Alþýðublaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 s k o ð a n i r MÞYBUBUBID 21036. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Stýrt eftir hniginni sól Össur Skarphéðinsson þingmaður Alþýðuflokksins lét gamminn geysa í íjörlegu viðtali við Alþýðublaðið í síðustu viku. Þar voru sam- einingarmál á vinstri væng gerð að umtalsefni, og kvaðst Össur stund- um hafa sagt um sjálfan sig að hann væri eini raunverulegi sameiningar- sinninn í Alþýðuflokknum. Það kynni að vera ýkt frásögn af raunveru- leikanum, sagði þingmaðurinn, en umræðan markaðist af því að enginn vildi vera „svarti péturinn. Það vill enginn verða sá sem samtíðin bendir á og segir: Það var hann sem kom í veg fyrir sameininguna." Össur seg- ir að hálfvelgja einkenni stærstan hluta forystu Alþýðuflokksins þegar sameiningarumræður eru annarsvegar - og það einkenni líka forystu- greinar Alþýðublaðsins um málið. Þá segir Össur: „Ritstjómargreinar [Alþýðujblaðsins hafa aldrei fjallað með jákvæðum hætti um samein- ingu en hinsvegar nokkrum sinnum með neikvæðum, og að minnsta kosti einu sinni með afar neikvæðum hætti. Þetta hefur komið mér á óvart.“ I ljósi eindreginna ummæla „eina raunverulega sameiningarsinnans“ kann lesendum viðtalsins að hafa komið á óvart, að aðspurður kveðst Össur fremur hafa viljað mynda stjóm með Sjálfstæðisflokknum síðast- liðið vor en efna til vinstristjómar. Össur segir að sér hafi „liðið afskap- lega vel“ í stjóm með Sjálfstæðisflokknum. Síðar í viðtalinu kveður hinsvegar við allt annan tón. Þá segir þingmaðurinn: „Ég tel að við höf- um misst sjónar á mörgum af okkar stóm málum við að fara í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum og vek eftirtekt á því að við hengum í þessari ríkisstjóm án þess að ná nokkru af stóm málunum fram.“ Það er óþarfi að setja á langar tölur um mótsagnimar sem felast í til- vitnuðum orðum Össurar, en á hinn bóginn verður það að teljast kynleg yfirlýsing að Alþýðuflokkurinn hafi ekki náð „nokkm af stóm málunum fram“. Hvert var langstærsta mál síðustu ára? Um hvað var tekist af mestu kappi á Alþingi fram eftir síðasta kjörtímabili? Alþýðublaðið þarf tæpast að rifja það upp fyrir Össuri enda mátti hann sitja löngum stund- um undir ræðum þáverandi stjómarandstöðu - Framsóknar, Alþýðu- bandalags og Kvennalista - sem lagði allt í sölumar til að koma í veg fyrir að Alþingi samþykkti samninginn um Evrópskt efnahagssvæði (EES). Nú viðurkenna allir nema fáein nátttröll að EES sé ein helsta ástæða þess að íslenskt efnahagslíf er að hjama við. Og það var einmitt afstaðan til EES sem mestu réði um það 1991 að þingflokkur Alþýðu- flokksins samþykkti að ganga til stjómarmyndunar með Sjálfstæðis- flokknum - reyndar gegn atkvæðum Össurar Skarphéðinssonar og tveggja annarra þingmanna. EES er mesta póhtíska hitamál seinni ára- tuga. Alþýðuflokkurinn var eini stjómmálaflokkurinn sem frá öndverðu stóð heill og óskiptur að samningnum. Það er því óþarft og óskiljanlegt vanmat á störfum Alþýðuflokksins að halda því fram að hann hafi ekki náð „nokkm af stóm málunum fram“ með Sjálfstæðisflokknum. Sé þetta hinsvegar í reynd skoðun Össurar er auðvitað skrýtið að hann segi í hinu orðinu að áframhaldandi stjómarsamstarf með Sjálfstæðisflokkn- um hefði verið æskilegast. Um afstöðu Alþýðublaðsins til sameiningar vinstrimanna er það að segja, að blaðið hefur verið vettvangur fyrir lífleg og fjölbreytt skoðana- skipti um þau mál. Alþýðublaðið hefur í forystugreinum hvatt til endur- mats á viðteknum pólitískum hugmyndum og uppstokkunar flokkakerf- isins. Blaðið hefur hinsvegar varað við útsölutækum orðaleppum og úr- sérgengnum frösum. Alþýðublaðið er þeirrar skoðunar að núverandi flokkakerfi henti samtímanum enganveginn enda sniðið að veröld sem var. Þegar við stöndum á þröskuldi nýrrar aldar er sameining „vinstri- manna“ engin töfralausn, enda er umræðan nú að mestu einsog slitin plata sem spiluð hefur verið í meira en hálfa öld. Menn hljóta að viður- kenna að fyllsta ástæða er til að skoða hlutina uppá nýtt þegar mesti sameiningarsinninn vill helst vinna með Sjálfstæðisflokknum. