Alþýðublaðið - 09.02.1996, Side 6

Alþýðublaðið - 09.02.1996, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 Útboð Rekstur m/s. Sæfara 1996-1999 Fólks- og vöruflutningartil og frá Grímsey og vöruflutningartil og frá Hrísey Vegagerðin óskar eftir tilboðum í fólks- og vegagerðin vöruflutninga til og frá Grímsey og vöruflutn- inga til og frá Hrísey (rekstur m/s. Sæfara) maí 1996-maí 1999. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Ak- ureyri og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjald- kera) frá og með 12. febrúar 1996. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 4. mars 1996. Verð útboðsgagna er 1.500 kr. Vegamálastjóri Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á húsnæði fyrir sambýli fatlaðra í Kópavogi, Garðabæ eða Hafnarfirði. Um er að ræða a.m.k. 200-250 m2 einbýlishús í góðu ásigkomulagi með rúmgóðum svefnherbergjum. Nauðsynlegt er að húsnæðið sé á einni hæð og allt að- gengi innan dyra sem utan í góðu lagi með tilliti til fatl- aðra. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár- og efni, herbergisfjölda, brunabótamat og fasteignamat, af- hendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjármála- ráðuneytisins, Arnarhváli, 150 Reykjavík, fyrir 20. febrú- ar 1996. Fjármálaráðuneytið, 8. febrúar 1996 Borgarholtsskóli aug- lýsir eftir kennurum til starfa haustið 1996 Borgarholtsskóli er framhaldsskóli við Mosaveg í Graf- arvogi og er byggður af ríki, Reykjavíkurborg og Mos- fellsbæ. Hann tekur til starfa haustið 1996 og mun á fyrsta ári geta hýst 250-300 nemendur. Borgarholtsskóla er ætlað stórt hlutverk sem starfs- námsskóla og mun leggja áherslu á nýbreytni í starfs- menntun á framhaldsskólastigi. Þar verður boðið upp á nám í bíl- og málmiðnagreinum og nám og starfsþjálfun á ýmsum starfstegundum brautum auk bóknáms til stúdentsprófs. Framundan er skapandi þróunarstarf og sækist skólinn eftir starfskröftum þeirra sem hafa áhuga á að vinna af heilum hug að eflingu bók-, hand- og siðmenntar ís- lenskra ungmenna. Leiðarljós starfsmanna í samskipt- um við nemendur er agi, virðing, væntingar. Kennslugreinar og kennslusvið eru:: bíliðngreinar, danska, enska, félagsgreinar, fornám, kennsla þroskaheftra/fjölfatlaðra, handíðir, íslenska, list- greinar, líffræði, líkamsrækt, málmiðnagreinar, saga, stærðfræði, tölvufræði og verslunargreinar. Kennarar verða ráðnirfrá 1. ágúst. Ur þeirra hópi verða verkefnaráðnir fjórir kennslustjórar frá 15. mars (í málm- iðnum, á almennri braut, stuttum starfsnámsbrautum og í fornámi/námi f. fatlaða), áfangastjóri og deildar- stjórar frá 1. maí. Æskilegt er að kennarar geti kennt fleiri en eina kennslugrein á fyrsta ári skólans. Umsóknir skal senda skólameistara, Eygló Eyjólfsdóttur, í menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 R. fyrir 10. mars. í umsókn skal koma fram menntun kennara og störf svo og umsagnirfyrri vinnuveitenda. ★Ath. Kennsla í bíliðngreinum er tilraunaverkefni menntamálaráðuneytisins og aðila í atvinnulífinu. Menntamálaráðuneytið 7. feb. 1996 Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Aðalfundur Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 13. febrúar klukkan 20.30 á Kornhlöðuloftinu. Á dagskrá er stjórnarkosning og venjuleg aðalfundarstörf. Listi uppstillingarnefndartil stjórnar liggurframmi á skrif- stofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10, viku