Alþýðublaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1996
ALÞYÐ U B LAÐIÐ
bessastaðabardaginn
Skemmtilega forsetaprófið
Séra Pálmi dúxaði
- Ólafur Ragnar í öðru sæti en Steingrímur kolfellur
Séra Pálmi Matthíasson,
prestur í Bústaðasókn, er ótví-
ræður sigurvegari í skemmti-
lega forsetaprófinu sem Al-
þýðublaðið efndi til fyrir rétt-
um hálfum mánuði. í öðru sæti
er Ólafur Ragnar Grímsson,
ögn hærri en Guðrún Péturs-
dóttir. Hins vegar er óhætt að
fullyrða að Steingrímur Her-
mannsson Seðlabankastjóri fái
heldur hraklega útreið í prófinu
og verður tæpast ráðið af því
að hann eigi möguleika á að
blanda sér í baráttuna um for-
setastóhnn.
Eins og sést á meðfylgjandi töflu
voru lesendur Alþýðublaðsins beðnir
um að gefa nokkrum forstaefnum ein-
kunnir fyrir ýmsa þá eiginleika og kosti
sem mega prýða góðan forseta: Gáfur
og innsæi, gjörvileika og limaburð, út-
geislun og ljóma, mennmn og þekkingu,
tungumálakunnáttu, mælsku og ræðu-
snilld, alþýðleika og þjóðrækni, ferða-
og veisluþol, skaphöfn og geðslag og
loks maka.
Agæt þáttaka var í prófinu og bámst
blaðinu á fimmta tug úrlausna. Blaðið
þakkar þeim lesendum sem lögðu okkur
lið aðstoðina.
Þegar Ijóst þótti að ekki bærust fleiri
prófblöð settust blaðamenn niður og
reiknuðu meðaleinkunnir; annars vegar
fyrir hvem lið í prófinu og hins vegar
heildareinkunn hvers forsetaefnis. Eins
og sjá má á töflunni reynist Pálmi Matt-
híasson hafa nokkra yfirburði yfir
keppinauta sína með heildareinkunnina
6.79. Hann fær einnig hæstu einkunnina
sem gefin er á prófinu, 8.0 fyrir skap-
höfn og geðslag. Fyrir alþýðleika og
þjóðrækni fær Pálmi 7.7 og 7.5 fyrir
gjörviieika og limaburð. í könnun af
þessu tagi, þar sem er reiknað út meðal-
tal allólíkra skoðana, hljóta allar ein-
kunnir sem eru hærri en sjö að teljast
mjög góð niðurstaða; Pálmi nær þeim
árangri í ofantöldum þremur greinum.
Lesendur Alþýðublaðsins treysta því
hins vegar síður að Pálmi sé mikill
tungumálamaður og gefa honum að
meðaltali 5.8 fyrir tungumálakunnáttu.
Það er lakasta einkunnin hans.
Ólafur Ragnar Grímsson má einnig
mjög vel una við niðurstöðumar. Hann
fær meðaleinkunnina 6.30 og ljóst er að
lesendur hafa ágæta trú á menntun hans,
gáfum og mælsku. Fyrir ferða- og
veisluþol fær hann 7.7, næsthæstu ein-
kunnina sem veitt er á öllu prófinu og
hljóta það að teljast mikil meðmæli í
ljósi þess hversu þessir eiginleikar em
mikilvægir í forsetaembætti. Hins vegar
háir það Ólafi nokkur að skaphöfh hans
Ólafur Ragnar Grímsson: Fær gott
fyrir ferða- og veisluþol en lítið fyr-
ir skaphöfn og alþýðleika.
Guðrún Péturdóttir: Jöfn og góð
útkoma og engin falleinkunn.
Pálmi Matthíasson: Fær hæstu einkunnina sem gefin er á prófinu, 8 fyrir
skaphöfn og geðslag.
Guðrún Agnarsdóttir: Góð einkunn
fyrir menntun og þekkingu en
minna fyrir útgeislun og Ijóma.
Davíð Oddsson: Ástríður
kona hans forðar honum
frá falli.
