Alþýðublaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 s k o ð a n MÞYÐU6UÐI9 21033. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun (safoldarprentsmiðjan hf. Rftstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Verkalýðshreyfing í vanda Eftir mikla kokhreysti verkalýðsforingja og hávær mótmæli gegn launahækkunum til æðstu embættismanna og þingmanna í byrjun hausts, verður niðurstaðan úr kjaraviðræðum síðustu vikna að teljast heldur rýr. Því ber þó að fagna að ríkisstjómin var knúin til að gefa eftir í niðurskurðarhugmyndum sínum og kjör fatlaðra, öryrkja og lífeyris- þega verða ekki skert umfram aðra landsmenn. Nokkur verkalýðsfélög hafa ákveðið að halda uppsögn samninga til streitu, en erfitt verður að sjá að þau geti knúið á um verulegar breytingar tír því sem komið er. Eftir situr klofin verkalýðshreyfing og telja verður líklegt að hin stóru samflot séu úr sögunni í bili. Síðustu árin hefur verið í gildi svokölluð þjóðarsátt hér á landi. Það er ljóst að þjóðarsáttin var ekki hugsuð til frambúðar, enda getur sú mikla miðstýring í launamálum sem hún hefur í för með sér ekki gengið til lengdar. Taka verður upp ný vinnubrögð við gerð kjarasamninga, draga úr miðstýringu og auka sveigjanleika á vinnumarkaði. Um áratugaskeið hefur verið rætt um nauðsyn þess að taka upp samninga á hverjum vinnustað fyrir sig og hefur ASÍ meðal annars ályktað í þá veru á þing- um sínum. í stað þess að leggja í innbyrðis stríð ætti verkalýðshreyfing- in nú að hugsa sinn gang og finna sér hlutverk og starfshætti í samræmi við breytta tíma. Hafi hún ekki ffumkvæði að slíkri endurskoðun sjálf, er eins líklegt að hún dagi uppi sem trénað stofnanaveldi sem aðeins verði breytt utanffá með lagasetningu. A síðustu vikum hafa atvinnurekendur talað digurbarkalega um nauð- syn aukinnar miðstýringar í launamálum og meðal annars gagnrýnt fjár- málaráðherra harðlega fyrir linkind við samningaborðið. Sumir forystu- menn atvinnurekenda hafa gerst svo ósvífnir að nánast krefjast þess að þeir semji við ríkisstarfsmenn fyrir hönd ríkisins. Miðstýring í launa- málum virðist því sök atvinnurekenda umfram aðra; þeir vilja halda al- mennum launatöxtum sem allra lægsUim og deila síðan og drottna um allt umfram það. Þessu hugarfari verður að breyta, ekki síður en starfs- háttum verkalýðshreyfingarinnar. Kosið í Rússlandi Næstkomandi sunnudag verður kosið til þings í Rússlandi og em það aðrar þingkosningamar frá hmni Sovétríkjanna. Því ber auðvitað að fagna að kosningar fari fram í Rússlandi, þó það megi Ijóst vera af framkvæmd allri að lýðræði stendur á brauðfómm í landinu. Glæpa- starfsemi er blómleg sem aldrei fyrr, traust á stjómvöldum í lágmarki og umburðarlyndi lítið. Bág kjör fólks og vonleysi með framtíðina hafa leitt til mikils áhugaleysis almennings á kosningunum, enda hefúr við- unandi flokkakerfí ekki fests í sessi. Valkostimir em því óljósir og auð- velt að uppheija fortíðina eða fara fram með lýðskmmi. Kommúnistar og þjóðemissinnar gera sér því vonir um góða útkomu í kosningunum. Af þessu hafa Vesturlönd nú miklar áhyggjur, enda gæti ástandið í Rússlandi versnað til muna ef kommúnistar og þjóðemissinnar stjóma þinginu á meðan forsetinn er veikur líkamlega, auk þess að þjást af pól- itískri uppdráttarsýki. Afleiðingar þessa á