Alþýðublaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 á ALÞÝÐUBLAÐIÐ Stalín, heimsins mesti draumóra- maður, - hann var hinn mikli raun- sæismaður. Aftur hafði byltíngin sigrað í Rússlandi. Hún sigraði á því að forystan trúði á fólkið og elskaði það eins og Lenín, en van- treysti því aldrei, sagði Laxness fullur hrifningar á blóðhundinum Stalín, en eins og kunnugt er ksot- aði tortryggð einræðisherrans milljónir manna lífið. sýndist andlitið á eirnum alt í einu vera uppljómað af dularfullu undur- samlegu lífi. Ég vil taka fram að það var ekkert „yfirskilvitlegt" í sambandi við þessa sýn, aðeins skynjun hins náttúrlega, heilbrigða og réttláta". Áratugum síðar er þessi „náttúrlega, heilbrigða og réttláta skynjun" orðin svo óþægileg minning að á hana er ekki minnst. I endurútgáfu Gerska ævintýrsins er ekki heldur að finna þennan texta: „Það sem trotskistamir töldu bijál- æðisdraumóra harðstjórans: að byggja með byltíngasinnaðri aðferð samvirkt þjóðfélag meðal slíks fólks í slíku landi á þessum tíma, það var þá eftir alt saman - sjálf raunsæin. Stalín, heimsins mesti draumóramaður, - hann var hinn mikli raunsæismaður. Aftur hafði byltíngin sigrað í Rúss- landi. Hún sigraði á því að forystan trúði á fólkið og elskaði það eins og Lenín, en vantreysti því aldrei. Og hún á eftir að vinna alla sína framtíðarsigra á því sama.“ Þetta er rakalaus samsetningur. Það er enginn efi á því að Laxness hafði viljað margt til vinna að hafa aldrei sagt þessi orð. Lítum á fleiri úrfellingar. í Gerska ævintýrinu segir Laxness frá því að auðveldsblöð séu sífellt að leggja Sta- lín í rúmið og spá honum dauða. Eftir eina slíka ffétt kemur þessi setning ffá skáldinu og ber nokkum vott um um- hyggju: „... jæja, manngreyið, von- andi næ ég þá í jarðarforina, hugsaði ég“. Þetta var árið 1938. Árið 1983 var umhyggjan fyrir bí: „... jæja manngreyið, hugsaði ég“. - Þar stend- ur ekkert um vilja til að fylgja „mann- greyinu" til grafar. I endurútgáfu Gerska ævintýrsins finnast ekki mörg hörð orð sem Lax- ness lét falla í fmmútgáfunni um hægri krata“, sem hann nefnir svo. Meðal þess sem einungis finnst í fyrri útgáfunni em þessi gagnrýnisorð: „Á þá sem höfðu nokkra þekkingu á samheingi málanna orkuðu hinar órökstuddu yfirlýsingar hægrikrata um sakleysi Trotskís, Búkharíns og Pjata- kofs eins og sóttkent óráð. Það var ömurleg sjón að sjá þessa menn reyna umfram alt að gera málstað prófaðra spellvirkja, eiturmorðíngja og land- ráðamanna að sínum eigin, án nokk- urrar tilraunar til að kynna sér stað- reyndir í málinu, aðeins í þeirri von að þeir gætu bakað Ráðstjómarríkjunum eitthvert tjón, sveija og sárt við leggja að þetta væm alt að því heilagir menn, þrátt fyrir þótt yfirheyrslur og dóms- ástæður væm tiíkvæmar öllum heimi í bókarformi orð fyrir orð samkvæmt hraðriti réttarins". „...án nokkurrar tilraunar til að kynna sér staðreyndir í málinu..." Áratugum síðar, þegar ekki er lengur hægt að komast undan því að endurút- gefa bókina, gína þessi orð við höf- undinum. Hann kemur engum öðrum vömum við en að láta eins og þau hafi ekki verið skrifúð. Hann kaus einnig að láta sem hann hefði aldrei ritað eftirfarandi orð um þá jafnaðarmenn sem ekki voru til- búnir að vegsama verk Stalíns og fé- laga: „Þeir menn innan verkalýðs- hreyfingarinnar, sem nefna sig jafiiað- armenn, en telja það hlutverk sitt að afflytja hin gersku verklýðsríki og brjála hugmyndir alþýðu um rök þeirra og eðli, eru vegheflar fasism- ans“. Sömuleiðis treysti Laxness sér ekki til að birta í endurútgáfu Gerska ævin- týrsins þessi orð sem finna má í fmm- útgáfunni: „Verndarar nútímaauð- valdsins vita að þeir em glæpamenn, enda haga þeir sér samkvæmt því. Og það er líka misskilningur að tala við þá öðm vísi en samkvæmt því“. Hann treysti sér þó til að endurbirta þessa setningu: „Það sem hreinrækt- aður auðvaldssinni nútímans skilur er ógnun“. Þama kaus Laxness að setja punktinn í endurútgáfunni, en í fmm- útgáfunni hélt setningin áfram með orðunum:....