Páll Skúlason: Nýtur
menntunar sinnar og
sleppur naumlega við að
fá falleinkunn.
Hrafn Gunnlaugsson: Fær
gott fyrir gáfur en lítið fyrir
útgeislun og geðslag.
Steingrímur Hermanns-
son: Harkalegt fall í þrem-
ur greinum og fær varla
tækifæri til að taka prófið
upp aftur.
Ellert B. Schram: Forðar sér frá falli
í heildareinkunn vegna gjörvileika
síns, alþýðleika og ferðaþols.
ins við að reikna meðalárangur allra for-
setaefnanna samanlagt í einstökum
greinum. Ekki er ástæða til að fara af
mikilli nákvæmni út í þær niðurstöður,
en ljóst er að þátttakendur í könnunninni
treystu nokkuð vel á ferðagleði kandíd-
atanna og veisluþol. Einnig virðist
menntun þeirra og mökum ekki vera
mjög ábótavant í heildina tekið. Hins
vegar er meðaltal kandídatanna íyrir út-
geislun og gjörvileika undir falleinkun
og því er hér lýst efdr fleiri forsetaefn-
um sem hafa þessa eiginleika.B
Ólafur fær líka falleinkunn fyrir ljóma
og útgeislun, aðeins 4.8.
Guðrún Pétursdóttir fær nokkuð jafij-
ar og góðar einkunnir. í engri grein er
henni gefin falleinkun og er hún ein for-
setaefnanna um það, að undanskildum
Pálma Matthíassyni. Það kemur vart á
óvart að Guðrún fær góðar einkunnir
fyrir gáfur, menntun og tungumálakunn-
áttu; hins vegar þykir hún líkt og Ólafúr
Ragnar ekki tiltakanlega alþýðleg. Ekki
hefur Guðrúnu heldur tekist að sannfæra
lesendur Alþýðublaðsins um að hún sé
leiftrandi mælskukona; fyrir þá hæfi-
leika fær hún sína slökustu einkunn, 5.3.
Páli Skúlason er síðastur forsetakand-
ídatanna sem forðar sér frá falli, reyndar
aðeins með einu prósentubroti. Hæstu
einkunn sína fær heimspekiprófessorinn
fyrir menntun og þekkingu, en þá
lægstu fyrir útgeislun og ljóma.
Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda-
gerðarmaður fellur með sóma. Jafnum-
deildur maður og hann hlýtur að geta
þokkalega unað við einkunnina 5.8 sem
hann fær fyrir gáfur og innsæi. í fimm
greinum fær hann hins vegar falleinkun,
3.0 fyrir útgeislun og 3.3 fyrir skaphöfn
og geðslag.
Steingrímur Hermannsson telst vera
kolfallinn á forsetaprófinu og varla að
hann fái tækifæri til að taka það upp aft-
ur. Forsætisráðherrann fyrrverandi fær
langlægstu meðaleinkunnina, 4.26, og
af því að dæma ætti Hraftt Gunniaugs-
son meiri möguleika að komast á Bessa-
staði en hann. Steingrímur fær líka þijár
lægstu einkunnimar sem forsetaefnun-
um hlotnast í prófinu; í þremur próf-
greinum, gáfum, gjörvileika og útgeisl-
un nær hann ekki einu sinni að skríða
yfir þijá.
Loks settust blaðamenn Alþýðublaðs-
Vídalínspostilla
Alþýðublaðið hafði heitið ein-
um heppnum þáttakanda í
skemmtilega forsetaprófinu Ví-
dalínspostillu sem nýskeð kom
út hjá Máli og menningu í út-
gáfu Gunnars Kristjánssonar
og Marðar Árnasonar. Dregið
var úr innsendum bréfum og
föxum og kom upp nafn Auðar
Ákadóttur, Seljavegi 11 í
Reykjavík. Auður er vinsam-
lega beðin að hafa samband
við ritstjórn blaðsins á Hverfis-
götu 8-10.
