Alþýðublaðið - 03.01.1996, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 03.01.1996, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 s k o ð a n i r ■ Jón H. Karlsson framkvæmdastjóri skrifar um brýnustu verkefni stjórnmálanna Jöfnum kjörin - burt með fátæktarstefnuna Meginmálið er þó að stjórnmálamenn láti einskis ófreistað í viðleitni sinni til að skapa samborgurum sínum skilyrði til jafnra mögu- leika á lífsafkomu og mannlegrar reisnar. Undanfamar vikur hefur gætt um- talsverðrar óánægju meðal hinna vinn- andi stétta á Islandi. Sú óánægja á rót að rekja til kaups og kjara verkalýðs- ins í landinu í samanburði við þá sem betur mega sín. Staðreynd er, að stórt bil er á milli launa þeirra sem minnst bera úr býtum og stórs hóps sem betur má sín. Almennur kaupmáttur hefur og staðið í stað eða lækkað á nærliðn- um árum. Hagur alls almennings hefur farið versnandi í efnahagslægðinni síðastliðin sjö ár. Minnkandi vinna og atvinnumissir hafa gert margri fjöl- skyldunni erfitt fyrir og haft alvarlegar afleiðingar, bæði félagslegar (meðal annars sambúðarslit, landflótta) og fjárhagslegar (gjaldþrot heimila). Ráð- stöfunartekjur flestra fjölskyldna hafa dregist verulega saman. Oánægjan nær svo hámarki þegar þeim hærra settu í þjónustu ríkisins eru mældar launahækkanir, í margföldum mæli á við hinn venjulega vinnandi mann. Þessi vanhugsaða aðgerð var dropinn sem fýllti mælinn. Forysta ASI reis upp á afturfætuma og boðaði uppsögn kjarasamninga þótt fátt eitt hefði breyst nægjanlega í forsendum þeirra til að ástæða væri til uppsagnar. Enn einu sinni stóðu vinnuveitendur, verkalýðsforystan og ríkisstjóm frammi fyrir samningsgerð, sem vitað var að gæti tekið mislangan tíma og sett ýmsa þætti efnahagslífs- ins í óvissu um tíma-raskað stöðug- leikanum. Niðurstaðan varð sú að allflest verkalýðsfélögin létu undan síga og tóku boði atvinnurekenda um hækk- aða desemberuppbót nú og á næsta ári. Nokkur öflug félög héldu sig þó við uppsögn samninga, þrátt fyrir fyr- irfram ljósan úrskurð félagsdóms gegn þeim. Þessi sömu félög boða aðgerðir, að vísu löglegar, sem verða munu óþægilegar fyrir atvinnurekendur. Það er hins vegar afar mikilvægt nú, þegar hillir undir betri tíma, að friður og sátt riki á vinnumarkaði. Því er afar mikil- vægt að ríkisstjóm landsins komi að málum og skapi skilyrði til að svo megi verða. Hverníg má ná sátt svo friður geti ríkt? Það er komið að ríkisstjóm lands- ins, að láta til sín taka, svo friður megi ríkja. Hún sleppur ótrúlega létt frá þeirri óánægju, sem ríkir á meðal launþega þessa lands. Það er í hennar verkahring að grípa til aðgerða, er stuðla almennt að lífvænlegra um- hverfi fyrir þegnanna til að minnsta kosti að rétta hlut þeirra verst settu. Og þeir em margir. Til að forðast víxlhækkun kauplags og verðlags er mjög mikilvægt að ekki sé samið um háar, beinar peningalegar hækkanir. Það leiðir einungis til hærra verðlags, sem étur fljótt þá krónutölu- hækkun sem fólkið fær og virkar sem verðbólgufóður. Fara verður aðrar leiðir til að auka kaupmátt þeirra, sem minnst bera úr býtum í landinu. Leiðir til kjarabóta og kjarajöfnunar Eins og öllum er kunnugt hefur ríkt verðtrygging á fjárskuldbindingum hérlendis til margra ára. Þessi verð- tryggingarstefna hefur bæði haft kosti og galla. Hún átti eflaust rétt á sér þegar til hennar var stofnað og nokkur árin þar á eftir. Ekki lengur. Helstu gallar hennar eru þeir, að húsbyggj- endur, sem flestir tilheyra yngri hluta þjóðarinnar, hafa átt í verulegum erf- iðleikum með að standa skil á afborg- unum lána sinna hin seinni ár, ekki síst vegna atvinnusamdráttar og minnkandi atvinnutekna. Verðtryggingin hefur hins vegar reynst veisla fyrir íjánnagnseigendur, sem