Alþýðublaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 5
keppnishæfni.
„Sony er ekki japanskl fyrirtæki, það er
alþjóðlegt", - tilkynnti forsljórinn fyrir
nokkrum árunt. japönskuin þjóðemissinn-
um til skelfmgar. En slaðreyndin er sú að
hin Qölþjóðlegu fyrirtæki hafa fyrir löngu
skorið á naflastrenginn við þjóðríkin. Þau
eru í fararbroddi tæknibyltingarinnar og
láta engin landamæri hefta sig. Þau spyija
um það eitt, hvar þeim eru búin best kjör:
Þau spyrja um markaðsaðgang, tolla,
skatta, samkeppnisreglur, framboð á há-
menntuðu og sérhæfðu vinnuafli eða ódým
vinnuafli við færiböndin. Og þau velja sér
búsetu þar sem bestu kjörin bjóðast. Sama
máli gegnir um þá einstaklinga sem búa yf-
ir eftirsóknarverðri tækniþekkingu. Hún er
föl hæstbjóðanda á hinum alþjóðlega
markaði, án tillits til þjóðtungu eða ríkis-
fangs. Enska er reyndar hið alþjóðlega
tungumál hinnar nýju tæknibyltingar, hvar
sem borið er niður í heiminum.
Maðurinn sem fyrsti tengdi orðin,
„Global Village" - benti á að heimurinn
væri orðinn að litlu þorpi, hitti naglann á
höfuðið. Öflin sem knýja áfram hina nýju,
alþjóðlegu tæknibyltingu, ýta enn undir
vaxandi ójöfnuð innan þjóðfélaga og milli
þjóðfélaga. Þjóðríkin ráða ekki við það
vandamál, einangruð og hvert í sínu lagi.
Jafnaðarmenn sem vilja draga úr ójöfhuði
markaðsaflanna og gerðu það áður með
góðum árangri, hver heima hjá sér, geta
það ekki lengur nema í alþjóðlegu sam-
starfi. Alþjóðleg vandamál kalla á al-
þjóðlegar lausnir. Þess vegna hafa jafnað-
armenn um gervalla Evrópu - í vestri og
austri - gert sér grein fyrir því að þeir verða
að láta af hendi hluta af meintu fullveldi
þjóðríkja sinna til samþjóðlegra stofnana,
sem hafa burði til að ráða við vandamálin,
sem þjóðríkin valda ekki lengur.
3.
EN HVAÐA STEFNU ætlum við ís-
lendingar að marka okkur inn í framtíðina,
sem nú geysist fram með ægihraða á sjö-
mflnaskóm nýrrar tæknibyltingar allt í
kringum okkur? Ætlum við að láta eins og
framtíðin komi okkur ekki við? Að hún sé
ekki á dagskrá? Að hlutimir muni reddast
einhvem veginn með nýjum smuguveiðum
eða álvemm? Ætlum við að sitja aðgeiðar-
lausir hjá meðan veröldin tekur stakka-
skiptum allt í kringum okkur?
Það væri synd að segja að við hefðum
ekki æma reynslu af einangmnarstefnu og
aðgerðarleysi gagnvart áreiti umheimsins.
Er sjöhundrpð ára reynsla ekki nóg til að
vara okkur við? Öldum saman var ísland
einhver fátækasti útkjálki Evrópu. Við
misstum af endurreisn Evrópu. Við misst-
um af tækifæmm til verslunar og viðskipta
við vaxandi borgarsamfélag Evrópu. Við
misstum af tækifæmm iðnbyltingarinnar
þar til hina nýju tækni rak á fjörur okkar til
að knýja fiskiskip okkar vélarafli. Ætlum
við enn að mikla fyrir okkur sérstöðu okkar
sem verstöðvar? Imynda okkur að sú sér-
staða útiloki okkur frá því að eiga samleið
með grannþjóðum okkar inn í nýja öld
þekkingar - og þjónustusamfélagsins?
Halda menn virkilega að sú vanmetakennd
smæðarinnar, sem birtist í slíkum við-
brögðum, sé í anda sjálfstæðisbaráttunnar
og Jóns Sigurðssonar - mannsins sem var
sannfærðasti talsmaður framúrstefnuhugs-
unar síns tíma um frjálsa verslun milli
þjóða sem farartæki framfaranna?
