Alþýðublaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 s k o ð a n MMDUMMfi 21039. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Að duga á ögurstundu Við síðustu áramót var fylgi Alþýðuflokksins fjögur prósent. Þetta var liðlega þremur mánuðum fyrir kosningar. Því var jafn- vel spáð að í fyrsta skipti myndi einn af „fjórflokkununV* þurrk- ast út af þingi. Flokkurinn var klofinn, dofinn og úrræðalaus. Jafnframt bentu allar kannanir til þess að Þjóðvaki yrði næst- stærsti flokkur landsins. Á þessari ögurstundu í sögu Alþýðu- flokksins var annaðhvort að duga eða drepast. Alþýðuflokks- menn ákváðu að duga. Aukaflokksþing í febrúarbyrjun stappaði stálinu í flokksmenn: skýr stefna var samþykkt og í hönd fór snörp og ákveðin kosningabarátta. í þeirri baráttu snerist allt um stefnumál þess flokks sem ýmsir voru tilbúnir að útskrifa af þingi. Niðurstaðan varð vamarsigur, tæplega 12 prósent fylgi og sjö þingmenn. Og það ótrúlega gerðist: Ríkisstjóm Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hélt þingmeirihluta þvert á allar spár. Allir þekkja hinsvegar eftirleikinn. Það sem fraiubjóðendur Al- þýðuflokksins höfðu sérstaklega varað við náði fram að ganga: íhaldið og afturhaldið í íslenskum stjómmálum féllust í faðma. Framsóknarflokkurinn rak ótrúlega óábyrga kosningabaráttu sem einkenndist af fagurgala og loforðaflaumi sem vart á sér hlið- stæðu. Enda vom framsóknarmenn ekki fyrr búnir að hreiðra um sig í stjómarráðinu en þeir tóku til óspilltra málanna að éta ofan í sig loforðasúpuna. Á því sviði að minnsta kosti hefur þeim orðið vel ágengt: Ekkert bólar á efndum loforða um skattalækkanir, launahækkanir, afnám þjónustugjalda, auknar fjárveitingar til heilbrigðis- og menntakerfls, að ekki sé talað um störfm tvöþús- und sem framsóknarmenn síðasta vors ætluðu að skapa. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur siglt lygnan sjó í stjómarsamstarfmu, og látið Framsókn annast óvinsælar ákvarðanir. Þetta er mjög að vonum: Stefnuleysið og lognmollan eru í formannstíð Davíðs Oddssonar orðin aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins. Margir em þeirrar skoðunar að Alþýðuflokkurinn hafi gott af því að vera utan stjómar um hríð eftir átta ár við völd. En þá verða alþýðuflokksmenn líka að nota tímann vel. Innbyrðis sundmng og óeining sem einkennt hafa síðustu misseri verður að tilheyra fortíðinni. Þess í stað þarf að efla starf og stefnumótun flokksins, og gera markvissa áætlun til næstu ára. Mikil geijun er í íslenskum stjómmálum um þessar mundir, einkum meðal þeirra sem skilgreindir em sem vinstrimenn. Ef Alþýðuflokkurinn vill rísa undir því að kallast róttækur umbótaflokkur hljóta flokks- menn að taka þátt í umræðum um nauðsynlega uppstokkun flokkakerfisins. í vor verður haldið uppá 80 ára afmæli Alþýðuflokksins. Á þeim tímamótum er mönnum hollt að minnast þess, að fmmherj- ar ársins 1916 vom ekki að reisa stofnun sem yrði markmið í sjálfu sér - heldur verkfæri til að hrinda í framkvæmd brýnustu hugsjónamálum samtíðarinnar. Menn ársins Ársins 1995 verður minnst á íslandi vegna hinna voveiflegu at- burða á Vestfjörðum í janúar og í vetrarbyrjun þegar hálfur fjórði tugur karla, kvenna og bama týndi lífi. Á seinni ámm höfum við aldrei verið minnt með svo skelfilegum hætti á úrræðaleysi mannsins gagnvart náttúmnni. Skuggi sorgarinnar hvílir enn yfir íslensku mannlífi og mörgum er tíðhugsað til þeirra sem um sárt eiga að binda. Hamfarimar vestra sameinuðu íslendinga. Allir lögðust á eitt til þess að reyna að létta byrðar þeirra sem sáu á bak ástvinum. Björgunarmenn á Súðavík og Flateyri unnu þrekvirki við gríðarlega erfiðar aðstæður. Þeir em svo sannarlega menn ársins. ■ Jól í Landbroti lCQ CíiUpc>öf'U fifl ÖCOCjCOPO'! 