Alþýðublaðið - 24.01.1996, Síða 3

Alþýðublaðið - 24.01.1996, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 24. JANUAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Stóri bróðir? Kunningi minn var fyrir nokkru staddur á öldurhúsi. Hann skrifaði ávísun upp á nokkra þúsundkalla og framvís- aði debetkorti til staðfestingar. Pallborðið | Tryggvi Skjaldarson skrifar Afgreiðsludamam vildi renna kortinu í gegnum „pósa“ en sleppa ávísuninni. Upphófst nokkuð þref þar sem minn maður hélt fast við að borga með ávísun, enda fullgild- ur gjaldmiðill. Afgreiðsludaman lét ekki undan fyrr en minn mað- ur sagði: „Kannski vil ég ekki að skráð sé í tölvu að ég sitji núna hér og drekki öl, enda er það mitt einkamál." Hann fékk skjóta afgreiðslu og skílning í ábæti. Nú er búið að lögleiða að Póst- ur og sími má tölvuskrásetja öll símtöl. Oll símtöl löng og stutt. Hvert hringt er, hvenær og hve lengi hvert símtal stendur yfir. Þrír til fimm starfsmenn, vald- ir starfsmenn. fá einir aðgang að upplysingunum, ef satt er sem ságt er. ' Ekki skál mótmælt að hagræð- ing geti verið í þessu fólgin. En fram að þessu hefur Póstur og sími getað rekið sína starf- semi án þess að hafa heimild til slíkrar gagnaöflunar. Edgar J. Hoover stjórnaði þandarísku alríkislögreglunni Ptír.í 'hálfa öld. Lykillinn að ÍW^tf'ög 'færsælú starfi, var gagnaöflun um alla sem hann taldi ógna stöðu sinni. Símhleranir, segulbands- og myndupptökur voru vinsælar og árangursríkar til að ná tökum á fólki. Aðgangur að upplýsingum um menn og málefni verða ekki metnar til fjár. Eins og mál hafa þróast síðari ár er líklegt að spurningin sé ekki hvort heldur hvenær mál sem tengjast upplýsingaleka koma upp á yfirborðið. Eftir því sem tölvutækum upp- lýsingum fjölgar um einstak- linga, má ímynda sér að frelsi til orða og æðis geti minnkað smá saman. Tæknin heldur áfram að aukast og með markvissri tölvutækri skráningu má vafalaust efla og auka allt eftirlit. Ef heldur sem horfir má búast við að einn góðan veðurdag vakni vaskir menn með örgjörva- merki fremst á þriðja fætinum og þurfi að mæta til aflestrar hjá hinu opinbera og greiða uppá- ferðaskatt í samræmi við notkun. Tæknilega er það trúlega fram- kvæmanlegt, eða þannig. Með kveðju úr Rangárþingi. Eftir því sem tölvu- tækum upplýsingum fjölgar um einstak- linga, má ímynda sér að frelsi til orða og æðis geti minnkað smám saman. Stjórnarkosning verður í Verslunarráði íslands Um rtiiðjan næsta mánuð. Einar Sveinsson, for- stjóri Sjóvár-Almennra ætlar að hætta sem for- maður eftir fjögurra ára setu. Að undanförnu hefur staðið yfir örvæntingarfull leit að eftirmanni hans, en þeir sem vænlegastir hafa þótt neita allir að taka for- mennskuna að sér. Lagt hefur verið að Kristni Björnssyni forstjóra Skeljungs, en hann hefur verið varaformaður ráðs- ins. Kristinn hafnar alfarið að taka við formennsku, en hann þykir mjög valda- mikill í ráðinu og ertalið að hann vilji fremur véla um mál bakvið tjöldin. Eins hefur verið leitað til Páls Kr. Pálssonar for- stjóra Sólar en hann er einnig ófáanlegur og ber við önnum og álagi. Fleiri munu hafa verið beðnir um að taka að sér for- mennsku, en enginn hefur Ijáð máls á því nema Kol- beinn Kristinsson hjá Myllunni-Brauð hf. Hann mun mjög áhugasamur