Alþýðublaðið - 03.01.1996, Qupperneq 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVHCUDAGUR 3. JANÚAR 1996
s k o ð a n i r
MMUMIDU
21040. tölublað
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Hnignun
þjóðkirkjunnar
Þjóðkirkjan á við mikla tilvistarangist að stríða nú um stundir.
Síðustu misseri hefur kirkjan verið stöðug uppspretta hneykslis-
mála og harðvítugra deilna án þess að yfirmenn hennar fái rönd
við reist. Leikmönnum virðist einatt sem deilur innan kirkjunnar
snúist um keisarans skegg en biskup Islands er á öðru máli. Þann-
ig eru persónulegar eijur sóknarprests og organista í Langholts-
kirkju samkvæmt áliti biskups ekkert minna en „áfall fyrir alla
kristni í landinu", nefndar í sömu andrá og stríð í útlöndum og
hinar skelfilegu náttúruhamfarir á Vestfjörðum. Þótt mönnum
þyki að fmnast samlíkingin miður smekkleg er hún til marks um
að yfirmenn þjóðkirkjunnar vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Á sama tíma og ýmsum öðmm söfhuðum vex ásmegin standa
kirkjur þjóðkirkjunnar næstum galtómar: og em í reynd lítið ann-
að en vitnisburður um nýjustu afrek í rándýmm arkitektúr. Þetta á
sér ýmsar skýringar, ekki bara þá að virðing manna fyrir þjóð-
kirkjunni er mjög til þurrðar gengin vegna stöðugs vandræða-
gangs. Þær aðferðir sem þjóðkirkjan beitir em greinilega úreltar
og höfða ekki til almennings; fólk leitar fremur í íjör sértrúar-
safnaðanna eða dulúð hinna heimskulegu nýaldarfræða. Allar
stofnanir sem hafa sjálfvirkan aðgang að fjármunum eiga á hættu
að daga uppi. Sú hætta er fýrir hendi að smámsaman verði stofn-
unin sjálf mikilvægari en tilgangur hennar - hversu heilagur og
mikilvægur sem hann upphaflega var. Einungis mikilhæfir og
snjallir stjómendur geta komið í veg fyrir slíka þróun. Þannig
naut þjóðkirkjan trausts og virðingar í tíð herra Sigurbjöms Ein-
arssonar biskups, en síðan hann lét af embætti - og einkum allra
síðustu ár - hefur stöðugt hallað undan fæti.
Ólafur Skúlason hefur vissulega fyllstu ástæðu til að vera
áhyggjufullur, jafnvel yfir torskiljanlegum deilum prests og org-
anista í einni sókn. Slíkar deilur draga nefnilega ekki einasta úr
tiltrú manna á kirkjunni, heldur em þær til þess fallnar að styrkja
þær raddir sem vilja aðskilja ríki og kirkju. Yfirmenn þjóðkirkj-
unnar mega vitanlega ekki til þess hugsa, en afstaða þeirra virðist
fremur eiga rætur í áhyggjum af því að skrúfað verði fyrir ljár-
flæði úr ríkissjóði en umhyggju fyrir boðun orðsins. Samkvæmt
skoðanakönnunum er nú meirihluti landsmanna hlynntur aðskiln-
aði ríkis og kirkju. Það er merkileg staðreynd í ljósi þess að til-
tölulega lítil opinber umræða hefur farið fram um málið.
