Alþýðublaðið - 19.01.1996, Page 5
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
■ Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Jón Baldvin Hannibalsson og spurði hann um ferð-
ina til Litháen, stöðu Alþýðuflokksins á afmælisári, áframhaldandi formennsku,
hugsanlegar sættir við Jóhönnu, möguleikann á forsetaframboði Davíðs og fleira
Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þessir flokkar sameini kraftana á þingi og sé það gjarnan fyrir mér sem fyrsta
skrefið á lengri leiö, segir Jón Baldvin um hugsanlega samvinnu við Þjóðvaka.
Þú ert nýkominn úrferð til Litháens
ásaint öðrum þingmönnum og fulltrú-
um þingsins. Við œttum kannski að
víkja að tilefni heimsóknarinnar.
„Eg vil vitna í nýlega bók eftir
norskan stórþingsmann, Godal að
nafni en þar kemur fram að Islending-
ar hafi talað máli Eystrasaltsþjóðanna
á sama tíma og stórveldin og samtök
vestrænna ríkja vildu af ýmsum
ástæðum þegja málið í hel. Þegar Sov-
étríkin, undir lok valdatíma Gorbat-
sjovs, beittu vopnavaldi til að kæfa
sjálfstæðisbaráttu þessara þjóða í blóði
urðu fulltrúar íslendinga þeir einu sem
sýndu samstöðu í verki með því að
mæta á staðinn. Þegar kommúnistar
gerðu sína valdaránstilraun í Moskvu,
í lok ágúst 1991, sem að vísu rann út í
sandinn, höfðu Islendingar frumkvæði
að því að veita Eystrasaltsríkjunum
þremur formlega viðurkenningu og
taka upp diplómatískt samband. I
framhaldi af því var sjálfstæði þessara
ríkja fest í sessi og í framhaldinu liðu
Sovétríkin.undir lok.
Þessi dæmi sem Godal nefnir um
íslenskt frumkvæði á alþjóðavettvangi
eru óvenjuleg og þau eru mikils metin
enn í dag meðal Eystrasaltsþjóða. Sú
staðreynd að Ólafi G. Einarssyni var
falið að tala fyrir hönd erlendra gesta í
litháíska þinginu, þegar þessara at-
burða var minnst fimm árum síðar,
staðfestir það. Hitt er svo annað mál
að yfirvofandi valdataka kommúnista
í Rússlandi á ný setur sjálfstæði þess-
ara þjóða aftur í hættu.“
Og hvemig voru viðtökumar t Lit-
háen ?
„Viðtökumar voru með þeim hætti
að okkur var látið skiljast að frum-
kvæði íslendinga á örlagastundu væri
ekki gleymt. Þetta lýsti sér meðal ann-
ars í því að fúlltrúar sjálfstæðishreyf-
ingarinnar SAJUDIS, sem héldu gríð-
arlegan útifund til að minnast atburð-
anna 1991 báðu mig um að tala á
þeim fundi, og mér var það að sjálf-
sögðu ljúft og skylt. Við sáum þakk-
lætið líka í einföldu formi á torginu
fyrir framan þinghúsið í Vilnius. Þar
standa tveir steinstöplar. Annar til að
minnast fómarlamba blóðsúthelling-
anna. Hinn til að minnast íslands.“
Mál í uppnámi
Ef við vtkjum að öðrum málum og
þá fyrst að sjávarútvegsmálum. Við-
brögð þín við frammistöðu Halldórs
Asgrímssonar í deilu Islendinga og
Norðmanna?
