Alþýðublaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 6
B2 afnaðarmaðurinn ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 Ungir jafnaðarmenn Útgefandi Samband ungra jafnaðarmanna Ritstjórn Gestur G. Gestsson Hreinn Hreinsson Þóra Arnórsdóttir Útlit Gagarín hf. Við höfum verk að vinna í síðasta leiðara var fjallað um nauðsyn þess að gera innra starf Al- þýðuflokksins öflugra. í kjölfar þessa sendi framkvæmdastjóm ungra jafnaðarmanna þingflokki Alþýðuflokksins róttækar tillögur um hvemig innra starfi flokksins skyldi háttað á nýju ári, að þeirra mati. Eins og greint er frá á forsíðu var þessu fmmkvæði SUJ ákaflega vel tekið. Með þessu hafa ungir jafnaðarmenn stigið mikið framfaraspor. í stað þess að tala saman á ótal fundum, fonnlegum og óformlegum,í heimahúsum og á opinberam stöðum, var vandinn greindur, athugað hvað hægt væri að gera til úrbóta og tillögur þar að lútandi lagðar fram. Viðtökumar sýna að ef menn vinna sína heimavinnu er á það hlustað og eftir því farið. Það sem þarf er hreinlega að menn losi sig úr viðjum baktjaldamakks og ei- lífra plottfunda og komi hreinir og beinir fram, með vandaðar tillögur í farteskinu. Ef öll sú orka sem farið hefur í að bíta í hælana hvert á öðra, hefði heldur farið í uppbyggilega starfsemi af þessu tagi hefðum við öragg- lega komið betur út úr síðustu kosningum og stæðum sterkar í skoðana- könnunum nú. Fólk gengur ekki úr og í flokka eftir því hversu vel hin- um og þessum einstaklingnum gengur að koma höggi á samflokksmenn sfna. Fólk eyðir tíma sínum í stjómmál af því að það hefur ákveðnar hugmyndir um það hvemig þjóðfélag það vill byggja. Það vill koma þessum skoðunum á framfæri, móta stefnu, vinna málefnavinnu og hafa gaman af starfinu í góðum félagsskap. Flokkar verða því að hafa tiltækar leiðir fyrir hinn almenna flokksmann til að hafa áhrif. Tillögur ungra jafnaðarmanna miða að því. Með þeim er verið að skapa vettvang fyrir hinn almenna flokksmann til að vera virkur í málefnavinnu, vinnu sem skilar sér í stefnu flokksins og inn á þing. Og skilar sér öragglega einnig í ánægjulegra samstarfi flokksmanna. Sameining - enn og aftur! Það væri eflaust ágætt efni í lokaverkefni í stjómmálafræði við Há- skóla Islands að rannsaka sveiflur í umræðum um sameiningu á hinum svokallaða „vinstri væng“. (Hún helst ef til vill í hendur við stofnstærð ijúpunnar, hún ku vera í mikilli uppsveiflu núna...) Tvær síðustu kyn- slóðimar í stjómmálum hafa gengið í gegnum sömu eða svipaða um- ræðu og nú á sér stað og hún hefur alltaf endað á sama veg - í engu. En nú er stóra stundin að renna upp, „það er nú eða aldrei“, hrópar hver um annan þveran og enginn hærra en fyrrverandi varaformaður Alþýðu- flokksins sem klauf hann fyrir tæpu ári. A meðan situr það fólk, sem á að fylla þennan stóra jafnaðarmannaflokk heima, og heldur að sér hönd- um. Vill ekki trúa fagurgalanum í stjómmálamönnum sent hafa bitist ár- um saman en sýna nú skyndilega á sér nýja hlið. Hvaða fólk er þetta? Þetta er unga fólkið sem ekki hefur enn fundið sér farveg innan gamla flokkakerfisins en vill vinna að betra samfélagi í samræmi við sanna jafnaðarstefnu. Þetta er fólkið í stúdentapólitíkinni, sem vill geta unnið með sínum samherjum á breiðari grundvelli þegar komið er út fyrir veggi Háskólans. Þetta er unga fólkið í ungliðahreyfingum flokkanna sem er ósátt við að geta aldrei hrint nema einhverju brotabroti af stefnu- málum í framkvæmd sakir smæðar og sjá því lítinn sem engan árangur af starfi sínu. Þetta er unga kynslóðin sem hefur nýja lífssýn, sem er sjálfstæðiskynslóðinni algerlega framandi. Þjóðemishyggja - þjóðremba, á hreinlega ekki upp á pallborðið lengur. Sjóndeildarhringurinn hefur blessunarlega víkkað, íslensk æska sér lengra en niður í fjöraborðið. Hún sér hvað er að gerast handan við Atlantshafið, beggja vegna. Og vill taka þátt. En er virkilega grandvöllur fyrir einum flokki úr þremur og hálfum? Ef við sleppum ýmsum stórum málefnum svo sem Evrópusambandinu, véiðileyfagjaldi og landbúnaði, þá er samt sýnt að gamla sósíalistafélag- ið sem skálar fyrir Stalín og Maó á viðkvæmum stundum á ekki samleið með þessari kynslóð á sínum gömlu forsendum. Það er einfaldlega