Alþýðublaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 5
& JAFNAÐARMAÐURINN LGAGN SAMBANDS U N FNARMANNA Ungir jafnaðarmenn telja að flokksstarf í Alþýðuflokknum sé við frostmark og hafa gert ítarlegar tillögur um hvernig megi rífa starfið upp Flokksstarf á nv! Meðal ungra jafnaðarmanna hefur að undanfömu farið fram mikil um- ræða um innra starf Alþýðuflokksins. Mikil óánægja hefur ríkt vegna þeirrar ótrúlegu deyfðar sem ráðið hefur ríkj- um frá því í kosningastarfinu í vor, sumir vilja reyndar meina að ekki hafi borið á líflegu flokksstarfi árum sam- an. Að mati þess unga fólks sem starf- ar með Alþýðuflokknum og raunar meðal flestra flokksmanna hefur flokksstarfið verið með þeim hætti að það hvetur fólk ekki beinlínis til þess að koma til starfa. Akaflega lítið hefur til dæmis verið um opna fundi á veg- um flokksins þar sem þingmenn flokksins koma og ræða með flokks- mönnum þá stefnu sem flokkurinn er að framfylgja á Aiþingi. Annað sem er gagnrýnivert er að flokksskrifstofan er alls ekki eins öflug og nauðsynlegt væri. Fólk sem labbar inn af götunni og vill nálgast stefnu flokksins í ein- hveijum málaflokki getur ekki gengið að því sem vísu að fá úrlausn sinna mála. Astæðan fyrir því er aðallega sú að mikil óreiða er á öllum þeim plögg- um sem samþykkt hafa verið í flokkn- um á liðnum árum og þar af leiðandi erfitt að nálgast þau. Einnig eru dæmi um það að fólk hafi þurft að gera margar tilraunir til þess að fá að kom- ast inn á flokksskrá, og það er auðvit- að fráleitt fyrirkomulag að áhugasamt fólk fái ekki jákvæða svörun þegar það býður fram krafta sína í þágu flokksins. Flokksstarf er sjálfboðaliða- starf og því ber okkur að taka við öll- um þeim sem reiðubúnir eru að leggja á sig vinnu. Tillögur um breytingar Ekki þýðir þó að halda sig bara til hlés og gagnrýna sig gráhærðan og eyða allri sinni orku í neikvæðar um- sagnir um þá sem ráða hverju sinni. Þess vegna ákvað framkvæmdastjóm ungra jafnaðarmanna að senda frá sér ályktun þar sem kæmu fram tillögur að bættu flokksstarfi. Fyrsta ályktunin um þetta efni var send þingflokknum nú á dögunum. Þar var borin upp sú tillaga að stofnaðir yrðu málefnahópar innan flokksins sem skiptu með sér málefnum á sama hátt og nefndaskip- an er á Alþingi. Hugmyndin gengur út á það að í hverri nefnd verði stjórn sem skipuð yrði þeim þingmanni sem situr í málefnanefnd á Alþingi, einum frá SUJ, einum frá Alþýðuflokkskon- um og tveim aðilum sem skipaðir yrðu með tilliti til sérþekkingar á mál- efninu. Stjórnin myndi síðan standa fyrir opnum fundum reglulega þar sem allir geta komið og rætt um þau mál sem uppi eru hverju sinni við þingmann flokksins sem er að vinna að því máli. Þetta fyrirkomulag hefur tvíþættan tilgang. I fyrsta lagi að gefa almennu flokksfólki kost á því að nálgast þingmenn flokksins og hafa áhrif á stefnu hans, enda eru þing- menn jú fulltrúar fólksins og starfa í umboði þess. I öðru lagi gefur þetta þingmanni tækifæri á því að mynda í kring um sig hóp fólks sem hefur áhuga og þekkingu á tilteknu málefni og getur mótað stefnu flokksins á hveijum tíma. A þennan hátt er mögu- legt að tengja betur saman grasrótina og fílabeinsturninn sem virðast lítið hafa vitað hvort af öðru undanfarin misseri. Góðar undirtektir Það er skemmst frá því að segja að þessu framtaki ungra jafnaðarmanna var vel tekið í þingflokki og var tillag- an samþykkt. Starf þessara málefna- hópa mun svo fara af stað eftir áramót. Auk þess komu ungir jafnaðarmenn þeirri ósk sinni á framfæri að þing- menn tækju upp þá reglu að vera með viðtalstíma á skrifstofu Alþýðuflokks- ins að minnsta kosti tvisvar í mánuði. Þetta var einnig samþykkt og munu þingmenn frá og með áramótum vera á flokksskrifstofu á ákveðnum tímum þar sem almenningur getur gengið að þeim vísum til að ræða stefnu og strauma á hverjum tíma. Allt hefur þetta hið sama markmið sem er að efla tengsl þingmanna við flokksmenn og fólk almennt. Auk þess er þetta fyrsta skrefið í þá átt að gera flokksskrifstof- una að því lifandi athvarfi sem hún á að vera fyrir flokksmenn. Ungir jafn- aðarmenn telja það lífsspursmál fyrir flokk eins og Alþýðuflokkinn að hann eigi sér einhvern raunverulegan og sýnilegan samastað þar sem hjarta hans slær í takt við það fólk sem trúir á hugsjónir jafnaðarstefnunnar. Lif- andi flokksskrifstofa er eins og hreið- ur þar sem áhugasamir flokksmenn geta fengið þá andlegu næringu sem þeir þurfa til þess að viðhalda áhuga sínum á stjórnmálum. Við megum aldrei gleyma því að fólkið er það sem flokkurinn byggir á og þess vegna þarf að sýna þeim sem áhuga hafa þá virðingu sem þeir eiga skilið. Flokkurinn og fólkið Ungir jafnaðarmenn hafa sett sér það markmið að rífa flokkinn upp úr þeirri ládeyðu sem ríkt hefur undan- farið. Þessar aðgerðir eru fyrsta skref- ið í þá átt og ber að fagna þeim undir- tektum sem málflutningur okkar hefur fengið. Þá er bæði átt við meðal þing- manna og ekki síður meðal almennra flokksmanna sem hringt hafa á skrif- stofuna og lýst yfir ánægju sinni með málflutning okkar. Með þessum að- gerðum okkar erum við ekki að lýsa yfir stríði á hendur þeim sem haldið hafa uppi starfi flokksins að undan- fömu heldur viljum við frekar konia til liðs við þennan hóp til þess að styrkja innviði flokksins. Við teljum hins vegar að það sé kominn tími til að sá kraftur og sú gróska sem ríkir hjá ungum jafnaðarmönnum nýtist flokknum betur. Þeir aðilar sem virk- astir hafa verið hjá ungum jafnaðar- mönnum telja sig líka eiga fullt erindi inn í almennt flokksstarf og ef það er lítið og dauflegt er ekkert annað til ráða en að gera það kraftmikið og lif- andi. Við erum í stjómmálum til þess að hafa áhrif og við teljum að við sé- um vel undir það búin að taka virkan þátt í stefnumörkun flokksins enda verður ákveðinn ferskleiki að koma til ef flokkurinn ætlar sér að komast út úr þeirri vamarstöðu sem einkennt hefur starf hans undanfarin ár. Að lokum skal tekið undir orð Múhameðs þegar hann sagði að ef fjallið kemui' ekki til þín þá verður þú að fara til fjallsins. Samband ungra jafnaðarmanna óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.