Alþýðublaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 b æ k u r þeim skilningi að þeir lifa fyrir eitt- hvað annað en sjálfa sig. Það þarf því ólíkan sósíalisma í Evrópu þeim sem nýtist mönnum í Asíu. Og af and- stæðu tilefni við hið asíska þarf marg- skyns tilbrigði við sósíalisma jafnvel meðal þjóða Evrópu hverrar um sig. Hin evrópska þörf er fyrir vægi milli sjálfsþótta og fómlyndis á félagslega vísu. Lítið einnig til þess að velferðin getur sjálf af sér sósíalisma af öðru tagi en kenningar upplýsingaffömuð- anna gerðu á sinni tíð. Hafi menn orð- ið þeirra ánægju aðnjótandi að vera þar um skeið sem fólki h'ður að stað- aldri vel þá vita þeir að grimmd er af- sprengi ótta og hverskonar harðýðgi í garð náungans verður að hlálegum bjánaskap, vekur jafnvel samúð þar sem vissan um velvild flestra er sterk. Enn þekkja menn til sósíalsima sjálf- svitunarleysisins sem einkenndi sam- félagsform á Suðurhafseyjum og þótt ekki sé nema af bókum. Það var ekki sólskinið eingöngu sem kallaði fram værðarsvip fyrirmynda impressjónist- ans Gaugiens á frægum málverkum heldur skipulagslaust samlíf við fólk sem engum stafaði ógn af. Og þá vegna þess jöfnuðar allsnægtanna sem ríkti manna í meðal á hinum fjarlægu eyjum. Islendingar fara til sólarlanda af sama tilefni. Velferðarþjóðfélagið leiðir einmitt til jafnaðarmennsku af þessu tagi, vitunarleysis, frjálsra ásta, ótryggs öryggis þeim til handa sem gengist hafa undir afborgunarskilmála til að ná hóglegu forskoti á sælueyj-' una. Velferðarþjóðfélagið býður upp á líf við mótsagnir og þó allmiklar líkur á að velferð og jöfnuður fylgi nýjum degi. Um er að ræða jafnaðarmennsku óskanna en alls ekki rómantíkurinnar sem svo mjög loðir við íslenska jafn- aðarmenn. Sú rómantík vísar eins og öll önnur á einingu hándan mannkyns- sögunnar sem reynist þegar til kast- anna kemur mismunandi afdrifarík vitleysa. A undanförnum vikum hafa tveir forsprakkar jafnaðarmennsku í land- inu, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Svavar Gestsson, haldið uppi ein- hverskonar köldu stríði hér á síðum blaðsins líkt og ekki væri nóg komið af þesskonar tröllalátum. Ekki verður betur séð en hvor um sig trúi að hann hafi siðferðislegt dómsvald yfir hinum og þar með að öllu skipti að finna sögulegt samhengi hluta og atburða í því skyni að framfylgja því valdi. Þrá- staðan er samskonar og menn þekkja allt of vel ffá þeim tíma þegar stjóm- málaandstæðingar tókust á um at- burði, sameiginlegan vemleika, í sam- ræmi við hugmyndafræði hvors um sig og þær bám ólík snið. Nú vogar enginn sér að byggja álit á slíkum fræðum lengur, rétt eins og orðagjálf- ur geti orðið annað og meira, ef það hangir saman á velvildinni einni, en orðagjálfur. Báðir vísa til samvisku hins, hvor um sig úr þeim flokki sem er að þeirra hyggju hinn eini sanni flokkur jafnaðarmanna í landinu. Flokkar þeirra Svavars og Jóns Baldvins standa saman af einingum sem núorðið hljóta að ftnna sjálfa sig með raunsærra móti en tíðkast hefur meðal íslenskra jafnaðarmanna til þessa. Varla er hægt að ætla manni hraklegra hlutskipti en að hann losi sig undan fargi hugmyndaffæði sem hmn- ið hefur yfir hann og kaffært; skárri er líðanin undir farganinu ef fyrirfinnst svigrúm og andrými. Uppgjör er þó nauðsyn þeim sem þykist til forystu fallinn. Aðferðin til að finna nýja skipun mála er sagnfræðinnar, hugmyndasaga ekki undanskilin. En allra síst þurfa menn að játa á sig sakir. Nóg er samt. Hvað sem líður rannsóknarrétti og sta- línisma, Torquemata og Tremblinka, em slíkar kröfur um játningar núorðið til marks um það eitt að kröfuhafinn lifir og hrærist í skugga hins liðna. Er ekki Evrópustefna Jóns Baldvins, að slepptri mælskunni, af því tagi; skugg- inn af alþjóðahyggju hefðbundinnar jafnaðarstefnu. Hún hlýtur að þurfa endurskoðunar við, ekki síður en kommúnískar hugsjónir, á svo óræðri tíð sem við okkur blasir er Júgóslöv- um býðst að höggva af sér fortíðar- fjötra á ísafirði eftir að hafa reynt það án árangurs í heimabyggð sinni. Hvor er skárri í skömminni Jón Baldvin eða Svavar? Öllum stendur á sama. Sameining? Nei, takk. ■ Unun er ad lesa þýðingu Thors svo hljómfögur og stílhrein er hún. Að láta hjartað ráða Susanna Tamaro: Lát hjartað ráða för Thor Vilhjálmsson íslenskaði Setberg 1995 Susanna Tamaro er tæplega fertug ítölsk skáldkona og þetta verk hennar sem kom út árið 1994 hefur þegar ver- ið þýtt á yfir tuttugu tungumál. í heimalandinu, Italíu, er bókin sölu- hæsta skáldsaga þar í landi frá því Nafn rósarinnar lá á allra náttborðum. Eins og flestum er kunnugt kom Nafn rósarinnar út hér á landi í snilldarþýð- ingu Thors Vilhjálmssonar, en