það sem hann ber virð- ingu fyrir er morð“. í frumútgáfu Gerska ævintýrsins stendur þessi setning: „Sjónarháttur 4>eirra sem m'ddu ráðstjómina og lýstu landinu sem óbætandi hörmúngarvíti var að öllu leyti rángur". í annarri útgáfu er setningin „lítil- lega“ breytt: „Sjónarháttur þeirra sem níddu ráðstjórnina og lýstu landinu sem hörmúngarvíti var að nokkm leyti rángur". Rithöfundurinn André Gide fékk í Gerska ævintýrinu margar ónotalegar kveðjur frá hinu íslenska skáldi. Gide var á þeim tíma fast að sjötugu og mjög hafði dregið úr afköstum hans á ritvellinum. Hann átti þó eftir að vinna til Nóbelsverðlauna. Það vissi Laxness ekki árið 1938 en hann fékk tækifæri til að lagfæra ummæli sín um skáld- snillinginn með nýja vitneskju í huga. „Gide er.. .laungu kominn á leið norð- ur og niður þegar hér er komið sögu“, sagði Laxness árið 1938. Árið 1983 er setningin svohljóðandi: „Gide er... laungu kominn á leið í helgan stein þegar hér er komið sögu“. Rússneska skáldið Púskín fær lof- samlega umfjöllun í Gerska ævintýr- inu, en eftirfarandi setning fékk þó ekki inni í seinni útgáfunni þótt hún hefði laumast inn í þá fyrri: „En að kynnast Púskín, það er að læra að elska Rússland, og það er ekki hægt að elska Rússland á vorum tímum án þess að verða um leið Sofétvinur og staðfastur sósíalisti og besti vinur kommúnista". Blind augu trúmanna Halldór Laxness sagði eitt sinn um grein sem hann ritaði um dvöl sína hjá Benediktsmunkum að hún væri skrif- uð „af þeim hætti sem einkennir trú- menn þá er þeir vitna um sýn af helg- um stöðum trúar sinnar; verður óger- legt af lýsingunni að sjá að þeir hafi komið þar. Eftilvill stafar þetta af því að staðurinn er ekki til í reyndinni eins og þeir sjá hann“. Sæluríkið Sovét var ekki til. Fannst ekki í raunveruleikanum en þreifst í hugum þeirra sem vildu finna trú sinni helgan stað. Þeir hefðu vart getað ver- ið seinheppnari í staðarvali. Því er gjama borið við að á þessum tíma hafi menn ekki getað vitað betur. Upplýsingar um atburði í Sovétríkjun- um hafi ekki verið fyrir hendi. Það er einfaldlega rangt. Þeir sem kærðu sig um að horfa með öðrum augum en trúmannsins gátu lesið um staðreyndir í ótal bókum og blaðagreinum þar sem lýst var framferði Ráðstjómarinnar á þriðja og fjórða áratugnum; fjölda- morðum, nauðungarflutningum, hörmungum samyrkjuvæðingarinnar, hungursneyð af mannavöldum í Ukra- ínu, gegndarlausum ofsóknum gegn bændum og loks herferð Stalíns gegn gömlum samherjum úr flokki bolsé- víka. Margir kusu að sjá ekki, aðrir gátu ekki varist efasemdum og tóku oftast sönsum fljótt eftir að þær fóm að leita á. Sú réttlæting að menn hafi viljað trúa er ekki afsökun. Það kallast af- neitun. Halldór Laxness gekk seint og um síðir af trúnni, en tók þá að afneita fortíð sinni. Það gerði hann hraustlega á blaðamannafundi í Gautaborg eftir að tilkynnt var að hann hefði hlotið Bókmenntaverðlaun Nóbels. Þá fengu blaðamenn og umheimurinn að heyra útgáfuna sem skáldið