alþjóðamál gætu komið í ljós strax á næsta ári, sér í lagi ef íhaldsmaður verður kosinn forseti Rúss- lands á næsta sumri. Lönd Austur-Evrópu líta eðlilega til Vesturlanda og vilja fá tryggingu fyrir öryggi sínu og efnahagslegri framtíð. Þrýst- ingurinn á stækkun Evrópusambandsins gæti því aukist til muna, enda er Evrópuþjóðunum ekki stætt á því að frysta Austur-Evrópu úti. Tilhugsunin um valdatöku kommúnista í Kreml að nýju vekur nokk- um óhug. Endurunnir kommúnistar hafa tekið völdin að nýju í flestum þeim ríkjum þar sem þeir áður drottnuðu, nú síðast í Póllandi. Það er því ekki við öðm að búast en að slíkt gerist einnig í Rússlandi, miðað við ástand mála í landinu. Það verður einnig að hafa í huga - og það hafa litlar umræður farið fram á Vesturlöndum - að ekkert uppgjör hef- ur farið fram við kommúnismann í Rússlandi. Almennt skeytingaleysi ríkir um þau miklu glæpaverk sem unnin vom á dögum Stalíns og blóð- hundar KGB ganga lausir eins og ekkert hafi í skorist. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra fyrir lýðræðisþróun í landinu. ■ Jólaúö með glassúr Um daginn bjuggum við líka til piparkökur með glassúr. Þar fór fram hörð barátta milli glassúrsins og dóttur minnar, fimm ára. Keppnin fólst í því hvort yrði á undan að umlykjahitt. Henni lauk með algjörum sigri glassúrsins. Jólastemmningin kemur fremur hægt hjá mér í ár. Það sem vakti hana í fyrra var hið árvissa jólaföndur í Melaskóla með syni mínum. Nú var jólaföndrið þar haldið svo snemma, 26. nóvember, að það gat eiginlega ekki verið byrjunin á jólatilhlökkun- inni. En það var samt nógu gaman að búa til engla úr trölladeigi, og við feðgamir stóðum okkur bara nokkuð Hringborðið | r 1É !-• ^ j Vilhjálmur ! Þorsteinsson m, et> 1 Lft, á skrifar vel, miðað við að vera algjörir ama- törar í iðninni. Eg gerði tilraun með burðarþol trölladeigs (ætíð tæknilega þenkjandi) og bjó til lítið hús, sem reyndar þurfti hjálp tannstöngla til að halda reisn sinni. Þorsteinn sonur minn bjó til feitan álf og fuglshreiður með eggjum. Góð leið til að verma hjartað fyrir jólin er að hlusta á fallega tónlist. Á sunnudaginn fór ég á tónleika Mót- ettukórs Hallgrímskirkju, þar sem fluttir voru fyrstu þrír hlutar Jólaóra- tóríu Jóhanns Sebastíans Bachs. Það er tónlist sem hefur alltaf átt vísan stað í mínu hjarta, enda í uppálialdi hjá mömmu og jafnan spiluð á að- ventunni. Því finnst mér eins og ég hafi kunnað hana utan að allt frá frumbemsku. Og það er mest gaman á tónleikum þegar maður kann hverja nótu utan að. Þá nýtur maður best flutningsins og túlkunar listamann- anna. Á tónleikunum í Hallgrímskirkju var ég sérstaklega hrifinn af Monicu Groop, fmnskri söngkonu sem syngur Bach eins og engill. (Það er öragglega vegna þess að Finnar eru gengnir í Evrópusambandið.) Einmitl þannig á að syngja Bach, a.m.k. ef maður er kvenkyns. Og allir listamennirnir stóðu sig vel, ekki síst kórinn, og svo verð ég líka að hrósa trompetleikurun- um. Þeir léku af öryggi og listfengi hinar frábærlega fallegu trompetstró- fur. Ingólfur Guðbrandsson ritar pistil um verkið í tónleikaskrána og telur að tónlist Bachs lyfti huganum til æðstu hæða, til nándar við almættið. Ég held bara að þetta sé rétt hjá honum. Það er ekki fyrr lokið einni yndislegri aríu en önnur enn yndislegri tekur við, og