0 o napúonoo <*« s p t fi® i i; n r " ‘ ‘ « t *i n ft Y JtiHBBfet1 o o. a o f p EXCUSE ME ÍME? NO BUT ARE Y0U VJ~ WHY D0 - 13EW1SH ? ' t l i r • i-. f-T-T* < K ,i ° JT0U ASK? j; En ég var einmitt með gerviskeggið og hár- kolluna sem ég nota til að njóta nafnleysis hér í stórborginni. En það var sama hvað ég reyndi. Þeir keyptu það ekki að þetta væri bara dulbúningur og ég ekki ekta og góður gyðingur. Aðfangadagsmorgunn rann upp fag- ur og bjartur yfir Brooklyn sem mun vera afbökun á hollensku orði frá síð- ustu öld: Breockelen, og þýðir „brotið land.“ Aðfangadagsmorgunn í Landbroti. Og fallegt veður en fjargveður í sjón- varpi: Best greiddu (í peningum og hári) gáfumenn þessa gáfulausa lands em að rífast útí nýjustu kvikmynd Óli- vers Steins: „Nixon“. Uppáhaldssjón- varpsmaðurinn minn, gamli silfurre- furinn, David Brinkley - sem minnir alltaf á afa, genginn Gunnar, og Sigfús Daðason líka, ef útí það er farið - stjómar umræðum og sleppir mörðum sínum og hannesum lausum á John Dean og Bob Woodward og gamla Vikupiltar m ' Flallgrímur Helgason r skrifar generálinn Haig sem í sínu austfirska andliti er nú loks orðinn á svipinn eins og samnefnd viskýtegund og tekur undir: „Já einmitt. Ég sá Nixon aldrei dmkkinn. Og alls ekki börbon, hann var ekki börbon-maður, og pillur... af og frá... Nixon var aldrei pillukall... að vísu ákvað ég til öryggis á sínum tima að Iáta læknana fjarlægja allar pillur úr Hvíta Húsinu, en bara til ör- yggis---“ Menn sjá það sem þeir vilja sjá. Ég taldi kannski 6-7 börbon- glös í hönd- um Anthony Hopkins (sem einn og sér á sínum krepptu herðum ber þessa annars snilldarlegu mynd upp í Sjeik- sprrsískar hæðir) en það er kannski engin rosa drykkja miðað við að myndin er fjórir tímar og spanna heila ævi. Það er snyrtipinninn og syndíkeraði kólumnistinn George Will sem alltaf er eitthvað svo algjörlega ,Jiis own Will“ sem er hvað heitastur útí þessa „stór- hættulegu sögufölsun, sem jafnast helst á við það sem Leni Riefenstahl gerði fyrir Hitler á sínum tíma.“ Það fer helst fyrir hægrisinnað brjóstið á mönnum hér að Nixon hafi samkvæmt myndinni plottað að drepa Kastró. Plott sem síðan hafi snúist í CIA-sleip- um-höndum og endað í höfði Kenne- dýs. Oliver Stone er hér í heimalandi kallaður „andófsmaður". Bandarískir andófsmenn hafa það fram yfir liðnar Sakarófur sovétsins að þeir eru með 100 hollývúdd-dollara á milli hand- anna. Til að tjá sig. Og síðan sjálfsagt nokkur óskarsverðlaun að auki. En hvað um það. Jólin nálguðust hér í Landbroti og eftir að hafa sent nokkur föx heim á Frónið (til að hringja inn jólin með fallegum faxtóni) fór maður að huga að jólahaldi. Ég hafði nú ekki staðið í neinum sérstökum undirbún- ingi, utan hvað ég keypti tannþráð. