Alþýðublaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 1
■ Hörð gagnrýni stjórnandstöðunnar á ástandið í heilbrigðismálum
Ingibjörg í tjóður-
bandi Friðriks
- segir Össur Skarphéðinsson formaður heilbrigðisnefndar. Hástemmd loforð Framsóknar svikin. Lokanir
sjúkradeilda aukast og þjónustugjöld hækka. Stefnan í heilbrigðismálum mörkuð í fjármálaráðuneytinu.
„Fyrsta ganga Ingibjargar Pálma-
dóttur er í stríðu tjóðurbandi Friðriks
Sophussonar tjármálaráðherra og mig
grunar að henni muni reynast torvelt
að sh'ta sig lausa og móta eigin stefnu.
Þeir sem kyssa einu sinni á vöndinn
gera það aftur,“ sagði Össur Skarp-
héðinsson formaður heilbrigðisnefnd-
ar Alþingis við utandagskrárumræður
í gær um ástandið í heilbrigðismálum.
Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaður
Kvennalista, hóf umræðuna en margir
alþingismeim tóku þátt í henni. Stjóm-
arandstaðan gerði harða hríð að ríkis-
stjóminni, einkum Ingibjörgu Pálma-
dóttur heilbrigðisráðherra og Friðrik
Sophussyni fjármálaráðherra. Fram-
sóknarflokkurinn var einkum gagn-
rýndur fyrir að hafa svikið algerlega
öll kosningaloforð um að margvísleg
þjónustugjöld yrðu afnumin og að
sjúkradeildum yrði ekki lokað. Þess í
stað hefðu lokanir stóraukist og ný
þjónustugjöld verið tekin upp.
Nokkra athygli vakti að Friðrik
Sophusson stóð í eldlínunni við um-
ræðumar og talaði mun lengur og oft-
ar en heilbrigðisráðherrann. Þetta
sagði Össur að væri til marks um hver
sé hinn raunverulegi ráðamaður í heil-
brigðismálum. Össur sagði ennfremur:
„Ingibjörg Pálmadóttir hefur svikið
flest loforð sem forysta Framsóknar-
flokksins gaf um heilbrigðismál fyrir
Össur: Ingibjörg herðir aðhalds-
skrúfurnar og gengur miklu lengra
í niðurskurði en síðasta ríkisstjórn.
kosningar. Það er áfellisdómur yfir
hinum unga ráðherra, sem lagði vösk
uppfrá Skaga í Herrans nafni og fjöm-
tíu en hefur nú steytt einsog Pourquoi
pas? á sínu Þormóðsskeri, og kemst
ekki þaðan meðan fjámiálaráðherrann
les á kompásinn dag hvem og gefur
stefnuna.“
Össur sagði að öll hin hástemmdu
loforð Framsóknar hefðu verið svikin.
Ingibjörg hefði í veigamiklum atiiðum
fylgt þeirri stefnu sem ráðherrar Al-
þýðuflokksins mörkuðu á síðasta kjör-
tímabili, en hún hefði hinsvegar hert
aðhaldsskrúfurnar fastar og gengið
miklu lengra í niðurskurði.
MM
st©fnun3 Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
við utandagskrárumræðurnar um ástandið í heilbrigðismálum á Alþingi í gær. Athygli vakti að Friðrik hafði sig mun meira frammi í umræðunum en
Ingibjörg, og sagði Össur Skarphéðinsson að það væri til marks um að hann læsi á kompásinn dag hvern og gæfi stefnuna; heilbrigðisráðherra væri í
tjóðurbandi fjármálaráðherrans. A-mynd: E.ÓI.
■ Stjórnarliðar deila á Alþingi
Árni snuprar Siv
Til harðra orðaskipta kom milli
stjómarþingmaimanna Áma M. Mat-
hiesen, Sjálfstæðisflokki, og Sivjar
Friðleifsdóttur, Framsóknarflokki, við
umræður á Alþingi um heilbrigðismál í
gær. Siv hélt því íram að uppsaihaðan
vanda ríkissjóðs mætti eingöngu rekja
til verka og stefhu síðustu ríkisstjómar.