grætt hafa á tá og ftngri, jafnvel án þess að hafast eitthvað annað og hagnýtara að en bíða tilkynninga um vaxtatekjur næstliðins tímabils. Mér vitanlega hafa hagvísindamenn ekki lagt mat á áhrif verðtryggingar- stefnunnar. Hvað hefur hún haft mikla tilfærslu á fjármagni í för með sér frá þeim fátæku til þeirra ríku, ffá því hún var tekin upp? Hver hafa áhrif hennar verið á kaupmáttinn? Tími verðtryggingarstefnunnar er liðinn. Ríkisstjómin á að sjá sér leik á borði og tilkynna afnám verðtrygging- ar hið fyrsta. Með því legði hún mikil- vægt lóð á vogarskálar til þjóðarsáttar og kjarajöfnunar. Hið háa vaxtastig í landinu er einn- ig áhyggjuefni öllu launafólki og mörgum atvinnurekendum. Þótt verð- bólga umliðin misseri sé með því lægsta sem gerist á Vesturlöndum lækka vextir seint og lítið. Á því þarf að verða bót og vissulega getur ríkis- stjómin beitt áhrifum sínum til þess ef vilji væri til. Skapa má skilyrði til frekari samkeppni á milli fjármála- stofnana með enn auknu frelsi, opnun bankakerfisins og fekari einkavæð- ingu þess. Ríkisstjómin getur gert meira til að tryggja þjóðarsátt með jöfnun kjara og afla sér í leiðinni langvinnra vinsælda. Með breytingu á skattkerfinu - hœkk- un persónuafsláttar - getur hún komið því til leiðar sem sífellt hefur verið reynt með samningum, það er að tryggja hinum lægra launuðu launa- hækkanir til kjarajöfnunar. Fyrir nokkmm ámm var tekin upp staðgreiðsla skatta, að vísu í kjölfar skattlauss árs. Hafa hagfræðingar okk- ar reiknað til hlítar áhrif þessarar breytingar á kaupmátt launa til langs tíma? Er ekki lfklegt að upptaka stað- greiðslunnar hafi haft vemleg áhrif á hag launamanna, sem áður fyrr greiddu skatt sinn eftirá? Hafa ríkis- stjómir gefið launamönnum einhvem staðgreiðsluafslátt af staðgreiddum sköttum frá því þeir vom upp teknir (að undanteknu skattlausa árinu)? Á þessum tímamótum, nú þegar í augsýn eru sjö feit ár í efnahagslífi okkar, eftir hin sjö mögm, er lag fyrir ríkisstjómina að koma að málum með reisn. Upprœta þarf þá fátœktarstefnu sem rekin hefir verið undanfarin ár Byggja þarf upp á ný bjartsýni og trú fólksins á möguleika sína, landið og stjómvöld. Það er besta leiðin til að auka framleiðni - fólkið verður að minnsta kosti að trúa á mátt sinn og megin. Stjómvöld verða að ýta undir að svo megi verða. Persónuafsláttur hækki Hœkka á persónuafslátt allra launa undir 120.000 á mánuði upp i 30.000. Til að koma í veg fyrir óánægju þeirra er liggja rétt ofan við mörkin eða á milli 120.000 og 130.000, má hækka persónuafslátt í 28.000 á launabilinu 120.000-125.000 og í 26.000 fyrir þá sem eru á launabilinu 125.001- 129.999. Ónýttur persónuafsláttur yrði greiddur út úr ríkissjóði um næstu mánaðamót eftir uppgjör launa, sem sagt mánuði eftir að hann ávannst. Persónuafsláttur fyrir hærri laun verði óbreyttur. Hækkun á persónuafslætti og ofan- greind meðferð ónýtts áunnins per- sónuafsláttar bætti þar með kaupmátt ráðstöfunartekna viðkomandi laun- þega, með laun á bilinu 60.000 til 120.000, um 6 til 10% og mest fyrir þá sem lægst hafa launin. Þar með væri stigið raunverulegt kjarajöfunar- skref til þjóðarheilla. Tekjutap ríkissjóðs vegna slíkrar keríisbreytingar á persónuafslætti má áætla tæpa 2,2 milljarða vegna þeirra launamanna innan ASÍ sem hafa lægri laun en 120.000 á mánuði. Vemlegur hluti þessarar skatttekjueftirgjafar af hálfu ríkisins kærni hins vegar til þess arfur í formi óbeinna skatta vegna aukinnar neyslu í kjölfar aukins kaup- máttar. Þá er ekki ólíklegt að skatttekjur ríkisins almennt eigi eftir að aukast hlutfallslega með vaxandi efnahags- bata á næstu árum og minnkandi at- vinnuleysi. Nú þegar spáir Þjóðhags- stofnun yfir 3% hagvexti á árinu 