Mörg veigamikil rök hníga að aðskilnaði ríkis og kirkju. Það er
tímaskekkja að einum söfnuði sé hampað á kostnað annarra, og
ríkisrekin trúarbrögð em sem betur fer á undanhaldi víðast hvar í
heiminum. Enginn hefúr fært að því sannfærandi rök að það sé í
verkahring ríkisins að halda uppi trúarsöfnuði. Þá em margir -
bæði lærðir og leikir - þeirrar skoðunar að hinni evangelísku-lút-
hersku kirkju myndi famast betur ef hún fetaði sína eigin braut án
þess að vera í kompaníi með ríkisvaldinu. Alþýðublaðið hefur
áður lýst þeirri skoðun, að í tilefni þúsund ára afmælis kristnitök-
unnar sé tilhlýðilegt að gefa þjóðkirkjunni þá afmælisgjöf að að-
skilja ríki og kirkju. Stjómarskráin kveður á um, að unnt sé að
ákvarða aðskilnað með samþykkt meirihluta Alþingis. Aðskiln-
aður ríkis og kirkju hlýtur hinsvegar að eiga sér nokkum aðdrag-
anda, og því ætti löggjafarsamkoman að hefja undirbúning hið
fyrsta.
Eitt samfélag fyrir alla
í síðustu viku kom Blindrafélagið langþráðu baráttumáli í höfn,
þegar undirritaður var samningur um ókeypis aðgang blindra að
upplýsingasímanum 118. Blindir á íslandi hafa ekki til þessa haft
aðgang að símaskrá einsog aðrir landsmenn, en þurft að kaupa
þjónustuna dýmm dómum. í tilkynningu frá Blindrafélaginu er
komist svo að orði, að Póstur og sími hafi nú tekið mikilvægt
skref til þess að skapa eitt samfélag fyrir alla Islendinga. Vissu-
lega em ófá skref eftir að því takmarki að allir Islendingar sitji
við sama borð, en Halldór Blöndal samgönguráðherra á þakkir
skildar fýrir að taka af skarið í þessu þjóðþrifamáli. ■
Stórbrotið listaverk
Verkefni: Don Juan
Höfundur: Moliére
Þýðing: Jökull Jakobsson
Tónlist: Faustas Latenas
Lýsing: Björn Bergsteinn Guð-
mundsson
Leikmynd og búningar: Vytautas
Narbutas
Aðstoðarleikstjóri og túlkur: Ás-
dís Þórhallsdóttir
Leikstjóri: Rimas Tuminas
Sýningarstaður: Þjóðleikhúsið -
Stóra sviðið
Fyrir rúmum þrjúhundruð árum
skrifaði Moliére verkið um aðals-
manninn og kvennaflagarann Don Ju-
an og þjóninn hans Sganarelle. Þrátt
fyrir að mikið vatn hafi til sjávar runn-
ið síðan virðast lítil ellimerki á verk-
inu og enn vekur það spumingar og
býr yfir þeim lífskrafti að geta varpað
nokkurri birtu á samtímann. Þessi
uppsetning litháenska leikstjórans
Rimasar Tuminasar verður að teljast
til tíðinda í íslensku leikhúslífi. Ekki
aðeins færir sýningin okkur nýstárleg-
an blæ frá okkur ókunnu en alda-
gömlu leikhúslíft Austur-Evrópu, sem
eitt og sér er fagnaðarefni, heídur ber
öll merki þroska og fagmennsku lista-
manns sem ekki hefur týnt efanum og
ástríðunni sem er aflvaki listarinnar.
Eins og fram kemur í leikskrá er
Rimasi ofarlega í huga hlutverk þjóns-
ins í verkinu, sálarangist og togstreita
þess sem verður að taka þátt í leiknum
jafnvel þótt hann fyrirlíti af innsta
hjartans grunni framkomu og lífs-
skoðun húsbónda síns. Togstreita sem
er sígild og flestir hafa einhvem tím-
ann upplifað á sjálfum sér.
Don Juan þessarar sýningar er
þannig ekki lífsþyrstur, sjarmerandi
og ósvíftnn þijótur sem dundar við að
Leikhús
Arnor
Benonysson
skrifar um
leiklist
forfæra ungar og saklausar stúlkur,
heldur útbmnninn og lífsleiður fangi
ímyndar sinnar og orðspors; sigrar
hans í kvennamálum ekki unnir til að
fullnægja losta hans og veikri sjálfs-
ímynd, heldur eitthvað sem menn
ganga í eins og að drepa naut enda
alltaf spurning hver sigrar hvern.
