Alþýðublaðið - 19.12.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 19.12.1995, Síða 1
UmVBUlIB Þriðjudagur 19. desember 1995 Stofnað 1919 191. tölublað - 76. árgangur ■ Alþýðuflokkurinn leggurfram róttækar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið Getum náð halla- lausum fjárlögum -segir Gísli S. Einarsson alþingismaður. „Við unnum mjög ítarlegar breyting- artillögur við Qárlagafrumvarpið með það að markmiði að ná hallalausum fjárlögum. Það er hægt með nýjum spamaði útgjalda og sértekjum en ég geri mér grein fyrir að þessar tillögur valda deilum víða í kerfmu. Það hefur ekki gefist jafn gott tækifæri til að ná hallalausum fjárlögum um áratuga- skeið þar sem þjóðhagshorfúr eru mun betri en gert var ráð fyrir á haustmán- uðum vegna aukinna veiða og álfram- kvæmda,“ sagði Gísli S. Einarsson al- þingismaður í samtali við blaðið. „í okkar tillögum er farið nákvæmlega yf- ir fjárlagafrumvarpið og við gerum skýra grein fýrir þeim breytingum sem við leggjum til, bæði hvað varðar út- gjöld og tekjur. Það hefur nú jregar ver- ið tekið tillit til sumra af okkar tillög- um. Við vildum til dæmis lækka út- gjöld vegna ábyrgðarsjóðs launa úr 200 milljónum í 100 milljónir með því að auka þátttöku atvinnulífsins í íjármögn- un sjóðsins. Meirihluti fjárlaganefndar tók þessa tillögu upp nær óbreytta og vill lækka útgjöld sjóðsins um 90 millj- ónir. Við viljum að innheimt verði sér- stakt gjald af hverju lönduðu fiskkílói til að standa straum af rekstri Fiskistofu og Hafrannsóknarstofu. Þetta gjald skilar um 900 milljóna króna tekjum og við trúum ekki öðru en menn vilji að stofnanir sjávarútvegsins fái tekjur á eðlilegan máta frá útveginum sjálfum. Nú við gerum ráð fyrir að fjármagns- tekjuskattur verði innheimtur frá 1. september á næsta ári og skili 420 milljónum það ár, svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Gísli. Samkvæmt tillög- um þingmanna Alþýðuflokksins hækka tekjur ríkissjóðs um 2.320 milljónir. í tillögunum er annars vegar gert ráð fyr- ir hækkun einstakra útgjaldaliða um 645 milljónir en jafnframt gert ráð fyrir lækkun útgjalda á öðrum sviðum um 1.510 milljónir og sölu eigna sem nem- ur 700 milljónum króna. Samtals munu útgjöld lækka og tekjur hækka um 3.885 milljónir sem er sama upphæð og áætlaður halli samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu. Alþýðuflokksmenn segja tekjur ríkisins aukast um 800 milljónir vegna álversframkvæmda og þeir vilja fækka ívilnunum vegna hlutabréfa- kaupa sem gefa 200 milljónir í auknar tekjur. Þeir vilja lækka framlag til Byggðastofn- unar um 100 milljónir, setja þak á útgjöld samkvæmt heimildar- á k v æ ð u m , hætta stuðn- ingi - við Bændasamtök- in í áföngum og lækka Gísli: Gerum skýra framlag í ffam- grein fyrir okkar til- leiðnisjóð. Þá lögum. vilja þeir að bætur til þol- enda afbrota verði greiddar að fullu og tekjutenging lffeyrisgreiðslna við Ijár- magnstekjur verði lækkuð um 190 milljónir frá fjárlagafrumvarpi. Fram- lag til Kvikmyndasjóðs verði hækkað um 13 milljónir, skerðing barnabóta verði lækkuð og bamabótaauki hækki, svo nokkur dæmi séu nefhd um tillögur þingmanna Alþýðuflokksins. Formaður Dagsbrúnar ætlar að