Alþýðublaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 s k o ð a n AmiMMD 21062. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Lúpulegir sj álfstæðismenn Vandræðagangur sjálfstæðismanna vegna mögulegs forseta- framboðs Davíðs Oddssonar er að verða almennt aðhlátursefni. Nú liggur fyrir, að landsfundi flokksins verður frestað fram á haust til þess að Davíð Oddsson fái meira svigrúm vegna forseta- kosninganna. En þótt kjörtímabil núverandi forystu sé lengt um helming með þessum hætti þorir enginn að æmta eða skræmta: slíkt ofurvald hefur Davíð Oddsson á undirmönnum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Garri Tímans gerir í gær stólpagrín að hug- deigum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, enginn vogi sér að segja upphátt að frestun landsfundar standi í sambandi við áhuga Davíðs á Bessastöðum: „Þvert á móti láta þeir einsog þetta sé allt hið besta mál, þó þeir finni að með hveijum deginum sem líður veikist flokkurinn og formaðurinn líka.“ í Tímanum í gær var líka athyglisvert viðtal við Matthías Bjamason fyrrverandi þingmann og ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins. Gamla kempan vandar flokksforystunni ekki kveðjur, segir að frestun landsfundar sé gjörsamlega óskiljanleg og að það myndi syngja í ýmsum ef Alþingi tæki uppá því að lengja kjör- tímabil sitt með sama hætti. Þá segir Matthías: „Þingmenn þora ekki að segja neitt eða spyija um framboðsmál Davíðs, leiðtoga síns. Við erum allir hættir og famir, sem þorðum og létum ekki ganga yfir okkur.“ í eina tíð vom sterkir einstaklingar í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins, sem ekki létu hantera sig einsog strengjabrúður. Stund- um skapaði þetta mikla spennu í flokknum, en einmitt sú spenna kom flokknum til góða. Hún sýndi að í Sjálfstæðisflokknum vom margar vistarvemr og pláss fyrir menn með ólíkar skoðanir og áherslur. Matthías Bjamason var einmitt einn af þeim mönnum sem ekki lét flokksforystuna segja sér fyrir verkum, og átti þess- vegna ríkan þátt í að breikka ímynd flokksins. En nú er af sem áður var: Ekki einn einasti þingmaður stendur uppi í hárinu á Davíð, enginn hefúr kjark til að taka aðra afstöðu í einstökum málum en flokkslínan gerir ráð fyrir. Skoðanakúgunin er alger. Það var til að mynda raunalegt að fylgjast með því í fyrra hvemig þingmenn flokksins á Vestfjörðum vom svínbeygð- ir í sjávarútvegsmálum. Þeir höfðu geipað um það í kosningabar- áttunni að þeir myndu „aldrei, aldrei, aldrei“ styðja ríkisstjóm sem ekki gjörbreytti sjávarútvegsstefnunni. Það er skemmst frá því að segja að vestfirsku fóstbræðumir, Einar Kristinn Guðfinns- son og Einar Oddur Kristjánsson, máttu strax eftir kosningar éta ofan í sig stóm orðin og hafa síðan hvorki heyrst né sést þegar sjávarútvegsmál ber á góma. Og slík er lítilþægnin að Einar Odd- ur sagði í viðtali við Alþýðublaðið á dögunum að hann mætti alls ekki til þess hugsa að missa Davíð Oddsson úr landsstjóminni. Davíð svaraði lofræðu Einars Odds með hárbeittu háði í Alþýðu- blaðsviðtalinu fræga fyrir viku: ,3n mér þykir vænt um þessi orð Einars, því hann taldi á sínum tíma að ég ætti alls ekki að verða forrtiaður flokksins og hamaðist gegn því.