óskaði að væri sönn, tæpum tuttugu árnrn eftir ritun Gerska ævintýrsins: „Ég hef aldrei verið kommúnisti eða hlynntur kommúnistum. Ég hef aldrei skipt mér af stjórnmálum og hef ekki hugsað mér að breyta afstöðu minni í því efni“. Sæmundur Guðvinsson sló á þráðinn til nokkurra þekktra borgara og spurði hvort þeir strengdu áramótaheit og hvernig komandi ár legðist í þá ísólfur Gylfi Pálmason alþingismadur: Ætla að grenna mig „Það er alltaf sama áramótaheitið hjá mér; það er að grenna mig. Ég strengi þess heit að verða grennri en ég er og tek svona einn mán- uð í að tálga af mér. Svo fer ég aftur í karamellumar,“ sagði ísólfur Gylfi Pálmason alþingis- maður. , J>Jæsta ár leggst þokkalega í mig og ég er bjartsýnn á lífið og tilveruna. Það þýðir ekkert annað,“ sagði ísólfur Gylfi. Guðrún Helgadóttir rithöfundur: Engin áramótaheit „Nei, það em alveg hreinar línur. Ég strengi engin áramótaheit," sagði Guðrún Helgadóttir rithöfundur. „Ég reyni að vera bjartsýn á komandi ár og trúa því að heimurinn fari held- ur skánandi. Ég vona að ríkisstjómin batni því versnað getur hún ekki og þegar á allt er litið horfi ég björtum augum fram á veginn,“ sagði Guðrún Helgadóttir. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur: Eitt heiti á dag ,Jfei, ég hef aldrei strengt áramóta- heit. Hins vegar strengi ég um það bil eitt heit á dag en það er ekki bundið við áramót. Svo brýt ég þau jafnharðan. Þetta er svona svipað og hjá Þóibergi með lífsreglumar," sagði Steinunn Sigurðar- dóttir rithöfundur. „Þegar ég lít til næsta árs hef ég miklar áhyggjur af ástandinu hér heima. Það er ekki hægt að horfa framhjá því að fólk er farið að flýja ættjörðina. Þeir sem fara em þeir sem hafa frumkvæði og dug og em á góðum aldri. Ég er ekki mjög bjartsýn á að þetta fólk skili sér aftur ef ekkert breytist hér. Mér líst ekki á þetta og það gengur ekki til lengdar að hafa fólk hér á sultarlaunum. En ég er ósköp ánægð með hvemig málin em að þróast hjá mér persónulega. Ég hlakka mikið til að geta sest niður og haldið áffam með bókina sem ég er komin á ról með,“ sagði Steinunn Sig- urðaidóttir. Arthur Bogason formaöur Landssam- bands smábátaeigenda: Hætta að reykja. , Já, já. Ég mun strengja þess heit að hætta að reykja eins og ég geri alltaf um hver áramót. Ég er vanafastur maður og held mig áfram við þetta heit,“ sagði Arthur Bogason formað- ur Landssambands smábátaeigenda. „Hvað varðar komandi ár þá get ég vel ímyndað mér að þar skipti í tvö hom. Annars vegar að þau málefni sem við emm að vinna að hér verði í miklum erfiðleikum en hins vegar kunni ýmislegt að vera að breytast til betri vegar almennt. Ég veit ekki hvort það er að þakka stjómvöldum eða að- gerðum þeirra, en held að það verði miklu frekar ytri aðstæður og náttúm- far sem mun hjálpa okkur áfram,“ sagði Arthur Bogason. Edda Heiðrún Bachman leikari: Bjargaði mannslífi „Ég hef ekki strengt nein áramótaheit. Eg reyni að lifa fyrir hvem dag og reyni að strengja þess heit á hveijum degi að hann geti á einhvem hátt orðið betri en dagurinn á undan,“ sagði Edda Heiðrún Bachman leikari. „Næsta ár leggst af- skaplega vel í mig. Á þessu ári sem er að enda varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að bjarga mannslífi og mér þótti blessun fylgja því. Ég kom að manni sem hafði fengið hjartaáfall og gat strax náð í hjálp. Þetta var eins og að vinna stóra vinn- inginn. Raunar „dó“ maðurinn í hönd- unum á mér en mánuði seinna hafði hann upp á mér og færði mér