Alþýðublaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 MMIIBllDU 21064. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Framsókn niðurlægð Sú sérkennilega staða kom upp á Alþingi í fyrradag að mælt var fyrir þremur lagafrumvörpum sem varða sama efni: EignarWut útlendinga í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Það sem hinsvegar vekur lang- mesta athygli er sú staðreynd að ljórir þingmenn Sjálfstæðisflokks flytja frumvarp sem gengur miklu lengra en frumvarp ríkisstjómarinnar - og að þetta var gert án nokkurs samráðs við Framsóknarmenn. Finnur Ing- ólfsson viðskiptaráðherra, sem mælti fyrir stjómarfmmvarpinu, frétti af fmmvarpi sjálfstæðismannanna á skotspónum. Hvorki hann né aðrir framsóknarmenn fengu að vita fyrirfram af frumvarpi fjögurra stjómar- liða. Þetta er í næsta máta einkennilegt í ljósi þess, að fmmvarp fjór- menninganna hafði verið rætt innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Málatilbúnaður sjálfstæðismanna hefur skapað gremju í herbúðum Framsóknar. Valgerður Sverrisdóttir þingflokksformaður sagði í Al- þýðublaðinu í gær að sér fyndist „sérkennilega“ að málum staðið og Stefán Guðmundsson kvaðst undrandi á því að framvarpið væri lagt fram með þessum hætti. Báðir þingmennimir sögðust ætla að leggjast gegn framvarpi sjálfstæðismannanna. Áreiðanlega gegnir sama máh um aðra þingmenn Framsóknar, og reyndar marga úr þingliði Sjálfstæðis- flokksins. Nú er þingmönnum Sjálfstæðisflokksins vitanlega frjálst að hafa skoðanir á æskilegum eignarhlut útlendinga í íslenskum sjávarútvegs- fyrirtækjum. Til þessa hefur það hinsvegar verið talin lágmarkskurteisi að ríkisstjómarflokkur fái að vita hvað aðrir aðilar samstarfsins era að bauka. Það var ekki gert, og fyrir vikið voru framsóknarmenn settir í af- ar pínlega stöðu. Vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í málinu era ekki til marks um að þeir meti samstarfsflokk sinn sérlega mikils, og sýna ótví- rætt hver ræður ferðinni á stjómarheimilinu. Tíminn, málgagn Framsóknarflokksins, kvartar í gær yfir vinnu- brögðum Sjálfstæðisflokksins í málinu og segir að það hljóti að vekja upp nokkrar spumingar. I forystugrein blaðsins segir: „Sólódans sjálf- stæðisþingmanna í þessu tilfelli mun að sönnu ekki skipta sköpum, enda eins víst að fjórmenningamir sjálfir viti að þeir era innan þeirra marka sem forystan umber. Slíkt verður í það minnsta að ætla, í ljósi þess að Matthías Bjamason, fyrram ráðherra flokksins, er nýbúinn að lýsa þing- flokknum sem geðlausum jámönnum formanns flokksins, en þing- flokksformaðurinn talaði hinsvegar um samstöðu og samheldni. Varla er það í þökk forsætisráðherra að stjómarþingmenn leggi fram framvörp sem ganga þvert á stjómarstefnuna?" Skilaboð Framsóknar gætu ekki verið skýrari. Stríðsglæpamenn svari til saka I fyrrakvöld vora tveir liðsforingjar úr her Bosníu-Serba fluttir með flugvél Atlantshafsbandalagsins frá Sarajevo til Haag og settir í vörslu stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna. Aðeins einn sakbomingur var fyrir í haldi dómstólsins, og útlit var fyrir að öll viðleitni til að draga glæpamenn af Balkanskaga íyrir dóm rynni út í sandinn. Það er fagnað- arefni að ekki var látið undan hótunum Bosmu-Serba, sem kröfðust þess að liðsforingjamir yrðu látnir lausu. Þyngra en tárum taki Nú er nýlokið í Háskólanum ráð- stefnu um nýsköpun og menntun sem Stúdentaráð Háskóla íslands stóð fyr- ir. Það er mikið búið að ræða stöðu og hlutverk menntunar síðasta árið. Slag- orðið „milljarður í menntamál“ situr eftir í minningunni ffá kosningabar- áttu síðasta vors. Eins það ákvæði stjómarsáttmálans að efla skuli rann- sóknir ungs fólks. Þegar stúdentar stóðu á tröppum þinghússins áður en fjárlög þessa árs voru samþykkt og reyndu að vekja athygli á lélegum Pallborðið | Þóra Arnórsdóttir skrifar efndum þessara loforða, voru svör framsóknarmanna sérstaklega eftir- tektarverð. Finnur Ingólfsson brosti í kampinn þegar milljarðinn bar á góma og sagði „Já, á kjörtímabilinu, he he he.