Alþýðublaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 ó r n m á I Þorsteinn Antonsson blandar sér í umræðuna um sameiningu vinstri manna, fer víða og kemst að afdráttarlausri niðurstöðu Sameining, nei takk En hvernig á að þola svo húmorslausa fullvissu um réttdæmi sitt í hverjju máli sem Þjóðvaka manna til þessa. Það er ekki hægt. Þjóðvaki er tímaskekkja. Grein Benedikts Gröndals, fyrrverandi formanns Alþýðu- flokksins, í Alþýðublaðinu 29. nóv. síðastliðinn ber með sér að þar fjalli rómantískur mann- úðarsinni um reynslu sína af jafnaðarmennsku á umliðnum árum. Eftir greininni að dæma er eining Alþýðuflokksmanna nærfellt dulræns eðlis, af sama toga og samlyndi þess fólks sem stundar andlega rækt í hin- um ýmsu sjálfsræktarhópum hérlendis og víðar síðustu ár og til hægari verka eru kallaðir „nýaldamienn“, - oft af lítilli sanngirni. í greininni fjallar formaðurinn fyrrverandi meðal annars um breyttar áherslur ungra jafnaðarmanna á áttunda áratugnum: „Við byijuðum að byggja flokkinn upp á nýjan leik og endurskipuleggja. Ný stefnuskrá var samin er breytti áherslum. Ungir menn og konur voru kölluð til starfa og hafín var áróðurs- sókn. Sérstök áhersla var lögð á að vinna stuðningsmenn Hannibals Valdimarssonar inn í raðir endumýj- aðs Alþýðuflokks." Benedikt ritar í framhaldi þessara orða um „grund- vallarhugsun okkar þennan áratug: að fara ekki aftur einir í stjóm með Sjálf- stæðisflokknum.“ Hvers vegna ekki? Gröndal er þeg- ar að þessum orðum kemur búinn að lýsa yfir mikilleika einmitt slíks sam- starfs, eftir greininni að dæma sér hann viðreisnarárin milli sextíu og sjötíu nærfellt í goðsögulegum ljóma og trúir að aðrir geri það líka. En það er víst lögmál að Alþýðuflokkurinn minnkar við slíkt samstarf sem hann nefnir og þá er ekki spurt um árangur. Sú jafnaðarstefnaúiddaramennsk- unnar sem grein þessi ber með sér á vissulega alla virðingu skylda. En sú riddaramennska á ekki meira skylt við raunvem og nútíð en leitin að Graal- bikamum sem svo ágætlega er lýst í þriðju og bestu Indjana Jones mynd- inni og ég vænti að margir hafi séð. Líklega hefur þessi tegund jafnaðar- mennsku týnt sér meðal fjarstæðna mannlífsins sem reynst hafa djúprætt- ari en jafnaðarmenn hafa hingað til vilja kannast við, að minnsta kosti hérlendir. Ég á við mótsagnir eins og þá að ekki er hægt að gefa öðrum mönnum sjálfdæmi um hvaða lífemi sé við hæfi í lýðræðisþjóðfélagi en þeim sem aðhyllast lýðræði. Slík hylling lýðræðishugsjóna er framkvæmanleg með tvennu móti, annað hvort af umburðarlyndi skoð- analeysingjans sem ekki kýs sér annað frekar en njóta lífsins á líðandi stund og ritstjómarstefna Tímarits Máls og menningar undanfarin ár er gott dæmi um. Sá sem ekki er á móti mér er með mér. Yfirvegaðri kröfum um lýðrétt- indi fylgja næstum óhjákvæmilega af- káraleg skilyrði um að allir sem þeirra njóti fari fram á lýðréttindi öllum til handa, með öðrum orðum gerist sósí- alistar. Ýmsar klisjur em í gangi til að auðvelda mönnum valið, svo sem sú um frelsi tækifæranna, og aðrar í þeim dúr. Þeir sem ekki eru tilbúnir til að leggja sömu áherslu á líknarmálin til dæmis - styðja óheppna til sjálfsbjarg- ar - hljóta frá sjónarmiði jafnaðar- manns að sæta einhverskonar mennt- unarlegu aðhaldi uns þeir sjá að sér. Aðrar leiðir og ofbeldisfyllri eru