Raunar komu aftur og aftur uppí hug-
ann orð Hillarys fjallgöngugiups, þeg-
ar hann var spurður hvers vegna hann
hefði klifið fjallið: Af því það var
þama.
Jóhann Sigurðarson leikur þennan
útjaskaða elskhuga og nær að skapa
heilsteypta og trúverðuga mynd af af-
króuðum og þreyttum nautnasegg.
Ekki veit ég hvort það var með vilja
gert en leikur Jóhanns kallaði í sífellu
fram mynd af Marlon Brando sem
kannski hefur komist lengst allra nú-
tímamanna í því að lifa örlög Don Ju-
ans á sjálfum sér.
Sigurður Sigurjónsson fer með hlut-
verk þjónsins Sganarelle. Þrátt fyrir
Sigurður Sigurjónsson hefur nú á stuttum
tíma töfrað fram tvö mikilsháttar listaverk,
gyðinginn Gellburg í Glerbrotum Arthurs Mill-
ers og nú Sganarelle. Slíkt afrek hlýtur að telj-
ast til stórtíðinda í íslensku listalífi.
fyrirlitningu sína á lífemi og lífsskoð-
unum húsbónda síns er hann bundinn
því að framfylgja duttlungum hans.
Frammistaða Sigurðar er í einu orði
sagt stórglæsileg. Sama hvort litið er
til vandlega unninnar líkamstjáningar
eða textameðferðar; og eins og frá-
bærir listamenn einir ráða við er sárs-
aukinn alltaf gmnnurinn að skopinu.
Sigurður hefur nú á stuttum tíma töíf-
að fram tvö mikilsháttar listaverk,
gyðinginn Gellburg í Glerbrotum Art-
hurs Millers og nú Sganarelle. Slíkt
afrek hlýtur að teljast til stórtíðinda í
íslensku listalífi.
Um vinnu annarra leikara er það að
segja, að enn einu sinni sannast hversu
ftma gott og heilsteypt leikaralið Stef-
áns Baldurssonar Þjóðleikhússtjóra er
orðið. Jafnvel minnstu aukahlutverk
eru skipuð afburða leikurum sem í
þessari sýningu að minnsta kosti geisl-
uðu af leikgleði og fóru létt með að
skapa heildarmynd sem lýsti af sköp-
unarkrafti, hugmyndaauðgi og fágun.
Þó ber að geta sérstaklega góðrar
frammistöðu Hilmis Snæs og Ólafíu
Hrannar þar sem þeim er gert að þrí-
taka sama atriðið og gefa hverri yfir-
ferð nýjan tón, nýja dýpt.
Þessi sýning er kærkomin tilbreyt-
ing inn í á margan hátt „ameríkanser-
að“ leikhúslíf okkar, þar sem aksjónin
yfirkeyrir oft hin fínni blæbrigði.
Þannig skirrist leikstjórinn ekki við að
gefa jafnvel hinum smæstu handa-
hreyfingum tíma, og vandlega unnin
textalaus atriði auðga og dýpka heild-
armyndina. Að ógleymdum hug-
myndaríkum og oftar en ekki kjörkuð-
um uppbrotum á „hefðbundnum“ leik-
húslausnum, til dæmis í atriðinu sem
er þrítekið. Þrátt fyrir að stundum sé
lagt á tæpasta vað gengur þetta allt
saman upp, en veikasti þráðurinn birt-
ist á stundum í því hversu útlifaður og
þreyttur Doninn er, þannig að jafn-
vægið í sýningunni verður ótryggt. En
heildin ber gjörhugsaðri og listrænni
vinnu vitni.