Ef við lítum á sögu okkar í samhengi,
frá landnámi til okkar daga, blasir við sú,
staðreynd, að okkur hefur ekki tekist að
halda til jafns við grannþjóðir okkar um
lífskjör og lífsskilyrði nema síðast liðna
hálfa öld, eftir að blómaskeiði þjóðveldis-
ins lauk. Reyndar mátti á stundum ekki
tæpara standa að þjóðin dæi út, þegar harð-
ast var að henni sótt af völdum örbirgðar,
hungurs, sjúkdóma og óblíðra náttúruafla.
Fjöldi landflótta íslendinga og afkomendur
þeirra í Vesturheimi eru meðal annars til
vimis unt það.
Vissulega hefur saga lýðveldisins sein-
ustu hálfa öldina verið blómaskeið í þjóð-
arsögunni. Það er afrek, hveiju jressi örfá-
menna þjóð hefur áorkað á skömmum tíma
til að rétta hlut sinn eftir mistök fortíðarinn-
ar. En spumingin er: Verður þetta skamm-
vinnt blómaskeið - undantekning fiá regl-
unni - eða getum við, á granni þess sem
áunnist hefur, tryggt að við verðum ekki á
ný viðskila við þróun annarra Evrópu-
þjóða, sem nú era að tygja sig inn í nýja
öld? Um hina nýju öld vitum við það eitt
með vissu að hún verður hraðfara skeið
byltingarkenndra breytinga. A slíkum t£m-
um á það við um þjóðir jafht sem einstak-
linga, að þeir þurfa að hafa hraðann á til
þess eins að standa í stað - dragast ekki aft-
urúr.
Við erum skuldug þjóð, íslendingar. Við
eram satt að segja sokkin í skuldir. Ríkið
hleður upp erlendum skuldum og sveitarfé-
lögin feta sömu slóð. Heimilin í landinu
eru mjög skuldsett. Fyrirtækin líka, þótt
þau hafi tekið sér tak efitir að síðasta rflcis-
stjórn skakpaði þeim samkeppnishæft
starfsumhverfi, með stöðugleika og hag-
stæðri gengisskráningu.
Samkvæmt fjárlögum ársins 1996 munu
alls um 35 milljaiðar króna hverfa úr landi
í fjárhirslur erlendra lánardrottna sem af-
borganir og vextir af erlendum lánum. Það
samsvarar stofnkostnaði og rekstri allra
skóla, menningar- og menntastofnana,
framlaga til húsnæðismála og atvinnuleys-
istrygginga, rekstri löggæslu og dómstóla,
landhelgisgæslu og þjóðkirkju. Við þetta
bætist að hið erlenda lánsfé hefur skilað
okkur litlum arði. Hið pólitískt rekna
banka- og sjóðakerfi hefur til dæmis tapað
50 milljörðum króna síðan 1987, að stórum
hluta vegna fjárfestingarmistaka og gjald-
þrota í atvinnurekstri.
Eins og þetta sé ekki nóg heldur núver-
andi ríkisstjóm áffam á braut skuldasöfn-
unar, þrátt fyrir merki um nokkum efna-
hagsbata, eftir sjö mögur ár, sem knúinn er
áfram af jákvæðum áhrifum EES-samn-
ingsins, tímabundnum smuguveiðum og
stækkun álversins í Straumsvík. Samt gerir
ríkisstjómin ráð fyrir áframhaldandi halla-
rekstri ríkisins og viðskiptahalla þjóðarbús-
ins út á við, sem nemur 11-12 milljörðum á
næsta ári. Þetta er afleiðingin af því að hafa
við völd ríkisstjóm þeirra afla, sem telja sig
eiga að gæta hagsmuna af óbreyttu ástandi
í landbúnaði og sjávarútvegi; þegar hags-
munir almennings í landinu kalla þvert á
móti á róttæka uppstokkun og skipulags-
breytingar. Ríkisstjórnin gerir búvöru-
samning við fortíðina upp á 12 milljarða til
aldamóta og heldur áfram að úthluta arðin-
um af sjávarútvegsauðlindinni ókeypis að
léni. Hinni sjálfsögðu kröfu um gjaldtöku
fyrir veiðileyfin, sem renni til eiganda auð-
lindarinnar að lögum, íslensku þjóðarinnar,
er staðfastlega hafnað af ríkisstjóm sem
heldur vemdarhendi yfir forréttindum Iéns-
herranna.