vissulega kunnar af sögunni en nú fremur en nokkru sinni fyrr eru menn á einu máli um að þær séu ófærar. Lýðræði fylgja óyfirstíganlegar þversagnir. Éf jafnaðarmenn sjálfir kannast við það lærist þeim að lifa við þær mótsagnir án þess að taka upp glaumgosalegt yfirlæti umburðarlynd- is sem heyrir til þeim TMM mönnum (epikúrismi?). Ófyrirsjáanleikinn er hluti af lífsstíl nútímafólks og áherslu- munur því ekki bara óhjákvæmilegur heldur einnig æskilegur meðal jafnað- armanna svo að þeim reynist auðveld- ar að greina í milli raunveruleika og ímyndunar, draumóra og raunhæfra stefnumiða. Sérhver maður meðal þeirra ætti að geta gert sér grein fyrir mikilvægi blæbrigða í stjómmálalegu tilliti ekki síður en hinu að jafnaðar- hugsjónin sjálf er æskileg í þversagna- kenndum heimi sem engin von er um að komið verði skynsamlegu viti íyrir nema þá að mjög takmörkuðu leyti. Lítum til sænskrar kreddufestu til samanburðar. Jafnaðarmennska Svía er sprottin af bamalegri oftrú á mannlega skynsemi, sögulegum skilyrðum sem gátu af sér vísindahyggju. Hún er framkvæmda- armur upplýsingastefnunnar á þjóð- málavísu. Taktar leirmanns eftir að hann hafði gleymt að hann var búinn til í móti og er nú farinn að steypa nýja leirmenn í sinni mynd. Borgara- legt fólk á íslandi hefur talið sænska jafnaðarmennsku til marks um óraun- sæi og uppskafningshátt. Og ekki verður um það deilt að alþjóðahyggja þessa manngervis, hins sögulega jafn- aðarmanns, hefur leitt til innflytjenda- vandamáls í Svíþjóð sem stefnan býr ekki yfir forsendum til að leysa. Sama gildir um öll önnur mannlífsafbrigði þar í landi sem mannúðarstefnan, önn- ur hlið jafnaðarmennskunnar, býður að sýna skuli umburðarlyndi, svo sem viðhorf til afbrotafólks og fíkniefna- neytenda. Svíar stunda enn sálgrein- ingar í ijölmiðlum af því tagi sem úr- eltust meðal íslendinga fyrir áratug- um; þvæla um amotörsálfræðilegar or- sakir glæpa og endurnýja reglulega tölvu- og sjónvarpskost fangelsa með- an vandamálin vaxa þeim yfir höfuð. Það er mikilvægt við mat á jafnað- armennsku að gera upp við sig þann blæmun sem er á því hvernig menn eru komnir til hennar. Jafnaðar- mennska írska leikskáldsins Bern- hards Shaw var einfaldlega þrautaúr- ræði til að halda viti. Shaw taldi ómögulegt að gera ekki neitt og halda þó viti og jafnvel lífi. Bertrand Russel var haldinn megnri vantrú aðalsmanns á hæfni manna yfirleitt til að sjá um sig sjálfir. Aðrir nafnkunnir menn hafa hugsað sig fram til síns sósíalisma hver með sínum hætti. Og vissulega er vert að huga að undirstöðuhugtökum þótt það kunni að leiða til flokka- drátta. Frjálsræðið eitt leiðir af sér nýja lifnaðarhætti með ófyrirséðum hætti; Marx hélt annað en skjátlaðist. Ef nú jafnaðarhugsjónin tæki þessa stað- reynd til greina og léti vísindahyggju síðustu alda róa, en tæki ekki í staðinn upp frekari skyn á vilja og óskir manna, rætur þessa tvenns, þá er næsta lfldegt að fært reynist að koma á varanlegu samstarfi milli skoðanahópa sem allir aðhyllist jafnaðarstefnu en hver með sínu móti. Þetta sjónarmið væri raunar bara viðurkenning á róm- antískum skilningi manna eins og Benedikts Gröndals á jafnaðar- mennsku, en að viðbættri viðurkenn- ingu á því að mótsagnir mannlegrar sambúðar verða ekki burt reknar eða niður kveðnar, enginn annar kostur er tiltækur en