Alþýðublaðið - 24.01.1996, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 24.01.1996, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 4' MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 bessastaðabardaginn ■ Alþýðublaðið fékktil liðs við sig hóp fólks sem er sjóað í kosningastarfi til að vega og meta styrkleika pg veikl einstaklinga sem helst hafa verið orðaðir við forsetaframboð í vor. Staða þessara forsetaefna er að sönnu kandídatarnir þekktir, aðrir nánast óþekktir, sumir hafa á sér or Pálmi Matthíasson Plús: „Hann virðist vera gjör- samlega flekklaus maður á allan hátt. Ætli það sé ekki einn sterk- asti kosturinn hans að hann hefur enga snögga bletti í prívatlífinu." „Pálmi er alþýðlegur í fasi og hefur sýnt það í prestskap sínum að hann lætur sér annt um fólk.“ „Hann býður af sér góðan þokka og hefur alltaf verið að brillera í sínu starfi. I gegnum tfðina er hann búinn að ná beinum tengslum við ótrúlega margt fólk í gegnum giftingar, fermingar, skírnir og all- ar veislurnar sem hann hefur kom- ið í. Það er fullt af fólki sem hefur verið í návígi við hann.“ „Hann er sléttur og felldur mað- ur sem virðist laus við allt yfirlæti og ætti því að geta höfðað til al- þýðu manna, ekki ósvipað og Guð- laugur Þorvaldsson 1980. Einhver kallaði það reynar hæverskugrobb, en eins og Guðlaugur og Kristján Eldjárn hefur hann líka yfir sér einhvern hógværan alþýðleika sem margir íslendingar kunna vel að meta.“ Mínus: „Það sem kannski háir Pálma helst er hvað hann er búinn að vera lengi í umræðunni. Það er þegar farin að segja til sín þreyta. Ég gef lítið fyrir það þótt hann sé efstur í þessari DV-könnun. Þjóð- arsálin er líka |>annig innrætt að allan þennan tima sem hann hefur verið efstur á blaði hefur hún leit- að ákaft að snöggum bletti á hon- um og það eru uppi áleitnar grun- semdir um að hann risti ekki mjög djúpt.“ „Séra Pálmi er vinsælastur þeirra sem hafa verið nefndir, enda tískuprestur. En hann mun ekki hafa úthaldið og dalar frekar úr þessu.“ „Menn fara ekki langt á því að vera guðsmenn á þessum síðustu og verstu tímum og ég held að stjarna hans muni falla hratt þegar út í baráttuna er komið. Þeir sem til hans þekkja telja að hann muni ekki vinna mikið á við frekari kynningu. „Ég sé ekki að Pálmi hafi mikið fram að færa í þessari baráttu, að minnsta kosti ekki þá hæfiíeika sem maður ætlast til að þjóðhöfð- ingi hafi.“ „Einhvern veginn finnst manni Pálmi of léttvægur. Ég held að fólk vilji fá forseta sem hefur meiri vigt og getur skipt einhverju máli fyrir þróunina í þjóðfélaginu." „Ég hef enga trú á að hann verði kosinn. íslendingar gera miklu meiri kröfur en svo til persónu- leikastærðar forseta síns eftir að hafa vanist á forseta eins og Krist- ján Eldjárn og Vigdísi til að svona sviplitlir menn eigi möguleika á að ná kjöri. Hann myndi bara rigna niður á stéttinni." Bakland: „Það er mikið talað um stuðninginn sem Pálmi kunni að hafa í íþróttahreyfingunni. Eins og ég met það er hún ekki mjög sterkt bakland og man raunar ekki til þess að hún hafi skipt neinu máli í svona kosningum. Lang- sterkasta baklandið hans er ein- faldlega fólkið sem hann hefur verið að þjóna sem prestur." Næstu skref: „Það þarf fyrst og fremst að dýpka hann, láta hann finna sér raunveruleg mál sem gera hann meira gildandi í umræðunni heldur en það eitt að hann sé þessi glaðværi og bjartleiti prestur sem út af fyrir sig getur alls staðar ver- ið hvers manns hugljúfi." Guðrún Agnarsdóttir PIús: „Hún er leiftrandi greind og það er meira en segja má um ýmsa sem gæla við hugmyndina um Bessastaði. Hún er líka heims- borgari og er búin að skapa sér sess í hugum fólks sem baráttu- kona fyrir mjúkum gildum og mannkærleika." „Guðrún er líkust Vigdísi af þessu fólki og ef þjóðin ákveður að hún vilji einhvers konar eftir- mynd af Vigdísi gæti hún átt mikla möguleika." „Hún hefur þennan milda um- hyggjusvip Vigdísar og gott lag á að tala með almennum orðum í eyru þjóðarinnar. Hún hefur líka yfir sér nokkurn menningarbrag og hefur sýnt ræktarsemi við menn- ingararfinn. Hún er líka líkleg til að halda þeim sið Vigdísar að forðast pólitík og yrði vísast eins konar framlenging á forsetatíð hennar.