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir því en tannþráður verður einkar jóla- legur að notkun lokinni, tættur og loð- inn vaxborinn strengur skreyttur smá- gerðum matarleyfum: hann verður eig- inlega englahár og þannig upplagður til skrauts. Ég hafði safnað saman einni viku af tannþræði og hengdi svo upp yfir glugganum; misleitar matarleifar með reglulegu millibili gerðu hann að seríu. Engar klukknahringingar hér í hverfi eða á MTV klukkan sex á Aðfanga- dag, þannig að ég vann í væntanlegri skáldsögu til klukkan tíu, þegar mér var litið á eldavélina, kalda og tóma eldavélina. Maður hefði kannski átt að láta senda sér hangikjöt, eða rjúpu. Hugsaði ég. Eina ijúpu í umslagi. Svo hefði ég eytt heilum eftirmiðdegi í það að reyta hana (og límt fiðrið uppá tann- þráðinn) og síðan labbað út á aðfanga- dagskvöld, á milli veitingastaða, og spurt „væruð þið nokkuð til í að mat- reiða þetta fýrir mig?“ Og mexíkanskir kokkar hefðu spurt: „What is?“ og ég hefði reynt að bregða ensku orði á ijúpuna, sem ég veit ekki hvað er eða hvort er til, og endað á því að reyna „it’s reep... rupe... you know... it changes color. Brown in summer, white in winter...“ og þeir:,Aa... like Michael Jackson... brown as a boy, white as man, ha, ha...“ og ekki treyst sér til að kokka þann „furðufugl” og þannig hefði ég eytt Christmas Eve: gangandi á milli gistihúsa... veitinga- staða, með reytta rjúpu, farið á tæ- lenskan, indverskan, amerískan og enginn hefði treyst sér til að setja rjúpu í pott og ég hefði svo endað aleinn í einhverju útihúsinu, einhverju Betli- heimili, með ósoðinn fugl. En það hefði kannski gengið betur með hangi- kjötið. Hefði fengið það sent soðið og bara þurft að biðja eina aldraða tæ- lenska ömmu um að búa til „equaliz- er“. Semsagt. Komin svengd í minn. Og ég út eins og bjúgnakrækir með hatt í frakka, fínn, að leita að opnum stað. Klukkan var orðin það seint að allstað- ar var búið að loka fyrir jólin, nema á „Rancho Allegre". Tex-mex-kúsín. Og ég að biðja um eina „bisteca“. Bísteik. Sem kom síðan eins og „mexíkönsk rjúpa“ þannig að ég treysti mér ekki í fleiri en einn bita og sagði takk og gleðileg jól og kvaddi. Ef ekki fær maður brauðið, þá reynir maður annarskonar mettun. Á rjúpu- lausu rápi um Lanbrotið enda ég í síð- búinni kvöldmessu í einni af 16 kirkj- um í þessu annars trúlausa prestakalli. Kirkjur getur maður valið hér eins og veitingastaði. Eftir því hvað mann langar í þann daginn. Hvaða trúar- bragð maður vill í munninn. Maður getur fengið sér prótestant, kalvínskt, kaþólskt, anglískt kaþólskt, presbyter- ískt, episkópal, episkópal anglískt, mormónskt, meþódóskt... Ég var ein- hvemveginn á því að prófa episkópal. Messan var svo falleg að ég felldi tár - litli einmana kallinn með hatt og heim- þrá? Nei. Þau tár voru líklega frekar í ætt við það þegar maður fær „vatn í munninn'1, á góðum veitingastað. Og það var úðað á mig úr reykelsisvélun- um og stökkt á mig vatni og settir sálmar í hendur mínar og ég var bless- aður með hundrað brosum. Hápunktur athafnarinnar, fýrir mig, kom þó þegar símboðar dóp-díleranna á næsta bekk við mig byijuðu að pípa rétt fyrir mið- nættið. I kjallarakytru útí bæ var ein- mana sál í mestri nauð að vanta ,Jivít jól“ í nefið. Vígt efni. „Special price.