnum skal skila á sama stað fyrir kl.
16:00, þriðjudaginn 19. desember 1995.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkírkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík
Sími 552 5800 Bréfasími 562 2616
W Utboð
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er
óskað eftir tilboðum í húsgögn í fjóra leikskóla
Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudegin-
um 5. desember 1995, gegn kr. 10.000,-skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn
28. desember 1995, kl. 11:00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík
Sími 552 5800 Bréfasími 562 2616
Ungir jafnaðarmenn
Skrifstofa sambandsins verður opin til áramóta
sem hér segir:
Mánudaga og þriðjudaga: 9-13
Miðvikudaga: 12-16
Fimmtudaga: 14-18
Framkvæmdastjórn SUJ
Spástefna 5. desember
w
Island til
aldamóta
Hin árlega Spástefna
Stjórnunarfélagsins verður
haldin 5. desember. Þetta
er í 16. skipti sem félagið
stendur að Spástefnu. Að
þessu sinni munu 10 ræðu-
menn fjalla um megin-
strauma á íslandi til alda-
móta. Ræðumenn eru
stjórnendur og forystu-
menn á jafn mörgum svið-
um þjóðlífsins.
Á Spástefnunni verður
jafnframt kynnt spá for-
svarsmanna fyrirtækja um
efnahagsþróun næsta árs,
svo og efnahagshorfur til
aldamóta. Að þessu sinni
Icitaði Stjórnunarfélagið
til tvöfalt fleiri fyrirtækja
en áður til að taka þátt í
spánni.
Húsfriðunar-
sjóður
Húsfriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsókn-
um til Húsafriðunarsjóðs, sbr. ákvæði í þjóð-
minjalögum nr. 88/1989 sbr. lög nr. 43/1991 og
98/1994 og reglugerð um Húsfriðunarsjóð nr.
479/1993.
Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar
vegna:
-undirbúnings framkvæmda, áætlunargerðar og
tæknilegrar ráðgjafar og til framkvæmda vegna
viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og
húsum sem hafa menningarsögulegt og listrænt
gildi
-byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu
þeirra.
Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að
leita eftir áliti Húsafriðunarnefndar ríkisins og
sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast.
Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. febrúar
1996 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Þjóðminja-
safni íslands, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík, á
umsóknareyðublöðum sem þarfást.
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 562 2475
milli kl. 10.30 og 12.00 virka daga.
Húsafriðunarnefnd ríkisins
Jólahvað?
Jólaglögg Alþýðuflokksins verður haldið
laugardaginn 16. desember í Risinu
Hverfisgötu 105 kl. 20.30.
Veislustjóri: Bryndís Schram
Dagskrá:
Hrafn Jökulsson flytur heimatilbúna jólasögu
Leynigestur
Söngur, glens og gaman
Skemmtilega nefndin.
Alþýðublaðið
-gegnum
þjáningarnar til
stjarnanna
Sambandsstjórn ASÍ
Ódrengileg
árás
„Samhliða því að heilbrigð-
isráðherra og æðstu embættis-
menn ríkisins taka við tugþús-
unda launahækkun, ákveða
þessir aðilar einhliða að svipta
starfsþjálfunamema 50 þúsund
króna launum fyrir fullt vinnu-
framlag. Á sama tíma eru send-
ar yftrlýsingar til fjölmiðla af
ráðherra og stjóm ríkisspítala
um að tekist hafi að ná launa-
kostnaði niður. Þessi vinnu-
brögð lýsa vel því ástandi sem
nú ríkir á vinnumarkaði," segir
í ályktun frá ASÍ. Sambands-
stjómarfundur ASI „fordæmir
ódrengilega árás á þá aðila á
vinnumarkaði sem minnst
mega sín og krefst þess að
starfsþjálfunarnemar njóti
launa fyrir vinnuframlag sitt,“
segir í ályktun ASÍ.