Alþýðublaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996
s k o ð a n i r
MJYBUIUBII
21065. tölublað
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Símboði auglýsinga 846 3332
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Smásílasónatan
Það er alkunna að sjálfstæðar skoðanir eru illa séðar af forystumönn-
um Sjálfstæðisflolcksins. Forysta flokksins virðist sækja fyrirmyndir
sínar til einræðisríkja: einstakir þingmenn eru hanteraðir einsog hveijar
aðrar strengjabrúður enda ár og dagar síðan spurðist til sjálfstæðis-
manns sem hefur þorað að ganga í berhögg við forystuna. Þessi staða í
Sjálfstæðisflokknum ber vitaskuld fyrst og fremst vott um fágæta hæfi-
leika Davíðs Oddssonar. Hann er á örfáum árum búinn að temja flokk-
inn svo vel að efamál er hvort sjálfur Tanni er jafn hlýðinn.
Alþýðublaðið og fleiri fjölmiðlar hafa að undanfömu gert vesaldóm
þingliðs Sjálfstæðisflokksins að umtalsefni. Jónas Kristjánsson ritstjóri
DV skrifaði á laugardag forystugrein um þau tök sem formaður Sjálf-
stæðisflokksins hefur á þingflokknum. Vitanlega er sárt fyrir þingmenn
flokksins að sitja undir umræðu af þessu tagi, og nú er enn einu sinni
komið á daginn að svo má brýna deigt jám að bíti. Fjórir af þingmönn-
um Sjálfstæðisflokksins mönnuðu sig alla leið upp í að hafa sjálfstæða
skoðun á eignarhlut útlendinga í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, og
sýndu þá ,Jiáttvísi“ að leggja fram framvarp um þau efhi sama dag og
Finnur Ingólfsson mælti fyrir stjómarframvarpi um þetta mál.
í umræðum á Alþingi síðustu daga hefur verið kátlegt að fylgjast með
sjálfstæðismönnum stíga í pontu og riíja upp fyrir sjálfum sér stjómar-
skrárákvæði um að þingmönnum beri að fylgja sannfæringu sinni. Engir
vita betur en óbreyttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að þetta ákvæði
stjómarskrárinnar er ekki hátt skrifað í þeirra flokki. Hin óskrifúðu lög
Sjálfstæðisflokksins gera einmitt ráð fyrir því að þingmönnum flokksins
beri skilyrðislaust að fylgja sannfæringu Davíðs Oddssonar og öðra
ekki. Það er því fásinna ef menn halda að fjórmenningamir í þingflokki
Sjálfstæðisflokksins hafi lagt fram framvarp sitt án þess að fá fyrst
blessun flokksforystunnar. Ýmis teikn era á lofti þessa daga um þá lít-
ilsvirðingu sem sjálfstæðismenn sýna Framsókn í stjómarsamstarfmu.
Dauflyndur formaður Framsóknar lýsti yfir því í fjölmiðlum í gær að
framvarp sjálfstæðismannanna væri „óheppilegt", og ekki þarf innan-
búðarmann í stjómarráðinu til að draga ályktanir um hvað fram fer á
einkafundum forystumanna ríkisstjómarflokkanna.
Framvarp sjálfstæðismannanna var auðvitað lagt ffam með vitund og
vilja Davíðs Oddssonar. Það á að sýna að einstakir þingmenn hafi þrátt
fyrir allt leyfi til þess að hafa prívat skoðanir. Það á að sýna að smásilin
í Sjálfstæðisflokknum fái líka að leika listir sínar. En hætt er við að fáir
áheyrendur hlusti á flutning smásílasónötunnar eða láti sig afdrif hennar
nokkra varða.