Árni mótmælti orðum Sivjar mjög
harkalega, og spurði hvort þingmaður-
inn héldi virkilega að hallinn væri ekki
meðal annars til kominn vegna lang-
varandi stjómarsetu Framsóknar. Jafn-
framt sagði Ami, að kannski væri hægt
að fyrirgefa nýjum þingmanni van-
þekkingu af þessu tagi, en sér virtist
sem ffamsóknarmenn sem setið hefðu í
fjárlaganefnd, héldu fram samskonar
ijarstæðu. Ámi klykkti út með því að
segja að þingmenn sem höguðu máli
sfnu á þennan veg væm vanhæfir til að
fara með fjármál fyrir hönd ríkisins.
Siv Friðleifsdóttir. Sökuð um fá-
fræði og vanhæfni af samherja í
stjórnarliðinu.
Það fór ekki framhjá Birni að helsti
hljómleikasaiur landsins heldur
ekki vatni.
■ Sinfóníutónleikar
Bunan
stóðá
Bjöm
Það fór ekki framhjá gesmm á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í
Háskólabíó á miðvikudagskvöldið að
húsið lekur allheiftarlega, eins og
raunar hefur verið vitað um alllanga
hríð. Eftir úrkomuna síðustu daga
draup vatn úr lofti hússins, en starfs-
menn reyndu eftir megni að koma föt-
um og tuskum undir lekann.
Einn tónleikagesta varð þó líklega
öðmm tfemur var við lekann. Það var
Bjöm Bjamason menntamálaráðherra
sem sat í fráteknu sæti aðeins stein-
snar þar frá að mesta bunan kom niður
úr loftinu. Eins og kunnugt er veltir
Bjöm nú alvarlega fyrir sér byggingu
tónlistarhúss í Reykjavík og skipaði
reyndar nefnd í vikunni til að fjalla
um hana. Var mál manna á tónleikun-
um að lekinn mikli hefði komið niður
á hárréttum stað og að þar hefði þörfin
á tónlistarhúsi verið árétmð við hann á
ótvíræðan hátt.
■ Afmælisrit
Ein bók handa
Halldóri
Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri
Máls og menningar, átti fertugsafmæli í
gær og var eðlilega margt um dýrðir.
Það er ábyggilega ekki mörgum sem
hlotnast sá heiður
að vera tileinkað
afmælisrit á svo
ungum aldri, en
hollvinir Hall-
dórs sáu í hendi
sér að öðruvísi
væri ekki við
hæfi að heiðra
þennan umsvifa-
mikla forleggj-
ara. Afmælisritið
inniheldur rit-
smíðar eftir ýmsa samstarfsmenn hans
og samherja. í ritinu munu ýmsir
syndga ögn ffá því sem þeir einatt fást
við: Guðmundur Andri Thorsson yrkir
sonnettu, Sigurður Svavarsson setur
saman limru, Gyrðir Elíasson yrkir ljóð
með hefðbundnum hætti, en Össur
Skarphéðinsson er skrifáður fyrir smá-
sögu. Af öðium sem eiga ritverk í bók-
inni má nefha Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, Þröst Ólafsson, Ómólf Thorsson,
Einar Kárason, Einar Má Guðmundsson
og Mörð Ámason sem skrifar um þegar
Halldór fór einu sinni í framboð - fyrir
Fylkinguna. Margt bendir til þess að af-
mælisritið verði einhver fágætasta bók
sem hefur komið út á íslandi, því hún
kemur aðeins út í einu eintaki. Það var
prentað af fullri alvöm í prentsmiðjunni
Odda, rétt eins og almennileg bók, og
var afhent Halldóri í veislu í gærkvöldi.
Halldór
Guðmundsson.