Alþýðublaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 veröld ■ Vissir þú að það er ekki hægt að brjóta blað saman oftar en sjö sinnum; að það líður yfir þig brot úr sekúndu þegar þú hnerrar; að næringar- duftið Pulverpise var kosið borgarstjóri í borg í Ekvador? Kynntu þér þessar staðreyndir og aðrar jafn furðulegar Otrúlegt en satt Þrátt fyrir þá almennu trú að fílar hafi stálminni þá er staðreyndin sú að þeir hafa nær ekkert minni. Þegar rússneski rithöfundurinn Tolstoy var drengur stofnaði hann klúbb ásamt bróður sínum. Til að fá inngöngu urðu væntanlegir meðhmir að standa úti í homi í klukku- stund og forðast að hugsa um hvítan bjöm. Thomas Young, 18. aldar læknir, stærðfræðingur og vís- indamaður gat talað tólf tungu- mál reiprennandi strax átta ára gamall. Georg 1. Enlandskonungur 1714-1727 varþýskurog kunni ekki orð í ensku. Einstaklingur sem þjáist af oiokophobia er haldinn djúpstæðum ótta við að vera heima hjá sér. Fyrsti sjálfsali sem vitað er um var í hinum fomu hofum Alex- andríu, um 641 f.Kr. Þar var tæki sem hægt var að setja mynt í og fá í staðinn vígt vatn. Styijöld sem hófst milli Englands og Zansibar þann 27. ágúst 1896 stóð einungis í þrjá- tíu og átta mínútur. Lengsta setning sem birst hefur á prenti er að finna í Vesaling- um Victor Hugos. Hún er 823 orð. Hugo er í hópi þeirra sem skrifað hafa stystu bréf sem vit- að er um. Þegar hann var í fríi forvitnaðist hann um það hvemig salan á Vesalingunum gengi. Hann skrifaði útgefanda sínum: „?“ Svarið var: „!“ Alan Lemer var tvær vikur að semja síðustu línuna í laginu „Wouldn’t it be Loverly’" fyrir söngleikinn My Fair Lady. Síð- asta línan er „Loverly, loverly, loverly.” 1 f Charles Justice sem afplánaði fangelsisdóm í ríkisfangelsinu í Ohio árið 1897 aðstoðaði við að hanna, byggja og setja upp lyrsta rafmagnsstólinn. Nokkr- um árum síðar sneri hann aftur til fangelsisins sekur um morð. Arið 1911 var Charles Justice tekinn af lífí í þeim sama stól sem hann hafði dundað við að koma í gagnið. Fyrsta opinbera tilskipun Vikt- oríu drottningar eftir krýning- una var að hundar hennar fengju heitt bað. Viktoría átti um tíma áttatíu hunda og þekkti þá alla með nafni. Lúðvík XIV Frakkakonungur var fyrstur karlmanna til að ganga í háhæluðum skóm og kom þeim sið sínum í tísku. Benjamín Franklín fann upp ruggustólinn. Það er ekki hægt að hnerra með opin augu. Staðreyndin er meira að segja sú að mönnum er hættast við að missa stjóm á bíl meðan þeir hnerra, enda líð- ur yfír þá brot úr sekúndu. Edgar Allan Poe skrifaði allar sögur sínar meðan svarti kötturinn hans Magic sat á öxl hans. Fyrsta handsprengjan með púðri var fundin upp af mongólanum Khubla Khan - árið 1230. Ef rúsína er sett í glas með kampavíni þá rís hún og hnígur til skiptis í það óendanlega. Alfred Nobel, stofnandi Nóbelsverðlaunanna, fann upp dýnamítið. Spagettíið kemur ekki upp- runalega frá Ítalíu heldur Kína. o Górillur geta ekki synt. Það er ómögulegt að brjóta saman pappír - sama hversu stór hann er - oftar en sjö sinnum. Fyrsta skipulagða verkfall sem vitað er um varð árið 309 f.Kr þegar Aristos, grískur tónlistar- maður, sagði hljómsveit sinni að hætta leik sínum, vegna þess að tónlistarmönnunum var bannað að matast í hofínu. Árið 1851 skaut skosk boga- skytta, Robert Kilpatrick, egg af höfði sonar síns af hundrað metra færi. Hann hafði aðra ör tilbúna og ætlaði hana foringja sínum, William MacDonald, sem hafði skipað honum að reyna skotið. Af ótta við að leiðast í ver- aldlegar freist- ingar sem tefðu hann frá andlegri íhug- un rakaði gríski heim- spekingurinn Demosthenes af sér allt hár á annarri hlið höfuðsins til að verða svo afkáralegur útlits að hann treysti sér ekki á al- mannafæri. í borgarstjómarkosningunum í Picoaza í Ekvador var næring- arduftið Pulverpise auglýst undir slagorðinu: „Kjósið þann frambjóðanda sem ykkur sýn- ist, en ef þið viljið góða heilsu og hollustu kjósið þá Pulverp- ise. Þegar talið var upp úr kjjörkössunum hafði Pulverp- ise verið kosið borgarstjóri Picoaza. Haggis er ekki skoskt að upp- mna. Fom Grikkir eiga heiður- inn af því og kölluðu það koila prodateia. Ljón vom notuð sem varð- hundar í Tower of London allt fram til ársins 1781. Fíllinn er eina dýrið sem getur ekki hoppað. Það er einnig eina dýrið sem hægt er að kenna að standa á haus. Teddy bangsar vom skírðir í höf- uðuð á Theodore Roosevelt Banda- ríkjaforseta. Lögreglubílar hafa fengið nafn- ið Svarta María. Þeir heita eftir Maríu Manning. Með aðstoð eiginmanns síns myrti hún leigjanda þeirra og var tekin af lífí árið 1849 og var þá klædd síðum svörtum kjól. Þorrablót Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði heldur þorrablót í Alþýðuhúsinu Strandgötu laugardaginn 24. febrúar næstkomandi. Dagskrá: Húsið opnar klukkan 20:00 Þorramatur að hætti hússins Glaumur, glens og gaman. Allar upplýsingar í símum: 555-0499 555-1920 565-4132 565-1070 565-1772

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.