Það hlýtur að valda öllum raunsæjum og
réttsýnum mönnum áhyggjum, þegar virtur
íslenskur hagfræðiprófessor við Viðskipta-
háskólann f Bergen, dr. Rögnvaldur
Hannesson, segir í nýlegrigrein í Hagmál-
um:, J>yí miður bendir flest til þess, að lífs-
kjör á Íslandi fari smám saman vwsnandi
og að Islendingar dragist veralega aftur úr
nágrannaþjóðunum efnahagslega".
Þetta era ekki ný líðindi fyrir allan al-
menning á lslandi. En hvers vegna eru
launin svona lág? Skortir ekki nokkuð á að
almenningur setji það í samhengi við þær
staðreyndir efnahagslífsins, sem hér hefur
verið vikið að. Þessir 35 milljarðar, sem
við greiðum erlendum lánardrottnum okkar
á næsta ári, verða ekki líka notaðir til að
lækka skatta. Fimmtíu milljarðamir sem
bankakerfið hefur tapað síðastliðin 6 ár
birtast skuldugum heimilum og fyrirtækj-
um í gluggaumslögum í fomii hærri vaxta
en ella væri. Veiðileyfagjald fyrir nýtingar-
réttinn á helstu auðsuppsprettu þjóðarinnar,
veiðileyfunum, sem ekki er innheimt, nýt-
ist ekki til að lækka skattana. Búvörusamn-
ingar og ofurtollar á innflutt matvæli, skila
sér ekki í lækkuðu verði á lífsnauðsynjum.
Þannig mætti lengi telja. Þess vegna era
launin svona lág. Við höfum sem þjóð ekki
verið að íjárfesta í framtíðinni, heldur búið
við „folsk lífskjör" sem að stórum hluta era
fjármögnuð með lánum. En nú er komið að
skuldadögum. Utflutningur okkar hefur
staðið nokkum veginn í stað sem hlutfall af
þjóðarframleiðslu frá stríðslokum, á sama
tíma og það hefur hækkað veralega víðast
hvar með grannþjóðum okkar. Samkvæmt
þjóðartekjutölum frá alþjóðabankanum í
Washington er kaupmáttur þjóðarfram-
leiðslu á vinnustund á Islandi nálægt bomi
meðal iðnríkja OECD. Við erum orðnir
hálfdrættingar á við þær þjóðir sem fremst
standa og við höfum hingað til borið okkur
saman við. Rætur vandans, eins og dr. Þor-
valdur Gylfason prófessor, hefur verið
óþreytandi að minna okkur á með þörfum
ádrepum, má rekja til landlægrar óhag-
kvæmni í landbúnaði, sjávarútvegi og
bankakerfi, auk ósveigjanlegrar miðstýr-
ingar á vinnumarkaði. I stað þess að taka á
þessu vandamáli sitjum við nú uppi með
ríkisstjórn, í versta falli fram undir alda-
mót, sem er sjálf vandamálið.
Allt ber því að sama branni. íslendingar
hafa látið undir höfuð leggjast að svara
knýjandi spumingum, um hvaða hlut þeir
vilja kjósa sér í samfélagi þjóðanna á hrað-
fara breytingaskeiði, sem jregar er rannið
upp. Ætla þeir að una því að vera áfram
fyrst og fremst verstöð? Ætla þeir að láta
talsmenn sérhagsmunaaflanna telja sér trú
um að sérstaða verstöðvarinnar útiloki
þjóðina frá því að eiga samleið með grann-
þjóðum okkar, á leið inn í nýja öld þekk-
ingar- og þjónustusamfélagsins, sem er að
taka á sig mynd allt umhverfis okkur?
Lítum í kringum okkur: Hvemig hefur
þeim þjóðum vegna, sem raðað hafa öllum
sínum eggjum í eina og sömu kröfuna?
Þjóðum sem hafa ætlað að byggja afkomu
sína á fiskveiðum nær eingöngu, frum-
framleiðslu á láglaunum færibandsins?