“ „A stjórnmálaferlinum fannst manni hún alltaf blátt áfram og sönn. Það er helsti styrkur hennar, fyrir utan að hún er þekkt persóna og hefur talsvert mikla reynslu á þjóðmálasviðinu.“ Mínus: „Það getur vel verið að þjóðin sé alveg til í að skipta úr þessum áferðarfallega kvenforseta og yfir í eitthvað sem er ívið að- gangsharðara. Guðrún er ekki sú týpa, hún er ekta Vigdís númer tvö.“ „Ég gef mér það að úr þvi verið er að skipta um förseta á annað borð sé fólk til í að fá eitthvað nýtt inn á Bessastaði, nýja rödd, nýtt handbragð. Ég held að Guðrún eigi eftir að líða mest fyrir það.“ „Þreytan í kvennahreyfingunni gæti skaðað hana. Það gæti jafnvel komið henni illa að hafa verið bendluð við Kvennalistann, enda hefur hann núorðið frekar orð á sér fyrir að vera sella en stjórnmála- afl.“ „Hennar tími er liðinn. Hún hef- ur engu bætt við sig eftir að hún fór út af þingi." „Það er að vissu leyti veikleiki Guðrúnar að vera talin of áþekk Vigdísi, en ef hún kemur kröftu- lega fram og biðst ekki afsökunar á sjálfri sér ætti hún að geta aukið fylgi sitt. Hún er hæverskari en Guðrún Pétursdóttir og má alls ekki gefa kost á sér „vegna fjölda áskorana" heldur í fullvissu um eigið ágæti.“ Bakland: „Kvennalistinn getur ekki talist vera sterkt bakland, enda er hann í andaslitrunum. Ég held að það sé borin von að í þess- um forsetakosningum fari konur sérstaklega að kjósa konu. Sá var tíðarandinn þegar Vigdís var kosin en varla lengur.“ Næstu skref: „Guðrún hefur á sér ákveðinn stimpil væmni og þarf að hrista hann af sér. Hún ætti að vera fullfær um að gera það. Hún skírskotar bæði til karla og kvenna og nýtur eflaust ekki síðúr fylgis meðal landsbyggðarfólks." „Á sama tíma og Pálmi þarf að dýpka sig allverulega, þá held ég að Guðrún þurfi að hvessa sig og láta meira að sér kveða í alvöru þjóðmálaumræðu." Davíð Oddsson Plús: „Ef Davíð ætlar í framboð er það alveg hárrétt hjá honum að halda því opnu með þessunt hætti. Ég er sannfærður um að hann ætlar fram en hann kann að bíða og til- kynnir það ekki fyrr en einhvern tíma í apríl. Það er líka það eina vitlega hjá honum. Svo tekur hann þetta með áhlaupi, enda er hann drjúgur kosningamaður þegar hann fer af stað.“ „Mér finnst raunar hverfandi möguleikar á að stjórnmálamaður hreppi þetta, en þó held ég að Dav- íð hljóti að koma helst til greina. Þótt stjórnmálamenn hjá smáþjóð- um virðist gjarnan smáir í sniðum, þá hefur hann að vissu leyti öðlast stærð sem nær að lyfta honum yfir pólitíkina." „Davíð hefur tileinkað sér lands- föðurlegt yfirbragð og er næstum hættur að vera ófyrirleitinn. Hann getur líka brugðið fyrir sér menn- ingararfinum án teljandi erfiðis- muna. Meira að segja andstæðing- ar hans eiga erfitt með að sjá fyrir sér annan forsætisráðherra.“ „Hann er klókur og hefur mikla reynslu. Það þekkja hann allir og þótt hann sé umdeildur hefur hann verið alllengi í þessum landsföður- stellingum. Hann nær að vekja traust. Þrátt fyrir allt finnst þjóð- inni hann vera tákn um ákveðna kjölfestu. Það frýr honum heldur enginn vits. Honum hefur mælst ágætlega í þessum áramótaávörp- um sínum.“ „Hann á mjög góða konu sem er honum örugglega mikill styrkur. Hún er dálítið álfkonuleg, höfðar vel til fólks og er skemmtileg and- stæða við hvað hann er klossaður sjálfur." Mínus: „Veikleiki Davíðs er fyrst og fremst sögulegs eðlis, það er tregða þjóðarinnar til að kjósa pólitíkus sem forseta. I öðru lagi er fullt af fólki sem hefur horn í síðu hans vegna þess að honum verður einhvern veginn allt að gulli, það tekst alltaf allt hjá honum. Þótt það verði ekki endilega kosið um vinstri og hægri í þessum kosning- um, þá er enginn hörgull á miðju- og vinstrafólki sem er alveg til í að sjá hann tapa einu sinni." „Davíð er einfaldlega hug- myndalaus, gamaldags valdapólit- íkus og það verður erfitt að telja fólki trú um annað.