láta af störfum Tek áfram þátt í átökum - segir Guðmundur J. Guðmundsson. „Ég ætla ekki að standa fyrir aftan ystu. Guðmundur gagnrýnir skattsvik- eftirmann minn og halda um flibbann á honum. Það er alveg hræðilegt þegar fyrrverandi formaður lætur ekki af starfi heldur áfram í praxís. En ég mun áfram taka þátt í átökum í félaginu og baráttunni," segir Guðmundur J. Guðmundsson meðal annars í viðtali vi ð Alþýðublaðið í dag. í viðtalinu segist Guðmundur standa uppi eignalaus og allslaus með lélegan lífeyrissjóð eftir 42 ára setu f stjóm Dagsbrúnar. Það sé hugsjóna- starf að vera formaður félagsins. Guð- mundur J. Guðmundsson segir að síð- an Björn Jónsson féll frá árið 1978 hafi Alþýðusamband íslands ekki ver- ið til stórræða. Hann hefur þá trú að á næsta þingi Aiþýðusambandsins komi fram öflugri og frískari aðilar í for- Upplestur á veitinga- húsinu 22 Miðvikudagskvöldið 20. desember klukkan 21.00 verður bókakynning á veitingahúsinu 22. við Laugaveg. Þar koma fram skáld sem eiga það sam- eiginlegt að senda frá sér bækur fyrir þessi jól. Skáldin sem lesa upp úr bók- um sínum eru: Einar Már Guð- mundsson er les úr ljóðabók sinni, / auga óreiðunnar. Nína Björk Arna- dóttir sem les úr skáldsögunni, Þriðja ástin, Ólafur Grétar Gunnsteinsson, les úr ljóðabókinni Þáttur, Sigurður Pálsson, les úr Ljóölínuskipum, Stein- ar Vilhjálmur flytur efni úr ljóðsög- unni, Hin hljóða nóta og Þorri Jó- hannsson fer með efni úr ljóða og prósabók sinni, Holrœsin á ströndinni. Dagskráin hefst stundvíslega kiukk- an 21.00 og er aðgangur ókeypis. in í landinu og segir að þegar Ragnar Arnalds var fjármálaráðherra hafi hann ekki þorað að leggja til atlögu við skattsvikara. Sjá baksíðu. Mozart við kertaljós Síðustu vikuna fyrir jól held- ur kammerhópurinn Camerarctica sina árlegu aðventutónleika þar sem leik- in verður tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Leikið verður í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. í kvöld verða tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju og annað kvöld í Kópavogskirkju. Á myndinni eru, Ármann Helgason, klarinettuleikari, Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari. Tónleikarnir eru um klukkustundar langir og verða kirkjurnar einungis lýstar með kertaljósum til þess að skapa fallega og rólega stemmningu í miðri jólaösinni. A-mynd: E.ÓI. ■ Akureyri Nýr leikhússtjóri Leikféþag Akureyrar hefur ráðið Trausta Ólafsson sem leikhússtjóra. Trausti er fæddur árið 1949 og lauk á þessu ári námi í leiklistarfræðum frá Oslóarháskóla. Hann er einnig lærður kennari og hefur B.A. próf í norsku frá Háskóla íslands. Trausti var skóla- stjóri Hvammshlíðarskóla á Akureyri á árunum 1985-1989, hefur fengist við ritstörf og blaðamennsku og var kynn- ingarfulltaii íslensku óperunnar 1992- 1993. r.\ r.\ ÞAR SEM NYTSOMU lólagjafirnar Travelpro® Ferðatöskurnar á hjólum. LJLPUHANSKARNIR EFTIRSÓTTU VERÐ KR.1.800. TIL 2.500.- FAST UNGVERSKU GÆÐAHANSKARNIR Má krækja 3 töskursaman og draga með annarri hendi. Töskurfyrirþásem ferðast mikið. FRÁBÆRGÆÐI FRÁBÆR ENDING! Sendum í póstkröfu. ^lábvö-rðuitújj, ^im. 55!-5814,552-9664

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.