Alþýðublaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 8
* * 'mtVFILl/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Fimmtudagur 15. febrúar 1996 26. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Egill Helgason flettir nýjasta hefti Sagna og kemst að því að fyrr á öldinni voru margir íslenskir menntamenn mjög hallir undir hugmyndir um mannkynbætur og jafnvel útrýmingu „óæðra" mannfólks, hugmyndirsem þykja sérstaklega ófélegar í Ijósi helfarar nasista Norrænn kynstofn eða trantaralýður f grein sem birtist í nýjasta hefti Sagna, sem er rit sagnfræðinema við Háskóla íslands, rekur ungur sagn- fræðinemi, Ragnhildur Helgadóttir, hugmyndir um mannkynbætur eins og þær birtust í skrifum íslenskra mennta- manna á fyrri hluta aldarinnar. Slík fræði áttu sér ötula talsmenn víða í Evrópu á þessum tíma og voru að nokkru leyti byggð á hugmyndum Charles Darwin um náttúruval - eða einhvers konar afbökun á þeim. í Norðurálfu voru þau gjarnan aukin hugmyndum um yfirburði norræns fólks yfir aðra kynstofna og urðu til úr þessu hjávísindi sem fengu furðu góð- an hljómgrunn: Sums staðar í Banda- ríkjunum og Evrópu var komið á fót rannsóknarstofnunum sem sérhæfðu sig í kynbótum á mönnum og rit eftir spámenn á borð við Houston Stuart Chamberlain náðu mikilli útbreiðslu. Hann taldi aría hafa yfirburði yfir aðra kynstofna sem væru að meira og minna leyti úrkynjaðir. Verk Cham- berlains urðu Adolf Hitler afar hug- stæð og voru einn grundvöllurinn að kynþáttafræðum nasista. í grein Ragnhildar Helgadóttur kem- ur fram að þessi ffæði höfðuðu vel til hóps íslenskra menntamanna, enda rímuðu hugmyndir um ágæti norræna kynstofnsins, foman og glæstan ætt- boga og gott líkams- og sálaratgervi sveitafólks ágætlega við þjóðernis- hyggjuna sem íslenskt þjóðíff var und- irlagt af á þessum tíma. Einn helstur talsmaður mannkyn- bóta á þessum árum var Guðmundur Finnbogason landsbókavörður sem hafði numið heimspeki og sálarfræði í Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi. Guðmundur var þeirrar skoðunar að ís- lenski stofninn væri mjög kyngóður, enda ,Jcynbættur af þúsund þrautum". Ragnhildur vitnar í grein sem Guð- mundur birti í Andvara 1922 og bar yfirskriftina „Mannkynbætur“. Þar er rauði þráðurinn að hörmungar og hall- æri hafi haft jákvæð áhrif á íslendinga í aldanna rás; hið duglausara fólk hafi fallið frá en hið „kynsælla" lifað. Hins vegar sá Guðmundur ýmis vá- leg teikn á lofti með innreið nútíma- menningar. Hann var ekki alveg sann- færður um að bætt lífskjör væru af hinu góða; þau gætu valdið því að hin- ir duglausu næðu að lifa af en ekki að- eins hinir sterkari stofnar. Guðmundi þótti miður að ekki væru lengur notað- ar gamlar aðferðir eins og útburður á vanburða börnum, dauðarefsingar, geldingar á göngumönnum, vitfrrring- um og fábjánum þannig að slík oln- bogabörn næðu ekki að fjölga sér. Vandamál nútímans væru mannúð, læknisfræði og uppeldisstofnanir sem haldi öllu þessu við og leyfi slíkum vesalingum að fjölga sér eins og þeim lystir. Guðmundur hafði einnig áhyggjur af að útlendingar færu að leggja leið sína úr hófi fram til íslands. Hann