“ Þannig að við megum búast við stórfelldum aukningum á framlögum til menntamála svo sem eins og ein- hveijum mánuðum fyrir næstu kosn- ingar. Það rumdi hins vegar bara í for- manni flokksins „meiri skatta, meiri skatta.. Enda kom það í ljós að stúdentum tókst ekki að vekja nægilega samúð til að fá nokkru breytt um þá fáránlegu upphæð sem Háskóla íslands er skammtað úr ríkiskassanum. Einhvem veginn finnst samt öllum þetta vera sjálfsagt. Svona virki pólitíkin bara. Langtímaminnið er orðið óskaplega gloppótt þegar kemur að næstu kosn- ingum. Og það nýta stjómmálamenn sér, miskunnarlaust. Hver fer að telja 12.000 störfin um aldamótin? Þá verða aðrar kosningar búnar og ný slagorð sitja í kollinum á kjósendum. Og þó svo að einhver bendi á slælegar efndir, þá er orðið svo langt síðan að enginn nennir að velta sér upp úr því nema nokkrir kverúlantar. Þetta er hins vegar langt frá því vera klókt, fyndið eða sniðugt. Mín skoðun er sú að stjómmálamenn eigi að vera í pólitík til þess að koma hugsjónum sínum í verk, með hagsmuni heildar- innar í huga. Því er það þyngra en tár- um taki að fylgjast með stofnun, sem á að vera sómi þjóðarinnar, sverð og skjöldur, uppspretta nýjunga og fmm- kvæðis, veslast upp og dala, stefna hraðbyri niður á við í gæðum, hrein- lega á leið með að verða varla sam- keppnishæf við sambærilegar stofnan- ir erlendis. Það er ekki eingöngu það að námskeið séu af skomum skammti og of margir nemendur á kennara, heldur eru kennarar við skólann í næstum hreinni hugsjónavinnu. Hætt- an er sú að þeir sem skara fram úr á sínu sviði komi einfaldlega ekki heim aftur úr framhaldsnámi sínu. Þeim bjóðast stöður á margföldu kaupi á við það sem gerist hér, hafa mannsæm- andi rannsóknaraðstöðu og geta því varla hugsað sér að snúa aftur í þá að- stöðu sem fyrir er. Þeir sem snúa heim til kennslu verða þá þeir sem ekki hafa náð jafn góðum árangri og býðst ef til IMaður hefur það einhvern veginn á tilfinning- unni að þingmenn flokksins líði áfram í ein- hverju torkennilegu móki og uni glaðir við sitt hvernig sem formaðurinn snýr þeim í hringi. villekki margt betra. Utkoman? Jú, lakari kennsla, auk þess sem kennarar þurfa sífellt að vera með allar klær úti að finna einhverja aukabitlinga til að drýgja tekjumar og skapa sér aðstöðu til rannsókna. Áhrif á stúdenta? Kandidatar með lélegri undirstöðu en skyldi. Á fundum sem voru hluti fyrrnefndrar nýsköpunar- sjóðsráðstefnu lá ljóslega í loftinu af hálfu fulltrúa rfkisvaldsins að úrbóta væri ekki að vænta í bráð. Helst væri að minnka fyrirlestrafjölda og auka sjálfsnám nemenda. Þannig væri hægt að spara peninga. Það er komið að tímamótum, kominn tími til að Al- þingi fari að axla þá ábyrgð sem því ber samkvæmt stjórnarskrá. Það er ekki Háskólans að ákveða fjöldatak- markanir eða skólagjöld. Það er held- ur ekki í valdi Háskólans að veita öll- um þeim fjölda stúdenta sem er skráð- ur við nám þar, viðunandi menntun með óbreyttri stefnu stjómar. Það virðist vera sama í hvaða mála- flokki það er, allt virðist vera á rassin- um hjá tæplega ársgamalli ríkisstjóm- inni. Ingibjörg ypptir öxlum yfir heil- brigðismálunum, Halldór þumbast við Norðmennina, Guðmundur er ■ •••.:■ gleymdur og grafmn inni í ráðuneyt- unum sínum tveim, þrátt fyrir búvöm- samning upp á stjamfræðilegar upp- hæðir, Páll lokar á erlent vinnuafl, og Finnur vaxtaflón er nú bara kapítuli út af fyrir sig, viðumefnið segir meira en mörg orð. Ráðherralið samstarfs- flokksins hefur flest vermt stólana nokkuð lengur og er því varara um sig, fylgir þeirri stefnu Sjálfstæðis- flokksins í hvívetna að hafa helst ekki skoðun á neinu, hvorki forsetahugleið- ingum formannsins eða lokun á