Alþýðublaðið - 09.02.1996, Page 7

Alþýðublaðið - 09.02.1996, Page 7
FÖSTUDAGUR 9. FEBRUAR 1996 ALÞYÐUBLAÐK) í kirkiuqarðinum Kúnstugar grafskriftir Grafskriftir fylgja venjulega hefðbundnu formi og koma því sjaldan á óvart. Áhugasömum grúskurum hefur þó tek- ist að draga fram margan kúnstugan texta sem eftirlifandi ættingjar sáu ástæðu til að letra á legsteina ástkærra ætt- ingja sinna. Hér eru nokkur dæmi um áletranir á legstein- um sem finna má í breskum kirkjugörðum. í minningu Charles Ward sem lést í maí 1770, 63 ára. Skyldurækinn sonur ástríkur bróöir og kærleiksríkur eiginmaður ES. Þessi legsteinn var ekki reistur af Susan eiginkonu hans. Hún lét reisa legstein eftir John Salter seinni eiginmann sinn og hafði þá gleymt kærleika Charles Ward, fyrri eiginmanns síns Robert Lives Esquire lögfræðingur svo mikill friðarsinni að þegar ágreiningur varð milli lífs og dauða gaf hann samstundis upp andann í þeim tilgangi að binda endi á deiluna þann 12. ágúst 1819 + Hér hvílir Hinn fátæki en heiðarlegi Bryan Tunstall Hann var mjög fær stangarveiðimaður þar til dauðinn, öfundarfullur vegna færni hans kastaði færi sínu, veiddi hann og landaði honum hér þann 21. apríl 1790 Hér hvílir eiginkona mín Hér hvílir hún Hallelúja Hallelúja + Ferðamenn Eg segi frá undrum Daginn sem Thomas Carter gaf upp andann fór úlfaldi gegnum nálarauga Far þú - og ef þú ert ríkur ger slíkt hið sama Farðu vel Kveðjur til þín sem lest þetta Megi Guð reynast þér miskunnsamur á erfiðleikadögum þínum \ Hér hvílir í láréttri stellingu ytri búnaður Thomas Hinde úrsmiðs sem yfirgaf þetta líf úrvinda í þeirri von að skapari hans tæki við honum og hreinsaði hann og gerði á honum viðgerðir og stillti hann inn í annan heim t Hér hvílir John Highley en móðir hans og faðir drukknuðu á ferðalagi frá Ameríku Hefðu þau lifað væru þáu einnig grafin hér Hér hvíiir iíkami Lafði O'Looney Hún var systur- dóttir Burke Venjulega sögð göfug Hún var blíð, ástrík og afar trúrækin Einnig málaði hún vatnslitamyndir og sendi nokkrar þeirra til sýningar á Listasafninu Hún var náfrænka Lafði Jones og slíkra er himnaríki + Helgað minningu lames Brush majors sem lést vegna slysaskots úr byssu þjónustu- manns síns þann 14. apríl 1831 Vel unnið starf þtí góði og trúi þjónn Undir þessum steini hvíla laskaðar líkamsleifar Stephen Jones sem lét taka af sér fótinn án samþykkis eiginkonu eða vina þann 23. október 1842 og þann dag lést hann 31 árs t Hér hvílir Martin Elginbodde Vertu sál minni miskunnsamur Drottinn Herra Eins og ég yrði þér væri ég Guð og þú værir Martin Elginbodde Donald Robertson Fæddur 1. janúar 1785 Látinn 4. júní 1848 63 ára gamall Hann var fríðsamur rólyndur maður, og bar með sér að vera einlægur trúmaður Dauði hans olli mikilli sorg - og hann stafaði af heimsku Lawrence Tulloch frá Clotherton sem seldi honum saltpéturssýru í stað epsomsalts en hann lést af þessum völdum innan þriggja stunda frá því hann tók skammtinn

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.