Ingibjörg ein
í eldlínunni
Sjálfstæðismenn hafa leikið framsóknarmenn grátt í hveiju málinu á
fætur öðra síðustu daga. Svo mikið er víst að hveitibrauðsdagar Hall-
dórs og Davíðs era löngu liðnir, en skýringu vantar á því afhveiju sjálf-
stæðismenn skilja Framsókn eftir í eldlínunni. Friðrik Sophusson, sem
síðustu ár hefur komið ffam sem blaðafulltrúi fremur en fjármálaráð-
herra, er að vísu skiljanlega pirraður yfir því að vera dreginn inn í um-
ræðu um niðurskurðinn í heilbrigðismálum. Allir vita að niðurskurðar-
hmfurinn er biýndur í fjármálaráðuneytinu, en ráðherra heilbrigðismála
er einsog hver önnur tuskudúkka.
Friðrik er auðvitað góðu vanur, enda hefur hann tæpast sætt nokkurri
gagnrýni alla sína ráðherratíð. Hann hefur hinsvegar ekki brugðist
drengilega við í fjölmiðlum að undanfömu og kýs að láta einsog Ingi-
björg Pálmadóttir sé honum með öllu óviðkomandi. Þegar Sóknarkonur
gagnrýndu ástandið í heilbrigðismálum harkalega vísaði Friðrik ásökun-
um þeirra þurrlega á bug, einsog meðal annars kom fram í fréttum Rík-
isútvarpsins í fyrradag. Þar sagði: ,JFriðrik Sophusson fjármálaráðherra
vísar þessum áskoranum alfarið til heilbrigðisráðherra. Hann segist
vonast til þess að eiga fund með Ingibjörgu Pálmadóttur bráðlega þar
sem þau muni fara yfir framkvæmd fjárlaga ársins 1996. Hann hafi enn
ekki fengið neinar tillögur frá henni og bíði þeirra."
Friðrik Sophusson ætlar greinilega að þvo hendur sínar af öllum nið-
urskurði og sitja áfram á friðarstóh í sínu ráðuneyti. Ingibjörg Pálma-
dóttir er skilin eftir á köldum klaka. Þótt ýmislegt megi segja um
frammistöðu hennar í heilbrigðisráðueytinu segja á hún tæpast skilið
þessa framkomu af hálfu samstarfsmanna í ríkisstjóm. ■
í heilbrigðismálum
Ekki síst er ástæða til að vera á varðbergi
þegar heilbrigðisráðherrann og fjármálaráð-
herrann rugla saman reitum á vettvangi heil-
brigðismálanna, því oftar en ekki er það hinn
síðarnefndi sem hefur betur.
Lausatök
„Ástandið" var það kallað ónefnt
tímabil í sögu þjóðarinnar, þegar laus-
ung þótti ráða ríkjum og siðferðileg
gildi voru ekki í hávegum höfð. Nú
um stundir er rætt um „ástandið" í
heilbrigðismálum þjóðarinnar - og
engin furða, þegar verklag og stefna
(stefnuleysi) ríkisstjómarinnar er þar
haft til hliðsjónar.
Þar er eitt í dag og annað á morgun.
I þeim grátbroslega farsa leika þau að-
alhlutverkin, Ingibjörg og Friðrik,
heilbrigðisráðherrann og fjármálaráð-
herrann. Kunna bæði illa sína rullu.
Og áhorfendum er lítt skemmt.
Háborðið |
Hvemig er hægt að kalla það annað
en ástand, þegar heilbrigðisráðherr-
ann, Ingibjörg Pálmadóttir segir fyrir
síðustu kosningar, að frekari þjónustu-
gjöld á sjúklinga verði ekki upp tekin,
en opnar síðan fjárlagaaumræðuna
síðastliðið haust með því að leggja til
innritunargjöld á sjúklinga - aðgangs-
eyri til að geta lagst inn á sjúkrahús.
Fékk síðan bakþanka þegar andstaðan
við þau áform varð almenn og stakk
ofan í skúffu. Kúventi þá og sagðist
vera hlynnt því að nýjar tekjur kæmu
inn í heilbrigðiskerftð með almennri
skattlagningu. Nefndi „hóflegan nef-
skatt“ - sem mögulegan nýjan tekju-
stofn inn í heilbrigðiskerfið. Fyrir
tveimur árum komu upp svipaðar
hugmyndir ffá þáverandi heilbrigðis-
ráðherra. Þáverandi stjórnarandstæð-
ingur, Ingibjörg Pálmadóttir, lagðist
öndverður gegn þeim.