“ Ég var svosem fullur af friði þegar ég gekk úr kirkju en kannski ekki nóg- samlega. Á götuhorni stansaði mig heimilislaus gamall svartur maður, bú- inn að tapa nær öllum tönnum sínum í gin tímans eða ginglas tímans; stóð þarna eins og svartur gamall Móses nýkominn af fjalli (minnti reyndar fremur á fjallkóng í Landbroti) með regnhlíf fyrir staf og bauð blessun, sér- staka jólablessun, jólatilboð, á tilboðs- verði. „Þú þarft blessun og blessun skal ég gefa þér! Skal ég svipta öllum þínum áhyggjum á braut! Ó skal ég! Og hale- lúja! Þú skilur mig ég sé það, verandi prestur eins og ég!“ Verandi prestur eins og ég. Það virðist vera almenningsálit hér í kanans landi að ég sé annaðhvort prestur eða gyðingur. Á götum New York borgar er ég tekinn fyrir prest eða gyðing. Eins og á dögunum þegar tveir svart- hattaðir og bartaðir orþódoxgyðingar stöðvuðu mig óbeðnir og spurðu: ,Jixcuse me. But are you jewish?" „No. Why do you ask?“ „Because you look like one.“ Nú getur verið að þeir blessaðir hafi ekki séð í gegnum gervið sem ég var í. En ég var einmitt með gerviskeggið og hárkolluna sem ég nota til að njóta nafnleysis hér í stórborginni. En það var sama hvað ég reyndi. Þeir keyptu það ekki að þetta væri bara dulbúning- ur og ég ekki ekta og góður gyðingur. Ég hlyti bara að vera gyðingur. Ur ein- hverjum ókunnum söfnuði. Þannig að ég leysú máhð, munandi eftir einhveij- um gyðingablóðkomum langt aftur í Schram-ættum og sagðist vera af smá- um gyðingaþætti norður á íslandi; „Schrame" (borið fram: „Shjrame" með brúkklímskum hreim). Þetta væri lítil ætt en áberandi, eins og útvöldi fólki sæmdi, kunn fyrir Iagleysi sitt og nísku eins og gyðingum sæmdi, og húmor, mikill húmor, uppá allenfska vísu.. .en þó fremur nefsmátt fólk, nef- smátt...einhverstaðar á leiðinni týnt hinu alleníska nefi, en samheldinn hópur...já já...samheldinn hópur...en sýnagógulaus, alveg gógulaus, og ekki verið messað í ættinni síðan á mótinu á Holiday Inn þegar það var og hét.. .fyrir mörgum ámm. „Holy Day In Iceland?" spurðu þeir forvitnir og ég sagði bara „Yes. Holy Day In.“ Það var þá. En nú voru jólin og ég var orðinn prestur. Að lokinni blessun frá þessum tannlausa heimilislausa vergangsmanni fór ég í vasann til að borga fyrir mig. (Ekkert er ókeypis hér í Ameríku, guðsorð sem annað.) Með hönd í vasa áttaði ég mig á því að ég var annarsvegar með 3 sent og hins- vegar með 20 dollara seðil í vasanum. Af því að það voru nú jólin setti ég seðilinn í lófa hans sem var þakinn þykku siggi af blessunum á götum úti í öllum veðrum um tuttugu ára skeið. Það kom á minn mann þegar hann sá upphæðina og reyndar fórum við báðir að hlæja - af gleði? - yfir því hvað þetta var absúrd. Og nú fyrst steig hann með sinn regnhlífarstaf uppí drottins dynjandi hæðir og hreinlega fór að tala tungum þannig að erfitt er að hafa þær blessanir allar niður á blað. Það tók mig heilt korter að losna við hann og ég var eiginlega farinn að sjá eftir því að hafa borgað honum þessar 1500 krónur. En að lokum tókst mér að losna við hann og gekk heimleiðis með jól í hjarta. Fullur af stolti eins og mskum gyðingi sæmir, yfir því að hafa gefið betlaranum aleigu kvöldsins. En í staðinn fyrir að borða fyrir þessa 20 dah keypti ég mér semsagt jól fyrir þá, sem er nú kannski ekki svo mikið mið- að við hvað þau kosta heima. Að íslenskum sið lét ég loga ljós á jólanótt; lét loga á sjónvarpinu, með stillt á eróbikk-rásina. 6000 armréttur íram á morgun. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.