blóm- vönd með þökk fyrir lífgjöfina. En það em mörg spennandi verkefni sem bíða mín á komandi ári bæði í sam- bandi við mína atvinnu og einkalífið," sagði Edda Heiðrún Bachman. Gísli S. Einarsson alþingismaður: Standa mig betur .d’egar maður h'tur yfir liðið ár um áramót hvarflar oft að mér að ég hefði getað gert betur það árið og þá strengi ég þess heit að reyna að gera betur á nýju ári. En þetta er kannski ekki form- legt áramótaheit," sagði Gísli S. Ein- arsson alþingismað- ur. „Komandi ár leggst vel í mig. Þegar gengið var til kosninga á þessu ári vorum við alþýðuflokksmenn sam- mála um að batnandi hagur væri ffam- undan. Það virðist allt ætla að standast þótt við alþýðuflokksmenn hefðum viljað fara varlegar í hlutina og nýta betra ástand til að vinna á því sem er alvarlegast í okkar þjóðfélagi sem eru skuldimar. En árið leggst vel í mig og ég held að á næsta ári muni ýmsir hlutir gerast sem koma mönnum mjög á óvart,“ sagði Gísli S. Einarsson. Gunnar Þorsteinsson forstööumaður: Skýr áramót „Ég strengi ekki áramótaheit en ég er með afskaplega skýr áramót í rm'nu lífi. Ég hef haft þá reglu um áratuga- skeið að taka sjálfan mig taki þegar nýtt ár byijar. Ég fer í einveru, leita Guðs, fasta og bið og fæ leiðsögn fyrir nýtt ár. Það tekur mig svona tvær vik- ur,“ sagði Gunnar Þorsteinsson for- stöðumaður Krossins. „Varðandi nýtt ár þá eru vogarskálar í því. Það ieggst vel í mig öðrum megin og ég held að þetta verði mjög athafnasamt og árangursríkt ár í starfi Guðs á Islandi. Hins vegar sé ég svo ógnvænlegar bylgjur rísa við sjóndeildarhringinn. Ég held að makt myrkursins sæki verulega í sig veðrið á því ári sem er að fara í hönd. En á sama tíma rís verk Guðs hátt og það verða rnikil átök á því ári sem er að byija,“ sagði Gunnar Þor- steinsson. Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttamaður: Ganga á Esju „Ég ætla að strengja þess heit að anga nú loksins á Ésju á næsta ári. g fór í uppskurð á hné á þessu ári og áttaði mig þá á því hvað það er mikil- vægt að hafa tvo jafnfljóta undir sér. Konan gaf mér úr- valsgönguskó í jóla- gjöf svo það verður ekki aftur snúið,“ sagði Sigmundur Emir Rúnarsson fféttamaður og ljóðskáld. „Næsta ár leggst mjög vel í mig. Mitt fimmta bam kemur í heiminn á árinu og við munum flytja í nýtt hús. Það er því mikið sem stendur til og þetta verður ár athafna“ sagði Sigmundur Emir. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi: Kemur þótt hægt fari „Ég strengi mjög sjaldan áramótaheit og hef ekki í hyggju að gera það um þessi áramót. Ég man ekki til þess að hafa BjrJEfiJi strengt áramótaheit nema einu sinni og I þá reyndi ég eftir fremsta megni að H standa \'ið það cn það er trúnaðarmál t hvert heitið var,“ sagði Jóhann Páll MB5S8B3I Valdimarsson útgefandi. ,Ætli þetta mjakist ekki heldur upp á við á næsta ári. Kemur þótt hægt fari,“ sagði Jóhann Páll. Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona: Miklarannir „Nei, ég strengi engin heit um áramót enda mundi ég hvort sem er alltaf bijóta þau. Ég reyni bara að lofa mér ein- hveiju af og til en ekki sérstaklega kringum áramót," sagði Sigrún Hjálm- týsdóttir söngkona. „Komandi ár leggst mjög vel í mig. Það verða miklar annir hjá mér á árinu. Strax í janúar mun ég syngja tvenna tónleika í London. í apríl verð ég í Finnlandi og Japan og í júní verð ég á ítah'u og í Ameríku. Það er því mjög spennandi ár framundan," sagði Sigrún Hjálmtýsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.