“ Davíð, Davíður, Davfðari, Davíðastur... Síðastliðinn föstudag birti Alþýðu- blaðið breitt og vítt viðtal við Davíð Oddsson. A ljósmyndinni sem fylgdi var Davíð sitjandi eins og verðandi for- setisráðherra sæmir. Á vinsti hönd, í baksýn, skein í auðan stól við skrifborð sem var eins og táknrænn fyrir garnla stólinn borgarstjóra. Myndin er að lík- indum tekin á skrifstofu hans í Stjómar- ráðinu og þá veit maður að hinumegin við vegginn bíður hans þriðji stóllinn, að vísu upptekinn ennþá en losnar eftir nokkra mánuði: Forsetastóllinn. Vikupiltar Hallgrímur Helgason skrifar Þó Alþýðublaðið sé prentað á þykkari (og endingabetri) pappír en önnur blöð má samt sjá það í gegnum þetta viðtal að Davíð Oddsson er að velta því fyrir sér að standa upp úr þessum stól sem hann situr í á myndinni, uppúr stól for- sætisráðherra, og færa sig á milli her- bergja í Stjómarráði íslands. Davíð er að hugsa um að fara í forsetaframboð. Ja... hann er kannski ekki að hugsa um að fara í forsetaframboð, heldur er hann að hugsa um að verða forseti. Það væri að minnsta kosti „dónaskapur gagnvart embættinu" að útiloka þá hugsun. Hvað á Davíð við með þessu orða- lagi?: „Dónaskapur gagnvart embætt- inu...“ Ég verð að játa mig heimskan gagnvart þessum orðum. Ég skil þetta bara ekki. Á hann við að það sé dóna- skapur af sitjandi forsætisráðherra að neita sér um forsetaframboð? Var það þá dónaskapur af Steingrími Steinþórs- syni árið 1952 að útiloka framboð? Var Bjami Ben. dóni ’68? (Ég geri ráð fýrir að Gunnar Thoroddsen hafi verið lög- lega afsakaður frá meintum dónaskap árið 1980.) Eða á Davíð hreinlega við að hann sjálfur, þessi mikli maður, geti ekki sýnt forsetaembætúnu þá h'úlsvirð- ingu að sýna þvf ekki áhuga? Þar með segir hann sig yfir það hafinn og þar með segir hann sig sjálfkjörinn í emb- ættið, bara spurning um hvort hann nenni og vilji. Eða er hann að gefa í skyn að Bessastaðir standi honum nán- ast úl boða, færðir honum á silfurfaú, og dónaskapur að þiggja ekki svo góða gjöf. „Þetta er náttúrlega, eins og krakkam- ir segja, „sick“ (svo vimað sé í viðtalið) en kannski bara ofur skiljanlegt út frá hrokanum sem birúst í þessum orðum: ,Ég verð að segja alveg eins og er, að menn hljóta að velta fyrir sér á hvaða leið forsetaembættið er, miðað við þau nöfrt sem hafa verið nefnd úl sögunnar.” Þegar þetta er allt saman haft í huga og þegar maður horfir á myndina af honum - þar sem hann situr í stóli for- sætisráðherra og búinn að sitja svona lengi í honum og því skiljanlegt að hann langi til að skipta um stól - þá vorkennir maður honum næstum því að þurfa að ganga í gegnum svo smálegt vesen eins og kosningabaráttu. (Davíð segir að for- setakosningabaráttan sé alltof löng, eigi að vera miklu styttri, en í raun langar hann til að segja að hún sé með öllu óþörf. Og kannski er það útaf fyrir sig rétt hjá honum, að hlífa okkur við því endurtekna efni, nú þegar stefnir í að kosningabaráttan snúist upp í einskonar Ráðhúsdeilan II.) Já nei. Maður hálf vorkennir Davíð. Það er verst að hann geú bara ekki labbað sér yfir ganginn í næsta herbergi og sest í forsetastólinn þegar sá losnar. Fyrirsögn viðtalsins er: „Pólitíkin er ekki haldreipi mitt“ og öll eru svörin eins og þess manns sem h'tur yfir farinn veg, ánægður um öxl undir lok ferils; hann rifjar upp hitt og þetta úr forsæús- mennsku sinni og klykkir svo út með (ögn þreyttur á stólnum) „Ég gæú verið mjög sáttur viðað fara út á aðra braut síðar meir... En pólitíkin er allt of þröngur veruleiki, finnst mér.