um að taka að sér emb- ættið, en mörgum í Versl- unarráði finnst að ráðið myndi veikjast við þá ráð- stöfun enda hafa yfirleitt „þungavigtarmenn" úr viðskiptalífinu skipað for- mannsembættið. Kolbeinn er ekki talinn í þeirra hópi, og er haft á orði innan Verslunarráðs að taki hann við muni Verslunar- ráðið veikjast og standa eftir á „brauðfótum"... Ragnar Jónsson var senuþjófur síðustu viku þegar hann tilkynnti fyrstur manna um forseta- framboð. Ekki er vitað hvað organistanum geng- ur til, enda var hann til skamms tíma gersamlega óþekktur. Nú tengist hann hinsvegar tveimur umtöl- uðustu málum síðustu vikna: Langholtserjum og Bessastaðabardaga. Á næstunni er hætt við að Ragnar fái að kynnast þeim funhita sem einatt fylgir sviðsljósinu. Við heyrum að Helgarpóstur- inn sé að vinna úttekt á ferli hans, og muni birta sitthvað sem tæpast kem- ur forsetaframbjóðandan- um til góða í kosningabar- áttunni... „Hann hefur verið sleginn aftanfrá, ekki spurning... og við fyrstu athugun, og þá miða ég við banasárið, myndi ég segja að morðvopnið sé einhverskonar þungur og ávalur hlutur." fimm á förnum vegi Hvað finnst þér um forsetaframboð Ragnars Jónssonar? Katrín Garðarsdóttir versl- unarmaður: Ég veit nú ekki einu sinni hver maðurinn er. Anton I. Antonsson bif- Valgerður Ágústsdóttir Fróði Ársælsson tilvon- Sæunn Þórðardóttir til- reiðastjóri: Mér líst bara vel á verslunarmaður: Það er andi forsetaefni: Hver er vonandi forsetaframbjóð- það. hlægilegt. hann, þessi Ragnar Jónsson andi: Mér finnst hann miklu orgelleikari? betri sem orgelleikari. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Félagsleg deyfð hefur einkennt starfsemi verkalýðs- félaganna um langt skeið og er ólýðræðislegt skipulag þeirra vafalaust ein ástæðan. Forystugrein Morgunblaðsins í gær. Fullyrðingu Þórðar að skrattanum sé skemmt, læt ég hann, mér fróðari, um að dæma, hitt veit ég, að margur, er Lang- holtskirkju ann, grætur. Séra Sigurður Haukur Guöjónsson, fyrrverandi sóknarprestur við Langholtskirkju. Mogginn í gær. Stórglæsileg skák í Morphy stíl sem gleður augað. Efasemdar- menn myndu hins vegar segja að Anand hafi teflt, eins og hann væri á kaffihúsi, en Gelfand eins og hann væri á barnum. Skákskýring í Morgunblaðinu í gær. Það, að fólki eigi helst að leiðast í kirkju, er að sjálfsögðu kenning sem er samstofna öðrum kenningum svo sem kenningunni um að menn eigi ekki að hafa gaman að kynlífi. Garri íTímanum í gær. Það er alveg óþolandi að smáhópar eins og mjólkur- fræðingar, flugumferðarstjórar eða aðrir slíkir hópar geti lamað allt þjóðfélagið. Páll Pétursson félagsmálaráðherra. fréttaskot úr fortíð Undirbúningur Flestir meiri háttar stjómmálamenn í Englandi hafa ýmis konar undirbún- ing til þess að styrkja taugamar, áður en þeir halda mikilsvarðandi ræður í þinginu. Anthony Eden leikur tennis, Lloyd George spilar golf, Sir Samuel Hoare fer á skauta, Winston Churchill vinur að múrverki í klukkutíma, setur síðan upp hattinn og hjólar til Westm- inster. Austen og Neviíle Chamberla- in fá sér göngutúra einsamlir á róleg- um stöðum. En old man Baldwin tek- ur líftnu með ró. Hann reykir eina pípu af góðu tóbaki. Alþýðublaöið sunnudaginn 19. apríl 1936

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.