vist- heimilinu Bjargi. Og gefa svo yfirlýs- ingu um góðæri þegar þeim finnst það eiga við tíðarandann. Maður hefur það einhvern veginn á tilfinningunni að þingmenn flokksins líði áfram í ein- hveiju torkennilegu móki og uni glað- ir við sitt hvernig sem formaðurinn snýr þeim í hringi. Það er auðvilað hlutverk stjórnarandstöðunnar að vekja þá af því móki og um leið vekja athygli þjóðarinnar á því hvað sé að gerast, eða öllu heldur ekki gerast inn- an veggja stjómarráðsins. Hún kemur vonandi öflugari og samhentari til leiks á þessu vorþingi en fyrr. Höfundur er háskólanemi. í síðustu viku handtóku stjómvöld í Sarajevo átta serbneska liðsfor- ingja og ætlunin var að draga þá alla fyrir dóm. Bosmu-Serbar brugðust við af hörku og um tíma var útlit fyrir að friður væri úti í Bosníu. Izet- begovic Bosmuforseti hét því um helgina að ekki yrði látið undan kröf- um Bosníu-Serba, heldur yrðu allir liðsforingjamir átta látnir svara til saka. Hann var því miður ekki maður til að standa við þau orð; aðeins tveir verða ákærðir en hinir sex vora látnir lausir. Löngu er vitað að Bo- smu-Serbar mundu bregðast illa við tilraunum til að koma lögum yflr stríðsglæpamenn úr þeirra röðum. Það er ekki skrýtið: Æðstu herfor- ingjar Bosníu-Serba, sem og pólitískir oddvitar þeirra, era allir á lista yfir stríðsglæpamenn. Þeir sem fylgt hafa friðkaupastefnu gagnvart Serbum reyna mjög að torvelda stríðsglæpadómstólnum störf, og líta svo á að það muni ein- ungis verða til þess að aftur sjóði uppúr ef kröfum um réttarhöld er haldið til streitu. Þetta er hinsvegar bæði röng og hættuleg stefna: Friður verður aldrei tryggður á Balkanskaga nema fram fari heiðarlegt uppgjör við fortíðina, sátt mun aldrei skapast milli manna nema hinir seku verði látnir svara fyrir hryllinginn. ■ Atburðir dagsins 1863 Brotist inná skrifstofu lögreglustjórans í Reykjavík og peningakassa stolið. Þjófurinn náðist ekki. 1942 BSRB stofn- að. 1944 Dresden, ein fegursta og fornfrægasta borg Þýska- lands, lögð í rúsúr. Tvö þúsund sprengjuflugvélar bandamanna vörpuðu eldsprengjum á borg- ina, samfleytt í 14 klukku- stundir. Að minnsta kosti 130 þúsund borgarbúar fórust. 1975 Rithöfundurinn vinsæli P.G. Wodehouse deyr. 1988 Ungur bjamdýrshúnn felldur í Fljótum í Skagafirði. 1994 Björk Guð- mundsdóttir valin besta alþjóð- lega söngkonan og besti nýlið- inn á Brit- tónlistarverðlauna- hátíðinni á Bretlandi. Afmælisbörn dagsins Thomas Malthus 1766, bresk- ur guðfræðingur og fræðimað- ur. Christopher Scholes 1819, Bandaríkjamaður sem hannaði ritvélina. Carl Bernstein 1944, bandarískur blaðamaður. Alan Parker 1944, breskur kvik- myndaleikstjóri. Kevin Keeg- an 1951, breskur fótboltakappi. Annálsbrot dagsins Þá erfði margur mikið góz, bæði í föstu og lausu, svo að kvikfénaður varð hjá allmörg- um ánægjanlegur. Þá var gras- leysi mikið, en fyrirvinna lítil. Setbergsannáll 1708. Skilgreining dagsins Heimskingjar fyrirgefa hvorki né gleýma; einfeldningar fyrir- gefa og gleyma; spekingar fyr- irgefa, en gleyma ekki. Thomas Szasz, sálfræðingur af ungverskum ættum. Málsháttur dagsins Sum vinátta er svikum næst. Stíll dagsins Rétt orð á réttum stöðum er besta skilgreiningin á góðum Stíl. Jonathan Swift, 1667-1745, ensk-írskt skáld og rithöfundur. Orð dagsins Eflijana þtnu hníg ég að, er liiminsœlu líkast það. En-efþú segist unna mér, ég ósjálfrótt að gráta fer. Heinrich Heine, þýöing Hannesar Hafsteins. Skák dagsins Hans Jack Berliner er einn snjallasli bréfskákmeistari ald- arinnar og hampaði heims- meistaratitli eftir mót sem stóð yfir í þrjú ár, 1965-68. Hann hefur svart og á leik gegn H. de Carbonnel. Hvítur var að bjóða uppá drottningakaup, De4, en Berliner virðir tilboðið að vett- ugi. Svartur leikur og vinnur. 1. ... c3!! 2. De8+ Kh7 3. De7+ Bg7 4. bxc3 Dxd6 Hvít- ur gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.