„Þegar Halldór Ásgrímsson tók við
mannaforráðum í utanríkisráðuneytinu
lét hann í veðri vaka að hann ætti vin-
um að mæta í Noregi og málið yrði
því auðleyst. Nú eru liðnir margir
mánuðir og komin full reynsla á það
að Norðmenn hafa fært sig upp á
skaptið og orði æ óbilgjamari eftir því
sem þeir hafa fundið betur linkind ís-
lenskra stjórnvalda. Þegar litið er á
málið í heild blasir við að þessi ríkis-
stjóm hefur fylgt þessum málum eftir
mjög slælega. Hún virðist hvorki hafa
heildarstefnu né heldur virðast utan-
ríkisráðherra- og sjávarútvegsráðherra
gera sér grein fyrir því hvernig þeir
ætla að taka á Norðmönnum. Reynsl-
an sýnir að einarðlegur málflutningur
er lífsnauðsyn. Augljóslega á það að
vera eitt af markmiðum okkar að reka
fleyg milli samvinnu Norðmanna og
Rússa og styrkja mjög samvinnu okk-
ar við Grænlendinga og Færeyinga.
Tíminn til þess hefur ekki verið nýttur
sem skyldi. Auk þess er ljóst að nú
dugar ekki lengur að láta standa við
orðin tóm urn það sem mestu varðar
lyrir norska hagsmuni, en það er mál-
sóknin á hendur þeint vegna sjálftöku-
réttar við fiskvemdarsvæðin við Sval-
barða. Ýmislegt bendir til að fylgi-
spekt Rússa við norska fjármagns-
valdið sé að veikjast og þá skiptir
miklu máli að ganga á lagið.
Annars er þetta mál augljóslega í al-
gjöru uppnámi og hlýtur að verða eitt
af stóm átakamálunum á næsta þingi.“
Gef kost á mér til áframhald-
andi formennsku
Hver verða helstu áherslumál Al-
þýðuflokksins þegar þing kemur sam-
an eftirhelgi?
„Hlutverk Alþýðuflokksins er að
halda áfram í stjórnarandstöðu því
verki sem hann hóf í ríkisstjórn, að
halda vakandi og koma fram með rót-
tæk umbótamál. Það höfúm við gert í
stjómarandstöðu hingað til, með sér-
stökum tillögum um útfærslu á stór-
máli eins og Gatt-samningnum; með
gagnrýni okkar og tillögugerð í sam-
bandi við búvörusamninga og með því
að leggja fram tillögur um jöfnuð í
ríkisfjármálum í ljósi efnahagsbatans.
Okkar hlutverk á að vera að taka á
slíkum málum og það höfuni við gert.
Okkur ber einnig að halda vakandi til-
lögum okkar um veiðileyfagjald fyrir
kvóta. Hið sama á við tillögur er varða
umbætur í skattakerfi með lækkun
jaðarskatta og réttlátri útfærslu á fjár-
magnstekjuskatti. Einnig má nefna til-
lögur um stjómkerfisbreytingar, eins
og jöfnun atkvæðisréttar. Auk þess
verða tvö stór hagsmunamál þjóðar-
innar á dagskrá, það er að segja haf-
réttarmálin og Evrópumálin."
En er þetta ekki hálfvonlaus barátta
ef lítið er hlustað ?
„Hlutverk stjómarandstöðu er ann-
ars vegar að forða slysum. Hins vegar
að setja á dagskrá mál sem geyma
þjóðarhagsmuni til frambúðar, vekja á
þeim athygli og vinna þeim fylgi. Sá
sem segir að það sé vonlaust talar fýrir
uppgjöf, en það er ekkert vonlaust í
pólitík."
Hyggstu gefa kost á þe'r til áfram-
haldandi fonnennsku t Alþýðuflokkn-
um?
„Já.“
Óttastu mótframboð?
„Nei, ég óttast þau ekki, en þau
gætu auðvitað komið.“
Telurðu að eiithver gœti sigrað þig?
„Það er annarra að meta.“
Leiðin til sameiningar
Alþýðuflokkurinn verður átlrœður á
árinu. Hver eru brýnustu verkefnin á
afmœlisárinu?
