Alþýðublaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRUAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 m e n n i n c ■ Gary Gunning, írskur blaðamaður sem hefur búið á íslandi í fimm ár, furðar sig á þeirri skírlífisvarðstöðu sem staðin er um íslenska tungu á mjólkurfernum og í „mest selda dagblaði þjóðarinnar" og spyr hvort einhverjir fari þar máski villur veg- ar um verksvið sitt ¥ I upphafi var orðið „Síðan hvenær hefur mjóikurferna átt að koma að öðrum notum en að geyma safa kýrinnar, og síðan hvenær og í umboði hvers hefur „mest selda dagblað þjóðarinnar" tekið sér dómsvald um hvað er hæft að teljast íslenska?" Neysla ofskynjunarefna er ekki stór þáttur í lífi mínu, svo það er varla furða þótt ég velti fyrir mér hvers vegna ég er farinn að rugla saman bakinu á mjólkurfemum og greinum í Morgunblaðinu? Svarið er í raun ein- falt. Sambland af æstri þjóðernis- kennd og fáfræði veldur því að varla er lengur hægt að gera greinarmun á nauðahversdagslegri mjólkurfemu og „mest selda dagblaði þjóðarinnar". Eini munurinn er sá að mjólkurfeman inniheldur þó eitthvað sem getur reynst nytsamlegt sæmilega heil- brigðu heilabúi. Kjarni málsins er sá að hvort tveggja mjólkurfeman og „mest selda dagblað þjóðarinnar" hafa stillt sér upp á varðstöðu um íslenska tungu, eða kannski er réttara að kalla það skírlífisvörslu. Sem kannski er gott og vel, að undanskilinni smá mótbáru. Síðan hvenær hefur mjólkurfema átt að koma að öðrum notum en að geyma safa kýrinnar, og síðan hvenær og í umboði hvers hefur „mest selda dagblað þjóðarinnar“ tekið sér dóms- vald um hvað er hæft að teljast ís- lenska? Sjálfur veit ég ekki, en mundi fagna því að fá skynsamleg svör. Allt-netið Við gemm gert dálítinn samanburð og ímyndað okkur að við séum stödd í London. Eftir að hafa eytt helginni í sleitulausar leikhúsferðir og drykkju staulumst við niður í matsal gistiheim- ilisins í von um að kría út morgun- verð. Við pöntum kaffi, örmagna og illa til reika. Kaffið er borið fram, rjúkandi heitt. Á borðinu liggur The Sun, „mest selda dagblað" Bretlands. Við flettum því letilega. En hugsið ykkur hvað við verðum standandi hissa þegar á blaðsíðu þijú blasa ekki við okkur þýstin konubijóst, heldur er okkur boðið upp á grein þar sem stendur að til að vemda enska tungu - mál Shakespeares o.s.frv. - megi ekki lengur nota nafnorðið „Internet". Af hverju? Auðvitað vegna þess að „int- er“ er latína! Latína, hrognamál neðan af ítalíu. Það á ekkert með að lauma sér inn í góðu gömlu engilsaxnesku enskr una. Við vitum þá ekki fyrr en við er- um öll farin að tala latínu og hringsóla um Trafalgartorg á skellinöðrum, klíp- andi kvenfólk í rass- inn. Og þess vegna munum við bjarga tungumálinu með því að nota fram- vegis orðið „Allt- net“ og hver sem reynir að segja „Int- ernet“ er svikull útlendingsræfill, maður sem hefur selt sál sína myrkra- öflunum sem vilja eyðileggja dýrmæt- ustu eign okkar - tunguna okkar. Eflaust yrðum við furðu lostin. Ekki endilega vegna þess að The Sun væri farið að prenúi slfkan þvætting, heldur fyrst og fremst vegna þess að þetta er ekki það sem The Sun gengur út á. Síða þtjú í „mest selda dagblaði“ Bretlands gengur út á stór bijóst, ekki einhverja siðferðisgæslu tungumáls- ins. Raunar væri hægt að saka „mest selda dagblað“ Bretlands um alvar- lega vanrækslu ef The Sun setti eitt- hvað annað en konubijóst á sfðu þrjú. Við förum út af hótelinu og drekk- um frá okkur rænuna á næsta bar. Stórhættuleg tökuorð Viku síðar erum við komin aftur heirn til Reykjavíkur. Við höfum vak- að alla nóttina og ort dróttkvæði við lýsislampa. Ljóshærð börn í sauð- skinnsskóm sitja prúð við langeldinn og fara utanbókar með langa kafla úr fomsögunum. Uti nær gargið í kríunni varla að yfirgnæfa ffiðsælt kindajarm. Allt í einu er dyrunum hrundið upp og inn kemur húsfreyja. Blessuð konan er að hníga niður eftir að hafa gengið fimmtíu kflómetra til að sækja síðasta eintak af „mest selda dagblaði