1996. Þá má benda á að ríkisstjómin hefur möguleika á að slaka enn frekar á klónni í skattheimtunni með því að heimila að persónuafsláttur lieima- vinnandi maka nýtist að fullu til frá- dráttar hjá þeim maka, sem er í launa- vinnu en ekki einungis að 80% hluta eins og nú. Enn eitt útspil ríkisstjórnarinnar á að felast í lœkkun meðlaga og afskrift á stórum hluta vangoldinna meðlaga. Hækka má bamabætur og tekjutengja þær. Meðlagshækkunin var á sínum tíma misráðin og átti ein og sér þátt i að innheimta þeirra gekk verr en áður. Til hvers að vera að hækka meðlagið ef það innheimtist hvort eð er ekki. Meðlagsútgjöld nema ótrúlega stómm hluta tekna margra aðila og eru því vemlega íþyngjandi. Meðlög lækki Eg ætla að hjónaskilnaðir og sam- búðarslit hafi verið hvað algengust í lægri tekjuhópum og því mest um meðlagsgreiðslur þar, oft með mörg- um bömum. Lœkkun meðlags kemur þannig láglaunamönnum betur en þeim efnameiri og hefur áhrif til kaup- máttaraukningar. Ríkisstjóm landsins er hollt að hafa í huga að takmörk em fyrir því hvað hægt er að leggja á þegna landsins í sköttum, ekki síst beinum sköttum. Þegar hugað er að nýsköttun er það sjaldnast að eldri skattar séu aflagðir. Nú er flatur fjármagnsskattur loks í augsýn og á að gefa ríkissjóði nokkur hundmð milljónir í tekjur árlega. Það er eðlilegt að hagnaður eigenda fjár- magns sé skattlagður að hluta. Nauð- synlegt er þó að skilgreina hugtakið fjármagn þegar slík skattlagning er annars vegar. Ekki má til þess koma að „eðlilegur spamaður" almennings se' skattlagður. Því er nauðsynlegt að draga mörkin við ákveðið gólfáður en fjármagnskattur verður krafinn. Ríkisstjórnin á að tryggja að svo verði gert. Skýra heilbrigðisstefnu vantar Islenska heilbrigðisþjónustan er mikilvægur hluti velferðarkerfis okk- ar. Hún hefur sannarlega átt erfitt upp- dráttar undanfarin ár. Eins og annars staðar á Vesturlöndum hafa útgjöld til heilbrigðismála hérlendis tilhneigingu til að aukast hratt. Ekki mun draga úr þeirri tilhneigingu á næstu ámm. Þar kemur margt til. Viðspyrna stjórn- málamanna við aukningu útgjalda til þessa langfjárfrekasta rekstrarþáttar ríkissjóðs er eðlileg. Að því kemur þó að spyrja verður grundvallarspurn- inga um hvað verja skuli miklu til heilbrigðismála og til hvaða hluta inn- an þeirra. Auðvitað er það þjóðin sjálf, sem greiðir þessa þjónustu á endanum í einu eða öðm formi. Af hálfu ríkis- stjómarinnar og jafnvel allra stjórn- málaflokkanna er skortur á skýrri stefnu í heilbrigðismálum, bæði til skemmri tíma og lengri. Utgjaldaþörf- in mun halda áfram að vaxa. Eftir 25 ár verður fjórðungur þjóðarinnar á ellilífeyrisaldri og sífellt færri vinn- andi hendur munu bera uppi velferðar- kerfið. Hvemig ætla stjómmálamenn að mæta því? Þetta er kannski ekki áhyggjumál þeirra stjómmálamanna, sem virkir em í dag. Eg bendi þeim hins vegar á að eftir 25 ár verða flestir þeirra líklega orðnir þiggjendur í því bótakerfi, sem þá verður við lýði. Þeim er því eins gott að byija strax að búa í haginn og huga að leiðum til að tryggja sér áhyggjulaust ævikvöld. Sé þegnunum gerð skýr grein fyrir því, sem þeim mun standa til boða í heilbrigðismálum til lengri tíma og hvaða kosta er völ, er von til þess að þokkaleg sátt náist um heilbrigðis- þjónustuna og útgjöld til hennar. Þá þarf ekki sífellt að vera að grípa til skammsýnna og óvinsælla skyndiað- gerða, sem leiða til flokkadrátta, óhag- ræðis og oft aukins kostnaðar síðar. Verkefni stjórnmálamanna Það er eitt meginhlutverk ríkis- valdsins að tryggja að gott jafnvægi ríki á milli helstu hagþátta. I því felst meðal annars að reyna að tryggja þegnum mannsæmandi afkomu og kjör svo að hjól hagkerfisins geti snú- ist með jöfnum og eðlilegum