“ Ég endur tek: Þröngur vemleiki. Ger- ist nú Davíð Davíður. Einu sinni var lítill drengur sem hét Davíð. Davíð átti heima í bæ fyrir aust- an ljall sem með ámnum varð of þröng- ur vemleiki fyrir hann og Davíð flutti því til höfuðborgarinnar. Með ámnum varð Davíð hins vegar svo Davíður að það þurfú að gera hann að borgarstjóra yfir allri borginni. En samt hélt Davíð áfram að víkka, og varð enn Davíðari. Að lokum var gripið til þess ráðs að gera hann að forsætisráðherra yfir öllu landinu. En allt kom fyrir ekki. Með ár- unum varð hann Davíðastur allra og nú er svo komið að eina lausnin er sú að gera hann að forseta yfir öllum ráðherr- unum og öllu landinu og bara öllu. Nú þegar hann er orðinn Davíðastur allra í þessu landi er það auðvitað ekkert annað en dónaskapur að hann taki ekki embættið að sér. Það yrði líúð jafnvægi úr því ef hann þyrfti að hafa yfir sér óvíðari manneskju. Er annars ekki hugs- anlegt að breyta stjómarskránni þannig að sami maður gæú setið í öllum þrem- ur stólum samtímis, verið borgarstjóri, forsætisráðherra og forseti allt í senn. Jæja. Ókei. Gott og vel. Davíð vill verða forseti. Og þó hann hafi í nafni sínu nægilega „vídd“ til þess og sé að sönnu prýðilega vel „vaxinn" í starfið, þá veltir hann ýmsum efasteinum í huga manns í þessu sama viðtali um það hvort hann sé yfir höfuð heppilegur þjóðhöfðingi. Því hefúr verið fleygt gegn forseta- draumi Davíðs að hann sé ekki nógu mikill heimsmaður. Hann hafi aldrei bú- ið erlendis, og tali ekki tungumál. Því miður staðfestir forsætisráðherra þessar grunsemdir í viðtalinu. Fyrir utan það að gorta sig eins og „starstmck" unglings- stúlka yfir því að hafa fengið klukku- stund í starfskynningu hjá Margréti Thatcher „við arineld" - þar sem fram kemur að hann hafi ekki „komið að orði allan fundinn” (maður vonar samt að hann hafi þó skilið orð og orð) - nefnir hann sólbjarta pikknikk-stund í grænu grasi Þingvallagarðs yfir rauðvíni af hernumdum svæðum í boði Símons Peresar þar sem þessi síðar - og - nú forsætisráðherra Israels hallaði að hon- um leyndarmálinu - sem jafnvel Clinton ekki vissi - um væntanlega friðarsamn- inga við Palestínumenn. Auðvitað var þama komið gullvægt augnablik í h'fi þjóðar og þó einkum hennar fremsta manns. En hvað gerir Davíð þegar hinn mikli Peres hefur hvíslað í eyra hans al- heimsviðburði í vændum? Hann hlær. Hann byrjar að hlæja. Og hinn úúendi ráðherra hváir. Með orðum Davíðs: „Hann verður mjög undrandi og það er ekki laust við að honum sámi.“ Maður segir eins og krakkamir segja: „Djísus Kræst.“ Hvers vegna hló Davíð? Fyrstu við- brögð smáþjóðarhöfðingjans við há- dramatískri heimsfregn voru ekki kongratúlasjónir og annar virðingarvott- ur, ekki einu sinni „skál fyrir því“, held- ur „ha! ha! gott á hina“, þá sem mót- mæltu heimsókn Peresar; andstæðinga hans í kálgarði íslenskra stjórnmála. Hinn davíði hugur var þrátt fyrir allt svo heimavanur að hann sá ekki lengra en rétt yfir Þingvallaheiðina. Ekki nema von að Peresi hafi sámað að hafa kastað perlu sinni í svo heimóttarlegt eyra. Maður roðnar íyrir lands síns hönd, og Davíðs, og fer að hugsa „höfum við gengið úl góðs ...?“ Kannski erum við bara ennþá nærsýnir sveitamenn og byggðin í þessu landi tómir bæir, þó þeir séu að vísu komnir með lendingar- aðstöðu á hlaðinu hjá sér, þeir á Leifs- stöðum. Þegarjjöllin fœrast til ogfriður leggur veggi (flómum verða vatnaskil _ , og verpir luenan eggi. Eitthvað er dapurleg sú tilhugsun, nú þegar íslendingar em loks að ná sjálfs- trausú á „alþjóðlegum markaði”, að sjá fyrir sér þjóðhöfðingja vom sem feim- inn og námsfúsan skóladreng í tíma hjá Thatcer, eða pattaraleglan prakkara í sveit, inní betri stofu að hlæja sig sadd- an af sælgætinu sem frændi kom með