Alþýðublaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 1996 ALÞYÐUBLAÐIÐ s k o ð a n i r Kosið í Háskólanum Stúdentaráð Háskóla íslands hélt upp á 75 ára afmæli sitt í nóvem- ber á síðasta ári. I dag ganga stúd- entar við Háskólann enn að kjör- borðinu og velja fulltrúa í Stúd- entaráð og Háskólaráð. Sem fyrr eru það fylkingarnar Vaka og Röskva sem bjóða fram lista en þessar tvær fylkingar hafa ást við síðustu ár. Að auki hefur komið fram þriðja framboð: Haki, listi Pallborð I öfgasinnaðra stúdenta, sem er að mestu leyti skipaður nemendum úr raunvísindadeild. Þeirra helsta kosningamál er að leggja niður Lánasjóð íslenskra námsmanna og setja stúdenta á launaskrá hjá rík- inu. Röskva hefur borið sigur úr býtum síðustu fimm ár og því setið við stjórnvölinn óslitið síðan 1992. Hún hefur nú 17 fulltrúa, Vaka 12 og listi Óháðra 1. Nýlega var kosningalögunum breytt, fulltrúum í Stúdentaráði fækkað úr 30 í 22 og kosning þeirra skilyrt af úrslitum kosninga árið eftir, en fulltrúar eru kosnir til tveggja ára. Það er gert til þess að Stúdentaráð endurspegli úrslit kosninga hverju sinni. Hver fylk- ing mun því alltaf hafa tvöfaldan þann fulltrúafjölda sem er kosinn á hverju ári. Eins og staðan hefur verið, hefur sá möguleiki verið fyrir hendi að sú fylking sem tapi kosningum haldi eftir sem áður meirihluta í ráðinu vegna stórs sig- urs í kosningum árið á undan. Röskva er til að mynda í þessafi aðstöðu núna eftir stórsigur í kosn- ingunum í fyrra. Frá og með næsta ári munu fulltrúar á seinna ári því eiga á hættu að detta út ef þeirra fylking tapar manni eða mönnum. Kosningabaráttan í ár hefur öðru fremur einkennst af ólíkri afstöðu gömlu fylkinganna tveggja til svo- nefndrar skylduaðildar að Stúd- entaráði. Vaka vill afnema hana, telur að með þjónustusamningi við Háskólann um hlut SHÍ í innritun- argjöldum hafi meirihluti Röskvu selt sjálfstæði Stúdentaráðs fyrir peninga stúdenta sem hafa ekkert val um hvort þeir greiða til þess eða ekki. Vaka telur að með þessu hafi Háskólayfirvöld alltaf síðasta orðið um það sem Stúdentaráð að- hefst. Þessu er Röskva ósammála og hefur svarað þessari ádeilu í einni setningu: „Allir borga, allir njóta - ekki sumir borga, allir njóta.“ A baksíðu síðasta Röskvu- blaðs má jafnframt lesa stutt viðtal við Sveinbjörn Björnsson rektor Háskólans, þar sem hann segir „Háskólinn virðir sjálfstæði Stúd- entaráðs og vill að það sé sem mest.“ Hann segist ekki geta skilið hvernig þessi samningur geti ógn- að sjálfstæði ráðsins, hér sé um að ræða þjónustusamning hliðstæðan þeim sem ríkið sé að gera við ýms- ar stofnanir sínar og séu gjarnan gerðir til að auka sjálfstæði þeirra. Haki hefur ekki enn lýst yfir skoð- un sinni á þessu máli, en leggur til að stúdentar taki Hótel Sögu eign- arhaldi, Háskólinn taki við rekstri Búnaðarbankans, guðfræðideild verði lögð niður og „athugað verði sérstaklega ástæður þess að Fram- sóknarflokkurinn sé enn til og hvernig eigi að útrýma honum." (Úr stefnuskrá Haka). Kjörsókn í háskólakosningum er yfirleitt dræm á íslenskan mæli- kvarða, í kringum 50%. Sam- kvæmt upplýsingum Stúdenta- blaðsins er það hins vegar mun betra en almennt gerist hjá þjóðun- um í kringum okkur. ■ Kjörsókn í háskólakosningum er yfirleitt dræm á íslenskan mælikvarða, í kringum 50%. Samkvæmt upplýsingum Stúdentablaðsins er það hins vegar mun betra en almennt gerist hjá þjóðunum í kringum okkur. h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Ikvöld verður haldinn fund- ur í Leikfélagi Reykjavíkur og er talið líklegt að þar kunni að draga til tíðinda eft- ir átökin innan félagsins síð- ustu vikurnar. Sem kunnugt er hefur Viðar Eggertsson, leikhússtjóri frá og með næsta leikári, sagt upp nokkrum fastráðnum leikur- um, meðal annars Guð- mundi Ólafssyni, Jóni Hjartarsyni, Valgerði Dan og Soffíu Jakobsdóttur. Að auki hefur Sigurður Karlsson, leikari og fyrrver- andi formaður Leikfélagsins, sagt upp störfum og ber fyrir sig óvissuástandi innan fé- lagsins. Er þá á braut margt af því fólki sem hefur borið hitann og þungan af starfi Leikfélagsins í ár eða máski áratugi og er jafnvel sagt hafa myndað með sér ein- hvers konar „leikhúseig- endafélag". Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins fyrirhuga einhverjir félags- manna að láta sverfa til stáls vegna þessa á fundinum í kvöld og eru jafnvel með vantrausttillögu á stjórn Leikfélagsins í bígerð. í stjórn Leikfélagsins sitja Kjartan Ragnarsson, sem mun hafa safnað að sér miklum völdum þar innan- húss og er maðurinn bak við ráðningu Viðars, Sigrún Edda Björnsdóttir, fyrrum stjúpdóttir Kjartans, og Þorsteinn Gunnarsson, eiginmaður þeirrar sömu Valgerðar Dan og nýskeð fékk uppsagnarbréf. Eftir að hafa lagst undir feld mun Valgerður hafa sagt lausu hlutverki sínu í Hinu Ijósa mani, leikgerð á sögu Halldórs Laxness sem Bríet Héðinsdóttir er nú að æfa í Borgarleik- húsinu. Og það sem meira er: Þorsteinn Gunn- arsson mun ætla að sýna konu sinni samhug í verki og ganga líka út úr sýningunni, en þar hefur hann verið að æfa eina burðarrulluna... Mörgum sýnist að hug- myndir um forseta- framboð Ólafs Ragnars Grímssonar hafi fengið furðu góðan hljómgrunn og er jafnvel sagt að þessi með- byr hafi komið Ólafi Ragnari sjálfum svo þægilega á óvart að hann sé allverulega farinn að hugsa sér til hreyf- ings í framboðsmálum. Er raunar fullyrt að stuðnings- I | menn hans gangi rösklega fram í liðskönnun þessa dag- ana og telji fulla ástæðu til bjartsýni á sigurlíkur síns manns eða að minnsta kosti góða niðurstöðu úrforseta- kjöri. Ef allt gengur eftir eru jafnvel sagðar likur á að Ól- afur Ragnar tilkynni framboð sitt innan mánaðar... Veislan gekk með miklum ágætum og allir skemmtu sér konunglega þangað til Marteinn gekk laumulegur að búri marðanna og opnaði dyrnar. fimm á förnum veg 9 Hvers vegna eru launin svona lág á íslandi? Öskar Helgason nemi: Það er vegna þess að þetta er launa- stefna ríkisstjómarinnar. Sverrir Reynisson nemi: Guðrún Thorsteinsson Hjörtur Jónsson kaffi- Þeir sem að ráða vilja hafa bankamaður: Það er vegna húsakarl: Vegna þess að þetta svona. þess að verkalýðshreyfmgin er skattar em of háir. alltof máttlaus. Aldís Guðbjörnsdottir skrifstofumaður: Verka- lýðshreyfingin stendur sig ekki. JÓN ÓSKAR m e n n Menn sá ekki korni á steinsteypu, það þarf að undirbúa jarðveginn. Geir Gunnar Geirsson bóndi í Tímanum í gær. Spurningin sem við hljótum að spyrja okkur hlýtur að vera sú hvort það sé í lagi að kenn- arar kunni ekki að kenna. Brynjólfur Þór Guðmundsson og Sigurður Hólm Gunnarsson félagar í Samtökum áhugafólks um bætta kennslu. Morgunblaðið í gær. Þetta er enn ein staðfesting þess að landbúnað- arráðuneytið virðist oftar gæta hagsmuna framleiðenda í landbúnaði en neytenda. Úr forystugrein Morgunblaðsins í gær. Maður er nú búinn að fá sig fullan upp í háls af forseta- og fiskifréttum. Lesendabréf r DV í gær. Þó er ein atvinnugrein sem íslenskt menntafólk lætur blómgast innanlands: veikindaiðnaðurinn. Guðbergur Bergsson í DV í gær. Þetta ástand hefur gert einokunarkerfi landbún- aðarins að ríki í ríkinu,. sem hefur „skýran og einbeitt- an“ vilja til „alvarlegra og ámælisverðra“ lögbrota. Jónas Kristjánsson í leiðara DV í gær. frettaskot úr fortíd Jarðskjálfti bjargar föngum Nýlega fundust allsnarpir jarð- skjálftakippir í Suður - Portugal, og sló miklu felmtri á fólkið. Ekkert manntjón varð en hús skemdust mik- ið. Gamall kastali frá dögum Már- anna, sem notaður hafði verið sem fangelsi, hrundi, og tókst mörgum föngum að strjúka. Alþýðublaðið sunnudaginn 6. janúar 1935

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.