Getum við eitthvað lært af örlögum Ný-
fundnalands? Halda menn að Norður-Nor-
egur, þótt hann liggi við gjöful fiskimið,
gæti staðið undir einhveijum bestu lífskjör-
um í heimi, án allra styrkjanna ffá höfúð-
borg olíuauðsins í Osló? Getum við eitt-
hvað lært af hlutskipti frænda okkar í Fær-
eyjum, þar sem 15% þjóðarinnar - unga
fólkið og þar með framtíðin - hefúr kosið
að flýja land?
Þegar við hugsum um ffamtíðina hugs-
um við um framtíð ungu kynslóðarinnar í
landinu. Hennar er ffamtíðin því hún á að
erfa landið. Unga fólkið á íslandi er þús-
undum saman að búa sig undir ffamtíðina
með námi innanlands og utan. Mun sjávar-
útvegur og landbúnaður skapa þau störf,
sem þetta unga fólk er að búa sig undir í
framtíðinni? Því svari hver fyrir sig. Hitt
vitum við að þjóðfélag sem ekki getur búið
æsku sinni eftirsóknanvert starfsumhverfi á
öld alþjóðavœðingar, á sér ekki bjarta
ffamtíð.
4.
EVRÓPUSAMBANDIÐ er í stöðugri
þróun. Að lokinni ríkjaráðstefnunni, sem
hefst í mars á næsta ári, byija aðildarvið-
ræður við þau ríki, sem þegar hafa raðað
sér í biðröðina. Um aldamót er þess að
vænta að Evrópusambandið verði orðið að
allsheijarsamtökum lýðræðisríkja í Evrópu.
Þeir einir þurfa sérstaklega að rökstyðja
afstöðu sína til Evrópusambandsins, sem
halda því ffam að íslendingar einir Evrópu-
þjóða þurfi ekki (og eigi ekki) að láta sig
varða stærsta mál samtímans í okkar
heimshluta. Allar aðrar Evrópuþjóðir, sem
ekki hafa þegar samið um aðild, hafa lýst
því sem framtíðarmarkmiði. Og líta á það
sem megin verkefni sitt að undirbúa samn-
ingaviðræður og samningsstöðu.
Eina afstaðan til aðildar að Evrópusam-
bandinu sem stenst ekki rökræna umræðu
er sú, að málið komi okkur ekki við; að
það sé ekki á dagskrá. Hver svo sem hin
endanlega niðurstaða verður er það hafið
yfir allan vafa, að afstaðan til Evrópusam-
bandsins í okkar heimshluta er stærsta og
örlagaríkasta mál samtímans, sem knýr á
um vísvitandi og viti boma afstöðu. Þetta
er hápólitískt mál sem skiptir sköpum um
framtíð þjóðarinnar, hvort heldur niður-
staðan verður að freista aðildarsamninga
eða hafna því. Það eitt að hafna aðild er
stórpólitísk ákvörðun, sem krefst rækilegra
rannsókna og rökstudds mats á brýnustu
þjóðarhagsmunum í lengd og bráð. Islend-
ingar standa nú fsvipuðum sporrum og ár-
ið 1949, þegar þjóðin varð að gera það upp
Við sig, hvort hún tryði enn á vopnlaust
hlutleysi sem haldbæra tryggingu gegn
hugsanlegri áhcettu í átökum kalda stríðs-
5
ins, eða hvort hún vildi velja sér stað sent
stofnaðili í varnarsamtökum vestrænna
lýðræðisríkja.
Nú efast nánast enginn viti borinn mað-
ur framar um að sú ákvörðun sem tekin
var, var rctt. Aðild íslands að Atlantshafs-
bandalaginu og varnarsamningurinn við
Bandaríkin tveimur áram síðar var, í ljósi
seinni tíma vitneskju, mesta gæfuspor sem
leiðtogar lýðveldisins tóku á þeim tíma.
Enginn ein ákvörðun hefur verið eins af-
gerandi til styrktar sjálfstæði og öryggi
þjóðarinnar þá hálfu öld, sem síðan er liðin.
A það skorti þó ekki á þeim tíma að hinir
bestu menn vöruðu við þeirri ákvörðun
sem glapræði, ef ekki tilræði við sjálfstæða
þjóðartilvera Islendinga og þjóðntenningu.
Þær spár reyndust sem betur fer hrakspár.
Eftir stendur að Islendingar áttu á þess-
um örlagatímum leiðtoga sem þorðu að
taka áhættusamar og örlagaríkar ákvarðan-
ir, í sUtð þess að stinga höfðinu í sandinn að
hætti strúfsins og segja málið „ekki á dag-
skrá“.