Thor er Bækur____| einmitt þýðandi þessarar skáldsögu Tamaros. Unun er að lesa þýðingu Thors svo hljómfögur og stílhrein er hún. Bókin er í bréfaformi. Hún er lífs- uppgjör dauðvona konu sem skrifar ungri dótturdóttur sinni, segir henni sögu sína, sem er full af leyndarmál- um, og beinir í lokin til hennar þeirri ráðleggingu, að láta hjartað ráða för. Þessi tilfinningalegu skilaboð eru kjami skáldsögu, sem er sérlega vel skrifað. Verkið er sneisafullt af vits- munalegri hlýju og krefjandi vanga- veltum um hlutskipti einstaklingsins. Niðurstaðan er sú að menn eigi að vera trúir því sem þeir skynja innra með sér, en ekki samlagast því sem aðrir trúa eingöngu vegna þess að það val sé þægilegast. Okkur er einnig sagt að ofuráhersla á skynsemina geri lífið snautt og bragðlaust. „Vaiið yður á þeim sem er fullkominn, á þeim sem er með allar lausnir tilbúnar í vasan- um, varið yðar á öllu öðru en þvx sem hjarta yðar segir yður“, segir ein per- sóna bókarinnar við aðalpersónuna. Þeir sem halda að þau skilaboð hljóti einungis að rúmast nú til dags í kell- ingalegum tilfinningavellubókum skjátlast mjög. Hin mikilvægu skila- boð um vægi sjálfstæðrar skynjunar óma í yndislegri sögu, sem er rík af hlýju, vel hugsuð og vitræn. ■ Athugasemd vegna greinar Guðmundar Andra Thorssonar Soltinn og klæðlaus Þó að mér væri kennt ungum að maður ætti helst aldrei að eiga orða- stað við reiða menn finnst mér ég verði að kvitta fyrir skemmtilega um- fjöllun um mína persónu og birtist í Alþýðublaðinu. Höfundurinn er Guðmundur Andri Thorsson og veit greinilega miklu meira um áfengismál en aðrir merm í þessu landi. Meðal annars veit hann allt um ofdrykkju og er þar kominn langt ffam úr færustu vísindamörmum heims á því sviði. Hann veit líka allt um það hvert á að beina áfengisvöm- um - og er þar greinilega kominn í stríð, ekki einasta við vesaling minn heldur líka flesta vísindamenn sem starfa á vegum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, Heilsu- og velferðar- stofnun Bandaríkjanna og læknafélag- ið breska, þó að spjótunum sé beint að mirmi lítilfjörlegu persónu. Annars hef ég ekkert nema gott eitt um þennan pilt að segja. Hann var löngum með rabbþætti í Ríkisútvarp- inu og var þar „á launum hjá okkur skattborgurum" eins og hann segir um þann illa skálk, Jón K. Guðbergsson. Mér er sagt hann hafi verið heldur viðkunnanlegur í þessum þáttum, prúður mestan part og kurteis og ekki geðillur að marki. Stundum þó svolít- ill „besserwisser“. Nú bregður hins vegar svo við að hann virðist tæpast hemja pennann fyrir reiði sakir. Vonandi hefur það ekki svona vond áhrif á sálarlífið að vera farinn að tjá sig á síðum Alþýðu- blaðsins. Fyrir margt löngu kvað Steinn sællar mitmingar: Eg var soltinn og klæðlaus og orti í Alþýðublaðið og allur heimurinn fyrirleit blaðið og mig. Guðmxmdur er vonandi hvorki solt- inn né kfæðlaus, Guði sé lof. Og hann þarf ekki að vera reiður þess vegna. Á hirrn bóginn þykir mér með ólrkindum hvað hann veit mikið um störf og við- horf Áfengisvarnaráðs. Hann veit miklu meira um það allt en ég og á þó að heita svo að ég hafi unnið fyrir ráð- ið það um árabil. Hann veit líka hvað ég hef sagt á nokkur hundruð fundum - eða að minnsta kosti veit hann hvað ég hef ekki minnst á. Kannski er það eins og mig fór að gruna við lestur greinarinnar að þessi holdi klæddi andi, Guðmundur Andri (Er þetta kannski prentvilla fyrir Andi?) hoppi úr líkamanum við og við og fylgi stigamönnum Afengisvarnaráðs og rónanna hvert fótmál? Guðmundi liggur ífemur illt orð til ofdryldcjumanna. Á slíku telur Áfeng- isvamaráð sig ekki hafa nein efni. Ör- ugglega eru margir þeirra miklu meiri hæfileikamerm en ég - og sumir þeirra kynnu að slaga hátt upp í Guðmund Andra. Ég þakka höfundi fyrir að vekja at- hygli á störfum mínum, hefði samt þótt notalegra ef haim hefði ekki verið svona argur. En kannski er geðvonsk- an út af vínbók Máls og menningar sem hann minnist á? Vín er sem kunn- ugt er niðurgreitt í Evrópusambandinu vegna gífurlegrar offramleiðslu og mikið á sig lagt til að koma því á markað. Þar er ekkert til sparað. Sum- um finnst óviðkunnanlegt að bók- menntafélagi, sem í fymdinni kenndi sig við hugsjónir, skuli att þar á forað- ið. En er ekki óþarfi að ganga svo fram í þjónslundinni að láta geðillsk- una mygla ofan í sér mánuðum sam- an? Jón K. Guðbergsson Guðmundi liggur fremur illt orð til ofdrykkju- manna. Á slfku telur Áfengisvarnaráð sig ekki hafa nein efni. Örugglega eru margir þeirra miklu meiri hæfileikamenn en ég - og sumir þeirra kynnu að slaga hátt upp f Guðmund Andra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.