hætti. Með ofangreindum leiðum er að ein- hveiju leyti hægt að ná árangri í þeirri viðleitni. Meginmálið er þó að stjórnmála- menn láti einskis ófreistað í viðleitni sinni til að skapa samborgurum sínum skilyrði til jafnra möguleika á lífsaf- komu og mannlegrar reisnar. ■ Síðasta sýningarvika Síðasta sýningarvika á verkum Evu Benjamínsdóttur í Listhúsinu í Laug- ardal, Listcafé og Veislusal Engjateig 17-19 Reykjavík, hangir út þrettánd- ann 6. janúar. Inntak sýningarinnar er: Eyktamörk, björg og flæði. Verkin eru öll unnin 1995 í akríl og olíu á striga. Þetta er fjórða einkasýning Evu á tólf árum. Verkin eru öll til sölu. Nýtt neyðar- númer Hinn 1. janúar 1996 var samevr- ópska neyðarnúmerið 112 tekið í notkun hér á landi og verður það virkt um allt land. Þetta er í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi 24. mars 1995. Með samræmdu neyðar- númeri 112 geta þeir sem lenda í neyð fengið aðstoð lögreglu, slökkviliðs, sjúkraliðs eða björgunarsveita í gegn- um þetta símanúmer. Rekstur neyðar- númersins verður í höndum Neyðar- línunnar hf. sem stofnuð var af Slysa- varnafélagi fslands, Slökkviliði Reykjavíkur, Pósti og síma, Securitas, Vara og Sívaka. Þar til Neyðarlínan tekur að fullu til starfa um mitt árið 1996 hefur félagið samið við Slysa- varnafélag Islands og Slökkvilið Reykjavíkur um að svara neyðarkalli í 112 og koma boðum til réttra við- bragðsaðila. Slysavamafélag Islands og Slökkviliðið í Reykjavík hafa langa reynslu í rekstri vaktstofa fyrir neyðar- símsvömn. Öll neyðamúmer í landinu verða virk áfram og er tilkoma neyð- amúersins 112 því hrein viðbót sem eykur enn öryggi landsmanna. Þau neyðamúmer sem fólk þekkir hjá lög- reglu, slökkviliði eða sjúkraliði í sinni heimabyggð verða áfram virk og verður hægt að ná til þessara aðila í símanúmemm sem auglýst hafa verið í símaskránni. Fólki er bent á að kynna sér neyðamúmerin í sínu bæjar- félagi og um leið minna á að alltaf verður hægt að fá aðstoð ef það lendir sjálft í neyð eða eignir þess með því að hringja í neyðamúmerið 112. Samhugur í verki í Noregi I kjölfar náttúruhamfaranna á Flat- eyri í október síðastliðnum höfðu ýmsir aðilar í Noregi samband við sendiráð Islands í Osló og vildu rétta hjálparhönd þeim sem um sárt áttu að binda. Opnaður var bankareikningur í Noregi undir heitinu „Samhugur í verki - Flateyri." í árslok nam inni- stæða á reikningnum tæplega 3,8 milljónum íslenskra króna. Sú upp- hæð hefur verið lögð inn á landssöfn- unarreikninginn í Sparisjóði Önundar- fjarðar á Flateyri. Framlög bámst frá bæjarfélögum, ýmsum félagasamtök- um, ekki síst norrænu félögunum og ótal einstaklingum. Ríflega helmingur söfnunarfjárins er frá einstaklingum og sveitarfélögum á Mæri þar sem séra Jens Terje Johnsen Fosnavogi beitti sér fjársöfnun í nokkmm byggð- arlögum. Himnaríki heldur áfram Eins og flestu áhugafólki um leik- hús mun nú vera kunnugt hóf nýtt leikhús starfsemi sína síðastliðið haust í fyrrum vinnslusal Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör fmmsýndi hinn 14. september nýtt íslenskt leikrit Himnariki eftir Árna Ibsen. Verkið hefur hlotið mjög góðar viðtökur og hefur aðsókn verið mun meiri en að- standendur sýningarinnar bjuggust við og hefur verið uppselt á nær allar sýn- ingar til þessa. Upphaflega var gert ráð fyrir að sýningum lyki í nóvember en vegna hinnar miklu aðsóknar hefur verið ákveðið að halda sýningum áfram á þessu nýbyijaða ári. Að lok- inni leikför til Noregs nú í janúar munu sýningar heljast að nýju í Hafn- arfirði og verður sú fyrsta 19. janúar næstkomandi. Sýningaljöldi verður þó takmarkaður vegna mikilla anna með- lima Hafnarfjarðarleikhússins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.