“ „Fólk er með það milli tannanna að hann sé einn af þessum fjöl- mörgu lögfræðingum í Sjálfstæðis- flokknum sem hefur aldrei farið til útlanda og kann engin tungumál. Síðan loðir við hann ákveðið sukk sem hefur orðið að síendurteknu spaugstofugríni og því er óvíst að fólk geti hugsað sér hann í al- þjóðasamskiptum á Bessastöðum." „Aðalókosturinn er hvað hann er búinn að vera Iengi í stjórnmálum og hefur komist langt á frekjunni, klókindum og böðulgangi. Það eru margir til í að fara að refsa hon- um.“ „Stjórnmálamenn umgangast fólk og mynda tengsl við það með skilyrðum nánast undantekningar- laust. Fólk á Islandi vill ekki for- seta sem elskar það skilyrt. Þess vegna held ég að stjórnmálamenn eigi mjög lítinn möguleika." Bakland: „Davíð kemur sjálf- sagt til með að hafa sterkan og harðsnúinn hóp í kringum sig á kosningaskrifstofunni. En ég hef ekki trú á því að hinn almenni sjálfstæðismaður sé endilega að fara að kjósa hann sem forseta. Hins vegar mun hann líklega eiga auðveldara með að safna fé í kosn- ingasjóð en aðrir. Þar gilda allt önnur lögmál en í þingkosningum og það getur verið erfitt fyrir ein- staklinga sem eru í þessari baráttu að sníkja peninga. Davfð ætti að geta fengið þá í gegnum einhverja þokkalega slípaða sjálfstæðiskan- ala og það gæti skipt miklu máli, þótt raunar sé hann svo þekktur að hann er sá frambjóðandi sem þarf minnst á fjármunum að halda.“ „Ég tel yfirgnæfandi líkur á að hann verði forseti, aðallega á fram- sóknarfylginu“ Næstu skref: „Það þarf fyrst og fremst að halda Davíð á mottunni, þokkalega kSíipptum og slank, huggulegum og landsföðurslegum eins og hann hefur verið síðustu árin. Stundum gýs upp í honum gamli strákskapurinn, hrokinn og upphrópanirnar sem hann hefur stundum gripið til, sérstaklega á elleftu stundu í kosningabaráttu. Þá fer hann allt í einu að vera orð- Ijótur og það kemst upp að hann er svolítið að plata þegar hann setur á sig englavængina og landsföðurs- svipihn. Þetta eru helstu mistökin sem honum gætu orðið á.“ Olafur Ragnar Grfmsson Plús: „Ólafur Ragnar er hug- myndaríkur maður, greindur og hann á afburða konu. Hann hefur semsé marga kosti að bera til að verða forseti, enda heyrir rnaður út um allt að fólk sem gæti ekki hugsað sér að kjósa hann í pólitík sé ekki mótfallið því að fá hann á Bessastaði." „Ólafur Ragnar hefur styrkleik--. ■ ana sem felast í því að vera þekkt- ur, heimsborgari, gjörvilegur og á leið út úr pólitík. Það er heldur ekki trúlegt að hann muni vilja breyta embættinu mjög.“ „Það frýr enginn Ölafi vits, hann er leiftrandi klár. Hann hefur gíf- urlega reynslu í alþjóðapólitík, kann það allt utan að og er vel kynntur í útlöndum. Hann er regltí- samur, á gullfallega konu og skyn- samar dætur, og er að því leytinu afar vel fallinn til að verða forseti. Það er allt fullkomið þeim megin.“ „Mér finnst að konan hans kæmi vel til greina. Margir af þessum mönnum eiga konur sem eru miklu hæfari í þetta embætti." Mínus: „Hann hefur náttúrlegá sama veikleika og Davíð, hvað hann hefur verið lengi í pólitík, og jafnvel umfram Davíð, hvað hann hefur verið grunaður um að verá mikill tækifærissinni og lýðskrum- ari fremur en raunverulegur pólit- íkus. Það gæti reynst erfitt að fá kjósendur til að gleyma hvað ferill hans hefur einkennst af eilífum upphrópunum, mótmælum og sjálfumgleði." „Ég held að Ólafur sameini flest sem fólki finnst bogið við stjórn- málamenn. Ég held líka að menn sem hafa sýnt sig að vera mjög metnaðargjarnir og hégómlegir detti fljótt út úr þessu hlaupi." Bakland: „Bakland Ólafs Ragnars er ekki sterkt. Hann hefur alltaf verið einfari í pólitík og á engan hóp á bak við sig sem orð er á gerandi. Hins vegar hefur hann á sínum snærum nokkra flinka kosn- ingamenn og sjálfur er hann raunar rnikill kosningamaður og hefur mikið úthald." Næstu skref: „Það þarf að gera nákvæmlega hið sama við Ólaf Ragnar og Davíð - halda honum á mottunni og koma í veg fyrir að hann hlaupi á sig.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.