Leikmynd Vyautasar Narbutasar er
mikilúðleg og skapar andrúmsloft
rotnandi glæsileika. Það er ekki oft
sem við sjáum jafn nosturslega unna
leikmynd og þessa og hlutur hennar í
heildaryfirbragði sýningarinnar er
stór.
Faustas Latenas sér um tónlistina
og á hún ríkan þátt í að skapa þann
anda sem svífur yfir vötnum. Sérstætt
og skemmtilegt var að oft var hún not-
uð til að yfirtaka textann og leiða
stemmningar til lykta.
Lýsing Björns Bergsteinns var
óvenju góð, fyllti vel þá listfengu
heildarmynd sem yfir þessari sýningu
er.
Þýðing Jökuls Jakobssonar hljóm-
aði í eyrum sem afar vel unnið verk
sem hefur elst vel. Raunar var svo á
stundum þegar meitlaðar setningar og
kaldhæðið skopið reis sem hæst að
maður hugsaði hvað er Jökuls og hvað
Moliéres.
Niðurstaða: Stórbrotin leiksýning
sem vitnar um listræna getu og
þroska leikstjórans og laðar fram
það besta sem býr í listamönnum
leikhússins. Sýning sem enginn
fagurkeri og listunnandi má fara á
mis við.
a g a t a 1 3 ■ i j a n ú a r
Atburðir dagsins
1521 Páfi bannfærir Martein
Lúther. 1597 Heklugos hófst.
1841 Hæsti loftþrýsúngur sem
mælst hefur í Reykjavík,
1058,5 millibör. 1887 Fimm
skip frá Skagaströnd fórust í
ofsaveðri og með þeim 24
menn. 1888 Kristín Bjamadótt-
ir kaus fyrst kvenna til bæjar-
stjórnar í Reykjavt'k. 1924
Fomleifafræðingar finna graf-
hýsi Tutankhames sem var far-
aó í Egyptalandi fyrir þijúþús-
und árum. Grafhýsið var
sneisafullt af gersemum og
kistan úr skíragulli. 1946 Bret-
inn William Joyce, kunnari
sem „Haw-Haw lávarður",
hengdur fyrir áróður í þágu
nasista.
Afmælisbörn dagsins
Markús Túllíus Cíceró 106
f.Kr., rómverskur stjórnmála-
maður og mælskuskörungur.
Pétur Guðmundsson 1832,
annálaritari. J.R.R. Tolkien
1892, höfundur The Lord of the
Rings og Tlie Hobbit. Victor
Borge 1909, danskur skemmti-
kraftur og píanóleikari. Victor-
ia Principal 1945, bandarísk
leikkona.
Annáisbrot dagsins
Stríð byrjaðist millum
Svenskra og Danskra að alvöm
og tapaðist af Dönskum í fyrsta
landslagi 8000 manna.
Grímsstaöaannáll 1709.
Útsýni dagsins
I minni sveit var svo fallegt út-
sýni, að við þurftum ekki á
skáldskap að halda.
Steinn Steinarr.
Málsháttur dagsins
Oft ilmar eitmð rót.
Lokaorð dagsins
Eg hef elskað réttlætið og hat-
að allan ójöfnuð; þess vegna
dey ég í útlegð.
Hinstu orö Gregoríusar VII páfa,
1020-1085.
Orð dagsins
Engan hóf á efstu skör
yfirboröið giœsta.
Varpar tign á kotungs kjör
konungslundin stœrsta.
Stephan G. Stephansson.
Skák dagsins
Fyrsta þraut ársins er tekin úr
30 ára gamalli skák. Kirpit-
schinkow hefur hvítt og á leik
gegn Weksler. Það er skemmst
frá því að segja að Kirpit-
schinkow finnur snaggaralega
fléllu til að leiða sóknina til
sigurs.
Hvítur leikur og vinnur.
1. e6! Bxe6 2. Re5! Weksler
gafst upp enda taflið tapað: 2.
... Rxe5 3. Dxe5 og svartur
getur valið milli þess að tapa
liði eða verða mát.