frá útlöndum á meðan allir hinir strák- amir vom svo vitlausir að vera úti að leika sér. Hér er kannski komin skýringin á hinni kotlegu andstöðu Davíðs Odds- sonar við inngöngu okkar í Evrópusam- bandið. Eða er hún kannski svo gallhörð einfaldlega vegna þess að væmm við meðlimir myndi væntanlegur forseti ís- lands þurfa að lýsa því yfir í viðtali við Aftenposten að það væri dónaskapur gagnvart embætú forseta ESB ef hann færi að útiloka framboð sitt eitthvað sér- staklega. ■ S a a a t a 1 9 f e b r ú a r Garri Tímans setur fram þá athyglisverðu kenningu að Sjálf- stæðisflokkurinn sé langt leiddur af meðvirkni: „Valhöll er í sí- auknum mæli að taka á sig mynd heimilis alkóhólistans. Þar eru allir hálfhræddir við áhrifavald og kraft formannsins og óttast að gera nokkuð sem gæti orðið honum eða flokknum til hneisu eða vansæmdar út á við. Svipað mynstur er hjá alkanum, þar sem heimilisfólkið er allt orðið meðvirkt og dansar samkvæmt höfði alkóhólistans, allt til þess að reyna að viðhalda sem hamingju- samastri íjölskylduímynd út á við.“ Þetta skýrir vitanlega afhverju enginn af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins fæst til að ræða opinberlega það sem er á allra vi- torði: Að Davíð Oddsson er líMega á leið í forsetaframboð og þessvegna er landsfundi flokksins frestað um heilt ár. En lúpuleg- ur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins nú þolir illa samanburð við þá sterku einstaklinga sem í eina tíð settu svip á flokkinn. ■ Atburðir dagsins 1827 Kímbsránið: brotist var inn og peningum rænt á Kambi í Flóa. Ræningjarnir voru handteknir og dæmdir að lokn- um umfangsmiklum og fræg- um réttarhöldum. 1832 Baldvin Einarsson lögfræðingur lést, aðeins 31 árs. Hann gaf út árs- ritið Ármann á Alþingi. 1881 Rússneski skáldjöfurinn Fjodor Dostojevskí deyr, sextugur að aldri. 1958 Leikrit Samuels Becketls, Endatafl, bannað í Lundúnum fyrir guðlast. 1959 Togarinn Júlí frá Hafnarfirði fórst við Nýfundnaland og með honum 30 menn. Afmælisbörn dagsins Tryggvi Þórhallsson 1889, forsætisráðherra. Carolc King 1941, bandarísk söngkona og lagahöfundur. Mia Farrow 1945, bandarísk leikkona, eink- um ffæg fyrir hlutverk í mynd- um Woody Allen. Annálsbrot dagsins Hengdi sig maður á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Mikill prestadauði um allt Skálholtsstipú. Þann 2. sunnudag eftir þrettánda kom landsynningsstormur hræðileg- ur, svo um Suðumes og Innnes slógust til brots nær því 30 skip. í þeim sama byl andaðist Björn Sturlason skáld á Þor- kötlustöðum í Grindavík. Sjávarborgarannáll 1621. Málsháttur dagsins Oft hefur ellin æskunnar not. Orð dagsins Sannleikurinn er .sá að sannleikurinn á vissu stigi er verri en lygi. Kristján frá Djúpalæk. 1916-1994. Skák dagsins Wilhelm Steinitz (1836-1900) var fyrsú opinberi heimsmeist- arinn í skák; sigraði Zukertort árið 1886. Steinitz var í heilan mannsaldur besti skákmaður heims og lagði mikið af mörk- um til þróunar iistarinnar. Hann hefur hvítt og á leik gegn Chigorin (1850-1908), rúss- neskum snillingi sem var í fremstu röð. Skákin var tefld í heimsmeistaraeinvígi árið 1892. n HiÍM ■ ■! ■ 111 m m wm, ig ■ \ m ■ 8HB1 Wm m&i Hvitur leikur og vinnur. 1. Hxh7+! Kxh7 2. Dhl+ Kg7 3. Bh6+ Kf6 4. Dh4+ Ke5 5. Dxd4+ Chigorin gafst upp enda mál í næsta leik. Þrauta- göngu svarta kóngsins er því lokið. Steinitz sigraði í einvíg- inu en tapaði heimsmeistaratitl- inum skömmu síðar til Lask- ers.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.