„80 ára afmælið er okkur að sjálf-
sögðu tilefni til að meta í heild sinni
hlutverk og árangur Alþýðuflokksins
á löngum ferli við mómn nútímalegra
stjórnarhátta á íslandi. Það má vera
okkur sérstakt tilefni til að árétta
grundvallaratriði lýðræðislegrar jafn-
aðarstefnu og að sýna fram á hversu
brýnt erindi jafnaðarmenn eiga við
þjóðina í framtíðinni, með skírskotun
til sögulegrar reynslu. Við eigum að
rétta fram sáttarhönd til allra þeirra
sem telja sig eiga samleið með okkur í
baráttu fyrir þjóðfélagi jafnaðarstefn-
unnar. Hvað er betra tilefni til þess en
80 ára afmæli okkar hreyfingar; og þá
á ég bæði við sögu Alþýðuflokks og
verkalýðshreyfingar. Margir hafa orð-
ið til að kvarta undan innihaldsleysi
umræðunnar um sameiningu félags-
hyggjuaflanna. Ég er einn af þeini. Ég
hef reynt að jarðtengja þá umræðu og
gefa henni innihald með því að láta
hana snúast um grundvallarsjónarmið
jafnaðarmanna og meginverkefni í
framtíðinni. Það verkefni bíður okkar
jafnaðarmanna á þessu ári að stýra
þeirri umræðu í farveg.“
Ertu reiðubúinn að auka samvinnu
við Þjóðvaka með það fyrir augum að
flokkamir sameinist íeinn?
„Það er leitt til þess að vita hvað
mönnum sækist seint að læra sína
sögulegu lexíu. Leiðin til að sameina
jafnaðarmenn er ekki sú að sundra
þeim. Leiðin til þess að tryggja áhrif
jafnaðarstefnunnar á þróun þjóðfé-
lagsins er ekki sú að tryggja þeim öfl-
um völd sem sameinast um að gæta
hins óbreytta ástands.
Um það þarf ekki að deila að Þjóð-
vaki á sér ekki sjálfstæðan tilveru-
grundvöll. Það ágæta fólk sem þar
starfar lýsir því yfir að það sé jafnað-
armenn. Samstarfið við þingmenn
Þjóðvaka hefur gengið ágætlega. Það
er málefnaleg samstaða með þeim í
ýmsum stórmálum. Það er því ekki
einungis spurning um hvort, heldur
hvenær fulltrúar Þjóðvaka á þingi
draga rökréttar ályktanir af stöðu
sinni. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að
þessir flokkar sameini kraftana á þingi
og sé það gjaman fyrir mér sem fyrsta
skrefið á lengri leið.“
Sighvatur Björgvinsson lýsti f Al-
þýðublaðinu Iteldur ógœfulegri
reynslu af samskiptum við Jóhönnu
innan Alþýðuflokks. Treystir þú þér (
þann slag aftur?
„Já. Jóhanna fékk sín tækifæri.
Hennar tími kom og fór. Hagsmunir
hreyfingarinnar skipta miklu meira
máli en persónulegir erfiðleikar í sam-
starfi. Auk þess hljótum við að ganga
út frá því að fólk læri af reynslunni."
Karríersjónarmið Davíðs
I viðtali við norskt dagblað sagðist
þú styðja konu íforsetaframboð. Hver
er sú kona?
„Eitt af því versta sem getur hent
fólk er að taka sjálft sig hátíðlega um
of. Satt að segja finnst mér yfirlýsing-
ar fjölda frambjóðenda, sem væntan-
lega eru byggðar á einhverjum kunn-
ingjasamtölum, vera orðnar helst til
skrautlegar. Sjálfsagt verður maður að
gæta sín á því að gera þetta ekki að
gamanmálum. Engu að síður leyfði ég
mér það. En það er líka auðvelt að
slíta gamanmál úr samhengi.