Hér má því segja eftir efninu: Nú er hún
Snorrabúð stekkur. Það er dapurlegt til
þess að hugsa að forsætisráðherra ríkisins
skuli vera fyrinnunað, að því er virðist, að
tjá sig opinberlega um þetta stærsta liags-
ntunamál þjóðarinnar. nenta þá í skætings-
tón að hætti götustráka.
Burtséð frá endanlegri niðurstöðu er það
ekki nema skylduverk jteirra sem fara með
stjóm landsins að virkja gervallt stjómkerf-
ið, í samvinnu við hagsmunaaðila, til þess
að rannsaka í þaula kosti og galla aðildar
og að undirbúa samningsmarkmið og
samningsstöðu. Höfnun aðildar er líka af-
staða. En hana á hendur ekki að taka að
óathuguðu máli, því að sú niöurstaða er
ekki síður örlagarík.
Til eru þeir sem segja að EES-samning-
urinn sé þvflík hagleikssmíð, að hann dugi
okkur í samskiptum okkar við Evrópusam-
bandið um fyrirsjáanlega framtíð. Það er
sígilt dæmi um kaldhæðni sögunnar, að
þessum rökum er ekki hvað síst beitt af
þeim sem fóra hamföram gegn EES-samn-
ingnum á sínum tíma. Menn skyldu minn-
ast þess að Sjálfstæðisflokkurinn var and-
vígur EES-samningnum. á þeim tíma sem
hinar eiginlegu samningaviðræður vora
leiddar til lykta, og Sjálfstæðisflokkurinn
var í stjómarandstöðu. Alþýðubandalagið
var andvígt samningnum og Framsókn
klofnaði; helmingurinn skilaði auðu. Það
væri synd að segja að núverandi valdhafar,
sem lofa og prísa EES-samninginn hvað
mest, hafi gert það þegar mest á reið.
Sérstök ástæða er til að spyija þá sem á
sínum tíma sögðu að EES-samningurinn
samræmdist ekki fullveldi þjóðarinnar,
hvað valdi sinnaskiptum þeinra? Samileik-
urinn er sá að þau rök, sem vora í hæsta
máta hæpin á sínum tíma, hafa nú öðlast
nýtt gildi. Eftir að samstarfsþjóðir okkar í
EFTA yfirgáfu EES-samstarfið er niður-
staðan í reynd sú að ísland er áhrifalaus
þiggjandi að nýjum lögum og reglum Evr-
ópubandalagsins, sem Island á þó enga að-
ild að. Hvað er framsal fúllveldis, ef ekki
það? Ef Alþingi íslendinga, sem vissulega
hefur löggjafarvaldið á hendi, ákveður að
hafna nýjum lögum og reglum, sem Hall-
dór Ásgrímsson kemur með,f farteskinu
heim frá Brussel, verður gagnráðstöfun
ESB sú að segja upp samsvarandi gildis-
sviði samningsins. Þannig er hætt við því
að samningurinn trosni smám saman upp,
auk þess sem breytt samsetning á fiskút-
flutningi íslendinga í tímans rás dragi úr
gildi hins tollfrjálsa markaðsaðgangs.
Eftir stendur að án aðildar era íslending-
ar með öllu áhrifalausir á ákvarðanir, sem
þar eru teknar innan dyra, og geta haft
meiri áhrif á öryggi okkar og viðskipta-
hagsmuni, en ákvarðanir innlendra stjóm-
valda. Eitt dæmi um það er að myntbanda-
lag Evrópusambandsins og sameiginlegur
gjaldmiðill. Myntbandalagið mun að öllu
samanlögðu veikja viðskiptalega stöðu
þjóðar sem er jafn háð Evrópumarkaðnum
og við og hækka vexti hér á landi vegna
gengisáhættu, sem tengd er „sjálfstæðum"
gjaldmiðli smáþjóðar, sem byggir afkomu
sína á áhættusömum sjávarútvegi.