þjóðar- innar“. Við flettum Morgunblaðinu mak- indalega yfir morgunskattinum, brennivíni og úldnum hákarli. Hvílík undur og stórmerki - á fundi Alþingis á Þingvöllum í gær samþykktu ættar- höfðingjamir góðu að framvegis skuli kristni vera ein trú í landinu! En bíðum nú við, hvað stendur héma? Þama er löng grein, nýskrifuð á fínasta bókfell, þar sem segir að til að forða megi þjóðinni frá siðferðis- hmni sé því miður ekki hægt að nota orðið „kristni". Hví þá? Orðið „kristni" er nefnilega komið úr grísku. Undireins og við fömm að nota það emm við glötuð. Hinn harð- geri íslenski karlstofn mun ekki lengur þvælast um landið, höggvandi mann og annan í linnulausum vígaferlum, heldur mun hann ábyggilega láta glepjast af Seifi, yndisþokka ungra drengja og endalausum vangaveltum um hellislíkingu Platós. Við lesum áífam. Því, kæm lesendur, í allri fávisku ykkar, hljótið þið samt að skilja að ef við hleypum þessu orði inn í tungu- málið okkar góða, bíður okkar vart annað hlutskipti en að flytja aftur til Noregs. Þjóðerni okkar mun heyra sögunni til, íslenskan mun sannarlega glatast og allur fiskurinn í sjónum mun drepast. Hugsunarlaus þjóðernisfroða Gott og vel. Við leggjum frá okkur „mest selda dagblað þjóðarinnar" og hugleiðum stundarkom. Stijálar minn- ingar um morguninn í London rifjast upp fyrir okkur; hægt og bítandi för- um við að muna að við erum uppi á síð- ari helmingi tuttug- ustu aldarinnar, þessi stutta dvöl á ís- lenskum miðöldum stafaði af of mikilli brennivínsdrykkju. Og þá sjáum við þetta klárlega. Til- gangur „mest selda dagblaðs þjóðarinn- ar“ er að flytja okkur það sem blaðið þyk- ist flytja, nefnilega fréttir. Yfirleitt er það inntak allra sæmilegra dagblaða að segja skilmerki- lega frá hlutunum eins og þeir eru. Dagblöð eru ekki handbækur um sögu tungumála, allra síst „mest seldu dagblöð þjóðarinnar“ og blöð af því taginu. Þeim er heldur ekki ætlað að vera handbækur um hvemig eigi að magna upp hugsunar- lausa og háskalega þjóðernisfroðu; eftir nokkra útúrdúra hlýtur það að vera kjami málsins. Sífelld klifun sumra fjölmiðla á hreinleika, helgi og guðlegu eðli ís- lenskrar tungu er ekki aðeins röng frá sjónarhóli málvísindanna, heldur er hún einnig vatn á myllu ofstækis- manna og handhæg aðferð til að stjóma því hvemig fólk hugsar. Er íslenskan „einstök"? Eg geri engan ágreining við að ís- lenskan er fallegt og furðulegt dæmi um hvað mannlegt mál er undursam- legt. En það er fullkomlega ábyrgðar- laust að halda því fram að hún sé „ein- stök“, að hún hafi nánast ekkert breyst frá því á víkingatímanum eða að hún sé framúrskarandi vel til þess fallin að tjá hugsanir. Eins og önnur tungumál er íslenskan lifandi vera sem þráast við öllum tilraunum til að láta hefta sig eða þvinga. Því það er sjálft eðli tungumála að þróast samkvæmt innri lögmálum og utanaðkomandi þrýst- ingi; það er einmitt þetta sem gæðir þau fegurð og lífi. Ef íslendingar hlýddu út í hörgul fyrirmælunum sem em svo skýrlega sett ffam á mjólkur- fernum og í „mest selda dagblaði þjóðarinnar" myndu þeir allir tala sömu uppgerðarlegu útgáfuna af ís- lensku, fastákveðna gerð sem væri yfirvöldum þóknanleg. f stuttu máli: Sá sem ekki talar með sínu eigin lagi hugsar ekki með sínu eigin lagi. Sú margítrekaða skoðun að „hreint" tungumál sé eina leiðin til að varð- veita þjóðerni og menningu er vit- leysa. Það er ekki til neitt sem heitir „hreint“ eða „ómengað" tungumál. Og hætti einhveijum til að gleyma því, þá er heldur ekki til neitt sem heitir „hreinn" eða „ómengaður" kynstofn. Skyldleiki tungumála Staðreyndimar, og njótið nú orðsins staðreyndir, eru svohljóðandi; ís- lenska tilheyrir hinni miklu ætt indó- evrópskra tungumála, og hvort sem við kæmm okkur um það eða ekki er hún skyld grísku (fornri og nýrri), persnesku, latínu og sanskrít, svo að- eins séu nefnd örfá mál þessarar ættar. Varla getur þetta talist svo „einstakt“. Þessi „einstöku" tákn, bókstafimir ð og þ, vom fengnir „að láni“ úr