Alþýðublaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 8
> * 'mtWILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 MMBUBIB Þriðjudagur 12. desember 1995 188. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Ko n u r ske If a Æfingar eru hafnar á nýju íslensku verki, Konur skelfa eftir Hlín Agnars- dóttur sem jafnframt leikstýrir verk- inu. Leikritið er sett upp af Alheims- leikhúsinu í samstarfi við Borgarleik- húsið með styrk frá Leiklistarráði. Áætluð frumsýning er í lok janúar á litla sviði Borgarleikhússins. Leikritið gerist að vetrarlagi inni á kvennakló- setti á íslenskum skemmtistað þegar klukkan nálgast miðnætti og dansinn dunar við undirleik portúgalskrar hljómsveitar. Á einni kvöldstund kynnast áhorfendur ólíkum manneskj- um sem fara út að skemmnta sér. Inni á klósettinu er heimur kvenna í sinni nöktustu mynd, fyrir framan spegil- inn. Leikstjóri sýningarinnar segir að verkið sé „gamanleikur sem um leið er harmsaga sem fjallar um ástir, sigra og vonbrigði. Enda verður gamanleik- urinn aldrei verulega fyndinn nema þegar í honum liggur harmsögulegur undirtónn." Steinunn Ólafsdóttir, Valgerður Dan, Maria Ellingsen, Anna E. Borg, Kjart- an Guðjónsson og Ásta Arnardóttir á æfingu. INNILEGAR ÞAKKIR l»eir sem stóðu aó Samlim* í verki, laiHlssöltiun \e»»na nátuimhamiara á l'lateyri |>akka eins(aklint>iim, l'jölskv Idnm lyrirtækjum oj* stoínuniim einstök viðbrögð, hjálplysi oí> örheti. Fainíremur viljum viö |>akka hinum ljölmör<*u sem meö heiuum oi> óbeinum luetti Ii>j>öu okkur liö á Vmsan \e<> > iö söiuunina. S \ ið bendum á að enn er tekid ú móti Iramlögum til st'ifnunarinnar inn á hankareikning nr. 1183'26'800 i Sparisjóói Önundarljarðar á Flateyri. Ilægt er að leggja inn á reikninginn i tilluni hönkum. sparisjtíðtiin og póstliúsum á landinu. AMHUGUR í VERKI LANDSSÖFNUN V E G N A NATTÚRUHAMFARA Á FLATEYRl I jtilmiðlar á íslantli. I’óstur og Sími. Iljalpaistoliiiin kirkjunuar og Kauði kross íslantls. Nýr geisladiskur Brahms - Schumann Japis hefur gefið út geisladisk þar sem ðni Franzson klarínettuleikari og Gerrir Schuil píanóleikari leika són- ötur ópus 120 nr. 1 og 2 eftir Johann- es Brams, Fantasíur og Rómönsur eft- ir Robert Schumann og „Ihr Bild“ eftir Clöru Schumann. Upptökur fóru fram í Stykkishólmskirkju í september og sá Hreinn Valdimarsson um alla tæknivinnu fyrir hönd tæknideildar Ríkisútvarpsins. Kvennakór Reykjavíkur Aðventu- tónleikar Kvennakór Reykjavíkur heldur að- ventutónleika í Hallgrímskirkju á mið- vikudags- og fimmtudagskvöld klukk- an 20.30. Yfirskrift tónleikanna er ,J4ú kemur heimsins hjálparráð". Flutt verða kirkjuleg verk og aðventutón- list, meðal annars eftir Bramhs, Bach, Mendelsohn og fleiri, samin fyrir kvennakór, og einnig nýjar raddsetn- ingar og umritanir íyrir kvennakór eft- ir Aðalheiði Þorsteinsdóttur og Ul- rik Ólason. Einsöngvari með kómum verður Elsa Waage, flautuleikarar Bernharður Wilkinson og Hallfríð- ur Ólafsdóttir og orgelleikari Svana Víkingsdóttir. Stjórnandi Kvenna- kórs Reykjavíkur er sem fyrr Margrét J. Pálmadóttir og eru kórfélagar nú um 120 talsins. Myndband Að læra á tölvu Hagavík hf. hefur gefið út mynd- band sem ber heitið Að lcera d tölvu. Myndbandið er ætlað þeim sem lítið hafa komið nálægt tölvu, en vilja læra gmndvallaratriði og öðlast grundvall- arþekkingu. Myndbandið er um 70 mínútur að lengd, íslenskt og ætlað fólki á öllum aldri. Áfengisvarnarráð 11 ára í meðferð Fulltrúaráð Landssambandsins gegn áfengisbölinu segir að aldur þeirra sem neyta áfengis fari lækkandi. Þess séu dæmi að 11 og 12 ára böm hafi þurft í meðferð vegna áfengisneyslu sinnar. Fundurinn segir að fjöldi þeirra sem missa tök á áfengisneyslu fari sí- fellt vaxandi og æ fleiri verði að leita sér lækninga við áfengissýki. Áfengis- neysla sé meðal stærstu heilbrigðis- vandamála íslensku þjóðarinnar. Full- trúaráðsfundurinn skorar á alþingis- menn að fella það frumvarp sem ligg- ur fyrir Alþingi um að lækka áfengis- kaupaaldurinn í 18 ár. Með lækkun aldursmarka lækki aldur þeirra sem neyta áfengis enn neðar. Hvatt er til þess að sett verði markmið í áfengis- málum og bent á leiðir til að ná þeim markmiðum. Verðlagshorfur Neysluverð hækkar Seðlabankinn hefur gert spá um þróun verðlags á næsta ári. Sam- kvæmt henni mun neysluverð hækka um 2,6% milli ára, sem er meiri verð- bólga en í ár þótt hún verði svipuð og í viðskiptalöndum íslands. Spáin gerir ráð fyrir að launaþróun verði samræmi við gildandi kjarasamninga og nýleg- an úrskurð launanefndar ASÍ og VSÍ. Er órói á vinnumarkaði leiðir til meiri launahækkana en þegar hefur verið samið um er hætt við að verðbólga vaxi frekar og atvinnuleysi aukist. Það gæti jafnframt orðið sérstakt tilefni að- haldsaðgerða í peningamálum, segir Seðlabankinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.