Alþýðublaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 Islenskur jólasveinn í Sarajevo Kvittað fyrir stríð f nóvember 1991 kom ég til Frakk- lands úr fyrstu ferð minni til Balkan- skaga. Þá hafði stríð Króata og Serba staðið síðan um sumarið: í fyrsta sinn í nærfellt hálfa öld var barist í Evrópu. Fyrstu vikumar í nóvember ferðaðist ég um Króatíu og sagði frá því sem fyrir augu bar i útvarpspistlum. Þetta var yfirþyrmandi h'fsreynsla fyrir strák úr Vesturbænum sem hafði ekki af eig- in raun kynnst öðm stríði en áflogum í frímínútum í Melaskóla. Þegar ég kom til Frakklands hringdi ég í vin minn á íslandi og sagði: Em ekki allir heima að tala um þetta stríð? Einsog gengur I Nei, sagði hann, ekki allir heima em að tala um þetta stríð. Með leyfi að spyrja, um hvað töluðu menn á íslandi í vetrarbyrjun 1991, ef ekki stríð í Evrópu? Eg man það ekki nákvæmlega - rámar í að hann segði mér að umræður snerust um vonsku ríkisstjómarinnar, væntanlegt jólabóka- flóð, nýjustu hneykslismálin, sjón- varpsdagskrána, veðrið. Tómlæti íslendinga gagnvart helför Júgóslavíu á sér ýmsar skýringar. Að upplagi erum við eyjarskeggjar þótt engin þjóð í heiminum sé heimsvanari við veisluborð veraldarinnar. Við sitj- um „on the top of the world“ og getum valið bestu skyndibitana: nýjustu tækniundrin, heimsffumsýningar á bíó- myndum, verslunarferðir til Newcastle. Stríð einhversstaðar í útlöndum flokk- ast hinsvegar undir vesen og okkur leiðist vesen. Ekki síst óskiljanlegt vesen. Hvað var Júgóslavía í flestra hugum? Sólrík strönd við Adríahaf plús Tító mar- skálkur. Á þessari baðströnd dúkkuðu allt í einu upp Króatar, Slóvenar og Serbar og háðu óskiljanlegt stríð á óskiljanlegum forsendum. Svar íslend- inga var einfalt: Þeir aflýstu ferðum til Portoroz og fóm í staðinn til Benidorm. Skiptu um rás þegar fréttamyndirnar vom orðnar uppáþrengjandi um of. Það varð síst til að auka áhuga Is- lendinga á veseninu á Balkanskaga þegar stríðið teygði klær sfnar til Bo- sm'u- Herzegóvinu. Þá bættust í leikinn Bosm'u-Serbar, Bosm'u- Króatar og ein- hverjir múslímar sem enginn hafði hugmynd um að þrifust í Evrópu. Þeg- ar fréttir tóku síðan að berast af ókyrrð í Makedóníu og kúgun í Kosovo var mælirinn fullur: stríðið á Balkanskaga var greinilega bæði óskiljanlegt og heimskulegt vesen. Menn gátu talað um veðrið með góðri samvisku. Stríðið í Evrópu komst í mesta lagi á dagskrá þegar veðrið þraut og sjónvarpsdag- skráin tók við: Gersamlega óþolandi þessar fréttamyndir frá Júgóslavíu - hvað kemur það okkur við þótt ein- hverjir Júgóslavar séu að drepa hver annan? En það var þessum júgóslavnesku skálkum líkt að halda áfram að berjast í trássi við einróma samþykkt íslenskra sjónvarpsáhorfenda sem höfðu löngu afgreitt styrjöldina sem allsherjar leiðindi. En það var þessum júgóslavnesku skálkum líkt að halda áfxam að beijast í trássi við einróma samþykkt íslenskra sjónvarpsáhorfenda sem höfðu löngu afgreitt styijöldina sem allsherjar leið- indi. Jón Baldvin hafði séð til þess að ís- lendingar urðu fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Slóvem'u og Króatíu, en að öðru leyti sýndu íslenskir stjómmála- menn stríði í Evrópu ekki vott af áhuga; trúir