læra að búa við þær. Eitt dæmi enn til skýringar máli mínu: Helsta hvatamanneskja að stjómmálahreyfingunni Þjóðvaka var og er Jóhanna Sigurðardóttir sem allir vita að ekki þoldi þverstæður í per- sónu og pólitík formanns Alþýðu- flokksins, Jóns Baldvins, og gekk úr flokknum. En hvemig á að þola svo húmorslausa fullvissu um réttdæmi sitt í hveiju máli sem Þjóðvakamanna til þessa? Það er ekki hægt. Þjóðvaki er tímaskekkja; draumórar frá fýrri tíð um að allt geti orðið slétt og fellt í pól- itík; að mannlegt mál geti flutt ómeng- aðan sannleika í milli manna. Engin von er þó um eins flokks stjórn, hvorki Þjóðvaka né annarra, og meðan svo er ekki hlýtur sérhver stjómmála- maður að slá af kröfum sínum í stjóm- arsamstarfi. Enn ein þverstæðan. Harðstjóm réttlætis er ekki betri en hver önnur. Kjami málsins er að læra þarf að lifa við mótsagnir. Þessa með- al annars hversu vandrataður meðal- vegurinn er milli umburðarlyndis og innrætingar, mannúðarhugsjóna og flokksbundinnar jafnaðarmennsku, stokkfreðinnar vísindahyggju fyrri tíma og veltings nútímans sem byggist á sammna sjónarmiða, fræðilegra sem annarra. Um daginn benti þór White- head sagnfræðingur á algenga þver- stæðu í málflutningi og athæfi jafnað- armanna í spurningaþætti þeirra Marðar og Hannesar Hólmsteins á Rás eitt. Aðferðir þeirra væm jafnað- armennska í orði en kapítalismi á borði. Fyrir skömmu var Svavar Gestsson þriðji maður í sama þætti og íjallaði um þessa togstreitu milli orða og gerða, sagði hana grundvallarþver- stæðu þjóðfélaga á vesturhveli jarðar, ekkert minna, sjálfsbjargarviðleitnin tækist allstaðar á við umhverfissjónar- mið á þeim svæðum, hvar enda ég, hvar byrjar þú og hversu mikið á tillit mitt til þín að vera? Þór vísaði á hinn bóginn til þess að bilið milli orða og verka væri stærra en svo að forsvaran- legt væri hvað sem líður átökum milli einkahags og félagshyggju. Svavar, sem er manna færastur í að sveigja orð til fylgilags við sig, réttlætti málflutn- ing sinn með því að sú þverstæða væri almenns eðlis sem Þór eignaði ís- lenskum sósíalistum sérstaklega. I því mikJa upplýsingaflæði sem við búum við hlýtur að teljast grunnfæmi að trúa á gamalsósíalíska vísu að sósí- alismi geti sameinað mannkynið undir eina stjómmálastefnu. Einhverskonar sósíal hugsun, kannski er hún bara kristileg, hlýtur að vísu að liggja lýð- ræðiskröfum til gmndvallar. En það er eins gott að menn átti sig á að mann- legt samfélag verður aldrei skynsam- legt, allra síst ef því er beinlínis ætlað að verða það, til þess em þarfir manna til dæmis fyrir Ijölskyldulíf og afkom- endur, ættatengsl, mannlegt mál, og flóttaleiðir frá hversdagsverunni, of rakalausar og þurftafrekar. Lítið til þess að jafnvel sjálfshyggjan sem er helsta framlag Evrópumanna til heimsmenningar er hrein undantekn- ing frá þeim sambúðarháttum mann- fólksins sem eiga sér uppmna annars staðar en meðal vestrænna mamia. As- íubúum þarf ekki að miðstýra til að þeir skilji að sjálf manns er tímabund- ið fyrirbrigði, tæki til að tryggja af- komuna en ekki til að sigra með heim- inn eins og til dæmis germanir trúa. Hversu kapítalískir sem Japanir verða halda þeir áfram að vera sósíalískir í Hvor er skárri í skömminni Jón Baldvin eða Svavar? Öllum stendur á sama.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.