I miðjum jólaönnum þingsins
hringdi í mig norsk blaðakona og
spumingar hennar sneru aðallega að
alþjóðamálum. í lokin spurði hún mig
um héraðsmálefni og ég leyfði mér að
bregða á glens við hina alvörugefnu
norsku konu. Hún spurði hvort forsæt-
isráðherra landsins væri líklegur for-
setaframbjóðandi. Ég svaraði því á þá
leið að fyrir því væri nokkur hefð að
forsetar landsins væru vinstrisinnað
gáfufólk. Það væri forsætisráðherra
ekki. Þá spurði hún hvort formaður
Alþýðuflokks hefði gert upp hug sinn
hvem hann styddi sem næsta forseta.
Ég hafði þá lesið einhver lesendabréf í
blöðum um konu sem stendur hjarta
mínu nærri, þar sem sagt var að henni
væri flest það til lista lagt sem þarf til
að gegna þessu embætti með sóma.
Ég svaraði því til að ég styddi ónefnda
konu en vildi náttúrlega ekki spilla
fyrir henni með því að lýsa yfir stuðn-
ingi fyrirfram. Sú staða er óbreytt.”
Þá er hulunni svipt afþeim leyndar-
dómi. En nú liggur nokkuð Ijóst fyrir
að Guðrún Pétursdóttir mun fara í
forsetaframboð. Ertu reiðubúinn að
styðja liaita?
„Eigum við ekki að hafa á þessu
rétta röð. Eigum við ekki að gera þá
kröfu að frambjóðendur lýsi yfir fram-
boði áður en við krefjum aðra um af-
stöðu?“
Þá látum við það vera. En ég vil
ekki sleppa þér við að tjá þig um um-
rceðuna um Davfð Oddsson og for-
setaembœttið?
„Nú verð ég að fá mér vindil! - Ég
kann ekki að lesa í hug Davíðs Odds-
sonar. Ýmsir sem standa honvm nær
en ég telja það líklegt út frá kam'er-
sjónarmiðum stjórnmálamanns sem
vill fremur safna vegtyllum en beita
völdum til að móta stefnu. Þeir nefna
þá nafnið alslemma, og eiga þá við að
það þyki fínt að hafa náð þremur vegt-
yllum undir einn hatt: borgarstjóri -
forsætisráðherra - forseti. Kannski
meta þessir menn það rétt að það
freisti Davíðs Oddssonar. Hins vegar
þykir mér ólíklegt að dæmið gangi
upp og skil þess vegna vel að ýmsir
forystumenn Sjálfstæðisflokksins vilji
leita að „staðgengli” sent gegni emb-
ættinu í stuttan tíma, helst bara eitt
kjörtímabil. Þannig að alslemman gæti
orðið að veruleika undir aldamótin."
En er ekki mjög ólfklegt að Stein-
grt'mur Hermannsson, sem þú ert
þama að vi'sa til, verði kosinn forseti?
Er ekki allnokkuð st'ðan hann missti af
lestinni?
„Allt er í heiminum hverfult, eink-
um vinsældir stjórnmálamanna. En
forysta Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks kann að hræðast þau
spor eftir reynsluna af flokksstýrðu
framboði þeirra gegn Ásgeiri Ásgeirs-
syni á sínum tíma. Það gekk ekki þrátt
fyrir að stærstu flokkar þjóðarinnar
legðust á eitt með flokksvélum sínum.
Það er jafnvel enn ólfldegra að dæmið
gangi upp nú.“
Ef þú mœttir velja á milli þess að
hafa Davíð Oddsson í starfi forsœtis-
ráðherra eða sem forseta á Bessastöð-
um hvor kosturinn þœtti þér skárri?
„Davíð Oddsson hefur gegnt vel
sínu hlutverki sem fulltrúi valdakerfis
Sjálfstæðisflokksins í landstjóminni.
Eg er formaður í stjórnarandstöðu-
flokki og mig fýsir lítt að sjá fulltrúa
þessa valdakerfis á Bessastöðum." ■