fyrir aðalfund. Stjórnin. s k i I a b o ð Gorbatsjov: Ef ég býð mig fram mun fólk flykkjast á kjörstaði. Bæði þeir sem styðja mig og þeir sem vilja mig ekki, en enginn myndi vera afstöðulaus gagnvart Gorbatsjov. ■ Michael Gorbatsjov íhugar að bjóða sig fram í rússnesku forsetakosningunum Ef ég býð mig fram mun fólk flykkjast á kjörstaði í nýlegu viðtali við tímaritið Hello útilokar Michael Gorbatsjov ekki þann möguleika að hann bjóði sig fram í rússnesku forsetakosningunum sem fara fram í júnímánuði næstkom- andi. v „Eg útiloka ekki þann möguleika," segir Gorbatsjov. „Mér finnst nauð- synlegt að við losum okkur við núver- andi stjórnvöld. Við megum ekki missa af' því tækifæri sem komandi forsetakosningar gefa okkur til þess.“ Gorbatsjov segir að ósamstaða milli lýðræðisflokka landsins standi í veginum fýrir því að lýðræðisöfl verði ráðandi í landinu. „Það þarf einungis að líta á stefnuskrá hinna fimm eða sex lýðræðisflokka til að sjá að það eru einungis smáatriði sem skilja þá að. Við höfum tíma til að jafna þann ágreining, ekki mikinn tíma en samt nægan.“ Gorbatsjov hefur trú á því að einn leiðtogi geti sameinað fylgismenn lýð- ræðislegu miðjuflokkanna og vinstri flokkanna. „Ef stjómmálaöflin á miðj- unni taka á sig mynd þá munu kjós- endur styðja þá,“ segir hann. En myndu rússneskir kjósendur styðja Gorbatsjov? Margir stjómmála- skýrendur telja það útilokað. Gorbat- sjoí viðurkennir að óvíst sé að kjós- endur veiti honum brautargengi. En hann er sannfærður um að ef hann byði sig fram myndi framboð hans kalla fram viðbrögð kjósenda, og segir af sjálfsöryggi: „Ég get sagt ykkur að ef ég býð mig fram mun fólk flykkjast á kjörstaði. Bæði þeir sem styðja mig og þeir sem vilja mig ekki, en enginn myndi vera afstöðulaus gagnvart Gor- batsjov." Og hann bætir því við að þeir finnist sem telji hann eiga sigur- möguleika. Gorbatsjov segir að á valdatíma sínum hafi Sovétríkin notið aukinnar virðingar umheimsins: ,;Þáð' er stað- reynd að valdamenn í Washington höfðu áhyggjur af því að Sovétríkin nutu vaxandi velvildar. Alþjóðlegt vald okkar var gífurlegt. Það vomm við sem tókum frumkvæðið á þeim tíma. Það vorum við sem bundum endi á alræðisstefnuna og opnuðum lýðræðisöflunum leið. Enginn ætti að gleyma því.“ Gorbatsjov segir hnignun Rúss- lands stafa af upplausn Sovétríkjanna. „Þeir sem sundmðu Sovétríkjunum - og þeir em við völd í dag - bera fyrst og fremst ábyrgð á hnignun Rúss- lands," segir hann. „Það eru þeir, ásamt vinstri öfgamönnum og aðskiln- aðarsinnum, sem bundu enda á lýð- ræðsþróunina. Allt og sumt sem menn þurfa að gera til að sannfærast um að þetta er rétt er að líta á þá stjómarhætti sem tíðkast nú í nokkmm lýðveldum fyrrum Sovétríkjanna." „Fólk þjáist, ekki einungis í efna- hagslegu tilliti, heldur einnig andlega, vegna þess að Rússland hefur glatað styrk sínum og nýtur ekki lengur al- þjóðlegrar virðingar," segir Gorbat- sjov. Hann segir einnig: „Ég veit að núverandi leiðtogar Rússlands eru þess ekki megnugir, en mér finnst, að brýna nauðsyn beri til að við losum fólkið við þá minnimáttarkennd og auðmýkingu sem hefur rekið það til fylgis við öfgamenn." Gorbatsjov ásamt eiginkonu sinni Raisu og barnabörnum, Anastasiu og Xeníu. Tíma sínum skiptir hann milli fjölskyldu sinnar og fyrirlestraferða, en hann gælir nú við hugmyndina um forsetaframboð.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.