Alþýðublaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 8
JAFNAÐARMAÐURINN Gunnar Alexander Olafsson Ungir jafnaðarmenn á Norðurlöndum funda Alþýðuflokkurinn er eini jafnaðarmannaflokkurinn á Norðurlöndum sem ekki á aðild að ríkisstjórn Helgina 28.-30. október síðastliðinn var haldinn stjómarfundur á vegum FNSU, (Sambandi ungra jafnaðar- manna á Norðurlöndum) í Helsinki, Finnlandi. Til fararinnar af SUJ hálfu völdust undirritaður og Þóra Amórs- dóttir. Fyrri dagur fundarins fór í að tala um innri málefni sambandsins og var stjóminni gerð grein fyrir íjárhags- stöðu sambandsins. Þar á eftir voru ræddar skýrslur um landsmálin í hverju landi. í skýrslu okkar til sambandsins kom fram að Alþýðuflokkurinn hefði tapað fylgi í síðustu kosningum og þar með dottið út úr ríkisstjóm. (En þess má geta að Alþýðuflokkurinn er eini jafnaðarmannaflokkurinn á Norður- löndum sem ekki á aðild að ríkis- stjóm.) I því sambandi reyndum við að gera grein fyrir því sem við töldum helst hafa haft áhrif á slælega útkomu flokksins í kosningunum. Þar á eftir gerðum við grein fyrir þeirri stöðu sem upp er komin í íslenskum stjómmálum, þeirri umræðu um sameiningu eða samstarf á vinstri væng þeirra flokka sem eru í stjórnarandstöðu og hver stefna núverandi ríkisstjómar sé. Eftir að fulltrúar allra aðildarfélaga höfðu gert grein fyrir stöðu landsmála í sínu landi var fundi frestað fram á næsta dag. Gestgjafar okkar Finnar gátu auð- vitað ekki látið hjá Kða að bjóða í ekta fínnskt gufubað, en lítið var um snjó- veltur því miðborg Helsinki ku ekki henta sérlega vel til þess arna. Auk þess sem við fengum mesta blíðviðri og borgin þar af leiðandi snjólaus. Fundarmenn mættu svo fílefldir til sunnudagsfundarins. Á þeim fúndi var tekið fyrir þema stjómarfundarins, at- vinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum. Kom þar fram að án efa er atvinnuleysi hjá ungu fólki minnst hér á íslandi og er þó ærið, en ástandið var sýnu verst í Finnlandi. Þar er atvinnuleysi hjá ungu fólki allt frá 25%- 60%. Samhliða þessu atvinnuleysi var áberandi að hjá öllum löndunum á velferðakerfið í miklum vanda og ríkisstjómir em að draga saman seglin í ríkisbúskapnum, þannig að hætta er á að atvinnuleysi ungs fólks verði varanlegt ástand í stað tímabundins vandamáls. Lýstu fulltrúar sig áhyggjufulla yfir þessu ástandi. Þessi stjómarfundur var mjög lær- dómsríkur fyrir okkur og veitti okkur tækifæri til að ræða um mál sem em ofarlega í hugum ungs fólks á Norður- löndum. Þessi fundur var skipulagður af skoðanabræðmm okkar og systmm í Finnlandi og fórst þeim verkið mjög vel úr hendi. Þess má geta að næsti stjómarfúndur FNSU verður haldinn á Islandi í lokjanúar. Höfundur er annar varaformaöur Sam- bands ungra jafnaðarmanna. Umhverfismál - Jón Eggert Guðmundsson skrifar Er hægt að lífga hafið við? Það hefur verið rætt undanfarið hvort það væri ekki gott að bera áburð á haf- ið til þess að auka magn svifs í yfirborð- slögunum. Þessi hug- mynd er ekki ný af nálinni því það var talsvert fjallað um hana rétt fyrir seinna stríð. Hugmyndin virðist ekki vera galin við fyrstu sýn en get- ur verið varhugaverð þegar nánar er að gáð. Þessi hugmynd byggist á því að leysa vanda sem allar fískveiðiþjóðir eiga við að glíma, þ.e.a.s fækkun í nytjastofnum og ofveiði. Heimshöfin eru að mestu leyti dauð nema við strendur þar sem næringarefni falla í hafið frá landi. Með því að auka framleiðni bæði plöntu og dýrasvifs í úthöfunum má ætla að fiskistofnamir vaxi í kjölfarið. Ef þetta væri fram- kvæmanlegt þá væri þetta mjög gott mál en það er því miður ekki svona einfalt. Með því að bæta næringar- efnum í sjóinn þá eykst vitanlega framleiðni bæði dýrasvifs og plöntu- svifs en um væri verið að fara út í aðgerðir sem við höfum ekki hug- mynd um hvernig myndu enda. Vist- kerfi og sveiflur í vistkerfum eru ein- faldlega það flóknar að það getur allt gerst. Þetta svokallaða vistfræðilega jafnvægi sem oft er minnst á í um- ræðunni um veiðar á hval og sel er ekki til í raun og veru. Þess í stað sveiflast stofnstærðir eftir ógrynni af þáttum sem leggjast á eitt um að halda stofninum niðri eða uppi. Það sem ég er að meina með þessu er að ef framleiðni eykst sem hún gerir mjög líklega þá viljum við auka framleiðni þeirra þörunga sem eru ekki skaðlegir. En vegna þess að náttúrulegar sveiflur eru það flóknar þá þarf það ekki endilega að gerast. Þess vegna tel ég að best sé að fara sér hægt í þessu máli. Höfundur er formaöur málstofu ungra jafnaöarmanna um umhverfismál. Gleðileg jól! Bifreiðar og landbúnaðarvélar Fjardannót EIMSKIP STáFB Sandgerðisbær

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.