Sumir halda því fram að smáþjóð eins
og Islendingar geti hvort eð er engin áhrif
haft innan Evrópusambandsins. Sögulegar
staðreyndir um áhrif smáþjóða innan ESB
segja allt aðra sögu. Dæmið um Lúxem-
burg talar þar sínu máli. Þótt áhrifum smá-
þjóða séu ævinlega takmörk sett eru fjöl-
mörg dæmi um að smáþjóðir hafa haft
mikil áhrif, þegar þær einbeita sér að
stærstu hagsmunamálum sínum, oft í sam-
starfi við aðrar smáþjóðir. Á því leikur
enginn vafi að sameiginlega gætu t.d.
Norðurlandaþjóðimar haft umtalsverð áhrif
á þeim málasviðum, þar sem þær vilja ein-
beita sér að.
Ef Kýpur, Malta og Mið- og Austur-
Evrópulöndin ganga inn í sambandið á
næstu áram, til viðbótar við fyrrverandi
EFTA-ríki, verða aðildarlöndin rösklega 30
og íbúafjöldi þeirra um 15 milljónir að
meðaltali. Þannig er Evtópusambandið að
breytast í smánkjabandalag, þar sem öll
nema 8 fjölmennustu ríkin, það er 3 af
hveijum 4 aðildarríkjum, hafa innan við 10
milljónir íbúa. Það er ekkert sem kemur í
veg fyrir að smáríkin geti beitt afli samtaka
sinna, ef á þarf að halda, innan Evrópusam-
bands ffamtíðarinnar. Fyrir liggur sú stað-
reynd að smáþjóðir meðal aðildarríkja hafa
haft mestan hag af aðildinni, umfram
stærstu ríkin.
Aðalatriðið er þó að ákvörðun um aðild
eða ekki aðild er ekki skyndiákvörðun, sem
á að ráðast af því, hvenær Evrópusamband-
inu þóknast að bjóða upp á viðræður. Þetta
er innanlandspólitískt mál sem á að ráðast
af sjálfstæðu mati innlendra stjómvalda og
pólitískum meirihlutavilja almennings, á
grundvelli yfirvegaðs mats á íslenskúm
þjóðarhagsmunum í lengd og bráð. Evr-
ópuþjóð sem var meðal stofnenda Samein-
uðu þjóðanna, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og Alþjóðabankans í kjölfar heiinsstyrjald-
arinnar; og gerðist síðan stofnaðili AtlanLs-
hafsbandalagsins og samdi sig inn í EFTA
og Evrópska efnahagssvæðið - slík þjóð
þarf að hugsa sig vandlega um, áður en hún
hafnar aðild að þeim allsherjarsamtökum
evrópskra lýðræðisþjóða, sem nú eru í
sköpun.
1 seinustu ríkisstjóm beitti ég mér fyrir
því að stofnunum Háskóla Islands var falið
að gera úttektir á kostum og göllum aðildar
á nokkram lykilsviðum. Viðbrögð margra
stjómmálamanna. ekki síst úr núverandi
stjómarflokkum, vora þau að hafa niður-
stöðumar í flimtingum og að reyna með
aulafyndni og útúrsnúningum að grafa
undan trausti á fræðimannsheiðri þeirra
starfsmanna Háskólans, sem verkið unnu.
Engu að síður vora jressar rannsóknir þarft
byijunarverk, þótt þær leysi stjómvöld ekki
frá þeirri skyldu að virkja stjómkerfið allt
til slíkra rannsókna og að efna til kynningar
og umræðu unt niðurstöðumar. Það efni,
sem þegar liggur fyri, nægir jx) til að leggja
hlutlægt mat á svör við ýmsum lykilspum-
ingum.
Við vitum að tollfrjáls markaðsaðgangur
yrði tryggur frá fyrsta degi. Öryggi í við-
skiptum og viðskiptakostnaður myndi
lækka, vegna afnáms landamæraskoðunar
og eftirlits. Við vitum að innflutningsverð á
aðföngum og lífsnauðsynjum myndi lækka
verulega, enda sætum við hæsta verði á
landbúnaðarvörum á byggðu bóli. Hag-
fræðingum ber saman um að vextir og fjár-
magnskoslnaður ntyndi lækka. Reynsla
annarra aðildarrikja bendir lil að aðild
myndi auðvelda okkur að laða að erlent
fjármagn, vegna jiess öryggis sem sameig-
inlegi markaðurinn og sameiginlegur gjald-
miðill hefði upp á að bjóða. Að óbreyttum
reglum sameiginlegu landbúnaðarstefn-
unnar myndu bændur trúlega hagnasl á að-
ild en ríkissjóður yrði nettó greiðandi,
nema því aðeins að aukinn hagvöxtur
myndi skila honum auknum tekjum. Iðnað-
ur og þjóðustugreinar meta aðild ótvírætt
jákvæða fyrir sig. Um ótvíræðan hag okkar
af þessu samstarfi að því er varðar vísindi
og rannsóknir, aðgang áð menntastofnun-
um og menningarsamstarf, tala tölur ótví-
rætt sínu máli.