óal- andi og ófeijandi innan hvers nútímalegs flokkakerfis. Þarf það ekki allt- af sinn flokk, eða flokksbrot, uns það lognast vonandi út af og deyr drottni sínum? Stór jafnaðarmannaflokkur á íslandi mun einnig sækja fylgi sitt til hægri, til fijálslyndra demókrata sem hafa látið glepjast af gervi-fijálslyndisstefnu Sjálfstæðisflokksins eða það sem ótrúlegra virð- ist, af orðagjálfri Framsóknarflokksins. Það virðist hins vegar vera eitt- hvert tabú að verið sé að sameinast gegn Sjálfstæðisflokknum. Ef eitt- hvert mein er í þjóðfélaginu, er þá ekki einmitt rétt að ráðast að rótum þess? Það er kominn tími til að sameina alla sellufundina sem era í gangi víðs vegar um borgina og reyndar landið allt. Án kastljóss fjöl- miðla. Enginn stjómmálaflokkur hefur orðið til í beinni útsendingu. ■ Ingvar Sverrisson er 24 ára gamall jafnaðarmaður sem gekk í Alþ1 hann mikið að sér kveða enda duglegur, kraftmikil og traustur jafna* borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, varaformaður íþrótta- og tómstum flokksstjórn Alþýðuflokksins og nýbakaðurfaðir. Mikill frami á sköm Jafnadarmadurinn tók þennan kraftmikla svein tali í miðju jólastresi Blásum í herlúðra - kommúnistunum í Þú gekkst í Alþýðuflokkinn Ingvar, hvers vegna? Ég hafði lengi haft áhuga á stjóm- málum og velt því alvarlega fyrir mér að taka þátt á beinan hátt. Álþýðu- flokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands varð síðan fyrir valinu vegna þess, að ég er jafnaðarmaður af hug- sjón; það var hið fyrsta sem ég áttaði mig á þegar ég fór að spá í stjómmál- in. Alþýðuflokkurinn er líka eini lýð- ræðisflokkurinn á Islandi; flokkur sem er ekki háður hagsmunaaðilum heldur berst fyrir hagsmunum alls almenn- ings. Þegar ég fór svo á fulla ferð í starfinu þá reyndist það áhugavert og í raun svo skemmtilegt að ég sat fastur í vefhum. Það sem átti í fyrstu að vera stutt innlit varð mitt aðaláhugamál; kannski það eina - það er allavega ekki mikill tími í annað. Fyrir tvéimur árum varstu óþekkt stœrð t stjómmálum. / dag ertu lilað- inn embœttum. Hvemig kom þetta til? Ég barðist fyrir draumnum um sam- einingu í Reykjavík ásamt fleiri góð- um mönnum og okkur tókst með stuðningi fólks úr öllum flokkum að koma málinu í gegn. Ungir jafnaðar- menn lögðust allir á eitt í sameiningar- málum félagshyggjuaflanna í borginni og gerðu síðan sem ótvírætt forystuafl innan flokksins í borgarmálum, kröfu um eitt af efstu sætum jafnaðarmanna á listanum. Það gekk eftir og ég var valinn sem fulltrúi þessa unga fólks. Ég hafði þá um nokkurt skeið talsvert látið til mín taka í borgarmálunum og þekkti þau ágætlega að eigin mati, þó svo ég hafi komist að öðru eftir að við tókum við þessu bákni, frumskógi. Önnur embætti hafa síðan smám sam- an tínst utan á mig. Sum fyrir tilviljun. Hver er staða R-listans í dag? Reykjavíkurlistinn hefur verið að glíma við gífurlega erfiða fjárhags- stöðu sem vissulega hefur bundið hendur okkar en samt vil ég nú segja að framkvæmdir hafa verið miklar miðað við þetta, sérstaklega í skóla- og dagvistarmálum. Þess ber að geta að famar hafa verið aðrar leiðir í fram- kvæmdamálum og reynt að gera hluti á sem hagkvæmastan hátt. Til dæmis með því að fá Rauða krossinn með í byggingu nýs sjúkraheimilis fyrir aldr- aða. Að gera hluti á sem hagkvæmast- an hátt er eitthvað sem fyrrverandi meirihluti skilur ekki og lýsir það sér best í málflutningi hans. Mun Reykjavíkurlistinn standa við þau stóru orð semféllu t kosningabar- áttunni? Já, og er þegar byrjaður að efna þau. Við verðum samt sem áður að taka með í reikninginn, að fjárhags- staða borgarinnar hefur líklega aldrei verið verri og það er stórt verk að laga þann halla. Við lofuðum því og erum byrjuð. Staða borgarsjóðs er núna númer eitt, tvö og þijú og verður að bæta. Auðvitað munum við síðan reyna að standa við allt sem við höf- um sagt og fara þær leiðir sem við út- listuðum fyrir borgarbúum í kosninga- baráttunni. Það er auðvitað erfitt að geta ekki gert allt sem við lofúðum og það er enn erfiðara að útskýra fyrir fólki hvað er að gerast, því það vilja auðvitað allir fá sitt og það er eríitt að fá fólk til að hugsa langt fram í tím- ann. Eins óg störf