taldi að ættkostur þjóðarinnar myndi spillast við að hingað til lands flyttist „trant- aralýður og blandi blóði við þjóöina". Hollráð fannst honum að spoma við þessu með því að setja á fót mannrækt- arstofnun til að fýlgjast með því hvort hinum íslenska kynstofni færi hrak- andi. Guðmundur Finnbogason var fjarri Mannkynbótafræðin byggði oftast nær á einkennilegri blöndu af gervi- vísindum og hreinum fordómum. Á þessum Ijósmyndum sem ættaðar eru úr sænskri „rannsókn" er sýndur munurinn á karlmanni af norrænu kyni, karlmanni frá Eystrasaltsríkjunum og Sama. Velta má fyrir sér hvort „vísindamaðurinn" hafi verið fyllilega hlutlaus i vali á viðfangsefnum. því að vera einn um að aðhyllast slíkar skoðanir. Guðmundur Hannesson læknaprófessor skrifaði greinar í And- vara um svipað leyti og lagði út af yfirburðum norræna kynstofnsins yfir annað fólk. Líkt og kemur fram í Sögnum valdi Guðmundur þá aðferð sem var alsiða erlendis að blanda sam- an vísindalegum staðreyndum um mis- munandi kynþætti og huldusögum um norræna kynstofninn sem átti að hafa gengið um jörðina frá upphafi vega. Samkvæmt þeim vísindum átti norræni stofninn heiðurinn af öllum helstu menningarsamfélögum fortíðarinnar. Guðmundur læknaprófessor taldi að þeir sem tilheyrðu norræna kynstofnin- um væru hávaxið glæsifólk, „skarpgáf- að og jafnframt hugmyndaauðugt, djarft og framagjamt, en hafi þó jafn- aðarlega góða forsjá, drottnunargjamt og vel tO fomstu fallið". Prófessorinn, sem annars var mikill fmmkvöðull um bætt heilsufar á ís- landi, stóð á þessum ámm fyrir nokk- uð viðamiklum rannsóknum á hæð, limaburði og líkamsvexti íslensku þjóðarinnar, Ukt og þá var í tísku víða erlendis. Útkoma rannsóknanna studdi hugmyndir hans um kynsæld Islend- inga og þakkaði hann því að þjóðin hefði „orðið fyrir þeim fágætu forlög- um að lifa hér einangmð í þúsund ár og að mestu leyti laus við kynblöndun fráöðrum þjóðum". I skrifum sínum fór Guðmundur heldur ekki í grafgötur með mikilvægi þess að vera af góðu norrænu kyni: „A síðustu árum hefur og víða sú skoðun komið í ljós, að menning og gifta þjóð- anna sé að mestu bundin við norrænt kyn og að afturförin sé vís, ef það hverfúr og blóð þess blandast svo, að það njóti sín ekki. Þannig er það ofar- iega í Bandaríkjamönnum að banna Suður-Evrópuþjóðum að flytja inn í landið, en menn af norrænu kyni em þeim kærkomnir. Þeir em besta varan sem Norðurálfan býr til, segja þeir.“ Steingrímur Matthíasson læknir á Akureyri var enn einn menntamaður- inn sem kvaddi sér hljóðs um þessi brýnu þjóðþrifamál á þessum árum. Steingrímur taldi að hvíta kynstofnin- um færi stöðugt hnignandi og ólíkt Guðmundunum tveimur taldi hann að svo væri líka um íslendinga. Til rök- stuðnings nefndi hann að fæðingum færi fækkandi, tannveiki vaxandi, geð- veiki ykist og siðferði væri stöðugt að spillast. Varð það skoðun Steingríms að eftir nokkrar kynslóðir yrðu komnar fram „kynlausar kvenpersónur eða kvenviðrini" sem yrði sennilega bann- að að gifta sig eða þær sektaðar „ef þær gjöri nokkrar tilraunir til að sam- rekkja körlum". Niðurstaða Steingríms í fyrirlestri sínum sem hann nefndi „Heimur