þeirri hefð sem skapast hefur á Islandi að alþjóðamál flokkist ekki undir pólitík. Enginn stjórnmála- maður gerði athugasemdir þótt fslend- ingar væm eina þjóð Evrópu sem ekki tók við flóttamönnum frá Balkanskaga. Á Alþingi ræddu menn fremur um nýt- ingu rekaviðar og varðveislu arfs hús- mæðraskóla. íslendingar eru skorpumenn. Við klárum hús í akkorði, verslum í ak- korði, lifum í akkorði. Á þessu ári fengu íslendingar áhuga á styijöldinni á Balkanskaga. f akkorði. Auðvitað var alltof seint að reyna að henda reiður á öllum þessum kynlegu þjóðabrotum sem höfðu barist uppá líf og dauða í fjögur ár og því varð skyndileg þjóðar- sátt um að ástandið væri alveg agalegt. Jafnvel þeir sem höfðu verið harðsvír- aðastir talsmenn þess að „leyfa þessu liði að berjast í fríði“ vildu nú að eitt- hvað yrði gert í málinu. I íslenskri þjóðarsál slær nú þrátt fyrir allt heitt hjarta og þessvegna létu menn sér ekki nægja að hleypa stríðinu á efnisskrá kaffitímanna heldur efhdu til stórfelldr- ar söfnunar á skíðagöllum og ullar- peysum til að senda „þessu veslings fólki" í Sarajevo sem í 48 h'fshættulega mánuði hafði meira og minna búið við hungur og kulda. Og blessuð ríkis- stjómin hespaði af samþykkt um að fs- firðingar tækju við 25 flóttamönnum frá Balkanskaga. Hið almenna herútboð íslendinga vegna stríðs í Evrópu náði vitanlega líka til bamanna: þau vom látin fylla heila flugvél af jólapökkum og sjálfur íslenski jólasveinninn tók að sér að dreifa þeim í Sarajevo. Jólasveinninn meikaði það alla leið í CNN þar sem hann tilkynnti með þessum sér ísl- enska framburði: Æ am ðe æslandikk Sankta Klos... Og íslenskir sjónvarpsáhorfendur kinkuðu stoltum kollum þegar kinn- fiskasoginn bosnísk börn slóust um pakkana sem Sankta Klos útbítti af ein- urð og festu: nintendo-tölvumar frá síð- ustu jólum komnar í góðar hendur. Áhugi íslendinga á velferð „þessa veslings fólks“ á Balkanskaga er vissu- lega lofsverður. Það er líka sérlega ánægjulegt að íslenski jólasveinninn skyldi mæta til Sarajevo í þann mund að stríðinu lauk. Það þýðir nefnilega að við getum farið að tala um eitthvað annað. Veðrið til dæmis. ■ ■ Landssöfnun Rauða krossins Vetrar- föttil barna í Bosníu Rauði kross íslands sendir um sjö tonn af vetrarfatnaði til Bosnfu-Her- segóvínu milli jóla og nýárs. Fata- sendingin er liður í þeirri aðstoð sem Rauði kross íslands veitir til fyrrum Júgóslavíu í kjölfar landssöfnunar- innar Konur og böm í neyð sem fé- lagið efndi til í byrjun september. Söfnunarféð nam alls 30 milljónum króna og hefur langmestum hluta þess sem ætlað var til hjálparstarfa í fyrrum Júgóslavíu nú verið varið. Ráðgert er að veita um fimm milljónum króna til þróunarverkefn- is í fjallahéruðum í norðurhluta Ví- etnams fljótlega á nýju ári. Verkefn- ið í Víetnam miðar að því að bæta heilsugæslu á svæði þar sem bama- dauði er landlægur og algengt er að konur látist af barnsförum. Það er unnið í samvinnu við Rauða kross- inn í Danmörku. Um þessar mundir herja miklar vetrarhörkur á íbúa Bosníu- Herseg- óvínu. Fólk býr þúsundum saman við óviðunandi aðstæður, hefst við í skýlum, sefur undir segldúkum, í farartækjum og kofum án upphitun- ar. Starfsmenn Rauða krossins í