þín að R-listanum vitna um hefur þú alltaf verið öflugur talsmaður sameiningar félagshyggju- aflanna. Hvað er að gerast í þeim rnálum núna? Reykjavíkurlistinn er veruleiki, þó hann sé líkastur draumi. Við sögðum að eina leiðin til þess að ná árangri, en það er einmitt það sem pólitík snýst um, væri að sameina jafnaðarmenn í einn öflugan flokk til þess að hægt væri að koma afturhaldsseggjum frá og hefja sókn til nýrra tíma. Stjórn- málaleiðtogar þessara flokksbrota virðast loks hafa áttað sig og eru, von- andi, að fara að blása í herlúðra og koma kommúnistunum í Valhöll frá, Kröftugt starf í Kópavogi Föstudagskvöldið 24. nóvember héldu ungir jafnaðarmenn í Kópavogi aðalfund sinn. Allstór og föngulegur hópur af kópvogskum ungkrötum mættu á staðinn. Fyrst var flutt skýrsla stjómar þar sem farið var yfir helstu frægðarverk hennar. Þar bar hæst feykilega baráttu ungkrata í Kópavogi í prófkjörinu á Reykjanesi þar sem þeir voru þungamiðjan í glæstum sigri Rannveigar Guðmundsdóttur og síðan má ekki gleyma þeirri staðreynd að formaður félagsins, Þóra Amórsdóttir, var í 6. sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu. Auk þess verður að minnast á hið glæsta fótboltamót SUJ sem Kópavogsfélagið stóð fyrir. Þar stóð lið Kópavogsbúa sig með af- brigðum vel (varð í fjórða sæti), og með jafnaðarhugsjónina að leiðarljósi lánaði það lykilmenn sína í önnur lið. Þá var gengið til kosninga í embætti. Mikil spenna var í kjörinu þar sem fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér áfram. Var tekið fundarhlé til að ráða ráðum sínum. Eftir mikið og strangt samningaþóf tókst að koma saman stjóm sem allir fundarmenn gátu sætt sig við. Tillagan var þá samþykkt ein- róma. Stjórnin skipaðist þannig að meðstjómendur urðu Þóra Ámórsdótt- ir og Hrönn Hrafnkelsdóttir, ritstjóri málgagna varð Halldór E. Sigurbjörs- son, gjaldkeri varð Vilberg F. Ölafs- son og einnig var hann endurkjörinn í hina margeftirsóttu stöðu tengiliðs við vinafélagið á Akureyri. Starf hans þar hefur skilað víðtækum árangri, tengsl- in ku vera orðin það góð að ekki þótti við hæfi að flytja skýrslu hans ppin- berlega. Ritari var kjörin Ingibjörg Hinriksdóttir, varaformaður Baldvin Björgvinsson og formaður var kjörinn Hreinn Jónsson. Mikil umræða varð á fundinum um bága stöðu flokksstarfs á landsvísu og hvernig mætti koma þeim málum í góðan farveg eins og til dæmis með skipan málefnanefnda. Stjómin ákvað að láta ekki minna að sér kveða á komandi ári heldur en á því síðasta. Hún stefnir einnig að því að halda nokkur íþróttamót á næsta ári, enda hróður félagsins borist víða eftir fyrmefnt knattspymumót. Verið er að kanna möguleika á að halda sundkeppi og kappróðurskeppni á Kópavoginum og stjóm FUJK hvetur hér með félagsmenn SUJ til að byrja æfingar hið fyrsta svo að þetta verði jöfn og spennandi keppni líkt og fót- boltamótið var. Stjórnin lýsir sig til- búna að skoða allar hugmyndir að íþróttamótum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við einhvern ofan- greindra stjómarmeðlima. Hreinn Jónsson, formaður FUJK. Ný stjórn ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði Lands- liðsein- valdur í farar- broddi Hörður Amarson golfkennari og landsliðseinvaldur unglinga í golfi, var kjörinn formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði á fjöl- mennum aðalfundi félagsins. „Mik- ill baráttuhugur er í ungum jafnaðar- mönnum og mörg spennandi verk- efni framundan", sagði hinn ný- kjömi fonnaður. f stjóm FUJH voru kjömir fyrr- nefndur Hörður Amarson formaður, Þröstur Sverrisson varaformaður, Sigfús Magnússon gjaldkeri og Ing- var Sigurðsson ritari. Meðstjómend- ur voru kjörnir Lúðvík Arnarson, Jón Eggert Guðmundsson og Gestur G. Gestsson. Varamenn vom kjömir Ame Sólmundsson og Bjöm Viðar Ólafsson. „Það verður okkar megin- markmið að efla ungliðahreyfingu jafnaðarmanna í Hafnarfírði", segir Hörður, „en við höfum inálefnin með okkur. Þá er brýnt að ná betur til unga fólksins í bænum og virkja það í því að byggja upp betri bæ og réttlátara þjóðfélag. Auk þess stefn- um við að því að halda titlinum sem besta knattspymufélag ungra jafnað- armanna."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.