En hverjir eru gallarnir? Hverjar eru
hættumar og hvað ber að varast? Fiskur,
segja þeir, sem jwgar taka afdráttarlausa af-
stöðu gegn, að því er virðist að óathuguðu
máli. Því er með öðrum orðum stöðugt
haldið ffam að verstöðin ísland geti ekki,
sérstöðu sinnar vegna, átt samleið með öðr-
um þjóðum í jpessu bandalagi. Ástæðan sé
sú, að Evrópusambandið muni stela fiski-
miðunum, lífsbjörginni, ffá hinni væntan-
legu aðildarþjóð. Það eina sem skortir á, er
að þeir sem þannig tala, færi haldbær rök
fyrir þessari fyrirffam fengnu niðurstöðu
sinni. Meðan þau rök finnast ekki, flokkast
þetta undir venjulegan hræðsluáróður
þeiira sérhagsmunaaðila, sem fengið hafa
umráðaréttinn yfir fiskimiðunum á silfúr-
fati ffá íslenskum stjómvöldum.
Við skulum minnast þess að í EES-
samningunum náðist sá árangur, að Evr-
ópusambandið tók út af borðinu upphafleg-
ar kröfur sínar, sem það reyndi lengi vel að
halda til streitu, um að fá veiðiheimildir
innan íslenskrar lögsögu í staðinn fyrir toll-
frjálsan markaðsaðgang íslendinga fyrir
sjávarafurðir. Þessari kröfú var hafnað og
Evrópusambandið féllst á jiað. í annan stað
fengu íslendingar varanlegar undanþágur á
Evrópska efnahagssvæðinu frá hinum al-
menna rétti til fjárfestingar, án mismununar
á grundvelli þjóðemis - fyrir íslenskan
sjávarútveg. Það er svo okkar sjálfra að
ákveða, hvort við viljum ffamfylgja jjessari
undanþágu til hins ýtrasta. Eða hvort við
teljum það okkur í hag að fá erlent fjár-
magn og sérfræðijrekkingu til samstarfs í
íslenskum fyrirtækjum til dæmis við úr-
vinnslu fiskafurða fyrir sérmarkaði eða
sölu- og markaðsstarf, þar sem hagnaðar-
vonin er hvað mest í matvælaiðnaði.
Þeir sem halda því ffam að Islendingar
muni aldrei geta unað við núverandi út-
færslu á sameiginlegu fiskveiðistefnu
bandalagsins hafa enn sem komið er ekki
gert grein fyrir hugmyndum eða tillögum
um það, hvemig íslendingar, sem eru við-
urkenndir sérffæðingar á heimsmælikvarða
í þessum málum, vildu breyta stefnunni. Á
hitt er að líta að sameiginlega fiskveiði-
stefnan tekur til sameiginlegrar fiskveiði-
lögsögu aðildarríkjanna og sameiginlegrar
nýtingar á sameiginlegum fiskistofnum,
þar sem byggt er á veiðireynslu aðildar-
þjóðanna.
Islenska efnahagslögsagan er algjörlega
aðskilin frá efnahagslögsögu Evrópusam-
bandsins. Við nýtum enga sameiginlega
fiskistofna með Evrópusantbandinu. Sér-
ffæðingar Evrópusambandsins vita vel að
Evrópusambandið getur ekki gert kröfú um
veiðiheimildir í lögsögu ríkja, nema þær
kröfur séu studdar rökum um veiðireynslu,
sögulegan létt (effir útfærslu í 200 mílur).
Aðildarríki Evrópusambandsins geta ekki
haldið fram neinum sögulegum rétti til
veiðiheimilda innan íslensku lögsögunnar.
Þess vegna skilja sérffæðingar ESB yfir-
leitt ekki, hvers... framhakl á næstu síðu