landinu hafa lýst miklum áhyggjum af afdrifum þessa fólks, einkum barna, gamals fólks og veikburða. Rauði kross Islands hefur þijá sendi- fulltrúa að störfum í fyrrum Júgó- slavíu. Maríanna Csillag hjúkxun- arfræðingur hefur aðsetur í Split í Króatíu, Hólmfríður Garðarsdótt- ir hjúkmnarfræðingur er að störfum í Bijeljina í Bosníu-Hersegóvínu og Þorkell Diego starfar að matvæla- dreifingu í Trebinje í suðurhluta Bonsíu-Hersegóvínu. Auk þess em sendifulltrúar Rauða kross Islands nú að störfum í Eþíópíu, Georgíu, Palestínu og Tansaníu. d a g a t a 1 29. desember Atburðir dagsins 1170 Riddarar Hinriks II Eng- landskonungs myrða Tómas Becket erkibiskup af Kantara- borg. Mikil togstreita hafði ver- ið millum konungdæmis og kirkju. 1860 Bretar hleypa af stokkunum fyrsta herskipinu sem sntíðað er eingöngu úr jámi. 1908 Ofsaveður á Suðurlandi. Kirkjur á Stóra-Núpi og Hrepphólum fuku og brotnuðu. 1962 Eggert Stefánsson stór- söngvari lést, 72 ára. 1972 Tíu af sextán mönnum sem lifðu af flugslys í Andesfjöllum viður- kenna á blaðamannafundi að hafa lagt sér til munns manna- kjöt til að halda lífi. 1989 Leik- skáldið og andófsmaðurinn Vaclav Havel kjörinn forseti Tékkóslóvakíu. Afmælisbörn dagsins William Ewart Gladstone 1809, einn helstur stjómmála- maður Breta á seinni hlula síð- ustu aldar. Pablo Casals 1876, spænskur sellósnillingur. Jon Voight 1938, bandarískur leik- ari; Óskarsverðlaunahafi fyrir myndina Coming Home. Annálsbrot dagsins En um veturinn var Herdís Bjamadóttir mjög veik í Tungu af óvanalegu krankdæmi, með ofsjónum og stórri neyð á lík- amanum; komu verkir í ýmsa limu, á augabragði úr öðrum limnum í annan. Ballarannáll 1650. Val dagsins Menn vanda aldrei um of val óvina sinna. Oscar Wilde. Langanir dagsins Allt sem mig langar að gera er ýmist ólöglegt, ósiðlegt eða fit- andi. Alexander Woollcott, 1887- 1943, bandarískur rithöfund- ur. Málsháttur dagsins Teldu vini þína, þegar þú ert í nauðum staddur. Orð dagsins Hvert cír, sem líður ú í se'r þó endurminning, sem oss ber cið Idta verða ’ leiðsögn þá er lýsi re'tta veginn á. Ágúst Jónsson. Skák dagsins Svartur þarf ekki nema einn leik til að knýja hvítan til upp- gjafar. Nutrizio stýrði svörtu mönnunum f þessari skák gegn Gusti árið 1958. Vinningsleið- in er afar snotur. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING d Saf 5 0 8.139.930 3+4af5 3 225.510 3 4af 5 109 10.700 0 3 af 5 4.297 630 BÓNUSTALA; © Heildarupphæð þessa vlku: 12.689.870 UÞÞLÝSINGAR; SlMSVARÍ 66ð 1511 EÐA GRÆNT NR. 800 6511 - TEXTAVARP 453 BIRT MED FYRIR- ' VARA UM PRENTVILLUR Svartur leikur og vinriur. 1. ... Dh3!! Hvítur gafst upp. Samanber 2. gxh3 Rf2++ 3. Kgl Rh3 mát. Gleðilegt nýtt ár! mrm Vinningstölur r -------- miövikudaginn: 27.des. 1995 HM M VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING d 63,6 2 19.190.000 n 5 af 6 tJH+bonus 0 794.478 tcl 5af6 3 66.490 0 4af6 179 1.770 ri 3 af 6 Cfl+bónus 657 200 Aöaitölur: BÓNUSTÖLUR (|)(Í)(28) Heildarupphæó þessa viku: 39.822.178 á ísi, 1.442.178 ÚPPLÝSINGAR; sIMSV'Ari 568 1511 EDA GRÆN+ 6511 - TEXTAVARP 453 BIRT MEÐ FYRIR 'ARA UM PRENTVILLUR | fór til Noregs og Svíþjóöar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.