versnandi fer“ var að íslendingar þyrftu að líta í eigin barm og koma í veg fyrir frekari „spillingu holdsins“. Nokkuð annars eðlis en þó ekki af ósvipuðum toga voru hugmyndir sem Jónas Jónsson frá Hriflu setti einatt fram í ræðu og riti. Þó bera þær þess varla merki að Jónas hafi talið einn kynstofn æðri en aðra, heldur var það frekar sannfæring hans að úrkynjun stafaði af borgarlífi og iðjuleysi en blöndun kynstofna. Jónas var hallur undir rómantískar hugsjónir um aftur- hvarf til sveitanna - blut und boden kölluðu Þjóðverjar það - og því féll mannkynbótafræðin vel að þankagangi hans. Jónas sá hvarvetna merki um að- steðjandi úrkynjun og styrktist mjög í sinni trú í erlendum stórborgum sem hann bar saman við þjóðlífið sem hami taldi að ætti að blómstra í íslenskum sveitum. Það var sannfæring hans að „yfirstéttimar“ myndu smátt og smátt úrkynjast vegna áreynslu- og iðjuleys- ins, en „lágstéttir" borganna vegna þrengsla, sólarleysis og af daunillu lofti. Hugmyndir af þessu tagi þóttu full- komlega sómasamlegar á fyrstu ára- tugum aldarinnar; það urðu ekki marg- ir til að setja ofan í við þá íslendinga sem voru hallir undir ýmiss konar mannkynbætur. Nokkmm ámm síðar voru þær orðnar grundvöllurinn að hugmyndafræði nasista og óhæfuverk- um þeirra - fjöldamorðum á gyðing- um, sígaunum, hommum, fötluðu fólki, geðveiku og vangeíhu. Síðan þá hefur mannkynbótafræði verið bann- orð í betri húsum, en reyndar ekki í þeim ranni sem nefnist Norrænt mann- kyn þar sem ríkir mikill skilningur á að forða þurfi þeirri óhæfu að íslenski kynstofninn blandist við annað fólk. ■ Árviss kvikmyndaviðburður Stríð, friður og rússneskir réttir Það hefur verið árviss viðburður í febrúar undanfarin ár að Stríð og friður, ein mesta sfórmynd allra tíma, er sýnd í bíósal MÍR við Vatnsstíg. Sýning myndarinnar tekur heilan dag, borinn er fram matur og kaffi, og er ekki furða að færri hafa komist að en vilja. Segja þeir sem sótt hafa þessar sýningar að Jretta sé einstök kvikmyndaupplifun. Kvikmynd þessa gerði leikstjórinn Sergei Bondartsjúk á árunum 1963 og þykir hún eitt mesta sjónarspil kvik- myndasögunnar bæði að lengd og um- fangi, enda eru þama endurskapaðar - nánast í heilu lagi - orrustur sem Na- póleon Bónaparte háði í Rússlandsher- för sinni. Myndin, sem auðvitað er byggð á höíúðverki Leo Tolstojs, er í fjórum hlutum sem nefnast Andrei Bol- konskij, Natasja Rostova, 1812 og Pi- erre Bezhakov. Heildarsýningartíminn er um sex og hálf klukkustund, en hlé verða gerð milli myndarhlutanna og þá reitt fram kaffi og þjóðlegir rússneskir réttir. Kvikmyndasýningin fer fram laugar- daginn 24. febrúar. Hún hefst klukkan tíu að morgni og lýkur um hálfsjö að kvöldi. Sá háttur hefur verið hafður á að sýna Stríð og frið ekki nema einu sinni á í myndinni eru nánast endurskapaðar heilar orrustur úr herför Napóleons til Rússlands. ári og eins og endranær er líklegt að eft- irspum eftir miðum sé meiri en fram- boðið. Því er áhugafólki ráðlagt að tryggja sér miða í tæka tíð en þeir eru seldir í MÍR salnum daglega milli klukkan 17 og 18.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.