fom- ensku, öðm náskyldu tungumáli. Afdrifaríkasti atburðurinn í þróun íslenskunnar var þegar kristni barst til íslands og á eftir henni lestrar- og skriftarkunnátta. Kristnin var uppmna- lega klofningshreyfmg úr gyðingdómi lengst burtu í ófriðlegum afkima Rómarveldis (hvorki hebreska né ar- ameíska, málið sem sennilegast er að Kristur hafi talað, eru indó-evrópsk; rétt eins og arabíska em þau semísk mál). Þarafleiðandi: Án gyðinga engin kristni, án kristni engir Passíusálmar. Og, með öðrum orðum, hefðu fyrri kynslóðir íslendinga látið sér svona annt um „hreinleika" tungumálsins væri líklegt að við ættum ekki einu sinni orðið „passíusálmar". Hafa írar glatað þjóðerni sínu? Hvað varðar þá meinloku að tungu- mál sé skýrasta birtingarmynd sjálf- stæðis þjóðar, þá er það einfaldlega þvæla. I mínu eigin heimalandi, Ir- landi, talar langflest fólk ensku, eða öllu heldur útgáfu af ensku sem hvar- vetna nýtur aðdáunar fyrir hvað hún er kröftug og ljóslifandi. Irar hafa líka dundað sér ögn við að skrifa á ensku. Af því föndri spruttu nokkrir risar heimsbókmenntanna, höfundar á borð við James Joyce, W.B. Yeats, Samuel Beckett, J.M. Synge, Seamus Heaney, George Bemard Shaw, Oliver Gold- smith og Sean O’Casey. Hafa írar glatað tilfinningunni fýrir þjóðemi sínu? Er hægt að fullyrða að vegna þess að Irar tala ensku séu þeir ekkert annað en rauðhærðir Englend- ingar? Otal uppreisnir, mótþrói og barátta á sjö alda yfirgangstíma Englendinga bera órækt vitni um hversu írar hafa náð að varðveita sitt írska eðli. En hvað þá um Wales? Af öllum keltneskum þjóðum sem Englendingar brutu undir sig eru það Walesbúar sem bjuggu við minnst pólitískt frelsi. Samt vom það þeir sem best náðu að gæta tungu sinnar. Enn þann dag í dag eru margir tugir þúsunda Walesbúa sem hafa velsku að móðurmáli - en er sjálfstæða lýðveldið Wales til á ein- hverju landakorti? Njótið tungumálsins Tungumál em eins og blóm - marg- flókin listasmíð sem vimar um hagleik og hugmyndaauðgi. Ef það er sett í einangmn og fær ekki að æxlast bíður þess ekki annað en að deyja út. Á þessum dimmu dögum alræðis, hungurs og farsótta er tungumálið eitt af því fáa sem má hafa af einhverja gleði og ekki er skammtað úr hnefa eða einungis afhent gegn gildu kredit- korti. Látið ekkert aftra ykkur ffá því að gleðjast yfir tungumálinu og reynið eftir megni að njóta ríkidæmisins og margbreytileikans sem íslenskan hefur að bjóða. En í nafni velsæmis, látið ekki mjólkurfernu eða „mest selda dagblað þjóðarinnar" setja reglur um hvemig eigi að tala og skrifa. S3 Landsvirkjun Forval Endurnýjun á stjórn- og varnarbúnaði Landsvirkjun óskar hér með eftir umsóknum verktaka um að fá að taka þátt í lokuðu útboði vegna endurnýjun- ar á stjórn- og varnarbúnaði fyrir Ljósafossstöð, írafoss- stöð og Steingrímsstöð í samræmi við forvalsgögn SOG-06. Verkið felur m.a. í sér deilihönnun, efnisútvegun, fram- leiðslu, samsetningu og prófun á stjórn- og varnarbún- aði fyrir 8 vélasamstæður, 3 tengivirki og 8 lokuvirki auk tilheyrandi hjálparbúnaðar í stöðvunum öllum. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með miðviku- deginum, 14. febrúar 1996 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 3.000 krónur m, VSK fyrir hvert eintak. Umsóknum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Rykja- vík, fyrir kl. 12.00 mánudaginn 18. mars, 1996. Þorrablót Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði heldur þorrablót í Alþýðuhúsinu Strandgötu laugardaginn 24. febrúar næstkomandi. Dagskrá: Húsið opnar klukkan 20:00 Þorramatur að hætti hússins Glaumur, glens og gaman. Allar upplýsingar í símum: 555-0499 555-1920 565-4132 565-1070 565-1772 „Sífelld klifun sumra fjölmiðla á hreinleika, helgi og guðlegu eðli ís- lenskrar fungu er ekki aðeins röng frá sjónarhóli mál- vísindanna, heldur er hún einnig vatn á myllu ofstækis- manna og hand- hæg aðferð til að stjórna því hvernig fólk hugsar."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.