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú, að menn setjist á rökstóla um það hvemig flokkakerfi hentar nýrri öld. Skipting á mönnum og hugmynd- um til hægri og vinstii á í reynd jafnmikið erindi við samtíðina og væri mönnum deilt niður í fylkingar landvamarmanna og heimastjórnar- manna. Þeir sem nú tala um sameiningu „vinstrimanna“ án þess að taka með í reikninginn gjörbreyttar forsendur em því að stýra eftir hniginni sól og kulnuðum stjömum. ■ Sameining jafnaðarmanna. Til hvers? Þó ekki sé skortur á málefnanlegri og skemmtilegri stjórnmálaumræðu hér í Kóngsins Kaupmannahöfn, þá er fátt sem litar dagana meira en Alþýðu- blaðið þegar það læðist í póstkassann. I skrifum undanfarinna mánaða hafa sameiningarmál jafnaðarmanna borið hátt og er það vel. Flestir jafnaðarmannaflokkar í Vestur-Evrópu hafa tekið stefnu sína og starfsaðferðir til gagngerrar endur- skoðunar. Eitt af því sem þeir kjósa er að mæta nýrri öld í öflugu samstarfi um framtíð velferðarríkisins. Má þar Pallborðið Magnús M. Norðdahl skrifar nefna breska Verkamannaflokkinn sem hefur breytt áherslum í málflutn- ingi sínum og færst nær miðju breskra stjómmála. Stefnir allt í að hann komi nú inn úr kuldanum við næstu kosn- ingar. Á stefnuskránni er öflugri þátt- taka í samstarfi Evrópuríkjanna enda hefur löggjöf Evrópusambandsins (ESB) verið breskum verkalýð skjól fyrir árásum íhaldsstjórnarinnar. Spænskir jafnaðarmenn eru öflugir innan ESB og hafa tekið við manna- forráðum hjá NATO með stuðningi meðal annarra Frakka sem endurskoð- að hafa afstöðu sína til NATO. Vegna þessa og með auknum styrk norrænna jafnaðarmanna innan ESB má og ætla að áhrif jafnaðarmanna á framtíð Evr- ópu aukist til muna á næstu árum. Uni aíla Evrópu er jafnaðarmönnum orðið ljóst að þeim markmiðum sem stefnt var að fyrr á öldinni hefur veríð náð í stórum dráttum. Þau markmið voru bætt kjör verkafólks, mannsæmandi laun, heilsusamlegur aðbúnaður á vinnustöðum, afnám bamaþrælkunar og jafnrétti og jafnræði á vinnumark- aði. En betur má gera og árangurinn þarf að varðveita. Ekki bara innan Íandamæra þjóðríkjanna heldur einnig ber að sjá til þess að skoðanabræðrum okkar í Austur-Evrópu takist að tryggja almenningi í þessum ríkjum sömu kjör og jafnaðarmönnum hefur tekist að tryggja í Vestur-Evrópu. Til þess þurfa jafnaðarmenn völd á þjóð- þingum Evrópuríkjanna og innan sam- starfsstofnana þeirra. Til að ná þeim völdum og til þess að halda þeim þarf samstarf. Til þess þurfa íslenskir jafn- aðarmenn að ná saman í éinn öflugan flokk, sem eins og jafnaðarmanna- flokkar um alla Evrópu, hefur innan borðs stóra hópa fólks með ólík við- horf til ýmissa mála. Sagan hefur sýnt okkur að sundrað- ir kraftar jafnaðarmanna hafa leitt til valda veikar félagshyggjustjómir og sterkar íhaldssamar stjómir eins og þá sem nú situr við völd. Því verður að breyta. Álþýðuflokki og Alþýðubandalagi er hollt að íhuga fortíðina og eldri „sambönd" líkt og þeir Jón Baldvin og Svavar hafa gert. Þá fortíð verður að Sagan hefur sýnt okkur að sundraðir kraftar jafnaðarmanna hafa