allt er þetta svo áreynslulaust og jafnframt fullt af auðmýkt gagnvart skaparanum og viðfangsefninu. Það er í svona verkum sem orðið innblástur fær merkingu. En nóg um Bach. Nú hefur sonur minn tilkynnt mér að húsið okkar sé til háborinnar skammar (orðrétt) vegna þess að við erum á eftir í jóla- skreytingum. Því er íyrirsjáanlegt að í kvöld verði ég með nagla í munni, hamar í hönd og jólaseríu um háls að bjástra við að setja jólaljós í glugga. Það er jafnan nokkurt vandaverk að lemja þetta allt á sinn stað með hamr- inum án þess að brjóta rúðuna og stúta ljósaperunum. Lesendur grunar nú vafalaust að ég sé ekki sérlega hand- laginn. og ég staðfesti hér með, að sá grunur á við allnokkur rök að styðjast. Mér er sjálfum enn ráðgáta hvernig við hjónaleysin fórum að því að kaupa íbúð tilbúna undir tréverk og flytja inn í hana nokkrum mánuðum síðar að mestu óskemmda. Um daginn bjuggum við líka til piparkökur með glassúr. Þar fór fram hörð barátta milli glassúrsins og dóttur minnar, fímm ára. Keppnin fólst í því hvort yrði á undan að umlykja hitt. Henni lauk með algjörum sigri glas- súrsins. Já, jólin eru skammt undan, og svei tnér ef jólastemmningin vaknar ekki af blundi við svona hugljúf skrif. Sjá- umst í krata-jólaboði á laugardaginn. Höfundur er kerfisfræðingur og.ritari FFS. Heimasíða: http://www.if.is/~villi desember Atburðir dagsins 1903 Marconi heppnast að senda þráðlaust skeyti yfir Atl- antshaf. 1904 Rafljós kveikt í fyrsta sinn á íslandi. Rafmagn- ið var frá vatnaflsstöð Jóhann- esar Reykdal við Lækinn í Hafnarfirði. 1913 Málverkið Mona Lisa, sem stolið var tveimur árum áður, kemur í leitimar. 1948 Sex fórust þegar snjóflóð féll á bæinn Goðdal í Strandasýslu. Húsbóndanum var bjargað eftir fjóra sólar- hringa. 1988 Rokkstjaman El- ton John vinnur meiðyrðamál gegn breska blaðinu I'he Sun. Blaðinu gert að greiða honum milljón sterlingspund. Afmælisbörn dagsins Skúli Magnússon 1711, fóg- eti. Carl Maria von Weber 1786, þýskt lónskáld. Gustave Fiaubert 1821, franskt skáld, höfundur Madame Bovary sem er nýkomin út í íslenskri þýð- ingu. Edvard Munch 1863, norskur listmálari. Guðmund- ur Magnússon 1873, rithöf- undur - betur þekktur sem Jón Trausti. Magnús Stefánsson 1884. skáld - betur þekktur sem Öm Amarson. Frank Sin- atra 1915, bandarískur söngv- ari. Annálsbrot dagsins Sálaðist sætt og sáluhjálplega hér ffá leiddist í himneska dýrð og gleði æruverðugur bróðir og virðulegur ástvin Vigfús Há- konarson í Bræðratungu, að eptirlátnu loflegu mannorði. Vatnsfjaröarannáll yngri 1670. Reynsla dagsins Reynslan er það nafn, sem allir gefa rrústökum sínum. Oscar Wilde. Málsháttur dagsins Nei er meyjar já. Orð dagsíns Meinleg örlög margan hrji mann og rœna dögum. Sú er löngum endir á íslendinga sögum. Þorsteinn Erlingsson. Skák dagsins Skák dagsins er reyndar til lykta leidd en við getum ekki neitað okkur um að birta þetta skemmtilega bragð, sem kallast Fjalakötturinn, samkvæmt Skákalfræðibók dr. Ingimars Jónssonar. Skákin er aðeins sjö leikir og ekki að vita nema einhverjir lesendur geti beitt því. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rd4 4. Rxe5 Dg5! 5. Rxf7 Dxg2 6. Hfl Dxe4+ 7. Be2 Rf3 mát! Reynið þetta í jólaboðun- um. I Xiilél%l Sil m m i4i trnmm. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.