Það er farið fram og aftur blindgöt-
una.
Hættulegar hugmyndir
Og svo bætir fjármálaráðherrann
um betur og endurlífgar gamlar hug-
myndir sínar um tvöfalt heilbrigðis-
kerfi. Hann vill með öðrum orðum
opna fyrir það, að þeir sem fjármuni
hafi milli handa geti keypt sig fremst í
biðraðir eftir uppskurðum, geti keypt
sér viðbótarþjónustu sem býðst ekki
þeim sem hafa hina venjubundnu
sjúkratryggingu. Fjármálaráðherra
bætir því að vísu við, að hann telji
ekki að þetta fyrirkomulag - sérþjón-
usta fyrir þá ríku - eigi að draga úr al-
mennum framlögum til heilbrigðis-
þjónustu.
Það þarf hins vegar ekki mikið hug-
arflug til sjá framtíðarskipan íslenskra
heilbrigðismála, þegar slík tvískipting
er orðin að veruleika. Menn hafa vítin
til að varast þau. Bandaríkin og í vax-
andi mæli Bretland eru þjóðlönd, þar
sem heilbrigðisþjónusta hefur þróast
þannig, að annars vegar er um að ræða
tiltölulega traust og gott heilbrigðis-
kerfi fyrir þá sem geta borgað og hins
vegar mun lakari þjónusta fyrir hinn
stóra hóp sem eingöngu á þess kost að
njóta þess sem kostað er af samfélag-
inu.
Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í okkar
heilbrigðiskerfi, þá er staðreyndin sú,
að það stendur öllum opið og skiptir
þá engu máli félagsleg eða ijárhagsleg
staða þess sjúka. Jafnframt er ljóst að
við getum boðið góða þjónustu. Fram
til þessa hefur verið pólitísk sátt um
það hérlendis, að jafnræðisreglan eigi
að ráða ferðinni þegar heilbrigðisþjón-
ustan er annars vegar. Hugmyndir
fjármálaráðherra, varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins, eru því hættulegar.
Ekki síst er ástæða til að vera á
varðbergi þegar heilbrigðisráðherrann
og fjármálaráðherrann rugla saman
reitum á vettvangi heilbrigðismálanna,
því oftar en ekki er það hinn síðar-
nefndi sem hefur betur. Og enda þótt
hún Ingibörg hafi um stundarsakir
hafnað ofangreindum hugmyndum
Friðriks um tvískipt heilbfigðiskerfi -
fyrir ríka og svo aftur alla hina - þá
segir reynslan okkur að staðfestan er
ekki hennar sterka hlið. Eitt í dag og
annað á morgun er reglan í hennar
verklagi fremur en undantekningin.
Við skulum því vona hið besta, en
vera viðbúin því versta.
Lausatök
Það eru lausatök í heilbrigðismálun-
um nú um stundir. Menn blaðra þar
um hugtök án þess að skýra nákvæm-
lega hvað að baki býr. Nú á allan
vanda að leysa með forgangsröðun
sjúklinga. En hvað þýðir það í raun?
Er Framsóknarflokkurinn með stuðn-
ingi Sjálfstæðisflokksis til dæmis að
leggja til að í framtíðinni verði fólki
eldra en 70 ára ekki gefinn kostur á
hjartauppskurðum, eða bæklunarað-
gerðum? Eða á fólk sem hefur reykt
að fara aftast í röðina þegar kransæða-
sjúkdómar gera vart við sig? Og á fólk
sem hefur ekki gætt að mataræði sínu
í gegnum tíðina, að verða annars
flokks sjúklingar?