leitt til valda veikar félagshyggjustjórnir og sterkar íhaldssamar stjórnir eins og þá sem nú situr við völd. Því verður að breyta. gera upp og koma aftur fyrir sig. For- tíðarskoðunin er hiní vegar tilgangs- laus nema ætlunin sé að læra af reynslunni. Það skiptir engu hvort for- tíðin er mörkuð af röngum eða réttum ákvörðunum, góðum eða slæmum fyrri samböndum. í lífinu sjálfu og í pólitík eru ákvarðanir í eðli sfnu hvorki réttar né rangar á þeirri stundu sem þær em teknar. Þær em einungis grundaðar á mismunandi sjónarmið- um og ætlað að ná mismunandi mark- miðum. Það sem sameinar alla jafnað- armenn er að forsendur okkar eru frelsi, jafnrétti og bræðralag og mark- miðið lýðræðislegt og réttlátt þjóðfé- lag. Við trúum því að á meðan for- sendumar séu ekki þessar verði árang- urinn ekki lýðræðislegt þjóðfélag jafn- aðar og réttlætis. Vegna þessa eiga ís- lenskir jafnaðarmenn öfluga skírskot- un til frjálslyndra afla innan allra stjórnmálaflokka en einnig öfluga andstæðinga. Andstæðingamir em þeir sem vilja viðhalda ríkjandi ástandi, miðstýringu og höftum. Þeir kjósa að ganga erinda skammsýnna hagsmunahópa, sjá aldrei skóginn fyrir trjánum og ríg- halda í gamlar kreddur sem ekki eiga við í lok 20. aldarinnar. Koma þarf í veg fyrir að hér sitji að völdum aftur- haldssamar og duglausar ríkisstjómir. Þær kjósa að fóma hagsmunum kom- andi kynslóða í misskilinni forsjár- hyggju í atvinnulífi, íslensku þjóðfé- lagi til óþurftar þegar fram í sækir. Þetta gera þær, líkt og núverandi ríkis- stjórn, undir formerkjum þjóðernis- hyggju og í grímulausri gæslu skammtímahagsmuna. Það er því brýnt að taka sameigin- leg stefnumál allra jafnaðarmanna upp á borðið. Finna þarf þeim þann farveg sem dugar til þess að skerpa andstæð- ur íslenskra stjómmála og tryggir áhrif íslenskra jafnaðarmanna í þróun ís- lensks samfélags og Evrópu framtíð- arinnar. Höfundur er lögfræðingur desember Atburðir dagsins 1821 Eldgos í Eyjafjaílajökli, hið fyrsta á sögulegum tíma. 1848 Emily Bronte, höfundur Wuthering Heights, deyr úr berklum aðeins þrítug að aldri. 1901 Tólf hús brunnu á Akur- eyri og var það mesti eldsvoði á fslandi fram til þess tíma. Meira en 50 manns urðu heim- ilislausir. 1969 Aðild íslands að EFTA samþykkt á Alþingi. 1991 Mikael Gorbatsjov segir af sér sem forseti Sovétríkj- anna. Afmælisbörn dagsins Sir Ralph Richardson 1902, enskur stórleikari. Leonid Bresnjev 1906, forseti Sovét- ríkjanna 1977-82. Jean Genet 1910, franskur glæpamaður sem varð einn þekktasti rithöf- undur aldarinnar. Edith Piaf 1915, frönsk söngkona. Annálsbrot dagsins Sáust ókennilegir t'iskar um vorið nálægt Jónsmessu fram undan Sölvahamri sunnan Jök- ul, einninn undan Fossárdals- bökkum vestan Jökul. Þeir voru hvítir að lit, en á vöxt við hákarl; fóru mikið grunnt, syntu mjög fljótt, en sáust helzt af landi; varð og vart við þá víðar við sjóinn annarsstaðar. Grímsstaöaannáll 1744. Skáld dagsins Eg er haltur einsog Byron, fag- ur einsog Byron. og skáld ein- sog Byron! Jóhann Jónsson, 1896-1932. Málsháttur dagsins Slægur etur slægs mats. Orð dagsins Hver vill telja mannleg mein? Mcíl jxið ekkert getur. Fleira en kvenna ástin ein angurs vopnin hvetur. Hjálmar Jónsson í Bólu. Skák dagsins Tafllok dagsins eru býsna snot- ur. Skákin var tefld árið 1926, Hcinicke hefur hvítt og á leik gegn Wiistenhofer. Hvítur notfærir sér hversu illa svörtu mennirnir eru í sveit settir og hristir mátfléttu framúr erm- inni. Hvítur leikur og mótar. 1. He8+ Kh7 2. Hh8+!! Kxh8 3. Dh6+ Kg8 4. Dxg7 Skák og mát!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.