þykir einhverju ábótavant og fyrir hana fær hann ekki nema 4.4. Ekki telst hann heldur vera ýkja alþýðlegur maður og í þeirri deildinni fær hann ekki nema 4.5. í fjórða sæti í forsetaprófinu er Guð- rún Agnarsdóttir læknir, allmiklu lægri en Guðrún Pétursdóttir og Ólafur Ragn- ar. Guðrún skarar í raun ekki fram í neinni grein, utan hvað hún fær mjög sæmilega einkunn fyrir menntun og þekkingu. f þremur greinum af tíu fær hún hins vegar falleinkunn og hana slakasta fyrir útgeislun og ljóma. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, er í fimmta sætí, ívið hærri en Davíð Odds- son. Einkunnir Ellerts eru mjög misjafn- Gáfurog innsæi t— 3 O t— 3 JD CD E E 'O O) C 12 -V <0 & '«3 c TJ C </) 3 ‘c £ <6 'O 1S O) o 12 ® <o •> -Q. < o -Q. 3 O) JCO </) *o <D
Fleiri forsetaefni Alþýðublaðið fór þess einnig á leit við þátttakendur í skemmti- lega forsetaprófinu að þeir til- O) o 12 jD 'E •O o O) o c 3 </) '<D O) ■4-* o -O. O) o c 3 4-* c c <D 2 3 J* _co '«3 E 3 O) c 3 8 1— O) o «3 <0 8 S </) "<D > O) O <b ■o L— <D UL O) O) O c H— :0 sz CL «3 -* C/) Maki Meðaleinkunn
nefndu sína eigin forsetafram- Pálmi Matthíasson 6.5 7.5 6.5 6.3 5.8 6.5 7.7 6.5 8.0 6.6 6.79
bjóðendur. Eftirtaldir fengu tii- nefningar: ar. Hann fellur í fimm greinum, en forð- ar sér frá falli í heildareinkunn vegna Ólafur Ragnar Grímsson 6.5 6.7 4.8 7.2 7.0 7.5 4.5 7.7 4.4 6.7 6.30
Bryndís Schram, Bubbi Mort- hens, Garðar Gíslason, Guð- gjörvileika síns, alþýðleika og ferðaþols. Útkoma Davíðs Oddssonar í prófmu Guðrún Pétursdóttir 7.0 5.5 5.8 7.3 7.3 5.3 5.4 6.3 6.8 5.4 6.21
rún Helgadóttir, Halldór Ás- grímsson, Indriði G. Þorsteins- hlýtur að teljast með öllu óviðunnandi. Raunar er Davíð ekki sagður hafa verið Guðrún Agnarsdóttir 5.8 4.5 4.1 6.7 6.0 5.2 5.5 5.7 6.2 4.2 5.39
son, Jón Baldvin Hannibals- son, Jón Sigurðsson, Jónas neinn skóladúx og það er hann ekki heldur á þessum vettvangi. Davíð fær ijórar falleinkunnir og aðeins 3.2 fyrir Ellert B. Schram 3.2 6.5 4.0 4.8 5.3 4.7 6.0 6.8 5.3 4.8 5.14
Kristjánsson, Ólafur Jóhann gjörvileika og limaburð og 3.8 fyrir Davíð Oddsson 5.7 3.2 4.2 5.6 3.8 6.3 5.0 6.0 4.0 6.8 5.06
Ólafsson, Matthías Johannes- sen, Pétur Kr. Hafstein, Salome tungumálakunnáttu. Ástríður Thoraren- sen, kona Davíðs, reynist honum hins Páll Skúlason 5.2 3.8 3.2 6.0 x 5.6 5.2 4.8 5.6 5.0 5.7 5.01
Þorkelsdóttir, Steinunn Sigurð- ardóttir, Sturla Böðvarsson, vegar notadrjúg og forðar honum frá falli; íyrir maka sinn fær hann 6.8 sem Hrafn Gunnlaugsson 5.8 3.7 3.0 5.2 5.8 4.7 3.7 5.5 3.3 6.6 4.73
Sveinn Einarsson, Vigdís Finn- bogadóttir. er besta útkoman hans og raunar hæsta einkunnin sem gefin fyrir maka í próf- inu. Steingrímur Hermannsson 2.8 2.5 2.3 4.0 5.0 3.8 5.3 5.8 5.1 6.0 4.26