Hvers konar forgangsröðun er í
raun verið að tala um? Stjórnmála-
menn sem vilja láta taka sig alvarlega
verða að segja hug sinn allan, en ekki
tala í hálfkveðnum vísum. Stór og
mikil nefnd er nú að fara í gang fyrir
atbeina heilbrigðisráðherra og á að
skoða þessa svokölluðu forgangsröð-
un. Sú krafa er sjálfsögð og eðlileg að
heilbrigðisráðherra sjálfur leggi þar
línur og lýsi sínum viðhorfum um-
búðalaust - það er hvaða hugmyndir
hún er með í farteski þegar rætt er um
að raða fólki í röð eftir heilbrigðis-
þjónustu.
Hér duga engin vettlingatök - engar
hálfkveðnar vísur. Hér er á ferðinni
grafalvarlegt mál sem stjómmálamenn
mega ekki missa út um víðan völl
með skelfilegum afleiðingum.
Höfundur er varaformaður Alþýðuflokksins.
□
f e b r ú a r
Atburðir dagsíns
1917 Kristín Ólafsdóttir lauk
læknaprófi fyrst íslenskra
kvenna og varð þarmeð fyrsta
konan sem lauk embættisprófi
frá Háskóia Islands. 1923 Ingi-
björg H. Bjamason, fyrsta kon-
an sem kjörin var á þing, tók
sæti á Alþingi. 1933 Franklin
D. Roosevelt Bandaríkjaforseta
sýnt banatilræði. 1945 Herlið
bandamanna fer yfir Rín í sókn
þeirra til Berlínar. 1978 Mú-
hameð Alí tapar heimsmeist-
aratitlinum í hnefaleikum til
Leon Spinks.
Afmælisbörn dagsins
Galíleó Galílei 1564, ítalskur
stærðfræðingur og stjömufræð-
ingur. Lúðvík XV 1710,
Frakkakóngur. Jeremy Bent-
ham 1748, enskur heimspek-
ingur. Ernest Shackleton
1874, breskur landkönnuður.
Annálsbrot dagsins
Eftir trúverðugum mönnum
hefur það talað verið, að á
Stafafelli í Lóni hafi um kvöld-
ið læst verið kirkjunni eftir
vana, en að morgni, þá henni
var aftur uþp lokið, hafi komið
verið á kirkjugólfið, hvert af
fjölum var, moldarhrúga álíka
mikil og upp úr bamsgröf.
Setbergsannáll 1708.
Grátur dagsins
„Svo hófst aftakan," sagði
Dagur, „og þeir skutu hvem á
fætur öðrum. Og allir grétu
fangarnir, áður en skotið reið
af. Það líkaði falangistunum
vel. Svo kom röðin að mér, en
ég grét ekki. Þá gekk fyrirliði
falangistanna úl mín og spurði:
„Af hverju grætur þú ekki,
Vernharður?" Þá kreppti ég
hnefann og sagði fast: „Góður
kommúnisti grætur ekki.“ Þetta
kunnu falangistarnir að re-
spektera og gáfu mér líf.“
Dagur Austan (Vernharður Egg-
ertsson) í samtali viö Matthías Jo-
hannessen.
Málsháttur dagsins
Mörgum verður vitið að vand-
ræði.
Orð dagsins
Sé tífalt blessuð tárþín skír,
fyrst tárast sjálfur ei ég tná,
því tífah er sú dögg þeim dýr,
sem dropi ertginn sprettur Itjá.
Byron lávaröur, þýðing Hannesar
Hafsteins.
Skák dagsins
Sterkasti skákmaður heims á
fyrsta hluta síðustu aldar var
Frakkinn Alexandre Louis Ho-
noré Lebreton Deschapelles
(1780- 1847). Hann tefldi skák
dagsins gegn Cochrane árið
1821. Cochrane, sem hefur
hvítt, fékk peð í forgjöf og fékk
aukþess að leika tvo lyrstu leiki
sína áður en svartur svaraði.
Þegar hér var komið sögu í
skákinni úlkynnti Deschapelles
mát í þremur leikjum, einsog
herramanna var siður.
Svartur mátar í þremtir leikj-
um.
1. ... Df2+ 2. Bg2 Ilxh3+! 3.
Kxh3 Dh4 Mát.